Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 28
*Matur og drykkur Dómararnir þrír í sjónvarpsþættinum Masterchef reiða fram áramótanasl af alkunnri snilld »32 É g hef á tilfinningunni að lítið hafi verið um hefð- bundna áramótarétti á Íslandi. Það hafi lengi vel meira verið sömu réttir og á jólunum, reyndar virðist fólki hafa verið skammtað nokkurn veginn það sama um jól og nýár nema kannski heldur minna um nýárið,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur mat- reiðslubóka með meiru, spurð um matarvenjur Íslendinga um áramót. Hún flettir upp í Heimilisalmanaki Helgu Sigurðardóttur frá árinu 1942, þar sem eru tillögur að bæði dýrari og ódýrari nýársmat. Dýrari maturinn hjá Helgu á gamlárs- kvöld er tómathlaup með majonesi í forrétt, rjúpa í aðal- rétt og kaffiís í eftirrétt. Á nýársdag stingur hún upp á sveppasúpu, svínakótilettum með sósu og rjómahring með rifsberjum. Ódýrari maturinn hjá Helgu á gamlárskvöld er hryggjarsteik með brúnuðum kartöflum og rifsberja- eða krækiberjagrautur á eftir. Á nýársdag leggur hún til kjöt- kökur í sósu, það er að segja buff, eða kalt hangikjöt. Eftirrétturinn er svo bóndadóttir með slöri eða blæju, danskur réttur sem var vinsæll á fyrri hluta síðustu aldar en fáir þekkja nú. „Þetta er réttur gerður úr rúgbrauði sem er ristað á pönnu með sykri og eplum og þeyttur rjómi settur yfir,“ segir Nanna. Hún segir stærstu breytinguna á áramótaborðum lands- manna líklega hafa orðið þegar kalkúnninn ruddi sér til rúms fyrir um tveimur áratugum. Hann hafi snemma náð miklum vinsældum og óhætt sé að fara að tala um hefð í því sambandi. Þá sé hann sífellt að verða vinsælli á jólum líka. Nanna segir fólk upp til hópa viljugra að vera með tilraunastarfsemi í eldhúsinu um áramót en jól og nefnir villibráð í því sambandi. Ekki bara íslenska villibráð, held- ur ekki síður erlenda, svo sem hjartarkjöt, kengúru og jafnvel strút hjá þeim ævintýragjörnustu. „Fólk er óhræddara að prófa eitthvað nýtt um áramót en jól. Bæði eru hefðirnar minni og síðan gerir það líklega minna til þótt eitthvað klúðrist þá. Það er yfirleitt léttara yfir fólki á gamlárskvöld en á aðfangadagskvöld og auðveldara að drekkja mistökunum,“ segir hún og skellir upp úr. Hún hvetur fólk eindregið til að prófa eitthvað nýtt um áramótin, án þess þó að ætla sér um of. „Þótt ég hafi yndi af hefðum er líka gaman að brjóta þær upp.“ Spurð um lamba- og nautakjöt segir Nanna það alltaf eiga sína fylgjendur og hefur hún tilfinningu fyrir því að lambakjötið sé heldur í sókn á jólum. Líklega sé þó meira um nautakjöt um áramót en jól enda vilji fólk þá gjarnan hvíla sig á reyktu kjöti og söltuðu. Þá segir Nanna alltaf einhvern hóp vera með fisk um jól og áramót, ekki síst útlendinga eða fólk með rætur í öðrum löndum. „Víða erlendis, ekki síst í kaþólskum lönd- um, er borðaður fiskur á aðfangadagskvöld og jafnvel um áramót líka, þótt það sé sjaldgæfara.“ Talandi um útlönd segir Nanna víða tíðkast að borða mat sem tengist frjósemi um áramótin eða á þrett- ándanum. Nefnir hún Suður og Mið-Ameríku í því sam- bandi og suðurríki Bandaríkjanna. Minna hafi borið á þessu hérlendis. Sjálf þarf Nanna ekki að hafa fyrir matnum á gamlárs- kvöld en hún er boðin í kalkún til systur sinnar. Á nýárs- dag er hún gjarnan með smáfugla, svo sem kornhænur, dúfur eða fasana, eða kalt kjöt, sem hún hefur undirbúið áður. Nýársdagur er jú hvíldardagur. MATARHEFÐIR UM ÁRAMÓT Kengúru eða strút? MINNA ER UM HEFÐIR ÞEGAR KEMUR AÐ ÁRA- MÓTAMATNUM EN JÓLAMATNUM HÉR Á LANDI OG FÓLK ER LÍKLEGRA TIL AÐ PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT OG JAFNVEL FRAMANDI Í FYRSTA SINN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Stærsta breytingin á áramótaborðum landsmanna varð líklega þegar kalkúnninn ruddi sér til rúms fyrir um tveimur áratugum Morgunblaðið/Kristinn Nanna Rögnvaldardóttir segir almennt léttara yfir fólki í eldhúsinu á gamlárskvöld en um jólin. Það skili sér í meiri ævintýramennsku. Morgunblaðið/Frikki Gaman er að reyna eitthvað nýtt, svo sem kengúrusteik. *Það er yfirleitt léttara yfir fólki ágamlárskvöld en á aðfanga-dagskvöld og auðveldara að drekkja mistökunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.