Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Page 30
Matarbækurnar í ár ÁRIÐ 2012 Í MATREIÐSLUBÓKUM FJÖLDI MATREIÐSLUBÓKA Á ÍSLENSKU, VELFLESTAR EFTIR ÍSLENSKA HÖFUNDA Í ÞOKKABÓT, KOM ÚT Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 Matur og drykkir Pitsur er bók með uppskriftum að ítölskum flatbökum en form bókarinnar er einkar skemmtilegt; hringlaga eins og fyr- irbærið pitsa er sjálft. Uppskrift að ein- földu og góðu pitsadeigi fylgir með sem svo er leikið með í fimmtíu útfærslum. Þótt botninn sé í grunninn ítalskur eru út- komurnar frá öllum heimshornum. Fimmtíu pitsur Hægeldaðir réttir þeirra Gísla Egils Hrafnssonar og Ingu Elsu Bergþórs- dóttur eru hver öðrum girnilegri í bókinni Eldað og bakað í ofninum heima. Líkt og í fyrri bókum hafa þau hjón árs- tíðabundið hráefni í fyrirrúmi og að reyna að vera sjálfbjarga og rækta í garðinum heima sem og í gluggakistum yfir vetr- artímann. Hjónin í eldhúsinu Berglind Sigmarsdóttir er höfundur bók- arinnar Heilsuréttir fjölskyldunnar en í henni eru ýmsar hefðbundnar uppskriftir sem eru þó útbúnar eilítið öðruvísi en hefðbundið þykir; til dæmis er minni sykur notaður. Eig- inmaður Berglindar, landsliðskokkurinn Sig- urður Gíslason, var henni innan handar við gerð uppskriftanna. Fjölskylduvæn hollusta Sigrún Óskarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir eiga heiðurinn af hinni óvenjulegu matreiðslubók Orð, krydd og krásir. Réttirnir eru upprunnir frá sögu- slóðum Biblíunnar en hráefnið sem ætlað er í réttina er íslenskt. Maturinn er ein- faldur og hollur og réttirnir eru ekki síður fallegir á diski. Biblíumatur Into the North, eftir Gísla Egil Hrafnsson og Ingu Elsu Bergþórsdóttur, er að hluta til ensk þýðing á bók þeirra Góður matur - gott líf sem kom út í fyrra. Í bókinni er þó einnig nýr texti um land, sögu og þjóð ásamt myndum af íslenskum mat og ís- lenskri náttúru. María Helga Guðmunds- dóttir þýddi. Íslensk á ensku Guðrún Jóhannsdóttir er höfundur matreiðslubókarinnar Hollt og hátíð- legt. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin tugi uppskrifta að há- tíðarmat sem er hollari en gengur og gerist. Hráefnið er jafnt fiskur, kjöt og grænmeti og einnig eru uppskriftir að eftirréttum í bókinni. Réttirnir henta öllum minni og stærri hátíðum ársins. Heilsusamleg hátíð Safaríkt líf er heiti fjórðu bókar Þor- bjargar Hafsteinsdóttur en í bókinni er að finna 68 uppskriftir að þeytingum. Margir drykkjanna geta komið í stað máltíðar en aðrir eru hugsaðir sem smá bragð milli mála. Þorbjörg Hafsteinsdóttir er mennt- aður hjúkrunarfræðingur og næring- arþerapisti og er orðin velþekkt fyrir skrif sín. 68 safar í bók Sigurveig Káradóttir sendi frá sér bókina Súpur allt árið í haust en í bókinni, sem er nett og þægileg að grípa í, eru 25 upp- skriftir að súpum af öllum gerðum og frá öllum heimshornum, meðal annars Taí- landi, Spáni og Marokkó. Grænmetis-, fiski- og kjötsúpur er að finna í bókinni, svo fátt eitt sé nefnt. Súpur Sigurveigar Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur þekkja margir sem lesið hafa vefsíðuna heilsu- kokkur.is en skrif hennar þar hafa notið mikilla vinsælda. Í ár sendir Auður frá sér bókina Heilsusúpur og salöt en í bókinni er, eins og nafnið gefur til kynna, að finna fjölmargar uppskriftir að hollum súpum og salötum. Ný bók heilsukokks Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla Eiríks, kynnir í nýjustu mat- reiðslubók sinni, Eftirréttir Sollu, eft- irrétti úr hráfæði. Solla hefur ekki að- eins vakið athygli hérlendis fyrir hráfæðiseldamennsku heldur svo um munar erlendis og í ár vann hún til tvennra verðlauna í keppni sem fram fór milli bestu hráfæðiskokka heims. Góðgæti hráfæðisins Nanna Rögnvaldardóttir leiðir lesendur í gegnum nýjan sannleik um múffur í nýjustu bók sinni sem heitir einfaldlega Múffur. Þar má finna fjölda uppskrifta að hefðbundnum og svo mun óhefð- bundnari gerðir af múffum, bæði mein- hollar í morgunmat, hádegis- og kvöld- verð og svo aðrar með kaffinu. Nýjar múffuuppgötvanir Bollakökur er óvenjuleg bók úr franskri bókaröð sem var gefin út á íslensku í ár í þýð- ingu Snjólaugar Lúðvíks- dóttur. Auk 20 uppskrifta að bollakökum fylgja 16 sílíkon- form í öskju og góðar leiðbein- ingar um hvernig best er að haga bollakökubakstri almennt. Form og uppskriftir Konfekt er úr sömu frönsku bókalínunni og áðurnefnd bók Bollakökur en Bókafélagið gefur báðar bækurnar út. Í fallegri gjafaöskju er að finna litla bók með tuttugu upp- skriftum, handhægum leið- beiningum um konfektgerð og þá þrjátíu sílíkonformum til að nota undir góðgætið. Krúttlegt konfekt Anna Rósa grasalæknir og Albert Eiríksson taka höndum saman í bókinni Ljúfmeti úr lækningajurtum. Saman deila þau brenn- andi áhuga á eldamennsku og lækninga- jurtum en uppskriftirnar innihalda alls kyns krydd og lækningajurtir. Þeim jurtum sem ekki fást yfir vetrartímann má auðveldlega skipta út. Læknandi uppskriftir Hin vinsæla Ebba Guðný Guðmundsdóttir slóst í lið með Latabæ í ár og út kom bókin Ebba eldar með Latabæ. Í bókinni eru uppskriftir í anda Latabæjar; hollar og fjölskylduvænar, en matreiðslan er miðuð að því að börnin fái hjálp hjá fullorðnum við að útbúa alls kyns góðgæti, allt frá drykkjum upp í pottrétti. Ebba og Latibær Stóra Disney heimilisréttabókin kom út í ár í Disney-matreiðslubókalínunni. Kunn- ugir félagar úr Disney-ævintýrunum að- stoða börn og fullorðna við eldamennskuna en réttirnir í bókinni eru hugsaðir fyrir alla fjölskylduna. Af einstökum réttum má nefna Pastarétt Freyju og Spora og Slappa borg- ara Bjarnabófanna. Börn og fullorðnir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir er ritstjóri matreiðslubókarinnar Eldað undir bláhimni – Sælkeraferð um Skaga- fjörð. Þekktir og minna þekktir Skag- firðingar og skagfirsk veitingahús eiga girnilegar uppskriftirnar en bók- in er tileinkuð skagfirskri matarmenn- ingu. Skagfirsk sveifla Ögmundur G. Albertsson er höfundur mat- reiðslubókarinnar Matur og meiri matur. Uppskriftirnar, 100 talsins, eru afar fjöl- breyttar, allt frá samlokum og súpum upp í kjöt og eftirrétti. Leitast var við að uppskrift- irnar væru fremur einfaldar en hollar. Ög- mundur er reynslubolti í matreiðslu, útskrif- aður úr Hótel- og veitingaskólanum. Einfalt en hollt Stóra bókin um Villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson er 312 blaðsíðna alfræðirit fyrir áhugafólk um nýtingu villibráðar og er bókin uppfull af villibráðarupp- skriftum. Í bókinni eru ýtarlegar leiðbein- ingar um verkun og meðferð kjötsins en Úlfar er stundum nefndur „villti kokk- urinn“. Þá er sérkafli í bókinni um vín sem passa með réttunum. Allt um villibráð Siggi Hall á heiðurinn að nýrri bók um jólarétti. Bókin heitir einfaldlega Jóla- réttir að hætti Sigga Hall en auk þess sem girnilegar uppskriftir í jóla- þema er að finna í bókinni leynast þar ýmis ráð sem nýtast vel í kringum há- tíðarmatseldina, enda matreiðslumað- urinn reynslubolti á því sviði. Siggi Hall jólast

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.