Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 Matur og drykkir Þ au Friðrika Hjördís Geirs- dóttir, landsmönnum kunn sem sjónvarpskokkurinn Rikka, Ólafur Örn Ólafs- son, yfirþjónn á nýjum veitingastað sem senn opnar á Hótel Borg, og Eyþór Rúnarsson, yfirmat- reiðslumaður á Nauthóli og fyrrum kokkalandsliðsþjálfari, eru öllum hnútum kunnug í eldhúsinu eins og gefur að skilja. Áttu þau ekki í vandræðum með að snara fram nokkrum fögrum réttum og bragðgóðum, sem fara afar vel á hvaða áramótaborði sem er, þegar eftir því var leitað. Þríeykið hefur annars haft í nægu að snúast á árinu sem er að líða, þar sem það sinnti dóm- arastörfum fyrir íslenska útgáfu MasterChef raunveruleikaþáttanna kunnu, auk annarra starfa. Um 500 áhugakokkar sóttust upphaflega eftir því að fá að koma til greina í leitinni að MasterChef- kokki Íslands. Af þeim náðu 50 manns í svokallaðar „Boot-Camp“ eða „herbúðir“, þar sem kepp- endum fækkaði enn frekar í nokkr- um eldhúsþrautum. Átta keppendur standa nú eftir og má fylgjast með þeim bítast um sigurinná næstunni. Fer keppnin fram í risa-eldhúsi sem sérstaklega var reist í Korputorgi í tengslum við gerð þáttanna. Er þar um að ræða stærsta eldhús sem búið hef- ur verið til í sjónvarpi á Íslandi. „Það kom mér mest á óvart hvað það er mikið af fólki hér sem veit mikið um mat, hefur t.d. ferðast víða og hefur einfaldlega gríð- arlegan áhuga á matargerð,“ sagði Eyþór í samtali við blaðamann og bar keppendunum afar vel söguna. Segir hann greinilegt að matargerð sé stórt áhugamál hér á landi. Þrátt fyrir að erfitt hafi verið að velja úr segir Eyþór þá keppendur sem eftir standa allt einvalalið og flotta kandídata. Til mikils er að vinna en auk nafnbótarinnar fyrsti meistarkokkur Íslands verður sig- urvegarinn milljón krónum ríkari. MasterChef-þættirnir eru í dag framleiddir í 35 löndum og sýndir enn víðar. Njóta þeir mikilla vin- sælda um allan heim. Íslensku MasterChef-þættirnir hefja aftur göngu sína þann 4. jan- úar næstkomandi á Stöð 2. Rikka, Eyþór og Ólafur áttu ekki í vandræðum með að töfra fram góðgæti. MASTERCHEF TRÍÓIÐ Litríkt nasl um áramótin *„Matargerð ergreinilega stórtáhugamál hér á landi“ Dómararnir í miðjum klíðum við matargerðina. Hinrik, sonur Rikku, fylgist vel með. MARGIR ERU EFLAUST ÞEGAR BÚNIR AÐ ÁKVEÐA HVAÐ SKAL ELDAÐ Á GAMLÁRSKVÖLD. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS LEITAÐI TIL MASTERCHEF-DÓM- ARATRÍÓSINS EFTIR UPPSKRIFTUM AÐ HANDHÆGU NASLI SEM PASSAR AFAR VEL HVAR SEM NÝJU ÁRI ER FAGNAÐ. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is 150 g (eða góð lúka) rifinn ost- ur. Hvaða ostur sem er gengur, en hann þarf að vera a.m.k. 26% feitur 3 sneiðar Chorizo eða önnur bragðmikil pylsa 3 tortillakökur Aðferð: Setjið rifna ostinn í eldfast mót – betra er að hafa það ekki það ekki of stórt. Stráið saxaðri pyls- unni yfir. Setjið í 180 gráðu heitan ofn í 5 mínútur, eða þar til ost- urinn er bráðinn. Stingið tor- tillakökunum í brauðrist og berið fram saman. Gott er að hafa góða Habanero-sósu við hliðina á fyrir þá hugrökku. Með þessu myndi ég drekka margarítu en gott er að blanda hana í stóra könnu. Mín uppskrift er svona: 1½ hluti gott Tequila 1 hluti limesafi (ferskur, ný- kreistur) ½ hluti Triple sec eða Coint- reau Queso fundido TILBRIGÐI VIÐ MEXÍKÓSKT STEF Bræddur ostur í bland við Chorizo pylsu kitlar klárlega bragðlaukana. ½ tsk fennelfræ, þurrristuð og grófmulin Rifinn börkur af 1 sítrónu 15 fersk basillauf, fínsöxuð 4 msk góð ólífuolía 1 hvítlauksrif, pressað sjávarsalt og nýmalaður pipar 1 poki litlar mozzarellakúlur, sigtið vatnið frá og kremjið ostinn örlítið 6 kirsuberjatómatar, skornir í fjóra hluta og fræhreinsaðir Aðferð Blandið öllu saman í skál og látið standa í kæli í 25-30 mínútur. Gott er að bera ostinn fram á ristuðu snittubrauði, á salati eða sem smárétt. Maríneraður mozzarella ÍTÖLSK KLASSÍK Í ÁRAMÓTABÚNINGI Komnar í áramótabúninginn. Mozzarellurnar marineraðar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.