Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Side 41
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Það er forvitnilegt aðfylgjast með þvíhvernig konur eru
að komast til valda í tísku-
heiminum. Það eru ekki
lengur aðeins karlmenn
sem klæða konur,“ segir
Ragnheiður Axel Eyjólfs-
dóttir, verkefnastjóri
fatahönnunarfélags Ís-
lands. Hún nefnir nokkrar á
nafn, þar á meðal Söruh
Burton.
„Stultuhælarnir eru að
líða undir lok enda felast
miklar fjötrar í þeirri tísku.
Engin kona sem vinnur átta
tíma vinnudag stendur á
slíku og í dag sjáum við
breiðari hæla. 2012 var
vendipunktur, maður sér að
styrkleiki kvenna fer vax-
andi og einnig er bert hold
ekki eins áberandi – ekki
flegið niður á nafla heldur
eru peysurnar frekar víðar
og buxurnar þægilegar.“
Ragnheiður Axel segir
gaman að sjá að margir ís-
lenskir hönnuðir eru að
hanna föt fyrir raunveru-
legar konur af ólíkum lík-
amsgerðum.
Ragnheiður Axel Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri
Fatahönnunarfélags Íslands, segir konur vera að
komast til valda í tískuheiminum.
Minna um bert hold
RAGNHEIÐUR AXEL EYJÓLFSDÓTTIR
Þægilegir Chanel-skór í anda ársins 2012.
Það sem mér finnst áberandiskemmtilegast sem hefurgerst undanfarið ár hér á Ís-
landi er að íslenskir hönnuðir eru
enn og aftur að sýna hvað þeir geta
gert. Skemmtilegar hönnunarversl-
anir eins og ATMO bætast í hóp
þeirra sem voru komnar eins og
Kiosk og Ella og fleiri,“ segir Anna
Margrét Björnsson, kynningarstjóri
og tónlistarmaður. Anna Margrét
starfaði lengi í blaðamennsku og
skrifaði daglega um tísku.
„Ég hef verið mjög hrifin af hönn-
uninni frá Ýr, Sævari, Rey og Ellu
þetta árið. Ýr skapaði mjög
skemmtilega línu á síðasta RFF.
Sævar skapaði línu sem er innblásin
af Trish Keanan, söngkonu bresku
hljómsveitarinnar Broadcast, og
hann fær fullt hús stiga frá mér bæði
fyrir tenginguna við þessa dásam-
legu hljómsveit og sína einstöku fag-
urfræði.“ Anna Margrét segir að
ELLA hafi komið með alvörugæði
inn á íslenskan markað.
„Erlendis er það til dæmis Hedi
Slimane sem endurskapaði herralínu
Dior á sínum tíma. „Ég bjó um tíma
hjá föðursystur minni, Helgu
Björnsson, í París en hún var þá að
hanna fyrir tískuhúsið Louis Fér-
aud. Hún bjó beint á móti Yves
Saint-Laurent-tískuhúsinu og ég sá
þessum sérstaka manni, Saint Laur-
ent heitnum sjálfum, oft bregða fyrir
og ég hef lengi verið hrifin af hug-
sjón hans um tísku fyrir konur. Slim-
ane var frægur fyrir guðdómlega
svöl herraföt þegar hann vann fyrir
Dior og skapaði „skinny silhouett-
una“ fyrir karlmenn, sumsé þröng
jakkaföt undir áhrifum rokksins.
Fyrir Yves Saint-Laurent-línuna
2013 heldur hann áfram í sama stíl
og notar stúlku sem fyrirsætu í stað
karlmanns, sem er áhugavert.“
Anna Margrét Björnsson, kynning-
arstjóri og tónlistarmaður, nefnir
ELLU, Sævar, Rey og fleiri sem staðið
hafa upp úr hérlendis í ár.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON
Gróska hérlendis
Flottasta hönnun ársins að mati Önnu Margrétar, eftir Sævar Markús.
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
GLÆSILEGIR ÁRAMÓTAKJÓLAR
FRÁ 14.900!
Frábær verð og persónuleg þjónusta
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011
Óskum landsmönnum
gleðilegra jóla og
farsældar
á komandi ári