Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012 Þ að var í sjálfu sér ekki keppikefli fyrir Ísland að ganga í Hið evrópska efna- hagssvæði á sínum tíma. Miklum mun æskilegra hefði verið ef al- þjóðleg þróun frjálsra viðskipta hefði verið hraðari en varð og þá einkum að dregið hefði hratt úr viðskiptahindrunum í formi tolla og margvíslegra innflutningsgjalda sem eru í raun ígildi tolla. En sú þróun hefur verið hæg. Stórveldin og blokkirnar hafa enda haldið þannig á málum að halda fast í sitt en skilja veikburða þjóðir eftir berskjaldaðar fyrir bröskurum sem geti farið um þær ránshendi. Því er svo sem ekki von að hratt miði. Nauðungarstaða Evrópumarkaðurinn er nærmarkaður fyrir Ísland og óþolandi að hann skuli lokaður innan tollmúra með þeim hætti sem gert er. Íslandi var því nauðung að vera með, og það var að auki kostur að eftir að hafa undirgengist þá nauðung vantaði þar með öll rök fyr- ir því að ganga í ESB, en rökin á móti því voru og eru yfirþyrmandi og sum þeirra áttu auðvitað einnig við um EES. Þegar EES-samningurinn var gerður fór fram vönduð athugun á því hvort samningurinn rúm- aðist innan stjórnarskrár landsins. Viðsemjandanum var gerð grein fyrir því öllu og engin vilyrði gefin fyr- ir því að færði ESB út kvíarnar þá yrði íslensku stjórnarskránni bara breytt eftir þörfum. Sumir láta þannig núna. Ef tilskipanir ESB rúmast ekki innan íslenskrar stjórnarskrár er einfaldlega óheimilt að innleiða þær, og ESB getur ekki borið þá staðreynd fyrir sig sem brigð af hálfu Íslands. ESB fór í rauninni í gagnstæða átt við vonir um aukið frelsi í viðskiptum þjóða á veraldarvísu. Það er í upphafi og eðli bandalag um tolla og færðist svo út með grunnreglum sínum um fjórfrelsi innan þess og það er sagt kalla á samræmingu reglna sem því tengjast. Hljómar ekki hættulega, jafnvel miklu fremur skynsamlega. En í þeim upphafna anda um frjálsa för fjármagns og frelsis gættu þjóðirnar ekki að sér. Það var sífellt gengið á lagið, og almenningur í aðildarlöndunum hafður í svartamyrkri í málinu. Samræming, samræming ofar öllu Samræmingin varð sífellt meiri og hún varð að eiga sér stað í kjarnanum, sem gætti galdursins – fjór- frelsisins, en ekki hjá einstökum þjóðum. Það mátti öllum vera augljóst. Og allt var það gert vegna hins sameiginlega markmiðs að tryggja hindrunarlaus viðskipti innan sameiginlegs tollabandalags. Sam- ræmdar reglur urðu að gilda, rétt eins og í fótbolta, svo þjóðirnar gætu leikist á. Fyrst var samræmingin auðvitað aðeins í meginatriðum. En sífellt fleira var fellt undir samræmingarþörfina allt þar til smæstu smáatriðin fengu ekki einu sinni frið. Það er í nafni samræmingar að Svíar mega ekki taka í nefið og Bretar mega ekki banna föngum að greiða atkvæði. Og kæmi upp efi varð að eyða honum. Og úrskurð- urinn um það hvað væru sameiginleg ESB-mál færð- ist á miðstýringarskrifstofuna og loks til sérútbúins heimadómstóls, sem fékk, fyrir utan almenn lagafyr- irmæli, þá forskrift að dómar hans yrðu að liggja inn- an hins sameiginlega markmiðs að styrkja heildina og falla að framtíðarsýn um útvíkkun Evrópusam- bandsins. Þess háttar fyrirmæli hefur ekki nokkur dómstóll í lýðræðisríki búið við, hvorki skráð né óskráð. En þau giltu vissulega í alræðisríkinu þriðja og í Sovétheimsveldinu sællar minningar. En án þess að almenningur í einstökum löndum Evrópu væri nokkru sinni spurður var smám saman tekið hvert risaskrefið af öðru til að breyta þessum ramma um hagfellda efnahagsstarfsemi, sem sann- arlega gat átt rétt á sér, í ofurríki með eina og sömu mynt. Sumir segja það hræðsluáróður að það ríki sé þegar komið til að vera og þeir segja það sama um ábendingar um að þróunin í þá átt sé hröð. En þessi efnahagsumgjörð um viðskiptaþátt á milli fullvalda þjóða, eins og það hét í öndverðu, er komið með sinn eigin forseta, framkvæmdastjórn ókjörinna embætt- ismanna með meira vald en nokkur lýðræðislega kjörin ríkisstjórn. Hún er komið með sitt þing, að vísu enn í skötulíki, hún er komin með sinn prívat dómstól, æðri hæstu réttum aðildarríkja og hann skal dæma með „dynamiskum“ hætti. Hún er komin með ríkisfána. Þess er krafist og undan því hefur verið lát- ið af óskiljanlegum ástæðum, að þessi ríkisfáni efna- hagslegrar samræmingar standi jafnrétthár og við hlið þjóðfána í þingsölum aðildarríkjanna. Rannsóknar- blaðamenn rýna á bak við tjöldin * Í ráðuneytum aðildarlandannaer búið að koma upp stórumhópi búrókrata sem hlotið hafa þjálf- un í Brussel, sem eiga að gæta þess að þau mál sem héraðsþingin leyfa sér enn að fitla við stangist ekki á við 100 þúsund reglur ESB. Reykjavíkurbréf 28.12.12

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.