Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Qupperneq 53
30.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Dansleikhúsverkið ÚPS! í Tjarnarbíói bbbnn
Höf. og flytj.: Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan. Leik-
stjóri: Víkingur Kristjánsson. Dramatúrgía: Ásgerður G.
Gunnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Tinna Ottesen og
Helga Rósar V. Hannam. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson.
„Þátttakendur verksins gera stólpagrín að sjálfum sér og
um leið samfélaginu í heild […] Verkið […] er ekki ætlað
viðkvæmum sálum og fýlupokum.“
GRÍN FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
Á vit … í Kaldalóni Hörpu bbbmn
Höfundar og flytjendur verksins voru meðlimir Íslenska
dansflokksins og GusGus. Aðalsteinn Stefánsson, Filippía
Elísdóttir og Ýr Þrastardóttir hönnuðu umgjörð verksins.
„Þessi sýning markar upphaf að einhverju nýju og spenn-
andi, hún er tilraun til að finna nýja framsetningu þar sem
margar listgreinar koma við sögu. […] freyðandi stemning
nýrrar og framandi upplifunar sem erfitt er að lýsa.“
FJÖR, FYNDNI OG FRUMLEIKI
The Tickling Death Machine í Iðnó bbbbn
Samið og flutt af dansflokknum Shalala og hljómsveit-
unum Lazyblood og Reykjavík! Forsprakkar Shalala eru
Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson.
„Erna er listamaður sem hefur mikla sannfæringu og
sannfæringarkraft, hún hefur einstakt lag á því að draga
áhorfendur með sér inn í heim ímyndunarinnar […] kraft-
mikið verk með nýstárlegum stefjum.“
FEGURÐ, DAUÐI OG DÝRSLEGT EÐLI MANNSINS
Skýjaborg í Kúlunni bbbbn
Höfundur: Tinna Grétarsdóttir. Tónlist: Sólrún Sum-
arliðadóttir. Sviðsmynd, leikmunir og búningar: Guðný
Hrund Sigurðardóttir og Tessa-Sillars Powell. Dansarar:
Inga Maren Rúnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir.
„… ætluð börnum frá sex mánaða til þriggja ára. Sýn-
ingin tókst einkar vel og verður hún vonandi til þess að fleiri
sýningar af svipuðu tagi verði settar upp á Íslandi.“
GLEÐIN SKEIN ÚR LITLUM AUGUM
Sinfóníutónleikar í Eldborg, Hörpu, 7. júní. bbbbm
Beethoven: Sinfónía nr. 8 og 9. Einsöngvarar: Hulda Björk
Garðarsdóttir S, Andrew Kennedy T, Nathalía Druzin Hall-
dórsdóttir A og Ágúst Ólafsson B. SÍ og Mótettukór Hall-
grímskirkju. Stjórnandi: Hannu Lintu.
„… svaraði 120 manna sönghópurinn kalli stjórnandans
eftir sveigjanlegri dýnamík það vel að annað eins hefur
varla áður heyrzt á okkar fjörum.“
NÍAN AÐ ÁRI LIÐNU
Kammertónleikar í Norðurljósum, 21. okt. bbbbn
Schubert: Strengjakvintett í C* (1828). Brahms:
Strengjakvintett í G Op. 111** (1890).
Ari Þór Vilhjálmsson, Una Sveinbjarnardóttir, Zbigniew
Dubik, Þórunn Ósk Marínósdóttir, Jónína A. Hilmarsdóttir,
Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.
„Hér fór hreint út sagt fyrirmyndar spilamennska er
setti hlustandann í æðri gleðigír.“
SVÍFANDI VÍNARÞOKKI
Óperusýning í Eldborg, Hörpu, 16. marz. bbbbn
Puccini: La Bohème (1896). Hulda Björk Garðarsdóttir S,
Gissur Páll Gissurarson T, Ágúst Ólafsson Bar., Jóhann
Smári Sævarsson B, Bergþór Pálsson Bar., Hrólfur Sæ-
mundsson Bar. og Herdís Anna Jónasdóttir S ásamt Kór,
Barnakór og Hljómsveit íslenzku óperunnar. Hljómsveit-
arstjórn: Daníel Bjarnason.
„Að öllu meðtöldu: frábær skemmtun og frammistaða …“
TÁP, FJÖR OG TÆRING
Arcadi Volodos píanóleikari. Einleikstónleikar í Eldborg
á Listahátíð, 20. maí. bbbbb
Schubert: Sónata í a D754 Op. 143. Brahms: Þrjú int-
ermezzi Op. 117. Liszt: Sónata í h-moll.
„…minnist ég varla að hafa heyrt jafnvíðfeðm styrkbrigði
í slaghörpuleik … Útslagið gerði … afburðavel útfærð mót-
un og hnitmiðað formskyn, er komu manni á köflum næst-
um því til að halda að píanistinn hefði samið verkin sjálfur.“
ÓGLEYMANLEGUR PÍANISTI
Danssýningar ársins
„Lokakafli verksins var virkilega góður. Hann minnti á koddahjal þriggja vinkvenna þar sem öll sagan
er ekki sögð,“ segir um On Misunderstanding.
SAMANTEKT MARGRÉTAR ÁSKELSDÓTTUR YFIR BESTU DANSSÝN-
INGAR ÁRSINS LEIÐIR Í LJÓS AÐ ÞÆR VORU BÝSNA FJÖLBREYTTAR. ÞÆR
SPANNA ALLT FRÁ HUGLJÚFRI BARNASÝNINGU TIL GRÓTESKS DANSLEIK-
HÚSS MEÐ VIÐKOMU Í VANGAVELTUM UM HRYLLING OG DAUÐA.
Klassískir tónleikar ársins
„Sjaldan ef nokkru sinni áður gat hér að heyra jafn víðfeðma dýnamík og svellandi snerpu í
ávallt fullkomnu innbyrðis jafnvægi,“ skrifaði rýnir um tónleika Fílharmóníusveitar Berlínar.
Morgunblaðið/Golli
ÞEGAR LITIÐ ER Á ÞÁ GAGNRÝNI SEM KLASSÍSKUR TÓNLISTARRÝNIR
MORGUNBLAÐSINS, RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON, HEFUR SKRIFAÐ Á
LIÐNU ÁRI FER EKKI Á MILLI MÁLA AÐ TILKOMA HÖRPU HEFUR HAFT
JÁKVÆÐ ÁHRIF; Á FLUTNING JAFNT SEM UMGJÖRÐ TÓNLEIKA.
Fílharmóníuhljómsveit Berlínar í Hörpu, 20. nóvember.
bbbbb
Ligeti: Atmosphéres; Wagner: Forleikur að Lohengrin;
Debussy: Jeux; Ravel: Svíta nr. 2 úr Daphnis og Chloë;
Schumann: Sinfónía nr. 3 í Es. Stjórnandi: Simon Rattle.
„… var fullnaðarsigurinn löngu kominn í höfn og sópandi
hylling áheyrenda á fæti var því ekki nema fyrirsjáanleg að
leikslokum. Hér fór sannkallaður úrvalsviðburður – og
lengi í frásögur færandi.“
VIÐBURÐUR Í FRÁSÖGUR FÆRANDI
On Misundersterstanding í Kassanum bbbbn
Höfundur og leikstjóri verksins: Margrét Bjarnadóttir.
Dansarar: Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og
Dani Brown. Leikmynd og búningar: Elín Hansdóttir.
„Verkið var virkilega vel unnið og hugmyndin komst vel
til skila. Það er ekki oft sem svo náið samstarf ólíkra list-
greina heppnast eins vel og það gerði á þessari sýningu og
því ber að hrósa séstaklega.“
EILÍFUR ÓENDANLEGUR MISSKILNINGUR