Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.12.2012, Síða 54
1. The Artist
„[H]ér erum við að tala um þessa sígildu,
styrkjandi bíóupplifun, þar sem þú gengur
léttur á fæti úr salnum, nærður og fjörgaður
– endurhlaðinn.“ – Arnar Eggert Thoroddsen
2. Moonrise Kingdom
„Einnig er greinilegt samspil á milli tilfinn-
ingalífs persónanna og sviðsmyndarinnar í
kringum þær; frábær framsetning.“ – Davíð
Már Stefánsson
3. Marina Abramovich:
The Artist is Present
„Vönduð kvikmyndin um Marinu Abramovic
ætti að vekja áhuga allra áhugamanna um
frjóa sköpun.“ – Einar Falur Ingólfsson
4. Skyfall
„Bond nær ekki alltaf hæstu hæðum en svo
er sannarlega í nýjustu myndinni um 007.“
– Jón Agnar Ólason
5. Djúpið
„Eða eins og kollegi undirritaðs sagði, degi
eftir hátíðarfrumsýningu á myndinni: „Það
er varla hægt að gera betur.“ Það eru orð
að sönnu.“ – Helgi Snær Sigurðsson
6. Silver Linings Playbook
„[G]efur fólki von um að alveg sama hversu
mikil og erfið vandamál þess eru þá er
hægt að vinna bug á þeim flestum með því
að leggja sig fram.“ – Stefán Gunnar
Sveinsson
7. Argo
„Argo hefur verið hlaðin lofi og er spáð Ósk-
arsverðlaunum. Þetta er framúrskarandi
mynd og kæmi ekki á óvart þótt þær spár
rættust.“ – Karl Blöndal
8. The Dark Knight Rises
„The Dark Knight Rises er stórkostlega gott
bíó sem skilur áhorfendur eftir agndofa,
næstum því útkeyrða.“ – Jón Agnar Ólason
9. Life of Pi
„Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jóla-
mynd, falleg og upplífgandi.“ – Helgi Snær
Sigurðsson
10. Looper
„Looper er fyrirtaks afþreying. Rian John-
son missir ekki niður lykkju.“ – Helgi Snær
Sigurðsson
Kvikmyndir
ársins
FJÖLDI VANDAÐRA KVIKMYNDA VAR SÝNDUR HÉR Á ÁRINU 2012.
HELGI SNÆR SIGURÐSSON GAGNRÝNANDI VALDI ÞÆR BESTU AF
ÞEIM SEM HANN SÁ OG GAGNRÝNDAR VORU Í MORGUNBLAÐINU.
3
21
4
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2012
Björn Kristjánsson, eða
bara Borko, kom á óvart
með framúrskarandi
skemmtilega og fjöl-
breytta plötu, Born to be
Free. Á plötunni bræðir
hann saman það besta úr tilraunakenndu
poppi og raftónlist. Plata ársins, svo mikið er
víst.
Þegar þeir félagar í
AdHd slepptu fram af sér
beislinu í hljóðveri urðu til
tvær plötur með spuna-
kenndri tónlist, ADHD 3
og ADHD 4. Sú síðar-
nefnda grípur mann strax,
hrífandi ágeng og ögrandi, en hin er inn-
hverfari og þarf meiri tíma.
Árið sem nú er að líða
var árið hans Ásgeirs
Trausta Einarssonar,
hann var á allra vörum
fyrir plötuna Dýrð í
dauðaþögn og hélt til að
mynda frábæra tónleika í
Hörpu á Airwaves. Tónlistin er heillandi og
flutningurinn óaðfinnanlegur.
Duo Harpverk, skipað þeim Katie Buckley
hörpuleikara og Frank
Aarnink slagverksleikara,
hefur auðgað íslenskt tón-
listarlíf sem heyra má á á
disknum Greenhouse
Sessions þar sem þau
flytja verk eftir íslensk
tónskáld sem samin voru fyrir Dúóið.
Á LP má heyra hvað Futuregrapher, Árni
Grétar Jóhannesson, hefur verið lengi að í
raftónlistinni. Platan gefur
frábært yfirlit yfir þá fjöl-
breyttu strauma og stefn-
ur sem hann hefur á valdi
sínu, en hún er þó ekki
safnplata heldur heilsteypt
verk.
Ghostigital byrjaði sem
sólóverkefni fyrir níu ár-
um en Division of Cult-
ure and Tourism sannar
að það er heilmikið ferskt
og frumlegt í gangi. Það
er merkilegt í sjálfu sér hve þeim félögum
Einari Erni og Curver tekst að halda sér í
framlínunni, en svona er það bara.
Á Stafnbúa halda tón-
skáldið Hilmar Örn Hilm-
arsson og kvæðamaðurinn
Steindór Andersen áfram
að endurvekja gamlan arf
og sýna að hann á fullt er-
indi til okkar enn þann
dag í dag. Músíkin er margslungin og rímna-
valið gefur nasasjón af rímnasögunni.
Enter 4 birtist óforvar-
andis og óvenjulegt að
eins þekktri hljómsveit og
Hjaltalín takist að halda
breiðskífugerð svo leyni-
legri að enginn vissi hvað
var í vændum. Platan sker
sig líka úr, er ólík fyrri verkum, innhverf og
íhugul, en þó rökrétt framhald af því besta
sem sveitin hefur gert.
Jónas Sigurðsson er
uppalinn í Þorlákshöfn og
segja má að Þar sem
himin ber við haf, sem
hann gerði með Lúðra-
sveit Þorlákshafnar, sé óð-
ur til heimaslóðanna, en
um leið óður til allra Íslendinga. Einlæg
plata og innileg.
Félagarnir í Kontinuum hafa fengist við
ýmsar gerðir af rokki,
sem vel má heyra á Earth
Blood Magic, því þeir
bregða fyrir sig ólíkum
stílum drungarokki, svart-
málmi, síðpönki og síð-
rokki. Rokkskífa ársins.
Á Annarri Mósebók,
breiðskífu Moses
Hightower, er að finna
nútímalega sálartónlist,
hljóðláta stemningu með
óvæntum lagalykkjum og
textum sem láta ekki mikið yfir sér, en fela í
sér naska sýn á mannlífið.
Málið er að gera eitthvað nýtt eða þá eitt-
hvað gamalt á nýjan hátt.
Á Ojba Rasta, frumraun
samnefndar hljómsveitar,
glíma menn við reggí-
formið á frumlegan og
spennandi hátt, búa til lög
sem fara eigin leiðir upp-
full með kímni og glaðværð. Sumarplata árs-
ins.
Tónlistarlega er God’s
Lonely Man hreint af-
bragð, lagasmíðar og
spilamennska upp á fimm
stjörnur. Það er ekki
minna varið í texta Péturs
Ben en lög hans, djúpar
pælingar um tilveruna eru þræddar gegnum
textana og þannig tengjast þeir allir, en
standa þó sjálfstæðir.
Það er viðeigandi að
þessi plata Retro Stefson
heiti einfaldlega Retro
Stefson, enda birtist á
henni fullþroskuð rokk-
sveit, laus við ungæðishátt
og stefnulausan galsa, en
nú hnitmiðuð og beinskeytt rokksveit með
poppívafi.
Samúel Jón Samúelsson hugsar stórt eins
og heyra má á Fjórum
hliðum, rúmar 96 mín-
útur og víða komið við; í
Eþíópíu, Nígeríu, Brasilíu
og suðurríkjum Banda-
ríkjanna. Pottréttur árs-
ins.
Valtari er í senn upp-
gjör fyrri tíma og upphaf
á einhverju nýju. Á plöt-
unni er að finna hug-
myndir Sigur Rósar-félaga
og vangaveltur frá löngum
tíma og að því leyti er
platan eins og skissubók, en líka full af frá-
bærri tónlist.
Lögin á Slowscope,
fyrstu breiðskífu The
Heavy Experience,
þrengja sér inn í kollinn á
manni og maður áttar sig
á því að maður situr graf-
kyrr og heldur nánast
niðri í sér andanum. Allt frá blúsuðum bar-
dúnstónum í almagnaða gítarsýru.
Í laginu Drama gerir
Þormóður Dagsson Til-
bury-bóndi nett grín að
trommuleikurum og við-
eigandi. Hann var og
þekktastur fyrir trommu-
leik með ýmsum en á Ex-
orcise birtist hann sem frábær lagasmiður
og fínn söngvari.
Vetrarferð Schuberts er í senn magnað
meistaraverk og marg-
útgefið. Þeir Víkingur
Heiðar og Kristinn Sig-
mundsson leggja þó
ótrauðir í þá samkeppni
og komast frábærlega frá
því þar sem saman fer
stórbrotinn söngur og framúrskarandi spila-
mennska.
Þórir Georg glímir við djúpekilegar lífs-
gátur á I Will Die and
You Will Die and it Will
be Alright. Það hefur
hann svosem gert áður en
ekki eins líflega og í stað
tregans er góðlátleg dep-
urð.
Íslenskar plötur ársins
TÓNLISTARÁRIÐ SEM BRÁTT ER LIÐIÐ VAR ÓVENJU GRÓSKUMIKIÐ, PLÖTUÚTGÁFA MEÐ BLÓMA, HVORT SEM VAR Á FÖSTU
FORMI EÐA RAFRÆNU, TÓNLEIKAHALD FJÖRUGT OG FULLT AÐ GERAST. FYRIR VIKIÐ FINNST ÁRNA MATTHÍASSYNI ÓGERNINGUR
AÐ TAKMARKA SIG VIÐ AÐ VELJA TÍU ÍSLENSKAR PLÖTUR ÁRSINS, NÓGU ERFITT ER AÐ TAKMARKA LISTANN VIÐ TUTTUGU.
Við gerð listans var litið til þeirra
kvikmynda sem frumsýndar voru
á Íslandi á árinu. Tilvitnanir eru
sóttar í kvikmyndadóma.