Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  62. tölublað  101. árgangur  DREKI MEÐ DJÚPAN BOÐSKAP VORFUGLAR KOMA SNEMMA Í ÁR UNDURFALLEG OG HARMRÆN KVENNAÓPERA LANDIÐ LIFNAR VIÐ 6 ÓP-HÓPURINN 55LEIKFÉLAG KVENNASKÓLANS 10 Skúli Hansen Baldur Arnarson Ómögulegt er að segja til um hve- nær störfum Alþingis lýkur, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. „Ég hef verið að funda meira og minna í dag [gær] með þingmönnum og menn hafa tal- að mikið saman og svo verðum við að sjá hvernig lyktir verða,“ segir Ásta. Aðspurð hvort hún eigi von á því að haldnir verði þingfundir um helgina, segir Ásta að það eigi alveg eftir að koma í ljós. Fjöldi mála bíður enn afgreiðslu þingsins þrátt fyrir að dagskrá þess geri ráð fyrir að því ljúki í dag. Þá voru m.a. lögð fram fjögur stjórn- arfrumvörp í gær. Eitt þeirra stóru mála sem bíða afgreiðslu er frumvarp vegna gjald- eyrishafta. Í viðtali við Morgun- blaðið í dag segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, að það hafi greinilega ekki verið tekið tillit til gagnrýni á málið. „Þarna er að mínu viti verið að leggja fram breyt- ingar sem samrýmast ekki þeim grundvallarreglum sem gilda í okkar samfélagi,“ segir Páll. »4 Óvissa um lok þingsins Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Enn er óvissa um þinglok.  Fjöldi stórra mála bíður enn afgreiðslu HönnunarMars var settur við hátíðlega athöfn í gær í Listasafni Reykjavík- ur. Hátíðin er haldin í fimmta skipti og fer fram 14. til 17. mars. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar og boðið er upp á yfir hundrað viðburði, innsetningar og sýningar. »57 Hátíðin HönnunarMars haldin í fimmta skipti Morgunblaðið/Golli  „Þetta hefur gengið glimrandi vel,“ segir Jóhann Garðar Jóhanns- son, útgerðarstjóri hjá Björgun, um dýpkun Landeyjahafnar. Þrjú skip hafa verið við dælingu mestalla vik- una og eru þau búin að dæla um 63 þúsund rúmmetrum af sandi og ösku. Hann segir að veður hafi ver- ið ágætt alla vikuna og útlitið sé gott fram í miðja næstu viku. Jóhann segir að reiknað hafi ver- ið með að dæla þyrfti í 7-10 daga áður en höfnin yrði fær og menn séu heldur á undan áætlun. Það sé hins vegar Siglingastofnunar að meta hvenær höfnin sé orðin fær fyrir siglingar Herjólfs. Góður gangur í Landeyjahöfn Öll olíufélögin auk Metanorku hf. lögðu fram tilboð þegar Sorpa bs. bauð út metaneldsneyti sem fram- leitt er hjá fyrirtækinu. Tilboð voru opnuð í gær og að sögn Björns Haf- steins Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Sorpu, voru boðnar út 1,5 milljónir rúmmetra. Fulltrúar frá verktakafyrirtæk- inu Mannviti munu fara yfir til- boðin fyrir hönd Sorpu en samið verður til tveggja ára. Sett lág- marksverð var að sögn Björns rúm- ar 56 kr. á rúmmetrann og voru öll tilboðin hærri en það. Útselt verð á einum rúmmetra af metani er nú um 149 krónur. Björn segir að ein af forsendum útboðsins hafi verið sú að fleiri en einn aðili muni selja metaneldsneyti á markaði. Á næstu mán- uðum verða tvær metanaf- greiðslustöðvar opnaðar í Reykjavík. Önn- ur á vegum Olís en hin á vegum Metanorku. Á síðasta ári framleiddi Sorpa um tvær milljónir rúmmetra af metani. Heildarframleiðslugetan er 3,5 milljónir rúmmetra. Til stendur að byggja gas- og jarð- gerðarstöð sem myndi ríflega tvö- falda framleiðslugetuna. »30 Öll olíufélögin tóku þátt í metanútboði Metan Mikill áhugi var á metanútboði. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Zhongkun Europe, félag Huangs Nubo á Íslandi, hefur aukið hlutafé sitt úr 1,2 milljónum í 23,5 milljónir og hyggst taka þátt í gjaldeyris- útboði Seðlabanka Íslands. „Við er- um ekkert hætt,“ segir Halldór Jó- hannsson, talsmaður Huangs á Íslandi. Halldór segir að hlutafjáraukning- in, sem gerð var í lok febrúar, hafi verið nauðsynleg til að félagið geti tekið þátt í gjaldeyrisútboðinu. Um leið var félaginu breytt úr einka- hlutafélagi í hlutafélag en Halldór segir að sú breyting hafi sömuleiðis verið nauðsynleg til að félagið geti tekið þátt í útboðinu. Næsta útboð Seðlabankans er á dagskrá 19. mars. Geta boðið meira næst Halldór bendir á að þótt félag Hu- angs Nubo hafi ekki enn fengi leyfi til fjárfestinga hér þurfi það að greiða fyrir ýmsa þjónustu, s.s. lög- fræðinga og endurskoðenda. Krón- urnar sem félagið fær fyrir gjaldeyri verða m.a. notaðar til þess en einnig til að undirbúa fjárfestingar hér á landi. Að þessu sinni hyggist félagið aðeins bjóða lágmarksupphæð. „En um leið og við erum skráðir í þessi viðskipti getum við boðið mun hærri upphæð í því næsta eða þarnæsta,“ segir hann. Lágmarksfjárhæð í útboðinu er 25.000 evrur sem jafngildir um fjórum milljónum króna en stutt er síðan lágmarkið var lækkað úr 100.000 evrum, um 17 milljónum. Halldór segir að félagið verði að vera tilbúið til fjárfestinga, fái það leyfi til þess. Huang vill reisa hótel og fleira á Grímsstöðum á Fjöllum en fram hefur komið að einnig komi til greina að hann kaupi hótel á höf- uðborgarsvæðinu. Leyfi hefur ekki fengist en félag Huangs stefnir að því að senda inn nýja umsókn innan skamms. Huang tekur þátt í útboði  Eykur hlutafé um rúmlega 20 milljónir til að geta tekið þátt í gjaldeyrisútboði  Krónurnar notaðar til reksturs og til að undirbúa fjárfestingar á Íslandi Alls hefur tollgæslan tekið á fimmta tug kílóa af amfetamíni það sem af er þessu ári. Hald var lagt á stærstan hluta efnanna í tengslum við eitt mál sem kom upp í janúar en auk þess hefur verið lagt hald á rúm átta kíló af efninu á Keflavík- urflugvelli. Það er aðeins rúmu einu kílói minna en tollgæslan á flugvellinum lagði hald á allt árið í fyrra. Þó að lagt hafi verið hald á svo mikið magn af örvandi vímuefnum þarf það ekki að benda til þess að fíkniefnamarkaðurinn sé að breyt- ast hér á landi, að mati Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á sjúkra- húsinu Vogi. Það bendi hins vegar til þess að menn á fíkniefnamarkaðnum telji að hann geti tekið við svo miklu magni af efninu. „Við gætum átt í vændum aukningu á amfetamín- neyslu en vonandi dregst þá rítal- ínneyslan eitthvað saman,“ segir hann. »14 og 6 Hafa lagt hald á rúm 40 kíló af amfetamíni Farþegar koma út um tollahlið Keflavík- urflugvallar. Myndin er úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.