Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 22
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Það er vert að nefna að embætti Sérstaks saksóknara hefur óskað eftir að hlera síma sakbornings rétt á undan og rétt eftir fyrirhugaða yfirheyrslu sakborningsins. Þetta er gert þótt mörg ár séu liðin frá þeim atvikum sem eru til rannsóknar. Á þeim tíma er einmitt líklegast að sakborningur eigi viðkvæm og þýð- ingarmikil samskipti við verjanda sinn,“ sagði Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður og fram- sögumaður á fundi Lögmannafélags Íslands um trúnaðarsamband verj- enda og sakborninga í gær. „Héraðsdómarar og Hæstiréttur hafa hins vegar ekki gert athugasemdir við þetta. Þetta er mikið áhyggjuefni. Þessum sam- skiptum á að eyða án tafar, en nokk- ur brögð eru á að það sé ekki gert,“ bætti hann við. „Trúnaðarsamband lögmanna og skjólstæðinga er mikilvægt, ekki bara í samskiptum þeirra heldur fyr- ir þjóðfélagið í heild. Rökin sem mæla með trúnaði lögmanna eru þau að umræður sem fara fram í full- komnum trúnaði verða hreinskiptari en ella. Hreinskiptar umræður eru sérstaklega mikilvægar. Þær eru forsendur fullnægjandi málatilbún- aðar fyrir dómi, en það er forenda þess að réttur dómur verði lagður á mál. Að sama skapi er trúnaðurinn forsenda þess að menn leiti sér góðr- ar lögfræðilegrar ráðgjafar,“ sagði Reimar. Engir sjálfstæðir dómstólar án óháðra lögmanna Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður flutti einnig erindi á fundinum og tók í sama streng. „Ég lít svo á að trúnaðarskylda lögmanns gagnvart skjólstæðingi sínum sé mikilvægur þáttur í sjálf- stæði lögmannastéttarinnar. Þetta má orða með ýmsum hætti en Arthur Chaskalson, einn verjenda Nelson Mandela og einn helsti höf- unda stjórnarskrár Suður-Afríku, vitnaði í ræðu í nóvember í fyrra til orða æðsta dómara í Nýja-Sjálandi sem sagði að viðunandi dóms- niðurstaða hjá sjálfstæðum dóm- stólum væri ómöguleg án sjálf- stæðra lögmanna,“ sagði Ragnar. „Allt frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar höfum við byggt á hugmyndum um réttarríki og mann- réttindi. Stjórnarskrá Íslands trygg- ir aðgang allra að sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Dómstól- arnir grafa hins vegar undan stöðu sinni sem sjálfstæðir dómstólar ef þeir gera sér ekki grein fyrir því að tilvist þeirra og árangur í störfum er algjörlega háður því að til sé í land- inu sjálfstæð lögmannastétt,“ sagði Ragnar. „Dómur Hæstaréttar frá 29. maí 2012, þar sem skattayfirvöldum var veittur ótakmarkaður aðgangur að gögnum lögmanns um skjólstæð- inga hans, lýsti algjöru skilnings- leysi dómstóla á hlutverki lög- mannastéttarinnar. Mikilvægi stéttarinnar hefur ekkert með per- sónulegt mikilvægi lögmanna að gera, heldur mikilvægi stéttarinnar fyrir þjóðfélagið að til sé sjálfstæð lögmannastétt sem fólk getur leitað til. Þetta þarf fólk að geta gert vit- andi að stjórnvöld muni ekki hafa af- skipti eða eftirlit með þessum sam- skiptum.“ Ragnar benti einnig á að lög um trúnaðarskyldu lögmanna væru mis- vísandi. Á einum stað væri algjör þagnarskylda lögð á lögmenn, en á öðrum refsing fyrir að greina ekki frá tilteknum atvikum. „Þeir sem meta almannahags- muni frá öðrum sjónarhornum en lögmenn, eins og til dæmis skatt- yfirvöld, virðast heldur ekki hafa skilning á hlutverki lögmanna og kröfu réttarríkisins um sjálfstæða lögmannastétt. Ég þekki dæmi þess að skattyfirvöld tóku til rannsóknar lögmannsstofu sem neitaði að veita upplýsingar um skjólstæðinga sína. Þannig komust þau í tímaskýrslur lögmanna stofunnar og gátu séð mjög ítarlegar upplýsingar um sam- skipti lögmanns og skjólstæðings út úr þeim,“ sagði Ragnar. Að lokum lagði Ragnar áherslu á mikilvægi þess að halda því á lofti að trúnaðarskylda lögmanna varðaði ekki bara lögmenn og skjólstæðinga heldur samfélagið allt, réttarríkið og sjálfstæði dómstóla. Lögmaður og skjólstæðingur renna saman í eitt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, var meðal fundargesta. Hann taldi aðal- ástæðu þess hve lítill skilningur dómstóla væri á réttarstöðu lög- fræðinga að í Hæstarétti sætu allt of fáir lögfræðingar sem hefðu starfað sem lögmenn. „Ég hef stundum hugsað þetta trúnaðarsamband þannig, að ástæða þess að menn fá sér lögmann er sú að þeir hafa ekki sjálfir þá þekkingu á lögum sem þeir eiga rétt á að hafa til að geta neytt réttar síns. Undir þessum formerkjum renna aðilinn og lögmaðurinn því saman í eitt, og hugsunin á að vera sú að rannsak- endur eigi ekki að geta krafist upp- lýsinga um samskipti þeirra,“ sagði Jón Steinar. Gestur Jónsson hæstaréttar- lögmaður tók einnig til máls á fund- inum. Hann fagnaði því að hægt væri að ræða þetta viðfangsefni með yfirveguðum hætti. Gestur tók jafn- framt undir orð Ragnars um hlut- verk lögmanna í réttarríkinu. „Réttlætið sem við gerum kröfu um byggist á því að máli allra sé tal- að. Jafnvel sá aumasti og sá hroða- legasti á að fá sínu máli talað fyrir hlutlausum dómara,“ sagði Gestur. „Umræða sem gengur út á að gera starf þeirra manna lítið og ómerki- legt er slæm.“ Skúli Magnússon héraðsdómari tók einnig til máls og fagnaði því að Lögmannafélagið boðaði til þessa fundar. Hann sagðist taka ábending- arnar sem fram hefðu komið alvar- lega. „Þekking manna á réttarstöðu sinni er algjörlega háð lögmanna- stéttinni. Grunnkrafa réttarríkisins um að lögin séu aðgengileg verður ekki uppfyllt án stéttar sjálfstæðra lögmanna og lögfræðinga. Ég held að vandinn sé kannski ekki alveg sá sem Jón Steinar benti á. Héraðs- dómarar þurfa einfaldlega að standa í lappirnar gagnvart rannsakendum. Svo eru frekar of fáir lögmenn sem starfa sem héraðsdómarar en í Hæstarétti,“ sagði Skúli. Hlerað rétt fyrir og eftir yfirheyrslur Morgunblaðið/Styrmir Kári Sjálfstæði Reimar Pétursson (að ofan) og Ragnar Aðalsteinsson fluttu erindi á fundi Lögmannafélagsins.  Lögmenn hafa áhyggjur af virðingarleysi fyrir trúnaði lögmanna og verjenda  Héraðsdómarar standi í lappirnar Sjálfstæði lögmanna » Sérstakur saksóknari hlerar síma sakbornings fyrir og eftir yfirheyrslu. » Sjálfstæðir lögmenn nauðsynlegir í réttarríki. » Of fáir dómarar lögmenn að mati fyrrverandi hæstarétt- ardómara. » Héraðsdómarar þurfa að standa í lappirnar gagnvart rannsakendum. Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Júní 01.06. Sveinstindur 08.06. Fimmvörðuháls: Fyrsta ferð af fimm 08.06. Þingvallaþjóðgarður 08.06. Skáldaganga: Í túninu heima 08.06. Vorganga Hornstrandafara 09.06. Hringferð: Hafnarfjall 13.06. Almannagjá endilöng Ferðafélag barnanna 14.06. Félagsferð í Hornbjargsvita 15.06. Toppahopp á Snæfellsnesi 17.06. Leggjabrjótur: Forn þjóðleið 19.06. Laugavegurinn: Fyrsta ferð af fjórum 21.06. Sumarsólstöðuganga á Botnsúlur 22.06. Árbókarferð um Norðausturland 22.06. Toppahopp í Vestmannaeyjum 23.06. Jónsmessa og jóga í Hlöðuvík 23.06. Háhitasvæði á Reykjanesskaga 24.06. Álfar og tröll á Jónsmessu Ferðafélag barnanna 25.06. Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði 26.06. Björg í bú: Látrabjarg-Rauðisandur-Hnjótur 27.06. Hornbjargsviti: Fyrsta ferð af fjórum 28.06. Vatnaleiðin 29.06. Háhitasvæði Mývatnssveitar og Öskju 30.06. Söguferð um Árneshrepp Júlí 03.07. Laugavegurinn: Önnur ferð af fjórum 04.07. Náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu 05.07. Símahúsaferð um Haugsöræfi 06.07. Reykjanes: Úr borg í óbyggðir 06.07. Þverbrekknamúli-Hvítárvatn-Hvítárnes 07.07. Í tröllahöndum á Tröllaskaga 07.07. Um Jökulfirði og fjölvindahafsvíkur 07.07. Reykjarfjörður nyrðri 09.07. Grasaferð og galdralækningar Ferðafélag barnanna 10.07. Árbókarferð 2012 um Skagafjörð 10.07. Laugavegurinn með Ingimari og Pétri 11.07. Hornbjargsviti: Önnur ferð af fjórum 12.07. Undraheimar Eldhrauns og Hverfisfljóts 13.07. Saga, byggð og búseta 15.07. Umhverfis Langasjó 15.07. Á slóðum rekabænda 15.07. Sæludagar í Hlöðuvík 16.07. Þjórsárver: Náttúruperla á heimsvísu 17.07. Laugavegurinn: Þriðja ferð af fjórum 17.07. Hinn óeiginlegi Laugavegur 19.07. Fjölbragðaferð að Fjallabaki 20.07. FÍ Action Hraðferðir: Héðinsfjörður-Hvanndalir 22.07. Norður við fjölvindahaf 24.07. Kvennaferð um Laugaveginn 24.07. Fljót-Héðinsfjörður-Hvanndalir 25.07. Flakkað til Flæðareyrar 25.07. Fjölskylduferð í Norðurfirði 25.07. Friðland að Fjallabaki: Jökulgil og hverasvæði 25.07. Hornbjargsviti: Þriðja ferð af fjórum 28.07. Ratleikur og adrenalínklifur Ferðafélag barnanna 29.07. Klettaklifur í Lambafellsgjá Ferðafélag barnanna 29.07. Lónsöræfi Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is Ferðafélag Íslands Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Sumarferðir FÍ Fullbóka ð Fullbóka ð Fullbóka ð Fullbóka ð Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.