Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013
Bæjarlind 6, sími 554-7030
www.rita.is
NÝTT - NÝTT
Fleiri litir
Verð kr. 8.900.-
St. M-XXXL
1 Reykjavík
odesign.is
odesign.is
S: 5880100
VORHREINSUN
Laugavegur 40, 10
volcano@volcan
www.volcan
40%
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Ný sending
af íþrótta-
brjóstahöldurum.
Til í svörtu og hvítu.
TAIFUN
Laugavegi 63 • S: 551 4422
20%
afslát
tur
föstu
dag o
g
lauga
rdag Skoðið laxdal.is/Berlin
Hverfisgötu 52 • 101 Reykjavík • Sími 561 0075 • sjadu@sjadu.is
Horni Hverfisgötu og Vatnsstígs
Bara flott gleraugu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fékk snemma í gærmorgun tilkynn-
ingu um mann liggjandi fyrir utan
verslun í austurbæ Kópavogs. Það
var öryggisvörður sem kom að
manninum, sem hafði þá legið í um
hálftíma frá því að hann datt í
hálku og gat sig lítið hreyft vegna
verkja í baki.
Maðurinn var orðinn talsvert
kaldur og var hann fluttur með
sjúkrabifreið á slysadeild til að-
hlynningar.
Lá bjargarlaus í
hálkunni
Hæstiréttur hefur dæmt pólskan
karlmann, Pawel Jerzy Podburac-
zynski, í sjö ára fangelsi fyrir rán í
skartgripaverslun í Reykjavík árið
2011. Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi hann í í 5 ára fangelsi í júní í
fyrra og var því dómurinn þyngdur
um tvö ár í Hæstarétti.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að Podburaczynski hafi verið sak-
felldur fyrir rán og nytjastuld með
því að hafa í félagi með öðrum ráðist
með ofbeldi og hótunum um ofbeldi á
starfsfólk úra- og skartgripaverslun-
arinnar Michelsen í október 2011 og
tekið þaðan 49 armbandsúr. Auk
þess tók hann fjórar bifreiðar í heim-
ildarleysi til þess að nota við ránið.
Þá var hann einnig sakfelldur fyrir
þjófnað.
Samkvæmt pólsku sakavottorði
var Podburaczynski m.a. dæmdur til
7 ára fangelsisrefsingar á árinu 2006
fyrir rán og hylmingu og hafði dóm-
urinn ítrekunaráhrif við ákvörðun
refsingar hans. Hæstiréttur þótti
refsing hans hæfilega ákveðin 7 ár.
Hámarksbætur frá VÍS
Þá var honum gert að greiða Vá-
tryggingafélagi Íslands 14 milljónir
kr. í bætur, óskipt með samverka-
mönnum sínum, þar sem VÍS hefði
greitt Michelsen úrsmiðum há-
marksbætur samkvæmt tveimur vá-
tryggingum verslunarinnar hjá VÍS.
Í héraði var einnig fallist á bóta-
skyldu Podburaczynski gagnvart til-
teknu starfsfólki verslunarinnar og
honum gert að greiða Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins bætur
vegna þjófnaðar, en ákvæði héraðs-
dóms um þetta kom ekki til endur-
skoðunar fyrir Hæstarétti þar sem
maðurinn hafði viðurkennt bóta-
skyldu sína og fallist á kröfu ÁTVR.
Podburaczynski var gert að greiða
150.000 krónur í málskostnað fyrir
Hæstarétti. Þá var honum gert að
greiða 508.000 kr. í áfrýjunar-
kostnað.
Dæmdur í sjö ára fang-
elsi fyrir skartgriparán
Morgunblaðið/Júlíus
Stórtækir Lögreglu tókst að hafa
uppi á hluta þýfisins í ráninu.
mbl.is