Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Svör Jóhönnu Sigurðardóttur viðspurningum Bjarna Benedikts- sonar á þingi í gær um þróun og stöðu efnahagsmála voru athygl- isverð. Þau voru í stuttu máli á þessa leið:    Árin 2014 og2015 verða betri en nýliðin ár.    Bjarni benti rétti-lega á hve hörmulega hefði til tekist, hve sáralítil fjárfestingin væri og hve langt undir áætlunum hagvöxt- urinn væri.    Hann benti líka áað skýringanna væri að leita í því að of langt hefði verið gengið í skattahækkunum og pólitísk óvissa atvinnugreina hefði verið of mikil og nefndi sjávarútveg, orkunýtingu og ferðaþjónustu í því sambandi.    Og Bjarni benti líka á að ríkis-stjórninni hefði áskotnast tug- milljarða afli af makríl, mikil aukn- ing ferðamanna og önnur hagstæð ytri skilyrði.    Við engu af þessu átti forsætis-ráðherra svar og ekki heldur við því hvers vegna hallinn á rík- issjóði í fyrra hefði verið 60 millj- arðar króna í stað 20 milljarða.    En þó að forsætisráðherra hafiekki boðið upp á nein svör lof- aði hún því að á næsta ári yrði rík- issjóður í jafnvægi.    Það kann að vera, en það mun þóekki gerast nema með nýrri stjórn sem mun standa við loforðin í stað þess að framlengja þau út í hið óendanlega. Bjarni Benediktsson Loforð framlengd og efndum frestað STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 14.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 slydda Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað Vestmannaeyjar 3 skýjað Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló -2 heiðskírt Kaupmannahöfn -1 léttskýjað Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -6 léttskýjað Lúxemborg 1 léttskýjað Brussel 1 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 6 skúrir London 6 léttskýjað París 2 léttskýjað Amsterdam 3 léttskýjað Hamborg -1 snjóél Berlín 0 léttskýjað Vín -1 snjókoma Moskva 0 snjókoma Algarve 12 heiðskírt Madríd 8 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal -7 snjóél New York 0 alskýjað Chicago -1 skýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:45 19:29 ÍSAFJÖRÐUR 7:51 19:33 SIGLUFJÖRÐUR 7:34 19:16 DJÚPIVOGUR 7:15 18:58 Samningar hafa tekist milli Reykjavíkurborgar og rík- isins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samn- ingnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, sem staðgengill borgarstjóra, undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli. Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæð- um á fundi þess í gærmorgun. Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leið- arljósi, segir í tilkynningu frá borginni. Unnið að samkomulagi við innanríkisráðuneytið Vinna við skipulagið hefst fljótlega þótt ljóst sé að uppbygging fari ekki af stað fyrr en innanríkisráðu- neytið hefur formlega tilkynnt um lokun flugbraut- arinnar. Unnið er að samkomulagi við innanríkisráðu- neytið og standa vonir til að frá því verði gengið innan tíðar, segir í tilkynningu. Samkomulag Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir.  Borgin kaupir land af ríkinu á flugvallarsvæðinu Allt að 800 nýjar íbúðir í Skerjafirði Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Olíu/Acrýl/ Vatnslitasett 12/18/24x12 ml frá kr.570 Acryllitir 75 ml 499 Vatnslitasett Skissubækur kr.595 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.795 Gólf- og borðtrönur frá kr.2.100 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 kr. Myndlistavörurí miklu úrvali kr.695 Fyrsta greiðsla Reykjavíkurborgar til ríkisins vegna samkomulagsins verður 440 milljónir króna en aðrar greiðslur munu taka mið af því sem fæst fyrir sölu byggingarréttar á svæðinu. Verðmæti byggingarréttar getur orðið á bilinu einn til þrír milljarðar. Nákvæmar tölur munu taka mið af endanlegu skipulagi og verði fyrir sölu byggingarréttar. Ætla má að hlutur ríkisins verði á annan milljarð króna og hlutur Reykjavíkurborgar litlu minni en gert er ráð fyrir til- tölulega þéttri byggð á svæðinu og að hátt verð fáist fyrir landið. Samningur ríkisins og Reykjavík- urborgar um landið í Skerjafirði er svokallaður marksamningur. Þar sem svæðið er óskipulagt er ekki einfalt að finna rétt verð í við- skiptum með það, segir í tilkynn- ingu, en Reykjavíkurborg skuld- bindur sig til að selja allar lóðir á markaði. Ríkinu er tryggt lágmarks- verð í upphafi en skiptan hlut á móti Reykjavíkurborg eftir því sem hærra verð fæst fyrir landið. Ekkert verður greitt fyrir landið fyrr en lokun flugbrautarinnar er orðin að veruleika. Þetta þýðir að ríkið fær meira fyrir sinn hlut eftir því sem nýting landsins eykst. Og sama á við um hlut Reykjavík- urborgar í sölu byggingarréttar. Fyrsta greiðsla 440 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.