Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Verkið gerist í litlum bæþar sem dreki hefurstjórnað öllu í 400 ár. Þaðer hefð fyrir því að á hverju ári fórnar síðan bærinn einni stelpu fyrir drekann þar til einn góðan veðurdag mætir hetjan Lancelot á svæðið. Þetta er hetja sem vinnur við að bjarga málunum og ætlar að redda þessum bæ líka,“ segir Stefán Gunnar Sigurðsson sem fer með hlutverk bæjar- stjórans í sýningunni. „Það sem Lancelot býst síðan kannski ekki við er að þegar hann kemur í bæinn vilja ekkert endilega allir að hann hjálpi bæjarbúum. Þeim finnst ástandið bara eðlilegt og hann eiginlega svolítið klikkaður að vilja bjarga þeim,“ bætir Embla Huld Þorleifsdóttir við en hún fer með hlutverk Elsu, stelpu sem á að fórna. Stefán segir að í hlutverki sínu sem bæjarstjórinn og und- irmaður drekans hafi hann áttað sig á því að það sé örugglega ekki mjög auðvelt að vera undirmaður einræðisherra. Ung að árum en reynslumikil Þau Stefán og Embla eru langt frá því að vera nýgræðingar í leik- listinni þó að þau séu ung að árum. Embla var í námi í söng- og leiklist í átta ár, starfaði hjá Leikfélagi Mosfellssveitar og tók þátt í upp- færslu Fúríu á Frankenstein síðast- liðinn vetur. Stefán er nú á sínu síð- asta ári í Kvennaskólanum og hefur leikið í skólasýningum öll fjögur ár- in og tók einnig þátt í skólasýn- ingum í Hagaskóla þegar hann var þar. Á meðan Embla á sér draum um að feta veg leiklistarinnar er Stefán ekki alveg búinn að ákveða sig og stefnir á háskólanám í haust. Á jafn vel við í dag og fyrir 60 árum Stefán segir uppsetninguna í ár vera frekar frábrugðna uppsetn- ingum síðustu ára þar sem ádeilan á samfélagið er svo rík í Drekanum. „Fyrir tveimur árum voru allir svo uppteknir af hruninu og okkur þótti Vekja ungt fólk til umhugsunar Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, setur árlega upp metnaðarfullar leik- sýningar og í ár er það Drekinn eftir Évgéní Schwartz í leikstjórn Benedikts Karls Gröndal. Þau Embla Huld Þorleifsdóttir og Stefán Gunnar Sigurðsson fara með stór hlutverk í sýningunni en þau eru þakklát fyrir að fá að taka þátt í uppsetn- ingu sem fær fólk til að hugsa og segja verkið eiga vel við í dag. Morgunblaðið/Ómar Leiklist Stefán í hlutverki hins ógnandi bæjarstjóra og Embla í hlutverki hinnar óttaslegnu Elsu sem skal fórnað á altari drekans. Gleði Leikstjórinn bregður á leik með þeim Emblu og Stefáni. HönnunarMars fór af stað í gær og stendur alla helgina og því er um að gera að njóta alls þess sem boðið er upp á. Yfir hundrað viðburðir eru í boði, sýningar, fyrir- lestrar, innsetningar hönnuða og fleira. Á vefsíðunni honnunarmars.is er hægt að nálgast dagskrána í heild sinni og um að gera að hver og einn velji að sjá það sem höfði til hans. Flokkarnir eru marg- ir, bíó og tónleikar, húsgagnahönnun, fatahönnun, skart- gripahönnun, arki- tektúr, grafísk hönnun, keramik, upplifunarhönnun, myndskreytingar, textílhönnun og ótal margt fleira. Til dæmis er í Norræna húsinu afar áhugaverð samsýning á einstöku finnsku og íslensku nútímaskarti. Sýning þessi er innblásin af villtri náttúru og kennir þar margra grasa. Vefsíðan www.honnunarmars.is Hönnun í allri sinni dýrð Láð og lögur Hér má sjá brot af því sem er í boði á skartgripasýningunni í Norræna húsinu. Enginn má missa af geðveikinni í kvöld, þegar haldnir verða geðveikir tónleikar á KEX-hosteli til styrktar Geðhjálp. Fjörið byrjar kl. 20:30 og kostar litlar 1.500 krónur inn. Tónlistarfólkið sem fram kemur er ekki af verri endanum: Robert The Roommate, Ylja og Ultra Mega Technobandið Stefán. Nú er lag að sýna lit og styrkja Geðhjálp! Fólk er hvatt til að mæta snemma, því húsinu verður lokað klukkan 23. Geðhjálp eru hagsmuna- samtök sem ætlað er að gæta hags- muna þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða og aðstandenda þeirra. Samtökin eru til húsa í fallegu húsi við Túngötu og miðar dagleg starfsemi hússins að því að gefa gestum tækifæri til að rjúfa félags- lega einangrun og njóta fræðslu og stuðnings. Geðhjálp er háð stuðningi einstaklinga, félaga og fyrirtækja til að viðhalda starfsemi hússins. Heimasíða Geðhjálpar: www.gedhjalp.is. Endilega … … farið á geðveika tónleika Ljósmynd/Marinó Thorlacius Ylja Guðný Gígja Skjaldardóttir, Smári Tarfur Jósepsson og Bjartey Sveins- dóttir eru meðal þess tónlistarfólks sem fram kemur á tónleikunum í kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Samfélagslegt hlutverk og rekstrarumhverfi – opinn kynningarfundur Landsnets Dagskrá: Samfélagslegt hlutverk Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets. Öruggur rekstur og umhverfi Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Hver er ávinningur trausts flutningskerfis? Guðmundi Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets. Er veðurfar að breytast? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Fundarstjóri: Þorgeir J. Andrésson, skrifstofustjóri Landsnets. Landsnet býður til kynningarfundar um samfélagslegt hlutverk og rekstrarumhverfi fyrirtækisins á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð (salur H-I), þriðjudaginn 19. mars kl. 9:00-12:00. Boðið er upp ámorgunhressingu frá kl. 8:30. Skráning á kynningarfundinn fer fram á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is eða í síma 563 9430. Allir velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.