Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eftirspurnin eftir menntuðum kokk- um og þjónum eykst hraðar en fram- boðið. Ég viðraði áhyggjur af þessu á fundi hjá ferðamálasamtökum höfuð- borgarsvæðisins þar sem aðilar hjá Íslandsstofu héldu erindi og fékk þá það svar að kokkar og þjónar yrðu fluttir inn til landsins og að málið leystist þannig af sjálfu sér,“ segir Baldur Sæmundsson, áfangastjóri Hótel- og matvælaskóla Mennta- skólans í Kópavogi. Haft var eftir tveimur fulltrúum hótelgeirans í Morgunblaðinu í gær að flytja þyrfti inn vinnuafl til að anna eftirspurn í greininni. Spurður út í þetta segist Baldur hæglega getað menntað tvöfalt til þrefalt fleiri þjóna án þess að það leiði til offramboðs í greininni. „Reglur hafa verið rýmkaðar þann- ig að nú er hægt að taka fleiri nem- endur á samning hjá fyrirtækjum sem fá orðið greitt 15-16.000 krónur á viku með hverjum nemanda. Vegna þessa hefur þjónum í námi fjölgað um 50% frá árinu 2008,“ segir Baldur og tekur dæmi. Langt yfir meðaltalinu „Að meðaltali höfum við útskrifað 11-13 á ári síðan námið hófst í Hótel- og matvælaskólanum árið 1996. Ég er að útskrifa 14 í maí og 12-14 til við- bótar í haust. Ég myndi halda að við þyrftum að útskrifa tvöfalt til þrefalt fleiri til að mæta eftirspurn.“ Hótel- og matvælaskólinn býður upp á nám í framreiðslu, matreiðslu, kjötiðn og bakaraiðn og segir Baldur aukinn ferðamannastraum hafa reynst öllum greinunum lyftistöng. Spurður hvers vegna skólinn út- skrifi ekki fleiri nemendur segir Baldur að aðsókn í námið sé að aukast en megi vera meiri. Þar komi meðal annars til sá viðhorfsvandi að iðnnámi sé ekki sýnd viðhlítandi virð- ing líkt og öðru námi. „Ef markaðurinn heldur áfram að stækka þurfum við að bregðast við því. Það bráðvantar nemendur í bakstur og kjötiðn og raunar er ástandið þannig að maður hefur áhyggjur af viðgangi greinanna. Það eru alltaf störf fyrir góða þjóna. Þar er endurnýjunin líka hröð, enda er hér ekki mikið af eldri þjónum, líkt og er mun algengara víða erlendis.“ Vísbending um svarta vinnu Um 3.800 af 20.000 félagsmönnum í Eflingu – stéttarfélagi starfa í hótel- og veitingageiranum. Eru þeir allir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Spurð hvort hún merki að skortur sé á matreiðslumönnum og þjónum segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðu- maður kjaramálasviðs Eflingar, að þvert á móti sé fjöldi félagsmanna í Eflingu án vinnu í þessum greinum. Það komi ekki heim og saman við fréttir af því að flytja þurfi inn vinnu- afl til að manna stöður. „Í janúar voru 1.750 félagsmanna okkar án vinnu. Þar af koma um 17%, eða 290 manns úr hótelgeiranum. Við spyrjum okkur af hverju þessi hópur, 290 manns, er að detta út af vinnu- markaði í þessum geira. Við höfum áhyggjur af því að svört atvinnu- starfsemi viðgangist í þessum grein- um. Í okkar hópi er vinnuaflið frekar sveigjanlegt, enda er það ekki búið að sérhæfa sig á ákveðnu sviði. Meiri- hluti starfsfólks í hótel- og veitinga- geiranum er undir þrítugu. Þessi hópur ætti að eiga auðvelt með að færa sig á milli starfa.“ Skortur á kokkum og þjónum  Áfangastjóri Hótel- og matvælaskólans segir skólann ekki anna eftirspurn eftir kokkum og þjónum  Skólann bráðvanti nema í kjötiðn og bakaranám  Efling telur merki um svarta atvinnustarfsemi Baldur Sæmundsson Harpa Ólafsdóttir Árlegur skattadagur Lögréttu, fé- lags laganema, verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Sólinni, laugardaginn 16. mars frá kl. 11- 17. Lögfræðiþjónusta Lögréttu stendur að skattadeginum ár hvert og aðstoða sjálfboðaliðar á þriðja til fimmta ári gesti við framtalsgerð. Þá eru sérfræðingar KPMG þeim innan handar. Fram kemur í tilkynningu að allir séu velkomnir og á staðnum verði pólskur túlkur. Í fyrra hafi hátt í 350 manns nýtt sér þessa þjónustu. Þeir sem óska eftir þjónustunni verða að hafa meðferðis lykilorð og auðkennislykil til að komast inn í heimabanka, veflykil inn á rsk.is og verktakamiða síðasta árs (ef við á). Frestur til að skila skattframtali einstaklinga er til 21. mars. Laganemar aðstoða við skattframtal Hópur áhugafólks um ferðafrelsi hefur miklar áhyggjur af frumvarpi til nýrra náttúruverndarlaga, en um- ræður um það standa yfir. Hópurinn hvetur þingmenn eindregið til að samþykkja ekki frumvarpið að svo stöddu. Í frétt frá áhugahópi um ferða- frelsi segir: „Umhverfis- og sam- göngunefnd þingsins fór yfir málið og gerði nokkrar breytingar sem hópurinn telur til bóta, en eftir stendur frumvarp sem engin sátt er um. Teljum við að frumvarpið byggi á grunni sem var mjög einhliða unn- inn og án samráðs eða samstarfs við stóran hluta útivistarfólks. Því til staðfestingar má benda á að yfir 16 þúsund manns skrifuðu undir mót- mæli gegn frumvarpinu á vefsíðunni www.ferdafrelsi.is. Við óttumst að lögin óbreytt muni hefta för almennings um íslenska náttúru og skerða aðgengi til útivist- ar á Íslandi. Því hvetjum við þing- menn, sem vinna fyrir fólkið í land- inu, til að standa vörð um vilja þess fólks sem lögin eiga að gagnast, hafna frumvarpinu og verja ferða- frelsi Íslendinga um eigið land. Úti- vistarfólk er hlynnt góðum og skýr- um lögum um náttúruvernd; lögum þar sem jafnræðis og meðalhófs er gætt; lögum sem hægt er að fram- fylgja og fara eftir. Svo er ekki með þetta frumvarp.“ Telja lög hefta för al- mennings um náttúruna Morgunblaðið/RAX Skógafoss í klakaböndum Ferðamennska að vetri á vaxandi vinsældum að fagna. Skógafoss er ekki síður vígalegur á vetri en sumri. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fataframleiðandi fagfólksins BRAGARD Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Heyrirðu fuglana syngja? eða ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi Hugsaðu þér að þú getir auðveldlega fylgst með sérhverju samtali, skynjað á réttan hátt hljóðin í kring um þig og getir án óþæginda verið í mjög mismunandi hávaða. Eða með öðrum orðum getir á eðlilegan hátt hlustað á það sem þú vilt heyra. Þetta er allt mögulegt með Verso, sem eru nýjustu og fullkomnustu heyrnartækin frá ReSound.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.