Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 ● Þýski tískuframleiðandinn Hugo Boss skilaði methagnaði á síðasta ári þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Sala fyrirtækisins jókst um 14%, í 2,4 millj- arða evra eða 385 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta var um 307 milljónir evra eða 50 milljarðar króna. Stefnt er að því að opna um 50 nýjar búðir víða um heim á árinu. Metsala hjá Hugo Boss Hörður Ægisson hordur@mbl.is Mikil óvissa ríkir á markaði um hverjar verði fjár- festingaheimildir erlendra krónueiganda í ríkis- tryggðum skuldabréfum eftir að fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram frumvarp um breyt- ingar á gjaldeyrislögum. Í frumvarpinu, sem ráð- herra mælti fyrir á Alþingi í fyrradag, hefur verið felld á brott undanþága frá höftum fyrir erlenda aðila til að fjárfesta í fjármálagerningum sem Seðlabankinn metur hæfa til tryggingar í viðskipt- um við bankann, til að mynda ríkisskuldabréf og húsnæðisbréf. Rétt eins og bent er í greiningu frá IFS þá verð- ur það í höndum Seðlabankans að veita erlendum aflandskrónueigendum, sem eiga um 400 milljarða í ríkistryggðum bréfum og á bankainnstæðum, undanþágur til að fjárfesta í ríkisskuldabréfum – og þar með vald til ákveða reglur um í hvaða bréf- um þeir mega fjárfesta. Í meira en 60 milljarða króna veltu á skuldabréfamarkaði í fyrradag, þeirri næstmestu frá bankahruni, var Straumur fjárfestingabanki með mest viðskipti, en bankinn var nettó seljandi á skuldabréfum fyrir 17,6 millj- arða. Samtals seldi bankinn bréf fyrir 26,3 millj- arða, en keypti á móti fyrir um 8,7 milljarða. Ekki kemur á óvart að Straumur hafi verið fyrirferð- armestur á seljandahliðinni, þar sem bankinn er með marga erlenda viðskiptavini. Fram kemur í greiningu IFS að þeir sem voru stórtækastir á kaupendahliðinni hafi verið Arion banki, MP banki og Landsbanki sem voru nettó kaupendur á skuldabréfum fyrir 3,6 til 5,7 milljarða króna. Þróist mál með þeim hætti að erlendum krónu- eigendum verði óheimilt að fjárfesta í ríkisskulda- bréfum þá munu þeir hafa í fá önnur hús að venda en að setja fjármagn sitt í innlán. Greinendur Júpiters rekstrarfélags benda á í fréttabréfi að sú leið gæti verið liður í lausn á aflandskrónuvand- anum þar sem með tíð og tíma myndi raunvirði innstæðna þeirra, á lágvaxtainnlánsreikningum, dragast saman. Seldi bréf fyrir 26 milljarða  Straumur fyrirferðarmestur á seljandahlið  Óvissa um fjárfestingaheimildir Titringur Straumur var nettó seljandi á skulda- bréfum fyrir 17,6 milljarða í fyrradag. Morgunblaðið/Kristinn Stjórn eignarhaldsfélagsins Klakka hefur ákveðið að bjóða að lágmarki 60% af hlutafé VÍS til sölu í útboði sem áætlað er að fari fram í apríl. Hefur stjórn félagsins lagt inn um- sókn til Kauphallar Íslands um að hlutabréf VÍS verði tekin til við- skipta á Aðalmarkaði Kauphall- arinnar. Fjárfestingabankasvið Ar- ion banka mun hafa umsjón með fyrirhuguðu söluferli, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verðmæti eigna VÍS, sem er stærsta tryggingafélag landsins með ríflega þriðjungs markaðs- hlutdeild, var 43,5 milljarðar í árs- lok 2012 og var eigið fé þess 14,5 milljarðar. Í ársuppgjöri fyrirtækisins, sem var birt í fyrradag, kemur fram að hagnaður VÍS nam ríflega þremur milljörðum króna á síðasta ári, bor- ið saman við 408 milljóna króna hagnað árið 2011. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, for- stjóri VÍS, segir í tilkynningu að prýðilegt ár sé að baki. Reksturinn hafi gengið vel og efnahagur fé- lagsins sé mjög traustur. „Til marks um það var eigið fé félagsins í árslok 14,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall var 33,3%. Gjaldþol móðurfélagsins var 14,8 milljarðar og gjaldþolshlutfall 4,9 sem er vel umfram mark- miði félagsins um að vera yfir 4,0. Í lok árs nam vátrygg- ingaskuld sam- stæðunnar 26,2 milljörðum, en eignir til jöfn- unar vátrygg- ingaskuldar voru 38,5 milljarðar króna, eða 12,3 milljörðum króna hærri sem end- urspeglar fjárhagslegan styrk VÍS.“ Fram kemur í tilkynningu frá Klakka að í útboði VÍS sé gert ráð fyrir að um 10% verði boðin fjár- festum sem vilja kaupa hlut að and- virði á bilinu 0,1-50 milljónir króna og um 30% verði boðin fjárfestum sem skrá sig fyrir kaupum á hlut að andvirði yfir 50 milljónir, en þessir hlutir verða allir seldir á sama endanlega útboðsgengi sem verður á fyrirfram tilgreindu verð- bili. Jafnframt er áætlað að um 10% verði boðin fjárfestum með áskrift að tæplega 2,5% hlutum og verða þeir seldir hæstbjóðendum. Að auki verður um 10% hlut ráð- stafað til viðbótar á grunni eft- irspurnar. Bjóða 60% af hlutafé VÍS til sölu í útboði Sigrún Ragna Ólafsdóttir  VÍS hagnaðist um þrjá milljarða 2012 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvar- innar (TM) var haldinn í gær. Hagn- aður TM í fyrra nam 2.638. millj- ónum króna. Afkoma af vátrygg- ingastarfsemi félagsins á síðasta ári var sú besta í sögu TM. Eigið fé TM í árslok 2012 nam 10,2 milljörðum króna, samkvæmt fréttatilkynningu. Á aðalfundinum var samþykkt til- laga um að greiða hluthöfum TM ekki arð í ár, en jafnframt var sam- þykkt ný arðgreiðslustefna félagsins til framtíðar sem miðar við að árleg- ar arðgreiðslur verði a.m.k. 50% af hagnaði. Á fundinum kom fram að undirbúningur fyrir skráningu TM í Kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi í vor er á lokastigi. Samhliða skráningu verður um 30% hlutur Stoða hf. í TM seldur í almennu hlutafjárútboði. Hagnaður TM nam 2,6 millj- örðum króna                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./+ +01.23 +,2.,- ,+.130 ,+.045 +1.31- +2,.// +.2+5/ +01./3 +-2./0 +,/.4+ +01.0+ +,2.-, ,,.4,, ,+.0-0 +1.-32 +22.+5 +.2+03 +14.2, +-5.,5 ,,2.100- +,/.2+ +14.,/ +,2.10 ,,.40- ,+.12, +1./+ +22.3+ +.2,,2 +14.01 +-5./ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI www.falkinn.is Það borgar sig að nota það besta! th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Ný sending af Tacx trainerum Verð frá 59.900 kr. til 259.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.