Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Hann hefur hins vegar gert mál- stað fátæks fólks að sínum og ber mesta virðingu fyrir þeim prestum, sem finna köllun sína í að þjóna íbú- um fátækrahverfa Buenos Aires. Að því leyti stendur hann ekki svo fjarri frelsunarguðfræðinni. Hann hefur verið kallaður „kardináli hinna fá- tæku“ og það gæti haft gríðarleg áhrif ef hann ákveður að leggja áherslu á þau málefni, sem vinstri stjórnmálamenn álfunnar hafa nán- ast getað einokað. Bergoglio hefur hvað eftir annað gagnrýnt félagslegt misrétti í Róm- önsku Ameríku, veist harkalega að eiturlyfjamafíunni og forðast tildur og valdatákn. Á kristilegum hátíðis- dögum hefur hann heimsótt sjúkra- hús og fangelsi og þvegið fætur sjúk- linga og fanga. Hann hefur beitt sér í þágu alnæmissjúklinga og fyrir því að skíra börn, sem fæðast utan hjóna- bands. Presta, sem ekki vilji skíra öll börn, kallar hann hræsnara. Hann segir að kirkjan eigi að vera opin og leita út á við. Hugsi hún aðeins um sjálfa sig úreldist hún. Stríð gegn Guði „Við lifum við hneykslanlegar að- stæður fátæktar og sjúkdóma og allt leiðir til skorts á réttlæti,“ lýsti hann yfir þegar Nestor Kirchner heitinn var forseti. Kirchner lést 2010 og nú er ekkja hans, Cristina Kirchner, for- seti. Bergoglio er nánari henni og kunni að meta andstöðu hennar við fóstureyðingar. Þau hafa hins vegar tekist harkalega á um hjónabönd samkynhneigðra, sem hún leiddi í lög árið 2010. Hann sagði að lögin væru „stríð gegn Guði“ og „flétta djöfuls- ins“. Hann sagði einnig að það væri misrétti gagnvart börnum að leyfa samkynhneigðum pörum ættleiðing- ar. Kirchner svaraði því til að orð Bergoglios minntu á „miðaldir og rannsóknarréttinn“. Kirchner fagnaði hins vegar kjöri páfa og sagði að þau væru samstiga í baráttunni gegn fátækt. Tími herforingjastjórnarinnar Viðkvæmasti kaflinn í sögu Ber- goglios er tími herforingjastjórnar- innar í Argentínu, sem sat frá 1976 til 1983. Hann var þá yfir jesúítaregl- unni. Árið 2005, skömmu áður en Jo- seph Ratzinger kardináli var kjörinn páfi, var Bergoglio kardináli form- lega ákærður fyrir að hafa verið með- sekur þegar herinn rændi tveimur jesúítaprestum árið 1976. Prestarnir voru sérlega gagnrýnir á stjórnvöld og Bergoglio taldi skoðanir þeirra hættulega óhefðbundnar. Hann hafði vísað prestunum úr reglunni viku áð- ur en þeir hurfu. Nokkrum mánuðum síðar fundust þeir fáklæddir í útjaðri Buenos Aires og hafði verið byrluð lyf. Þegar málshöfðunin kom fram vís- aði talsmaður kardinálans henni á bug og sagði að um væri að ræða „gamlan róg“. Málinu var vísað frá, en umræðan þagnaði ekki. Argent- ínskir blaðamenn hafa birt greinar og bækur, sem virðast stangast á við frásagnir Bergoglios af gerðum sín- um. Þar er ekki aðeins vísað til skjala frá þessum tíma, heldur einnig yfir- lýsingar presta og leikmanna, sem voru í andstöðu við Bergoglio. Árið 2010 bar Bergoglio vitni og kvaðst hafa hitt Jorge Videla, þáver- andi leiðtoga herforingjastjórnarinn- ar, og Emilio Massera, yfirmann sjó- hersins, til að fara fram á að prestarnir yrðu látnir lausir. Árið eftir kölluðu saksóknarar hann til vitnis um kerfisbundin barnsrán herforingjastjórnarinnar, sem hann var sakaður um að hafa vit- að af en ekki reynt að koma í veg fyr- ir. Árið 2010 birtist langt viðtal við hann í argentínsku dagblaði þar sem hann varði embættisverk sín á tímum herforingjastjórnarinnar. Hann kvaðst hafa hjálpað að fela fólk, sem herinn ætlaði að handtaka eða láta hverfa vegna pólitískra skoðana sinna. Hann hefði einnig hjálpað fólki að komast úr landi og þrýst beint á herforingjastjórnina um að láta aðra lausa eða í friði. Bergoglio var kjörinn yfirmaður argentínska biskuparáðsins 2005 og var þriggja ára kjörtímabil hans end- urnýjað 2008. Þegar hann var valinn átti katólska kirkjan í Argentínu í pólitísku hneyksli. Christian von Wernich, fyrrverandi prestur lög- reglunnar í Buenos Aires, hafði verið sakaður um að aðstoða við yfir- heyrslur og pyntingar á pólitískum föngum og eiga þátt í dauða þeirra. Kirkjan hafði laumað von Wernich úr landi og fengið honum brauð í Síle undir fölsku nafni. Að lokum var hann færður aftur til Argentínu og dreginn fyrir dóm. 2007 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að sjö morðum, 40 mannránum og 30 tilfellum þar sem fangar voru pynt- aðir. Í fangelsi var von Wernich leyft að halda áfram að halda guðsþjón- ustur. Til þess hefur verið tekið að Bergoglio gaf aldrei út formlega af- sökunarbeiðni fyrir hönd kirkjunnar og tjáði sig aldrei um málið. Biskupa- ráðið tjáði sig heldur ekki um málið á meðan hann leiddi það. Í öðru sæti árið 2005 Tíðindum sætir að páfi utan Evr- ópu skuli valinn og hefur það ekki gerst síðan Afríkumenn sátu á páfa- stóli fyrir tæplega einu og hálfu ár- þúsundi. Bergoglio var ekki meðal þeirra kardinála, sem helst þóttu koma til greina, þeirra sem „fóru inn á páfakjörfundinn páfar og komu út kardinálar“ eins og stundum er sagt. Hjá veðbókurum var hann í 40. sæti af þeim 115, sem komu til greina. Leynd á að hvíla yfir kjörfundum, en haft er fyrir satt að hann hafi verið númer tvö þegar Ratzinger var kjör- inn 2005 og varð Benedikt XVI. páfi. Í Der Spiegel kemur fram að þá hafi 40 kardinálar greitt atkvæði með Bergoglio í þriðju atkvæðagreiðslu sem í raun hefði gefið honum kost á að útiloka að annar kæmist að, en hann hefði dregið sig í hlé og um leið greitt götu Ratzingers. Er talið að staða Bergoglios í kjör- inu þá hafi verið vatn á myllu hans nú. Einnig hafi ítalskar rætur hans haft áhrif. Faðir hans var ítalskur og hann er bæði með argentínskan og ítalskan ríkisborgararétt. Bergoglio hefur sagt að hann myndi deyja þyrfti hann að starfa í páfaráðinu í Róm, hans staður væri meðal fátækra í Buenos Aires. Fjarlægð hans á páfaráðið og refskákina og spillinguna í Páfagarði hefur ugglaust einnig átt þátt í því að nú er hann páfi. AFP Nýr leiðtogi Frans páfi kemur inn í Péturskirkjuna eftir að hann var kjörinn 266. páfi rómversk katólsku kirkj- unnar. Hann er fyrsti páfinn til að gegna nafninu og verður ekki Frans I. fyrr en Frans II. kemur til sögunnar. Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 og 533 5060 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Hringdu eð a sendu okku r línu og fáðu fag lega ráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.