Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Nær uppbókað er í allar hestaferðir hjá ferðaþjónustunni í Skálakoti í Rangárþingi eystra í sumar. Fyrir- hugað er að reisa 15 herbergja hótel á bænum og hefur plata verið steypt en tímasetning frekari framkvæmda hefur reyndar ekki verið ákveðin. Svefnpokagisting er í sal fyrir 20 manns í Skálakoti, sem er í Ásólfs- staðahverfi undir Eyjafjöllum, skammt frá Skógum. Hjónin Guð- mundur Viðarsson og Jóhanna Sól- veig Þórhallsdóttir reka ferðaþjón- ustuna og segir Jóhanna Sólveig að ekkert hafi verið ákveðið nánar um fyrirhugað hótel. „Við ætlum ekki að steypa okkur í skuldir að svo stöddu heldur reyna að mjatla þessu upp eftir efnum og ástæðum. Auðvitað reiknum við með að þurfa að taka lán fyrir framkvæmdunum þegar þar að kemur en það verður ekki strax.“ Hestar og gisting Fólk sem fer í nokkurra daga hestaferðir pantar sér gjarnan líka gistingu á bænum. „Það er mjög vel bókað í sumar,“ segir Jóhanna Sól- veig og bætir við að sérstaklega út- lendingar, einkum frá Skandinavíu og Þýskalandi, sæki í lengri hesta- ferðirnar, fjögurra til sjö daga ferð- ir. Margir komi aftur og aftur, þó stundum líði ár á milli ferða. Hjónin hafa rekið ferðaþjónust- una í um 20 ár. Jóhanna Sólveig seg- ir að reksturinn hafi farið rólega af stað en samt aukist jafnt og þétt nema hvað niðursveifla hafi verið sumarið 2010 eftir gosið í Eyja- fjallajökli. „Við megum ekki við neinum áföllum eins og fyrir þremur árum. Þá fer allt í baklás.“ steinthor@mbl.is Hugur í hestamönnum undir Eyjafjöllum  Nær uppbókað í allar hestaferðir hjá ferðaþjónustunni í Skálakoti í Rangárþingi eystra  Hótel á teikniborðinu Þórsmörk Úr hestaferð frá Skálakoti í Þórsmörk. Fremst er Martina sem hefur aðstoðað hjónin í ferðunum. Engin ákvæði frumvarps mennta- málaráðherra um LÍN gera ráð fyrir sparnaði í námslánakerfinu til að mæta auknum kostnaði sem sam- þykkt þess hefur í för með sér. Er þetta gagnrýnt í umsögn Samtaka atvinnulífsins. „Þannig er t.d. engin takmörkun á rétti einstaklinga til námslána við til- tekinn aldur líkt og gert er víða er- lendis né heldur er tillaga um að tak- marka heildarskuldsetningu lánþega hjá LÍN við áætlaða endurgreiðslu- möguleika einstaklinga. Ríkisendur- skoðun taldi í […] skýrslu að slíkar skorður mundu til þess fallnar að draga úr væntanlegum afskriftum lána vegna aldurs og koma í veg fyrir að lánþegar væru enn í skuld við Lánasjóðinn þegar þeir hæfu töku lífeyris. Í umsögn fjármálaráðuneyt- is með frumvarpinu kemur m.a. fram að meðalaldur lántakenda hefur far- ið hækkandi á síðustu árum. Þannig voru 15% lántakenda eldri en 35 ára skólaárið 2010-2011 en aðeins 7% skólaárið 2001-2002,“ segir í umsögn SA. Meginbreyting frumvarpsins er að námsmenn geti áunnið sér styrki sem falla til að loknu námi, ef þeir ljúka náminu á réttum tíma. SA taka undir þá hugsun að nemendur séu hvattir til að ljúka námi á sem styst- um tíma en gagnrýna að ráðuneytið hafi ekki látið meta áhrif þessa á fjölda námsmanna og spurn eftir lántökum. Né heldur hafi ráðuneytið látið reikna út kostnaðaráhrifin mið- að við gagnasöfn sjóðsins um lán- þega o.fl. Segja SA að kostnaðarauki vegna frumvarpsins megi ekki raska áformum stjórnvalda um að ná jöfn- uði í ríkisfjármálum 2014 en fjár- lagaskrifstofa hefur lýst efasemdum um það í umsögn. Segja ekki gert ráð fyrir sparnaði  Samtök atvinnulífs- ins gagnrýna stjórnar- frumvarp um LÍN Morgunblaðið/Golli Alþingi Fyrstu umræðu um frum- varpið um LÍN er lokið á þingi. Þjónusta og síur fyrir allar tegundir af loftpressum ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 Gott ú rval á lager ÞÝSKAR GÆÐA PRESSUR Lækjargötu og Vesturgötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.