Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 lenskukennslu í skólum. Auðvitað kemur það íslenska málinu ekkert við hvort hér er frumlag um um- sögn frá andlagi til sagnfyllingar. Miklu fremur hvort tungan er frumleg, frásögn, andleg og til lífs- fyllingar. Margra ára minnimátt- arkennd setningarfræðinnar hverfur eins og dögg fyrir sólu. „Sekt er kennd.“ Fastagestur og fylginautur í heimsóknum Þorvaldar er tíminn. Hversu oft hefur hann ekki þotið af stað og allt í einu er Margrét systir farin að bíða með matinn. Eða stefnumót við Jónu Lísu á að vera löngu hafið. En hver tímir að stíga út úr ævintýrinu? Ekki við. Fram kemur að Stínu finnist mikið að vera orðin fimmtíu ára. Auðvitað er þar önnur hlið, önnur nálgun hjá Þorvaldi. Það að verða fimmtugur þýðir ekki endilega að fimmtíu ár séu liðin af ævinni held- ur hefur þú safnað í þig fimmtíu árum. Þú ert orðinn fimmtíu ár. Þorvaldur varð bara fimmtíu og tvö ár. Hins vegar gaf hann okkur, sem þekktum hann, minnst hundrað ára virði af hugmyndum og hugsunum, fyrir utan vináttuna og væntumþykjuna sem aldrei brast. Gott verður að minnast hans. Helenu, Degi, Sigrúnu, öllum vinum og ættingjum vottum við okkar innilegustu samúð. Hólmkell og Kristín (Stína). Í minningu vinar. Stjörnur blika, heimur skín sköpun guðs úr djúpum lindum endurspegla augun þín í grænum skógi, fögrum myndum birtist hjartans sálarsýn. Mannsins börn þar blíðu finna feta í gullin sporin þín engu að tapa allt að vinna hvatning þín er vonin mín aðalsmerki verka þinna. Að Sumarlandsins háu heiðum ljóssins bæn frá öllum þeim er studdir þú á lífsins leiðum fylgja mun þér heilum heim í verndarengils faðmi breiðum. (Björg) Með virðingu og vináttu og hlýrri samúðarkveðju til ástvina. Björg Einarsdóttir. Kærastir allra vina eru þeir sem maður eignast á unglingsár- um og fylgja manni upp frá því. Einhver sameiginleg vitund vex úr grasi á þessum árum þegar lífið er að byrja og heimurinn umturn- ast. Menn hafa ráðist saman að rökum tilverunnar og eru tengdir út lífið eins og skipbrotsmenn sem bjargast hafa saman úr sjávar- háska. Þessi hlutdeild lýsir sér í því að þótt lífið beri menn hvern í sína áttina þá verður aldrei neitt rof merkjanlegt. Jafnvel þótt lang- ir tímar líði á milli endurfunda. Þráðurinn slitnar aldrei. Eldurinn bíður falinn um árabil. Hugsun kveikir hugsun, orð kveikir orð og eftir hálftíma er enn og aftur búið að umturna heiminum. Þorvaldur var öllum fremri í að umturna heiminum, rýna í rök til- verunnar, sprengja stíflur og brjóta ramma. Hann var svo hug- myndaríkur og útbær á frumlegar hugsanir, hnyttnar athugasemdir og djúpar pælingar að á því sviði var hann meira í ætt við eldfjall en mann. Hugmyndirnar flæddu frá honum eins og hraun og maður óttaðist helst að hann spryngi einn góðan veðurdag af allri þeirri innri ólgu. Kannski var sá ótti ekki ástæðulaus. Nú er þessum eldsumbrotum lokið fyrr og skjótar en okkur gat grunað en vegsummerki hamfar- anna eru hvarvetna sjáanleg. Landslagið er breytt hvort heldur á sviði myndlistar, leikritunar, bókmennta fyrir börn og fullorðna eða fræðilegrar og hárbeittrar gagnrýni á íslenskt samfélag. Þorvaldur Þorsteinsson setti mark sitt á umhverfið eins og hann hafði djúp og varanleg áhrif á okkur sem nutum þess að þekkja hann. Við minnumst hans með söknuði og þökk. Helenu og fjölskyldu Þorvaldar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hjörleifur og Íris. Hann var léttur í spori, hávax- inn, fríður og raddsterkur. Um- fram allt skemmtilegur. Heims- borgari en um leið litli strákurinn frá Akureyri sem gægist fram í skrifum hans. Í endurminningunni er eins og hann hafi alltaf verið á hlaupum en það er áreiðanlega ekki rétt. Á sinn ljúfa og elskulega hátt fór hann bara hratt yfir, útlistaði hug- myndir og drauma, fékk okkur hin til að hlusta. Fyllti út í rýmið. Kom mörgu í verk. Þannig var Þorvaldur og þann- ig er gott að muna hann. Ritverk- in hans, bækur og leikrit lifa áfram ekki bara á Íslandi heldur á fjölmörgum erlendum tungum. Því sögurnar rötuðu langt út fyrir landsteinana. Það gladdi Þorvald og hann hugði á frekari landvinn- inga. Átti margt óskrifað. Honum var einkar lagið að skrifa fyrir börn og fullorðna í senn. Það er mikil gáfa og ekki öllum gefin. Um árabil kenndi hann líka skapandi skrif. Þar sem annars staðar var hann vinsæll og vel látinn. Í febrúarbyrjun hélt hann er- indi á málþingi í Iðnó en það var haldið í sambandi við aðalfund Bandalags íslenskra listamanna. Umræðuefnið var: Skapandi greinar frá sjónarhóli listamanna. Efnið var Þorvaldi hugleikið og hann talaði af mikilli sannfæringu. Og auðvitað hreif hann allan sal- inn með sér. Á eftir kvöddumst við, tókum þétt hvort utan um annað og ætl- uðum að talast lengi við næst þeg- ar hann kæmi frá Antwerpen. Átt- um margt órætt. Hefðum við bara ekki skotið því á frest … Fyrir hönd félaga okkar þakka ég Þorvaldi samferðina og sendi fjölskyldu hans hlýjar samúðar- kveðjur. Kristín Steinsdóttir. Sagt er um suma að þeir hafi sterka nærveru. Frá þeim stafi birta sem snerti nærstadda og hrífi. Þannig maður var Þorvald- ur. Það gustaði af honum þar sem hann fór, þegar hann talaði var hlustað, þegar hann kom í heim- sókn fylltist húsið af gleðilegri orku og manni hljóp kapp í kinn, og þegar hann faðmaði mann í kveðjuskyni vissi maður að maður átti hann alltaf að vini. Og þótt hann sé nú farinn finnur maður enn geislaglóðina og skynjar bet- ur en nokkru sinni að hann hafði ekki bara sterka nærveru, heldur líka – eins og hann myndi kannski orða það – sterka fjarveru. Það var fyrir tæpum tuttugu árum að leiðir okkar lágu saman. Við vorum leiddir saman af sér- stöku tilefni og báðir vorum við spenntir. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann sat á þessum fyrsta fundi okkar snemma hausts 1993 í músíkherberginu í Þjóðleikhúsinu með sperrt eyru meðan ég spilaði á píanóið og söng örfá lítil lög sem ég hafði búið til við texta hans úr handriti sem Stefán leikhússtjóri hafði stungið að mér. Þetta var barnaleikrit og handritið höfðaði mjög til mín, en ekki vissi ég hvort lögin mín yrðu þessu nýja leik- skáldi að skapi. Þær efasemdir ruku fljótt út í veður og vind. „Við lifum glöðum leikjum í, því lífið það er heimsins besta gotterí!“ Frá þeirri stundu var samvinna okkar eins og glaður leikur, lögin urðu til hvert af öðru, sömdu sig sjálf utan um textana hans, enda var eins og tilfinning okkar fyrir stíl persónanna og blæbrigðum orðanna félli eftir sama farvegi. Þegar Skilaboðaskjóðan var svo frumsýnd í nóvember leið okkur eins og stoltum foreldrum; við vissum að í skjóðuna höfðum við fléttað saman þræði úr okkur báð- um og um leið bundist traustum böndum. Þorvaldur fór víða og tókst á við ólíkar aðstæður, en alltaf var blikið í augunum hið sama, brosið á sínum stað og faðmlagið þétt. Þannig var hann þegar hann heimsótti mig í síðustu ferðinni hingað í febrúar, glaður að heyra nýjar fréttir af Skilaboðaskjóð- unni og spenntur að viðra við mig hugmynd að nýju samstarfsverk- efni. Skilin milli raunveruleikans og þess veruleika sem býr í hugskoti hvers manns voru Þorvaldi hug- leikin. Ef til vill var hann næmari en margur í þessu tilliti. Mér er minnisstætt þegar ég dró bókina hans um Skilaboðaskjóðuna fram úr hillu og hóf að lesa úr henni fyr- ir yngri dóttur mína í fyrsta sinn. Ekki hafði ég lokið fyrstu máls- greininni þegar síminn hringdi. Eldri dóttirin svaraði og kallaði: „Pabbi, það er Þorvaldur.“ Mér þótti þetta yfirskilvitlegt, en hon- um ofureðlilegt. Í verkum sínum lék hann sér stundum að því að láta vitundina dansa á þessari línu, milli þess áþreifanlega og ævintýrisins. Þannig gat engum nema honum dottið í hug að láta eina ævintýrapersónuna segja við aðra: „Maddamamma, Madda- mamma, þú verður að horfast í augu við raunveruleikann!“ Og nú er hann sjálfur kominn í ævin- týraskóginn en við sem eftir sitj- um verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Við Bryndís vottum Helenu og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Jóhann G. Jóhannsson. Elsku vinur. Það er svo erfitt að trúa því og þurfa að sætta sig við að þú ert farinn. Þú sem ert einhver skemmtilegasta, mest gefandi og um leið hlýjasta mann- eskja sem ég hef hitt og ég hef reyndar aldrei fyrirhitt eins skap- andi og frjóa manneskju. Það bók- staflega flæddi frá þér, ein þráð- laus sköpun(argleði). Minningarnar eru ríkar og þá sérstaklega frá tímanum í Los Angeles. Að heimsækja ykkur Helenu, bæði þar og á Íslandi, var alltaf svo ótrúlega spennandi, svo mikið líf, svo mikil list og gleði og húmor og ást og hlýja. Elsku Þorvaldur, þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst, hlýja þín og gjafmildi hjálpa mér sérstaklega núna þegar ég syrgi þig. Þú munt alltaf búa á þeim stað, sem þeir sem mér þyk- ir vænst um búa. Elsku Helena mín, Dagur og fjölskyldan öll, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Nanna Helga Sigurðardóttir. Þegar grannt er skoðað má ef til vill segja að ævistarf Þorvaldar hafi verið samfelldur óður til frels- isins. Frelsis til að tjá sig í máli og myndum eins og hann langaði til en ekki aðra. Þetta var ekki með- fæddur skilningur á því hvernig hann vildi nálgast verkefni sín heldur áunninn. Hann nefndi gjarnan þá áhrifavalda í lífi sínu sem opnuðu augu hans fyrir mik- ilvægi þess að vera „hann sjálfur“, kenndu honum að opna augun, leggja við hlustir, auka skilning sinn og leyfa sér þann munað að bregða á leik og brjóta jafnvel ein- staka gamlar reglur sem þrengdu að sköpunargleðinni. Þorvaldur skrifaði, orti, teikn- aði og málaði fyrir sjálfan sig og sér til skemmtunar. Hann hikaði ekki við að koma umhverfi sínu á óvart, þótti vænt um hólið þegar vel tókst til en hafði það sjaldnast að sérstöku markmiði. Og Þor- valdi dugði ekki að skapa sjálfur með tjáningarfrelsið í öndvegi. Honum var það kappsmál að kenna öðrum og hvetja þá til dáða. Hann var eftirsóttur fyrirlesari og heimsótti í gegnum tíðina fjölda fyrirtækja og félagasamtaka þar sem hann fjallaði um viðhorf sín og hugðarefni. Stundum voru er- indi hans sérsniðin að óskum áheyrenda en í þeim var engu að síður alltaf óður til skapandi hugs- unar og frelsis til að upplifa og njóta. Fræðslumiðstöðin My Pocket Production og kennsla.is varð samnefnari fyrir námskeið og fyr- irlestra Þorvaldar og eiginkonu hans. Samhliða eigin listsköpun og ritstörfum nýtti Þorvaldur þar einstaka hæfileika sína til að miðla og kenna. Á meðal fastra punkta í þeirri tilveru var leiðsögn hans í skapandi skrifum. Grunnstefið var ætíð hið sama: Hvatningin til einlægni og heiðarleika gagnvart eigin persónu, hvatningin til stolts yfir því hvað við erum og gerum og síðast en ekki síst hvatningin til tjáningar á nákvæmlega þeim grunni en ekki öðrum sem aðrir ætlast til. Þess vegna var það eitur í bein- um Þorvaldar að spyrja börn hvað þau ætluðu að verða þegar þau yrðu stór. „Spurðu frekar hvað þau séu,“ sagði hann og lagði stöð- ugt áherslu á mikilvægi þess að börn og ungmenni fengju að lifa í núinu, vera þau sjálf og vaxa og dafna á sínum eigin forsendum. Hann lagði sitt af mörkum til þess að breyta ríkjandi viðhorfum í menntakerfinu. Í þeim efnum sem öðrum þegar Þorvaldur talaði fyr- ir skoðunum sínum var ávallt stutt í sögurnar, kankvísina og jafnvel kaldhæðnina. Þess vegna var svo gaman að hlusta. Þorvaldur var vinmargur og í stöðugu sambandi við fjölda fólks þrátt fyrir að starfa einn í lista- smiðju sinni. Samstarfsmenn hans í listageiranum og auglýs- ingafaginu, nemendur hans í nám- skeiðshaldinu, áheyrendur fyrir- lestranna, gestir sýninganna og lesendur bókanna skipta tugum þúsunda. Alls staðar hefur hann hrifið fólk með sér – fólk sem er þakklátt fyrir að hafa kynnst hon- um, lært af honum og verið hon- um samferða. Ég er einn þeirra. Ég votta eiginkonu hans og fjölskyldu samúð mína og kveð góðan vin í fullvissu um að frelsið sem hann barðist svo fyrir í þess- ari tilvist muni fylgja honum hvar sem hann nemur ný lönd. Gunnar Steinn Pálsson. Í síðasta skiptið sem ég hitti Þorvald vorum við að bíða eftir töskum við færibandið á flugvell- inum í Amsterdam, höfðum rétt áður stigið út úr flugvél og vorum á leiðinni hvor í sína áttina, ég í tengiflug en Þorvaldur heim til sín í Antwerpen. Þegar ég sagði Þorvaldi hvert ég væri að fara og hvað ég ætlaði að gera þar (ég var að fara að starfa í stuttan tíma með hópi fólks sem ég þekkti ekki neitt) gaf hann mér heilræði, svo að segja upp úr þurru. Þorvaldur sagði mér að leggja mig fram um að kynnast líka þeim sem minnst hefðu sig í frammi, þeim sem síst virtust líklegir til af- reka. Það væri nefnilega aldrei að vita hverjir kæmu til með að skara fram úr síðar meir og fyrir hvað, og svo vissi maður heldur aldrei með hverjum mann myndi daga uppi síðar á lífsleiðinni. Eitthvað á þá leið hljómaði ráð- leggingin – sjálfsagt var hún skor- inortari, ég man þetta ekki ná- kvæmlega, en Þorvaldur var jú orðheppinn maður. Og ef til vill virtist mér hún almennt og jafnvel tilfallandi þá, þessi ráðlegging, en af því að þetta var Þorvaldur sem talaði hlustaði ég bara og tók það til mín; örlæti Þorvaldar á hugs- anir sínar og hugmyndir hafði fram til þessa reynst mér – eins og öðrum – vel. Til að gera langa sögu stutta hefur þetta heilræði nú þegar gert mig auðugari að vinum – þetta var einföld speki en djúp. Og eftir á að hyggja er engin tilviljun að þessi orð skuli hafa ratað úr munni Þorvaldar. Hann var maður sem kunni að hlusta, lagði sig fram um að sjá neistann í hverjum og einum. Það var einn af hans (fjölmörgu) stóru hæfileik- um: að finna og virkja hæfileikann í öðru fólki. Um þetta vitna allir sem ég hef talað við um Þorvald. Nú þurfum að reiða okkur hvert á annað til að sjá þessa neista. Það léttir þó verkið að Þor- valdur hefur kennt okkur það. Helenu, fjölskyldu Þorvaldar og öllum sem þekktu hann sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Friðgeir Einarsson. Það var bjart yfir Þorvaldi Þor- steinssyni. Hann leiftraði af anda- gift, glöggur, fljótur að sjá og fljótur að hugsa, hann var skýr- mæltur og beinn í baki. Síðasta skipti sem ég hitti Þor- vald var á Safnanótt á einni af þessum viðvarandi hátíðarsýning- um á verkum myndskáldsins mikla Errós. Það var óvanalega bjart yfir honum, mörg járn í eld- inum og margt í deiglunni sem lof- aði góðu. Í skemmtilegu samtali var komið víða við. Hent gaman að þjóðlegu kreppupeppi og spáð í uppgang sigurliðs skapandi greina og eðli þess litla tannhjóls sem listamenn eru í þessu sigur- verki. Þorvaldur spurði mig hvort ég hefði orðið var við mikið minn- isleysi hjá fólkinu. Ég kannaðist við stutt minni hjá mörgum, sein svör, sóp undir teppið, meðvituð pólitísk gleymskuglöp, að menn læddust meira með veggjum og drægju lappirnar oftar í seinni tíð, reisn fólks hefði minnkað og höfð- ingjar væru torfundnir. Sjúklegan gleymskufaraldur hafði ég ekki orðið var við. Þorvaldur var ekki þátttakandi Safnanætur en í Listasafni Reykjavíkur voru kjöraðstæður. Sem meistari sviðsetninganna, myndhverfinganna og síkvikur orðasmiður greip Þorvaldur tæki- færið og umbreytti hversdags- legri Erróstofunni í leiksvið. Sviðsmyndin var listasafn. Nú upphófst ljóslifandi myndahríð í orðum og athöfnum: líkamsburð- ir, svipbrigði, orðataktar og ósögð skilaboð leikenda. Allt fært í stíl- inn með töfrasprota höfundarins. Hér var komið vasaleikritið Apr- ílgabbið sem fjallaði um samskipti listamannsins við forráðamenn Safnsins. Sprenghlægilegt og tragískt í senn. Atburðarásin hverfðist um röð litríkra funda þar sem lögð voru á ráðin um stóra sýningu í safninu í apríl 2013. Í einni senu leiksins sést að- alleikarinn berja enninu þrisvar í borðið af hrifningu yfir nýjum verkum undir velþóknunarstun- um og augnneistum viðstaddra. Hápunkturinn var síðasti fundur- inn. Á borðinu loguðu sprittkerti í blómaskreytingu og piparköku- karlar á boðstólum. Safnafólkið umbreytist nú í sönglandi forn- grískan kór: „Hér man enginn neitt, hér man enginn neitt, eng- inn man, enginn man, engin sýn- ing, allt í plati, allt í plati ó, ó! ó, ó! …“ Hér skipta leikendur litum, senda um leið frá sér óræð lykt- arskilaboð og klemmd rödd heyr- ist skrækja aprílgabb! aprílgabb! Leikendurnir frjósa með kaffi- bolla í annarri hendi en hálfétinn piparkökukarl í hinni. Glitrandi diskókúla er það eina sem hreyfist yfir sviðinu. Vasaleikrit Þorvaldar fóru oft- ar en ekki fram á frauðkenndum og sleipum jaðri veruleikans. Stundum virtust samtölin skrifuð upp á vettvangi og sviðsmyndin afrituð af staðnum. Það sem kitlar hláturtaugar í síbylju skapandi greina getur verið dýrt spaug í veruleikanum. Tilhneigingin er oft að hafa minningu fólks í háveg- um þegar það fellur frá en láta sér fátt um finnast meðan það er lífs. Að sjá, heyra og muna, eða gleyma á réttum eða röngum stöðum, er inntak þessa síðasta vasaleikrits. Við fráfall Þorvaldar Þorsteins- sonar minnkar birtan í íslensku samfélagi og listalífið verður sýnu álútara og einsleitara. Hannes Lárusson. Það var gaman að fá að vera samferða Þorvaldi okkar, Volla, unga félagsmálafrömuðinum sem kom alltaf fimm mínútum of seint í tíma, klæddur ullarfrakka með flaksandi trefil um hálsinn. Hann fékk þó aldrei fjarvist, enda aft- astur í stafrófinu. Nákvæmni var eitt af einkennum hans. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að fylgjast með honum verða sá lista- maður sem hann leyfði sér að verða. Skapandi hugsuður, sem vissi að allt sem skiptir máli kem- ur innan frá sérhverju okkar eins og við erum. Hann þurfti ekki að hafa hátt til að á hann væri hlust- að. Þorvaldur var sífellt krotandi og teiknandi og notaði fína, svarta blekpennann sinn til alls. Skondn- ar hugmyndir í anda örleikritanna streymdu fram strax í skóla. Einn helgarmorgun þegar við mennt- skælingar höfðum sofið mörg í flatsæng opnuðum við augun í undrun. Það hljómaði eins og við værum stödd í miðju fjósi og heyrðum útvarpsmann taka viðtal við bónda um búskapinn. Tvær raddir, hljóð í mjaltavélum og stöku baul. Allt kom frá Þorvaldi og þannig færði hann okkur hlát- ur inn í daginn. Á mannamótum fyrr og síðar minnumst við þess hversu hóg- vær, ljúfur og hvetjandi Þorvald- ur var. Alltaf sá hann nýja fleti á uppákomum og umhverfinu. Við munum sakna hans sárt og erum um leið full þakklætis fyrir það sem hann gaf okkur. Við fær- um Helenu, fósturbörnum, barna- börnum og öðrum ættingjum Þor- valdar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíli hann í friði, minningin um kæran skóla- bróður og listamann lifir áfram. Bekkjarsystkini úr 6.F 1980; Adolf, Arnfríður, Bárður, Birna, Bjarney, Guðni, Guð- rún, Elín, Harpa, Hermann, Hjörleifur, Hugrún, Hrefna Sigríður, Jón, Karólína, Ólöf, Ragnheiður, Rósa, Sig- urborg og Stefán. Þorvaldur Þorsteinsson hefur verið nýstúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri þegar hann kenndi einn vetur í Barnaskóla Akureyr- ar, eða Barnaskóla Íslands eins og alvöru Akureyringar kölluðu hann. Ég var heppinn að vera nemandi hans því Þorvaldur var kennari af Guðs náð. Í skólastofunni ríkti frið- ur og gleði en þó festa og vinalegur agi og naut Þorvaldur virðingar barnanna sem tilheyrðu henni. Þá þegar lagði hann mikla áherslu á hverskyns sköpun, meira en tíðk- aðist enda meðvitaður um hagræn áhrif skapandi greina og kraftinn sem í barninu býr. Aldrei gleymi HINSTA KVEÐJA Litla herbergið í Hamar- stígnum er menningarhús minninganna. Þaðan sköp- uðum við heiminn; okkar fögru vídd af veru- leikanum. Við störðum framan í hvern dag; sískrif- andi, síteiknandi, sísemj- andi leikrit og kvikmyndir – og ef til vill að endur- skrifa ævi okkar, jafnóðum og hún leið. Ég man hlát- urinn þinn, gáska augn- anna, líkamsburðina sem voru snarir og kvikir. Þú varst strax farinn að lifa margar ævir; margur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Og svo margur ertu enn að þú munt lifa ríkastur meðal okkar. Sigmundur Ernir. Blóm eru okkar fag Útfaraskreytingar Samúðarblóm REYKJAVÍKURBLÓM BORGARTÚNI 23 S: 561-1300 www.reykjavikurblom.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.