Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 ✝ Halldór Ólafs-son fæddist í Neðri-Vífilsdal, Hörðadal í Dala- sýslu 6. mars 1928. Hann lést á Land- spítalanum 4. mars 2013. Foreldrar hans voru hjónin Laufey Teitsdóttir frá Hlíð í Hörðadal, f. 5. maí 1898, d. 1976, og Ólafur Br. Gunnlaugsson, bóndi í Neðri-Vífilsdal, f. 27. sept- ember 1892, d. 1974. Halldór ólst upp í Neðri-Vífilsdal til 15 ára aldurs en flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum 1943. Þau bjuggu fyrst í Sogamýrinni í nánd við Meltungu, en fluttu síð- an að Þormóðsstöðum á Gríms- staðaholtinu. Halldór giftist 20. nóvember 1954 Erlu Björgvinsdóttur, rit- ara hjá ríkisskattstjóra, f. 7. des- var tvö ár í viðskiptafræði. Hann hóf störf í Búnaðarbanka Íslands haustið 1953 og vann þar allan sinn starfsaldur til ársloka 1997. Hann vann í verðbréfadeild bankans, varð útibússtjóri bank- ans í Garðabæ og síðar skjala- vörður. Halldór var mjög fé- lagslyndur og eignaðist marga góða vini innan bankans og einn- ig meðal viðskiptavina. Honum var mikið í mun að skólafélagar úr MR héldu hópinn og var hann einn af þremur sem sáu um að hópurinn hittist árlega. Hann sótti nám í Handíða- og mynd- listarskólanum, var í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar og í stjórn Sögufélags frá 1984- 1988 og var endurskoðandi árs- reikninga félagsins í nokkur ár. Hann var mikill áhugamaður um lestur bóka, um laxveiði, skák, fuglaskoðun, ferðalög, söfnun penna, hann teiknaði og málaði og skrautritaði í bækur og skjöl. Útför Halldórs verður gerð frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 15. mars 2013, og hefst at- höfnin klukkan 13. ember 1930. Hún er dóttir Jónínu Mettu Bergsdóttur hús- móður, f. 16. októ- ber 1902, d. 1983, og Björgvins Frið- rikssonar bak- arameistara, f. 17. júní 1901, d. 1989. Börn Halldórs og Erlu eru: 1) Hildur, sérkennari, f. 4. janúar 1956, maki Jónas Kristjánsson, bankamað- ur, f. 5. maí 1958, börn þeirra eru Halldór, nemi í HÍ, f. 13. október 1988, og Helga nemi í HÍ, f. 17. mars 1990. 2) Ólafur Brynjar, arkitekt, f. 20. júlí 1957. Halldór hóf nám í Ingimars- skólanum þegar hann kom til Reykjavíkur og fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1950. Hann fór í Háskóla Íslands og Farinn er mikill öðlingsmað- ur var það sem ég hugsaði þegar tengdafaðir minn Halldór Ólafs- son var búinn að taka síðasta andvarpið þegar við nánasta fjölskyldan vorum við dánarbeð hans á Landspítalanum við Hringbraut. Fyrir tæpum 30 árum kom ég inn í fjölskylduna á Dunhagan- um eftir að við Hildur dóttir þeirra Halldórs og Erlu fórum að rugla saman reytum og var frá upphafi einstaklega vel tekið á móti þessum verðandi tengda- syni með hlýhug og virðingu og hefur það verið gagnkvæmt öll þessi ár án þess að nokkurn skugga hafi borið þar á og frek- ar aukist með árunum. Ef hægt er að segja að ein- hver sé vel lesinn mátti segja það um Halldór því vandfundin var sú bók sem hann hafði ekki lesið eða gluggað í og rómað var hans límminni á t.d. ártöl, nöfn og kvæði að undrum sætti og má segja að HÓ hafi virkað eins og uppfletti á „Google“ nema hann var bæði fljótari til svars og einnig voru þau hnitmiðaðri. Sérstaklega er mér minnis- stætt ferðalag um Vestfirði sumarið 2007 en Halldór hafði aldrei áður komið til Vestfjarða fyrir utan eitt skipti fljúgandi til Ísafjarðar með skáksveit Bún- aðarbankans. Ég var og er orðinn vanur því í ferðalögum bæði innanlands og utan að mín heittelskaða sé í framsætinu á bílnum að rýna í kort og handbækur til að upp- lýsa okkur um hvað fyrir augun ber og ef eitthvað sérstaklega er skrifað um staðhætti, merka at- burði eða fólk sem þar hefur bú- ið eða býr. En í þessu ferðalagi var Hall- dór í framsætinu en þær mæðg- ur aftur í en Halldór var hvorki með landakort eða handbók við höndina en þuldi upp allt sem fyrir augu bar nöfn á fjörðum, víkum, fjöllum, hólum, ám, lækj- um og bæjum ásamt sögum um hvern stað eins og hann væri fæddur og uppalinn á hverjum stað. Ekki síður dagsferð í Dalina sem við fórum á góðviðrisdegi sumarið 2008. Við settum upp borð og stóla við bæjarrústir í Neðri-Vífilsdal, æskuheimili Halldórs, þar sem við nutum þess í sólinni að gera nestinu góð skil og innbyrða sveitasæl- una í Neðri-Vífilsdal undir sög- um hans frá æskuárunum. Halldór starfaði hjá Búnaðar- banka Íslands í 44 ár og síðustu 20 ár hans hjá bankanum var ég einnig starfsmaður bankans og er það samdóma álit samstarfs- manna og viðskiptavina að hann hafi verið farsæll bankastarfs- maður bæði fyrir bankann og ekki síður viðskiptavini. Stundum var líkindamál úr sjávarútveginum notað um far- sæla útibússtjóra hjá Búnaðar- bankanum að hann aflaði vel og væri með lágan veiðarfæra- kostnað og átti það sannarlega við um Halldór. Hjartahlýr og glaður með góða sögu eða ljóð lýsir Dóra vel ásamt því að vera alltaf jafn ást- fanginn af henni Erlu sinni og væntumþykju og stolti af börn- um sínum Hildi og Ólafi, tengdasyninum og barnabörn- unum Halldóri og Helgu en aldrei hef ég séð stoltari afa eða meira tilbúinn að verða afi. Blessuð sé minning Halldórs Ólafssonar. Þinn tengdasonur, Jónas Kristjánsson. Okkur langar að minnast afa okkar. Afi sagði okkur frá því þegar hann fluttist til Reykjavíkur og sá herskipin í Hvalfirðinum, sagði okkur margar sögur úr seinni heimsstyrjöldinni og um sjóorustu Bismarck og Hood. Hann sagði okkur líka sögur af fornköppum úr Íslendingasög- unum. Á hverju vori fór afi með okk- ur út á Nes að skoða kríuna. Við systkinin með hjálma en afi allt- af með beran skalla sem oft kom fyrir að var goggað í en hann kippti sér ekki mikið upp við það, enda krían mikill vinur hans. Það var líka gaman að kynn- ast Erlu og Dóra, eins og þau voru alltaf kölluð, þegar við systkinin urðum eldri og sáum hvað þau voru vinmörg og höfðu gaman af lífinu og fólkinu í kringum sig. Afi sagði okkur oft söguna af því hvernig hann kynntist ömmu, sætustu stelpunni á ball- inu, og alltaf sást hvað hann var hamingjusamur með stelpunni sinni. Við erum þakklát og lánsöm fyrir að hafa átt svona yndisleg- an og góðan afa sem unni okkur svo vel. Ein besta minningin úr æsku er að hafa verið í heim- sókn hjá ömmu og afa á Dun- haganum góða. Þín barnabörn, Halldór og Helga. Ég kynntist Halldóri Ólafs- syni fyrir um 60 árum þegar ég var unglingur en hann fullvaxta maður sem var farinn að vefja þráð vináttu og ástar með Erlu Björgvinsdóttur sem slitnaði ekki upp frá því heldur varð æ traustari. Við Erla erum systk- inabörn og amma okkar og for- eldrar sáu um að talsverður samgangur var milli fjölskyld- anna. Mér er óhætt að fullyrða að meðlimum stórfjölskyldu heitkonunnar féll strax vel við þennan þennan hægláta og kurteisa unga mann, sem greini- lega var góðum kostum búinn, greindur og víðlesinn. Reyndar held ég að mikinn og sterkan ásetning hefði þurft til þess að líka illa við Halldór Ólafsson. Efir að þau Erla og Halldór stofnuðu sitt eigið heimili stóð það ávallt opið ættingjum og vinum, þangað var gott að koma og njóta alúðar húsráð- enda. Halldór var einstaklega bóngóður, ég efast um að hann hafi nokkurn tímann færst und- an því að gera öðrum greiða sem hann væri fær um að inna af hendi. Halldór gerðist frímúrari fyrir um 30 árum. Hann mat regluna mikils og samstarfið við bræðurna. Þar vann hann mikið og gott starf sem ber að þakka en ekki síður þó þann bróðurhug sem hann sýndi reglubræðrum sínum í hví- vetna. Í öllu því sem Halldór tók sér fyrir hendur sat vandvirkni og nákvæmni í fyrirrúmi. Halldór var teiknari góður svo sem sjá má m.a. í skólablöðum Mennta- skólans í Reykjavík. Hann var líka frábær skrautskrifari. Þær eru margar bækurnar og kortin sem hann skrautskrifaði af list- fengi. Þess nutu ættingjar og vinir í ríkum mæli. Ekki þýddi að bjóða greiðslu fyrir vel unnið starf, gott handtak var talið fullgild greiðsla. Í mörg ár sá Halldór um að skrautrita nöfn gesta á hátíðum frímúrara en þeir skiptu hundruðum hvert sinn. Þannig skreytti falleg rit- hönd Halldórs þúsundir nafn- spjalda handhöfum þeirra til heiðurs og ánægju. Ég leyfi mér að fullyrða að ánægjan var ekki síður Halldórs sem naut þess að geta orðið að liði. Halldór Ólafsson var heið- ursmaður í hvívetna sem lét sér annt um alla sem hann kynnt- ist, skjótur að finna góða kosti hvers og eins. Ég kveð góðan dreng með þökk fyrir góðar stundir og bið honum blessunar í nýjum heimkynnum. Halldór S. Magnússon. Við andlát Halldórs rifjast upp margar góðar samveru- stundir sem ég hefi átt á heimili hans og Erlu konu hans. Kynni mín af Halldóri og fjölskyldu hans hófust þegar Hildur dóttir þeirra hjóna og Jónas sonur minn hófu sambúð. Með nánari kynnum varð mér ljóst hversu miklum mannkostum þau hjón voru búin. Vinátta og góðvild voru þar í öndvegi. Í nær aldarfjórðung hefi ég notið frábærrar gestrisni Hall- dórs og Erlu. Verið boðið til veislu á heimili þeirra á nær öll- um stórhátíðum, með börnum þeirra Ólafi og Hildi, Jónasi og börnum þeirra Hildar, Halldóri og Helgu. Þeir sem þekkja eldamennsku Erlu vita að veisluborðin eru einstök. Þau hjón virtust svo sam- stillt að ég dreg í efa að þau hafi einhverntíma orðið ósammála, nema þá ef vera skyldi að Erla hafi beðið mann sinn stöku sinn- um sinnum að sleppa bók úr hendi sér og gera eitthvað ann- að. En Halldór hafði unun af lestri bóka, átti hann veglegt bókasafn, í því fjölda merkra bóka, sumar fágætar. Halldór var hafsjór af fróðleik, kunni að fara með skemmtilegar tilvitn- anir í margt sem hann hafði les- ið, enda mjög minnugur. Halldór var stoltur af því að geta kallað sig „Dalamann“. Hann kunni að segja frá fólki og mannlífi þar um slóðir á fyrri hluta síðustu aldar, sem og að segja frá merkum Dalamönnum og staðháttum þar vestra. Til Reykjavíkur flutti Halldór á unglingsárum sínum, svo árin í Reykjavík eru orðin mörg. Hann hafði ekki síður gaman af að segja frá samferðafólki og mannlífi hér í borginni eins og í Dalabyggðum. Allar sögur hans af samferðafólki voru hófstilltar og eflaust sanngjarnar. Hann hafði gaman af að fylgj- ast með íþróttum, á síðari árum sérstaklega með handbolta og fótbolta, þekkti nöfn fjölda keppenda og ætterni margra. Frá fyrri tíð voru honum hug- leiknar frjálsar íþróttir, fyrir og um miðja síðustu öld. Kunni að segja frá mörgum afreksmönn- um þess tíma, bæði nöfnum þeirra og árangri á ýmsum keppnismótum. Halldór var svo góður í skrautritun að fágætt má telj- ast. Um það bera vitni fjölda- margar áritanir á bækur og ýmsa muni, svo sem minninga- gjafir margskonar. Hann var einnig ágætur teiknari og mál- ari, hefði efalaust náð langt á þeirri braut, ef hann hefði af al- vöru lagt það fyrir sig. Fram á efri ár var hann ástríðufullur safnari blekpenna, átti hann tugi fágætra blekpenna sem hann hafði gaman af að sýna og segja sögu þeirra. Við brottför Halldórs til hins óþekkta þakka ég honum frá- bær kynni. Afkomendum hans bið ég farsældar. Blessuð sé minning Halldórs Ólafssonar. Kristján Andrésson. „Nei, það merkasta er í Páfa- garði!“ sagði Halldór með stolti, þegar ég spurði hvort myndirn- ar í litla albúminu væru af þeim skrautritunum sem honum þætti mest til um. Þarna bætti hann enn einni minningu við ótal ljúfar, sem ég á um áralöng kynni af þessum heiðursmanni. Nú situr hann í hægindastól eilífðarinnar umkringdur bók- um og pennum milli þess sem hann röltir um fjörur undir sveimandi skúmum, með myndavél um öxl. Sigríður Kristín Gísladóttir. Með örfáum orðum langar mig að minnast Halldórs Ólafs- sonar. Okkar kynni voru þau að eig- inkona hans og lífsförunautur, Erla Björgvinsdóttir, starfaði undir sama þaki og undirritaður á opinberri stofnun um áratuga- skeið. Þangað kom Halldór. Og þar hitti ég hann. Hann átti nær daglega erindi við Erlu – stelp- una sína – til að koma henni heilli heim á Dunhagann eftir vinnudaginn. Þau voru nefni- lega Dóri og Erla, Erla og Dóri. (Báðar samsetningarnar eru jafngildar). Þannig var það bara. Samrýmdari og meira samstiga hjón fundust ekki. Vinnufélagar áttu stundir saman hingað og þangað um bæinn, spilakvöld, þorrablót, árshátíðir eða stórafmæli sem til féllu í hópnum. Það var eins og við manninn mælt að á stað- inn mætti Halldór í fylgd stelp- unnar. Ekki var að sökum að spyrja að þeim fylgdi fjör og geislandi gleði, grín og gaman. Það var augljóslega ekki um skyldumætingu makans að ræða. Halldór hafði einfaldlega unun af því að umgangast fólk og við, sem erum fólkið, á sama hátt nutum þess að hafa hann í hópnum. Hann var sjálfkjörinn forsöngvari og sá sem allar vís- ur kunni. Líka lengstu útgáfuna af „Þegar hnígur húm að þorra“ („Buðlungs vélar stríðar“ … og allt það). Það var auðvelt að vera í kringum hann og syngja með. Ósjálfrátt naut Halldór Ólafs- son athygli og varð heimsfræg- ur á Íslandi vegna yfirburða- þekkingar sinnar um öll málefni. Í spurningakeppni einni sem varpað var út í útvarpi allra landsmanna sannaðist þetta eftirminnilega. Þar stóð hann uppi sem lokasigurvegari sem enginn stóð snúning. Hann var sögumaður góður sem alltaf sá spaugilegar hliðar hlutanna en á græskulausan hátt. Halldór var ímynd hins sanna snyrtilega bankamanns og sú ímynd bar með sér lipra þjón- ustulund, heiðarleika, reisn og virðingu. Pennasafnið hans var örugglega heimsfrægt. Skraut- skrift lék í höndum hans svo af bar. Sérlegt áhugamál átti hann eitt: Komu farfuglanna. Nánar til tekið skúmanna sem lentu langt utan úr heimi á Sólheima- sandi snemma á vori hverju. Nú saknar skúmurinn á Sól- heimasandi vinar í stað þetta vorið. Með Halldóri Ólafssyni er genginn öðlingur, gull af manni. Við hjónin minnumst Hall- dórs með hlýju og söknuði og vottum Erlu og fjölskyldu henn- ar okkar dýpstu samúð. Steinþór Haraldsson. Kveðja frá Sögufélagi Halldór Ólafsson var vildar- vinur Sögufélags. Árin 1984- 1988 sat hann í stjórn félagsins, í forsetatíð Einars Laxness. Halldór lagði ætíð gott til mála, viðmótsþýður, vandvirkur og samviskusamur. Síðan varð hann endurskoðandi ársreikn- inga Sögufélags og innti það starf eins vel af hendi. Áhugi Halldórs á sögulegum efnum leyndi sér ekki. Þau Erla Björg- vinsdóttir, eiginkona hans, sóttu saman fyrirlestra og málþing og til þess var tekið að árum saman voru þau fastagestir á hádegis- fundum Sagnfræðingafélags Ís- lands. Gaman var þá að ræða við Halldór og gilti einu hvert fund- arefnið var; honum fannst það skemmtilegt og spennandi. Góður drengur er genginn. Fyrir hönd Sögufélags þakka ég störfin í þágu þess og votta eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu samúð. Blessuð sé minn- ing Halldórs Ólafssonar. Guðni Th. Jóhannesson. Víða í bókmenntum okkar er bankastarfinu lýst sem leiðin- legri og andlausri vinnu, and- stæðu listrænnar sköpunar. Ef lýsa á skipbroti listamanns er hann látinn enda í banka. Við Halldór Ólafsson störfuðum í banka mestallt okkar æviskeið og við vorum sammála um að bankastarfið getur verið og er oft skemmtilegt og gefandi. „Það var gaman í Búnaðarbank- anum í gamla daga,“ sagði Hall- dór við mig þegar ég heimsótti hann á spítalann skömmu fyrir andlátið. Ég held að Halldór hafi verið mjög sáttur við sitt hlutskipti sem bankamaður alla sína starfstíð. Samt er það þannig að Hall- dór var svo mörgum gáfum gæddur sem hefðu notið sín betur á öðrum sviðum. Stál- minni hans kom sér vel í banka- starfinu og hefði gert það hvar sem er. En hann var líka frábær teiknari og hefði getað nýtt þá gáfu til dæmis á auglýsingasvið- inu. Hann hafði mjög fallega rithönd og hafði náð góðum tök- um á skrautskrift. Hann gat hermt eftir samstarfsmönnum og góðborgurum þó hann væri feiminn við það nema í góðum hópi. Eins og áður segir hafði Hall- dór einstaklega gott minni og gat til dæmis farið með heilu blaðsíðurnar orðrétt úr bókum Laxness og Íslendingasögun- um. Hann var mjög sögufróður, sérstaklega um sögu Íslands. Hann tók þátt í frægri spurn- ingakeppni í útvarpi og stóð þar uppi sem sigurvegari og voru þó engir aukvisar sem hann atti kappi við. Halldór var einstaklega góð- ur fjölskyldufaðir. Hann dekr- aði við konu sína og börn og vel- ferð þeirra var honum alltaf efst í huga. Mér þykir vænt um að hafa náð að hitta Halldór með fullri rænu örfáum dögum fyrir and- látið. Hann vissi vel að hverju stefndi, en hann var sáttur og horfðist óhræddur í augu við það sem okkar allra bíður. Við Martha kveðjum góðan dreng og vottum Erlu, börnum og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Gunnar Már Hauksson. Halldór Ólafsson HINSTA KVEÐJA Halldór Ólafsson, mág minn og svila, kveðjum við í dag eftir 60 ára ánægjulega samfylgd. Nú get ég lofað lífið, þótt lokist ævisund. Ég hef litið ljómann og lifað glaða stund. (Stefán frá Hvítadal) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Erlu systur og fjölskyldu sendum við samúðarkveðju og biðjum þeim Guðs bless- unar. Þóra og Friðrik. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.