Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013
FÍB AÐILD SPARNAÐUR OG ÖRYGGI
FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG
Lögfræðiráðgjöf
FÍB Aðstoð
Þétt afsláttarnet
Allt þetta innfalið og meira til!
Ársaðild FÍB er aðeins kr. 6.600
Kynntu þér málið á fib.is
eða í síma 414-9999
Tækniráðgjöf
Eldsneytisafsláttur
Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík Sími. 414 9999 fib@fib.is www.fib.is
Þegar Stjörnukonan Ágústa Edda Björnsdóttir á afmæli geng-ur gjarnan mikið á. Hún er 36 ára í dag, fer út að borða í há-deginu með vinnufélögunum á Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands, heldur afmælisveislu í kvöld með eiginmanninum og son-
unum þremur, síðan er það afmæliskaffi með stórfjölskyldunni og
loks fer afmælisbarnið út að borða með vinkonum á laugardags-
kvöld. „Það þarf ekki stórafmæli hjá mér til þess að það sé haldið al-
mennilega upp á það,“ segir hún og leggur áherslu á að hún sé mik-
ið afmælisbarn.
Ágústa Edda er mikil íþróttakona. Hún var á fullu í fimleikum í
mörg ár en sneri sér síðan alfarið að handboltanum undir lok grunn-
skólanámsins og er enn að, um 20 árum síðar. „Fimleikarnir voru
sex sinnum í viku, fjóra tíma á dag, þannig að það komst ekkert ann-
að að,“ rifjar hún upp og bætir við að þessi grunnur hafi gert sér
mögulegt að stunda handboltann eins lengi og raun ber vitni. Eftir
eitt ár var hún byrjuð að leika með meistaraflokki Gróttu, aðeins 16
ára gömul, og hefur síðan komið víða við. Hún segir að helstu titlar
með Val standi upp úr á glæstum ferli en það sé líka eftirminnilegt
að hafa verið kjörin handboltakona ársins hjá HSÍ 2006.
Hún er yfirþjálfari yngri flokka Vals í handbolta og þjálfar auk
þess 7. flokk karla hjá félaginu. „Þetta er mjög skemmtilegt og
kennir mér mikið,“ segir Ágústa Edda. steinthor@mbl.is
Ágústa Edda Björnsdóttir 36 ára
Morgunblaðið/Eggert
Afrekskona Ágústa Edda Björnsdóttir, hér á móti Austurríki, lék
lengi með landsliðinu og var kjörin handboltakona ársins 2006.
Eintóm gleði hjá
afmælisbarninu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Akureyri Harpa Karen
fæddist 8. júní. Hún vó
4.000 g og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Jóhanna Eyjólfs-
dóttir og Karl Ólafur
Hinriksson.
Nýr borgari
G
uttormur fæddist í
Vestmannaeyjum og
ólst þar upp. Hann
lauk skyldunámi í Eyj-
um, miðskólaprófi frá
Héraðsskólanum á Skógum 1954,
landsprófi í Eyjum 1956, stúdents-
prófum frá MA 1960, prófi í for-
spjallsvísindum og stundaði nám í
efnafræði við HÍ 1960-62, stundaði
nám við tækniskóla IBM í London
1965-66, í tölvunar- og kerfisfræði,
og lauk þaðan prófum 1967 sem
einn fyrsti kerfisfræðingur hér á
landi.
Guttormur var sjómaður á sumr-
in fram að háskólanámi, vann í Vél-
smiðju Eysteins Leifssonar í
Reykjavík 1962-63 og hjá Skýrslu-
vélum ríkisins og Reykjavíkur-
borgar 1963-65, var kerfisfræðingur
hjá IBM í Reykjavík 1966-67, deild-
arstjóri skýrsluvéladeildar Bún-
aðarbanka Íslands 1967-78 og fram-
kvæmdastjóri eigin fyrirtækis,
Hafplasts sf. í Reykjavík. Hann
Guttormur Einarsson, fyrrv. skrifstofustjóri – 75 ára
Mætt í kvöldverð Guttormur, ásamt eiginkonu sinni, Helgu Sigurðardóttur, fyrrv. verslunarmanni.
Röggsamur húmanisti
Guttormur Fluguveiði- og náttúruverndarmaðurinn með fallegar bleikjur.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón