Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 ✝ Þorvaldur Þor-steinsson fædd- ist á Akureyri 7. nóvember 1960. Hann lést á heimili sínu í Antwerpen 23. febrúar 2013. Foreldrar Þor- valdar voru Þor- steinn Gunnar Williamsson húsa- smíðameistari, f. 1.12. 1921, d. 1.9. 2009, og Soffía Þorvaldsdóttir, húsmóðir og bíóstarfsmaður, f. 6.5. 1924, d. 26.1. 2008. Systkini Þorvaldar eru: 1) Jóna Lísa Þor- steinsdóttir, kennari og prestur, f. 21.5. 1946. Synir hennar og Jóns Kristins Arasonar eru Ari Kristinn, f. 1968, og Þorsteinn Gunnar, f. 1971. Sonur hennar og Guðna Stefánssonar er Stef- án, f. 1984. Seinni maður Jónu Lísu var Vignir Friðþjófsson, f. 1941, d. 21.4. 1997. 2) Gunnar Þorsteinsson, félagssálfræð- ingur og rithöfundur, f. 25.3. 1950, eiginkona hans er Mjöll Helgadóttir Thoroddsen, f. 1959. Börn þeirra eru Össur, f. 1982, Soffía, f. 1990, og Gunnar Örn, f. 1992, d. 18.2. 2012. 3) Margrét Þorsteinsdóttir hjúkr- unardeildarstjóri, f. 7.1. 1955, eiginmaður hennar er Guð- mundur V. Gunnlaugsson, f. 1947. Börn þeirra eru Ólafía Kristín, f. 1980, Gunnlaugur Víðir, f. 1983, og Þorsteinn Helgi, f. 1989. Fyrri eiginkona Þorvaldar hélt yfir 40 einkasýningar á Ís- landi og í Evrópu auk þátttöku í tugum alþjóðlegra myndlist- arviðburða. Sýning á nýjum verkum Þorvaldar í Listasafni Íslands var í undirbúningi þegar hann lést og sömuleiðis bækur um fjölbreyttan listferil hans. Fjölhæfni Þorvaldar í myndlist- inni var mikil og breiddin í rit- verkum hans var ekki minni. Hann skrifaði bækur, leikrit og einþáttunga, ritverk í fullri lengd eða örverk, til útgáfu, fyr- ir leiksvið, útvarp eða sjónvarp og jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Barnabækur hans nutu sérstakra vinsælda og sög- urnar um Blíðfinn voru þýddar á mörgum tungumálum. Á meðal sviðsverka Þorvaldar er Skila- boðaskjóðan og leikritið And Björk of course sem sett var upp í Borgarleikhúsinu og sýnt hef- ur verið víða í Evrópu. Fyrir það verk hlaut hann Grímuverðlaun- in sem besta leikskáld ársins 2002 og var tilnefndur til Nor- rænu leikskáldaverðlaunanna. Þorvaldur stofnaði ásamt eig- inkonu sinni framleiðslu- og fræðslumiðstöðina MPP ehf. ut- an um listsköpun þeirra og tengd verkefni hérlendis og er- lendis. Á meðal þeirra var fjöl- breytt fyrirlestra- og nám- skeiðahald fyrir einstaklinga og fyrirtæki undir merkjum kennsla.is, hugmyndasmíð, textagerð, lestur inn á ljós- vakaauglýsingar og fleira sem Þorvaldur tók að sér. Þorvaldur var forseti Bandalags íslenskra listamanna árin 2004-2006 en varð að hverfa frá því verkefni sökum veikinda. Þorvaldur verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju í dag, 15. mars 2013, kl. 13. var Ingibjörg Björnsdóttir leik- kona, f. 11.10. 1949, d. 3.9. 2001. Þau skildu. Dóttir Ingi- bjargar og uppeldisdóttir Þor- valdar er Sigrún Jónsdóttir, f. 16.11. 1969, sambýlis- maður hennar er Ari Harðarson, f. 19.6. 1979. Sonur þeirra er Stígur, f. 2006. Dóttir Sigrúnar er Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, f. 1994. Eiginkona Þorvaldar er Hel- ena Jónsdóttir, danshöfundur og kvikmyndagerðarkona, f. 26.7. 1968. Sonur hennar og uppeld- issonur Þorvaldar er Dagur Benedikt Reynisson, f. 12.10. 1993. Foreldrar Helenu eru Elín Heiðdal, f. 1942, og Jón Bald- vinsson, f. 1942. Eiginkona Jóns er Signý Jóhannsdóttir, f. 1951. Þorvaldur ólst upp á Ak- ureyri. Hann nam við Mennta- skólann á Akureyri og í kjölfar þess við Myndlistaskólann á Ak- ureyri 1977-1981. Hann stundaði nám í íslensku, bókmenntum og heimspeki við Háskóla Íslands, lauk prófi frá nýlistadeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1987 og meistaraprófi frá Jan Van Eyck Akademie í Maast- richt í Hollandi 1989. Þorvaldur starfaði sem myndlistarmaður og rithöfundur og hlaut fjöl- margar viðurkenningar víða um heim fyrir listsköpun sína. Hann Hvað get ég sagt? Þetta er alveg hryllilegt. Alveg ótrúlegt. Ég er orðlaus. Hvað segir maður þegar maður missir pabba sinn í annað sinn? Pabba sem var aðeins tvítugur þegar hann tók að sér að ala mig upp ellefu ára gamla. Pabba sem var aðeins 24 ára þegar hann huggaði mig eftir að Nonni pabbi dó. Stjúppabbi, fósturpabbi, upp- eldisfaðir, eða hvað sem það heit- ir … pabbi bara samt, hinn pabbi minn … Þú varst Dyntur og ég Strúna. Gælunöfn voru vinsæl heima hjá okkur og sum festust við. Þessi tvö lengst, og fyrir okkur bæði hvort til annars. Þín fallegu og skemmti- legu bréf og smásendingar til mín eru kvittuð með „Þinn Dyntur“. „Það mætti halda að þið væruð blóðskyld !“ sagði mamma bros- andi. Sporðdrekarnir tveir með Voginni. Ég var svo glöð þegar hún sagði þetta því þannig leið mér. Við föttuðum hvort annað og skildum hvort annað svo oft án orða, sem var svo gott … því þú varst pabbi minn þótt þú værir líka fóstur- pabbi minn. Tvöfaldur bónus. Heppin ég! Takk endalaust fyrir allar þess- ar myndir, þessi ljóð og þessar sög- ur sem þú gafst mér og afabörn- unum þínum. Arney þín á ómældan fjársjóð sem aldrei hverfur, sem betur fer. Arney Ingibjörg, sem hefur ferðast á blíðfinnsku út um heim allan, elsku afastelpan þín góða og stoltið þitt blíða. Dásemdarmynd- ir, orð þín, ljós þitt og afaljóð til hennar munu ylja henni alla ævi. Og hún mun syngja þessi ljóð síðar fyrir þig, vittu til. Stígur á líka sínar myndir og ljóð, upplýstan alheimshnött og minningar sem kveikja munu ljós, alheimsafaljós … Nú sit ég hér dofin í enn eitt skiptið. Baklandið endanlega horf- ið, minningarnar aðeins eftir. Glitr- andi perlur, gimsteinar og brot sem aldrei munu hverfa. Dýrmæt- ar minningar. Fallegar, góðar, hversdagslegar, styrkjandi, hlýjar, fræðandi, gefandi, magnaðar, knúsandi, kaldhæðnar, gylltar, of- hlaðnar, íhugular, sorglegar, svart- ar, himneskar, vanmáttugar, djúp- ar, dásamlegar, erfiðar, brothættar, endalausar, óþolin- móðar, hláturmildar, ómetanlegar, ómetanlegar, ómetanlegar minn- ingar umfram allt. Hvað get ég sagt? Hvað get ég eiginlega sagt til huggunar okkur sem eftir stönd- um brotin og buguð? Vanmáttug og vantrúa, öll sem eitt, fjölskylda og vinir … Elsku hjartans Dyntur minn, Þorvaldur, fóstri, vinur og faðir … Vaki allar góðar vættir yfir þér. Elska þig. Þín Sigrún. Elsku, yndislegi og besti afi minn. Takk fyrir að opna fyrir mér augun í sambandi við sköpun og nýja sýn inn í veruleikann. Takk fyrir að hafa haft alltaf svo mikinn áhuga á áhugamálum mínum og söngnum. Ég gleymi því aldrei þegar ég söng á barnatónleikum í Söngskólanum. Þá sastu alltaf með tárvot augun, milda brosið þitt og axlirnar sem hristust upp og niður, því þú varst að reyna að halda inni í þér grátinum. Ég mun alltaf vita hversu stoltur þú varst af mér. Þú varst ekki bara stór- kostlegur listamaður og rithöf- undur, heldur varstu líka svo góð- ur afi og fyrir það er ég svo þakklát, að hafa átt þig að. Þú fékkst mig sko alltaf til að hlæja þótt ég muni ekki alveg hvernig, en ég man svo vel eftir því hvað ég hló mikið. Elsku afi, ég veit að þú ert á góðum stað núna og ég veit þú heldur áfram að forvitnast um veruleikann og lífið sjálft. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fyrir að hafa elskað mig svo óendanlega. Ég sakna þín, elska þig og hugsa til þín elsku afi Þorvaldur. Þín afastelpa, Arney Ingibjörg. Það var alltaf mikið um að vera þar sem Þorvaldur bróðir var. Hann laðaði að sér fólk með fallega brosinu sínu, hlýlegri nærveru og skemmtilegum frásögnum. Hvar sem hann var þar sem var fólk, einn eða fleiri, átti hann óskipta at- hygli, alltaf í aðalhlutverki segj- andi sögur eða ræða sín hjartans mál. „Gerðu það sem þig langar til, gefðu þér frelsi til að vera þú sjálf- ur og skapaðu,“ alltaf hvetjandi við viðmælendur sína. Hann var fædd- ur á rússneska byltingardaginn og móður okkar fannst það alltaf afar táknrænt, eitthvað mikið átti fyrir þessum dreng að liggja. Það kom líka snemma í ljós að hæfileikarnir voru miklir, hann stóð vart út úr hnefa þegar hann var farinn að semja sögur með myndskreyting- um. Á árum hans í grunnskóla var rekin ritstjórnarskrifstofa á borð- stofuborðinu í Hamarstíg. Hann var með hóp af vinum í kringum sig og stjórnaði skrifum af mikilli röggsemi og gamla ritvélin var slegin af krafti. Blöð voru gefin út á öllum skólastigum. Í kringum ung- mennin snerist mamma og reiddi fram veitingar og hvatti þau áfram. Það vafðist aldrei neitt fyrir hon- um og hann virtist geta gert alla skapaða hluti. Á menntaskólaárun- um sinnti hann félagslífinu af full- um krafti eins og við var að búast og heillaði kvenfólkið. Veturinn eftir stúdentspróf kenndi hann við Barnaskóla Akureyrar og skrifaði pistla í Helgarblað Dags á Akur- eyri. Í þeim skrifum kom hann víða við og er strax þá farinn að hafa áhyggjur af minnkandi lesskilningi og of mikilli mötun barna sem hindri skapandi hugsun og æ síðan hefur hann látið menntunarmál sig miklu varða. Að sjá hið spaugilega í fari og máli fólks var einstakur hæfileiki sem hann nýtti sér mikið. Þetta átti ekki síst við um það fólk sem stóð honum næst eins og foreldra okkar. Hann kenndi okkur að muna sérkennilega orðanotkun, leika okkur að orðunum, sjá hið spaugilega í óhöppum og uppá- komum sem ekki voru alvarleg og skemmti okkur fjölskyldunni ómælt með teiknimyndasögunni um jólahald í Hamarstíg 27 sem hófst alltaf í janúar þegar gerð voru góð kaup á útsölum. Það er margs að minnast en fyrst og fremst minnumst við okk- ar fjölhæfa og skemmtilega bróður sem var einlægur vinur okkar allra, bróður sem gekk ekki alltaf jafnvel, bróður sem átti djúpar rætur í sínum heimabæ, bróður sem var svo afkastamikill að með ólíkindum var og maður fékk á til- finninguna að maður væri ekki að gera neitt, bróður sem setti mark sitt á þá sem kynntust honum og bróður sem skilur eftir sig mikinn auð í list sinni og við erum afar stolt af. Hvíl í friði, elsku Þorvald- ur. Þín verður sárt saknað. Þín systir, Margrét Þorsteinsdóttir. „Sem Drottinn sjálfur mildum lófa lyki, um lífsins perlu á gullnu augnabliki.“ Þorvaldur fæddist þegar ég var fjórtán ára. Mér fannst það frem- ur vandræðalegt að foreldrar okk- ar skyldu enn vera að eignast börn, fólk komið á fertugsaldur. En allt slíkt gleymdist um leið og ég sá hann. Hann var fallegt og brosmilt barn. Ljósu lokkarnir, bláu augun og breitt brosið bræddu alla sem sáu hann. Táningastælarnir runnu af mér í návist hans. Mér fannst ekkert tiltökumál að passa hann eða labba með hann um bæ- inn og leyfa fólki að kíkja á hann og kalla fram brosið hans. Litli bróðir okkar var frá frumbernsku gæddur miklum persónutöfrum, skýr og skemmtilegur. Hann hafði fljótt ákveðnar skoðanir og um hríð var ég eina manneskjan sem mátti þvo honum um hárið. Svefninn hans var svo léttur að ekki mátti flugvél fljúga yfir Eyja- fjörðinn, þá hrökk hann upp. Mamma setti kodda yfir símann meðan hann svaf og allir urðu að hafa lágt. Um leið og hann gat valdið blýanti og litum fékk sköpun- arþráin útrás á veggjum heimilis- ins og á eftir honum hljóp mamma með rakan klút í hendi. Hann var bara fimm ára þegar ég flutti til Þýskalands og í mörg ár missti ég að miklu leyti af því að sjá hann vaxa upp og þroskast. Ég á samt myndir af honum á ýmsum aldri því hann var duglegur að hlaupa inn á myndirnar sem ég tók í fríunum heima. Ég man þegar ég breiddi yfir lítinn dreng að kvöldi og sagði að mig langaði að eignast einhvern tíma barn eins og hann. „Ég skal bara stækka niður og vera barnið þitt,“ svaraði hann að bragði. Ég man unga, fallega manninn sem var svo hæfileikaríkur að honum fannst erfitt að velja sér eitthvert eitt nám eða eina list- grein eins og ungu fólki hefur löngum verið innprentað að beri að gera. En hann var sjálfum sér trúr og fann sína eigin farvegi og margir fengu að njóta. Ég man hann sem góða fé- lagann í bandalaginu við daginn eina og hvernig við gátum enda- laust rætt sameiginlegt hugðar- efni okkar. Ég man þegar hann hjálpaði mér að taka skrefið út fyrir þægindarammann og leyfa göml- um draumi að rætast. Man nóvemberdagana sem ég átti með þeim Helenu í Antwer- pen. Sá og upplifði þau blómstra í listsköpun sinni og einkalífinu. Þau elskuðu Antwerpen og lífið þar og áttu orðið fjölda góðra vina. Það voru forréttindi að kynnast borginni gegnum þau og með þeim. Einn daginn þegar við gengum yfir torgið á heimleið spurði ég Þorvald: „Er þetta ekki bara það sem þig hefur alltaf dreymt um? Að lifa og búa nákvæmlega svona?“ Hann játaði því, hallaði höfðinu aftur og hló við. Í dag sitjum við hér skilnings- vana og sár. Ég fæ lánuð orð frænda okkar sem sagði um hann látinn: „Æ, hve hans er sárt saknað. Fáum hefur verið jafn vel gefinn skilningur á því sem skiptir máli. Og hann kom þeim skilningi til okkar sem ekkert skildum. Og ljómi hans mun lengi og vel lýsa upp hin myrku gil okkar menning- arheims.“ Megi svo verða. Drottinn blessi minningu Þor- valdar og styrki þau sem sakna hans og syrgja. Jónína Elísabet. Það er erfitt að trúa því að Þor- valdur sé horfinn frá okkur og við fáum ekki að sjá aftur brosið sem lýsir upp heilu salina eða heyra röddina sem flytur gamanmál, innsæi og alvarleg skilaboð, oft samtímis. En brosið, röddin, kímnin og persónan lifa í hlýjum minningum okkar. Mínar elstu minningar af móð- urbróður mínum Þorvaldi eru úr Hamarstígnum á Akureyri, frá þeim tíma sem við heimsóttum afa og ömmu á hverju ári og stundum oftar. Í mínum huga á þeim tíma var hann stórkostlegur, enda átta árum eldri og gat svo ótrúlega margt. En það sem meira var, hann gat allt mögulegt sem mér datt ekki í hug að væri hægt yf- irhöfuð. Sýning myndarinnar „Bresta bófabönd, víða um lönd“ í Hamarstígnum er mér ekki síst minnisstæð fyrir það að hún opn- aði augu mín fyrir því hvað væri hægt. Hann sýndi mér líka hvað listin gæti gert. Jafnvel þótt út- skýringar hans á mynd sem hann vann að væru ætlaðar öðrum og óskiljanlegar í mínum eyrum er myndin mér í fersku minni. Um langt skeið skildu höf og heimsálfur okkur frændurna að, en þó vildi svo vel til að við hitt- umst þegar við báðir bjuggum í Kaliforníu. Eftir að ég flutti aftur til Íslands fékk ég svo tækifæri til að vinna aðeins með Þorvaldi og kynnast honum aftur. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur, því nú lifir Þorvaldur í mínum minn- ingum sem fullorðinn strákur með stórt og glettið bros, sem ennþá getur allt mögulegt sem ekki er hægt. Ari Kristinn Jónsson. Við Þorvaldur fylgdumst að næstum alla okkar skólagöngu. Vorum þó kunningjar fremur en vinir, allt þar til hann fékk þá hug- mynd í 6. bekk barnaskóla að stofna blað. Vildi fá okkur Bjarna Árnason, bekkjarbræður sína, í lið með sér. Og við vorum ekkert að tvínóna við hlutina. Fyrsta tölublað Nafnleysingjans leit dagsins ljós síðar um veturinn, líklega snemma vors 1973, fjölrit- að á forkunnargóða stenslavél heima hjá Guðbjörgu heitinni Reykjalín, móðursystur Bjarna. Ritstjórnarskrifstofurnar voru í eldhúsinu á heimili Þorvalds, Hamarstíg 27. Allir skrifuðum við sögurnar og kvæðin, ef kvæði skyldi kalla, og Þorvaldur sá að auki um myndskreytingarnar – að sjálfsögðu. Fyrstu tvö árin í gagnfræða- skóla blómstraði útgáfa Nafnleys- ingjans og komu nokkur tölublöð út hvorn vetur. Haustið 1975 urðum við þre- menningarnir svo ritstjórar Frosta, skólablaðs Gagnfræða- skólans á Akureyri, og tókum okkur að sjálfsögðu mjög alvar- lega. Út komu tvö blöð þá um vet- urinn og enn lögðum við undir okkur eldhúsið í Hamarstígnum langtímum saman svo að þeim sæmdarhjónum Soffíu og Þor- steini, foreldrum Þorvalds, var á stundum varla fært þar um. Í menntaskóla leystist rit- stjórnin upp enda fórum við hver sína leið. Eftir stúdentspróf liðu oft mörg ár án þess að við Þor- valdur sæjumst eða fréttum hvor af öðrum. En síðar meir, þegar við höfðum báðir barist við áfengis- og fíkniefnadjöfulinn og ára hans mjög lengi, lágu leiðir okkar sam- an á ný og í ljós kom að gamla vin- áttan hafði alls ekki horfið, heldur aðeins legið í dvala um sinn. Þó að sambandið væri hvorki mikið né náið fylgdumst við vel hvor með öðrum hin síðari ár. Ég gleymi hvorki samveru- stundunum og stemningunni í eld- húsinu á Hamarstígnum né ánægjulegum endurfundum á undanförnum árum og votta eig- inkonu hans, ættingjum og vinum einlæga samúð mína. Hvíldu í friði, gamli vinur. Helgi Már Barðason. Minn dýrmæti æskuvinur og sálufélagi er horfinn á annað svið. Sennilega þó frekar á önnur svið, því allt hans líf hefur markast af geislandi viðveru á ævintýralega mörgum sviðum og þá varð sviðið gjarnan sjálfkrafa hans þótt hann meðvitað forðaðist að leggja það undir sig. Á stundum var líkt og hugur mannsins hefði orðið til við ein- hvern andans Miklahvell, hugar- aflið var slíkt og þeyttist jafnt í all- ar áttir sem víddir. Það var ávallt tilhlökkunarefni að setjast niður með Þorvaldi, opna gáttir hugans og sjá hvert flæðið bæri mann það sinnið. Alltaf leiftrandi gaman, alltaf ferskt og nýtt, setið við tær- ustu lindir sálarinnar. Dvalið í sindrandi sammengi allra vídda. Svo rauk hann þrunginn hug- myndum út í lífið, vildi umbreyta og skapa, gera alla hluti nýja, læra og miðla, plægja og sá, vaxa og fullkomnast. Umfram allt vildi hann lifa augnablikið til fulls og þar var skemmtilegast að hitta hann. Og sannarlega hitti hann marga fyrir og snart með ólgandi kímni, innsæi og fádæma skerpu. Það á hann eftir að gera lengi enn með verkum sínum. Mikilfenglegasta tréð í ævin- týraskóginum er fallið. Rætur þess liggja víða. Samofnar fagurri eik sem nú brestur í. Það fer skjálfti um okkur hin sem nærri stóðum, nú reynir á rótfestuna, los hefur komið á jarðveginn, það skín í opið sár. Þá er hjálp í því að muna í anda Þorvaldar að birtan sem allt nærir er hvergi farin, við gerum best í því að breiða út limið henni í mót, vaxa og dafna sem fegurst við megum og veita skjól öllum þeim dýrmætu fræjum sem bíða þess að festa rætur og leita ljóssins. Ljós Þorvaldar mun fylgja okk- ur áfram. Þar fór sá er síst við máttum tapa sjálfur Miklihvellur holdi klæddur vinur minn sem var í heiminn fæddur veruleikann til að fegra og skapa. Andans mestu náðargáfum gæddur. Horfinn sá er síst við missa vildum sonur einna bestur vorrar þjóðar hugarsmiður, höldur lífsins glóðar hafði meira að segja en við skildum. Umlykið hann allar vættir góðar. Megi ljós og kærleikur umlykja alla þá sem Þorvald trega. Ingólfur Klausen. Þorvaldur er kominn í heim- sókn. Í forstofunni liggur þráður- inn frá því við hittumst síðast. Við tökum hann upp þar sem frá var horfið og á honum er engin snurða frekar en endranær. Það er eins og gerst hafi í gær. Eftir að hafa farið í gegnum fasta heimsóknarliði eins og að at- huga hvort við eigum hleðslutæki sem passar við símann hans og fá fullvissu þess að hann sé ekki svangur er sest að spjalli. Þorvaldur leysir frá skjóðunni og upp úr henni streymir ýmislegt fleira en skilaboð. Það eru sögur af mönnum og málefnum, frá- sagnir af jafnt furðulegu sem venjulegu fólki, æskuminningar og framtíðarsýnir. Mest af öllu er þó af hugmyndum. Hugmyndum og speki. „Og viti menn og dverg- ar“, fyrr en varir er borðstofan orðin full og hugmyndirnar farnar að leggja undir sig stofuna og eld- húsið. Þær fjölga sér hratt, kveikja aðrar á meðan fordómar og þröngsýni springa með háum hvelli. Upp úr skjóðunni koma síð- an ósýnilegu sjónglerin sem hann laumar á okkur og gera okkur kleift að sjá heiminn frá hinni hlið- inni. Fyrr en varir erum við líka far- in að hugsa hugsanir og fá hug- myndir sem okkur grunaði ekki að við ættum til. Í dag er það hugmyndin um ís- Þorvaldur Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.