Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 ég viðbrögðum Þorvaldar við einni teikningu sem var hluti af spenn- andi verkefni sem besti kennarinn setti fyrir. Teikningin var þver- skurður af húsi og inni í hverju herbergi var verið að murka lífið úr börnum með öllum mögulegum og ómögulegum aðferðum; ein- hvers konar útrýmingarbúðir í barnahúsi, með strompi ofan á og sól í heiði. Sem betur fer voru ekki til skólasálfræðingar á þessum tíma en Þorvaldur spurði augljósr- ar en þó ögrandi spurningar: Hvers vegna öll þessi fyrirhöfn? Af hverju er börnunum ekki komið fyrir á einum stað og þau skotin á færi? Það er rétt að taka það fram að þetta var í kalda stríðinu og þar að auki hafði sjónvarpsserían Hel- förin nýlega verið sýnd í sjónvarp- inu, svo lesendur haldi ekki að þetta hafi verið sjúklegt. Þarna fékk ég mína fyrstu myndlistar- legu lexíu sem fólst ekki síst í mik- ilvægi gagnrýni og því að bera virðingu fyrir myndum og því sem þær hafa að segja, sem varð svo til þess að þessi tiltekna mynd lifir enn. Það er gaman að rifja þetta upp því þrjátíu árum síðar gerði ÞÞ myndbandsverk sem frumsýnt var á sýningunni Koddu þar sem fjölskyldur; börn og fullorðnir, stilltu sér upp líkt og fyrir ljós- myndatöku í heimahúsi, horfandi í kameruna. Í staðinn fyrir vinaleg- an smell ljósopsins heyrðist vél- byssuskothríð og fyrirsæturnar féllu í gólfið. Verkið boðaði frísk- lega endurkomu ÞÞ sem þá hafði farið lágt sem myndlistarmaður um skeið, að minnsta kosti út á við. Að öðrum ólöstuðum átti hann eitt albesta verk sýningarinnar og list- unnendur hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Stuttu eftir að barna- skólakennslunni lauk hélt Þorvald- ur Þorsteinsson sína fyrstu einka- sýningu í Myndlistaskóla Akureyrar sem samanstóð af fí- gúratívum teikningum í módern- ískum stíl og trúðamálverkum. Sýningin hafði afgerandi frelsandi áhrif á þau börn (og sjálfsagt full- orðna líka) sem hana sáu og lexían sem börnin tóku með sér heim var að þau mættu tjá veruleikann eins og þeim sýndist; þau gætu sett augun út á kinn og hausinn á hlið þess vegna. Sköpunarkraftur leystist úr læðingi sem skilaði sér í stóraukinni framleiðslu, auk þess sem horfið var frá ofbeldismynd- um og yfir í listrænar. Í mörg ár á eftir hermdi ég eftir teiknistíl ÞÞ og enn sjást ákveðin áhrif meist- arans (sem gætu verið kúbísk?). Þótt vissulega sé alltaf ómögulegt að vita held ég að sú staðreynd að ég lagði fyrir mig hinar fögru listir sé Þorvaldi Þorsteinssyni að þakka, eða ætti ég að segja (eins og Þöngull og Þrasi): kennsla. Ásmundur Ásmundsson. Kveðja frá Myndlistaskól- anum í Reykjavík Þorvaldur kenndi í Myndlista- skólanum í Reykjavík síðustu árin og kom að hugmyndavinnu í tengslum við sjónlistadeild sem er nýtt nám innan skólans. Við þekktum hann að sjálfsögðu öll sem listamann og í gegnum starf hans fyrir Bandalag íslenskra listamanna en kynntumst honum fyrst sem góðum samstarfsmanni í skólanum í gegnum uppbygg- ingu og samræður vegna ís- lenskukennslu í nýja náminu. Um þetta leyti hafði hann ákveðið að flytja til Belgíu með Helenu. Á fund mætti hann með myndir af nýja heimilinu, fullur bjartsýni og gleði, lýsti aðstæðum þannig að allt varð ljóslifandi í huga okkar. Á augnabliki var maður kominn á meginland Evrópu, fann lyktina af útlenskri sveit og sá fyrir sér akrana, skurðina og bændur og svo listasöfn og stórborgarlíf handan við næstu beygju. Og þótt Þorvaldur hafi verið á leið frá Ís- landi þótti honum ekkert sjálf- sagðara en að leggja allar sínar hugmyndir og reynslu á borðið fyrir okkur til að njóta og nýta. Og hann hafði afgerandi hugmyndir um kennslu. Honum var mikið í mun að skólinn hjálpaði hverjum og einum að finna sinn kjarna, styrk og kjark. Og það var einmitt þannig sem fyrsti íslenskuáfang- inn endaði. Nemandi sem hafði alltaf litið á námsgreinina íslensku sem kvöð var sjálfur farinn að kaupa sér kennslubækur um jól sem ekki komu neinu námsefni við – „til að blaða í og bara til gamans því íslenska er svo ótrúlega áhugavert fyrirbæri“. Á stuttum tíma náði Þorvaldur að kveikja eldmóð í huga nemenda og áhuga á móðurmálinu svo þeir sköpuðu heilu myndlistarsýningarnar með orðum, þeir gátu kallað fram til- finningar í huga annarra og orðað eigin kenndir, og þá var ekkert að óttast. Og þótt hugmyndir Þorvaldar um kennslu hafi verið afdráttar- lausar átti hann auðvelt með að hlusta á aðra, spinna og bæta við hugsun og sköpun samstarfsfólks og nemenda. Hann var óeigin- gjarn á hugmyndir sínar og manni fannst jafnvel eins og honum þætti skemmtilegra að hjálpa hugmyndum annarra að fæðast en að vinna að eigin sköpun. Stundum flaug það í gegnum hug- ann að hann legði of hart að sér. Þegar hann kom til Íslands að kenna vann hann á við þrjá, kenndi í Myndlistaskólanum á morgnana, var með fyrirlestra eftir hádegi og kenndi svo skap- andi skrif á kvöldin. Ef til vill var það kennslan sem átti hug hans allan síðustu tíu árin, á kostnað eigin listsköpunar. Kannski var hann of óeigingjarn og hjálpfús til geta hugsað nógu vel um sig og sína listsköpun. Og kannski var það fleira sem tálmaði. Við eigum eftir að sakna Þorvaldar sárt. Það er erfitt að hugsa til þess að hann muni aldrei aftur birtast á mánu- dagsmorgni, nýkominn að utan, heilsa manni hlýlega með faðm- lagi, horfast djúpt í augu við mann, halla undir flatt og spyrja kankvís frétta. Við sendum Hel- enu og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. F.h. starfsfólks Myndlistaskól- ans, Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri. Kveðja frá Möguleikhúsinu „Það er háskalegt að tapa víð- hyglinni í samskiptum okkar við orðin, táknin, viðhorfin, lögmálin, reglurnar, bloggið og börnin. Ekkert er alveg svart eða hvítt. Ekkert er bara svona eða hinseg- in. Enginn er allur þar sem hann er séður. Ekkert er gjörsamlega eitthvað. Ekkert gerðist nákvæm- lega svona eða hinsegin.“ Svo fórust Þorvaldi Þorsteins- syni orð í minnispunktum fyrir leikverk sem hann vann að fyrir Möguleikhúsið og hlotið hafði vinnuheitið „Á stjúpmiðum“. Verkið átti að fjalla um stjúpfor- eldra og -börn í víðum skilningi og var ætlað eldri börnum og ung- lingum. Umfjöllunarefnið var Þorvaldi hugleikið. Á öðrum stað í minnispunktun- um segir: „Þetta er í senn knýj- andi og vandmeðfarið viðfangs- efni sem taka þarf mjög alvarlega – um leið og við sem að því stönd- um megum ekki taka sjálf okkur of hátíðlega þótt við séum flest langreynd stjúp- hitt og þetta. Til þess er viðfangsefnið allt of skemmtilegt.“ Því miður hafði verkefnið enn ekki hlotið þá náð fyrir augum styrkveitenda sem þurfti og varð því bið á frekari framkvæmdum. Alltaf vorum við þó með hug- myndina í bakþankanum og þess fullviss að af þessu yrði. Nú er ljóst að lengri verður róðurinn á stjúpmiðin ekki, enn bíður okkar djúpið ókannað. Þorvaldur hafði áður unnið leikrit fyrir Möguleikhúsið. Árið 2001 töluðum við okkur saman um að hann skrifaði verk ætlað yngri börnum sem við myndum ferðast með í leik- og grunnskóla. Hann hóf þegar að kasta fram hug- myndum sem við ræddum fram og til baka og í náinni og einstak- lega gefandi samvinnu varð til leikrit sem hann gaf hið skemmti- lega nafn „Prumpuhóllinn“. Verk- ið ber skýr höfundarmerki Þor- valds, unnið er út frá þema þjóðsagna og ævintýra, vitnað í sögu lands og þjóðar með boðskap sem snýst um mannkærleika, vin- áttu og samspil manns og náttúru. Allt unnið af virðingu fyrir vænt- anlegum áhorfendum, börnunum, aldrei talað niður til þeirra heldur talað af skynsemi og alvöru, án þess þó að það bitni á skemmtileg- heitunum. Sýningin naut vin- sælda og var sýnd á leikferðum um land allt. Fyrir þremur árum tókum við síðan Prumpuhólinn til sýningar á ný og reyndist verkið síður en svo hafa glatað gildi sínu, naut sömu hylli og áður og er enn í sýningu. Það var því ekki að undra að við hlökkuðum til endurnýjaðs sam- starfs við Þorvald, enda vand- fundinn höfundur með þvílíka víð- sýni, innsæi og erindi, en um leið ríka tilfinningu fyrir aðferðum leikhússins. Framlag hans til barnamenningar, og þá ekki síst barnaleikhúss, verður seint of- metið. Auk þess sem nefnt er hér að ofan og hinna þekktu verka um Skilaboðaskjóðuna og Blíðfinn hafði hann samið barnaleikrit fyr- ir Kaffileikhúsið og Stoppleikhóp- inn og var því án vafa meðal þeirra sem best hafa sinnt yngstu kyn- slóðinni í leikhúsum landsins. Vonandi eiga komandi kynslóðir barna eftir að njóta þeirra verka um ókomna framtíð í nýjum upp- setningum. Við í Möguleikhúsinu kveðjum Þorvald Þorsteinsson með sökn- uði um leið og við sendum Helenu, börnum og afabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Pétur Eggerz. „Því hér er ég þótt horfinn sé í raun ef lít ég mig með sýnar minnar sjón- um sem endurvarp eins manns er fór hér fyrr og lifnar við í leikaranum, mér.“ Þorvaldur með eigin orðum, úr örleikritinu Kall, og nú er hann hér þótt horfinn sé í raun. Hann er í verkunum sem lifa hann og í minningum okkar. Ein af mínu fyrstu minningum um hann er einmitt af leiksviðinu, það var í Stúdentaleikhúsinu og hann lék glæsilega trönsu í kabarett, og söng. Hvílíkt leikaraefni hugsuð- um við mörg og áttum von á að sjá hann næst í Leiklistarskóla Ís- lands. Skömmu síðar fréttist af honum í Myndlista- og handíða- skólanum. Þar hófst ferðalagið inn í ævintýraskóginn fyrir alvöru og leitin að gulleplum og töfra- fuglum. Áður hafði hann reyndar frelsað prinsessuna Ibbý úr helli drekans og hún hvatti hann áfram þegar hann lét sig dreyma um að bjarga líka Rauðhettu frá úlfin- um, Hans og Grétu frá norninni og Mjallhvíti frá vondu stjúpunni. Svo urðu dularfullir atburðir til þess að skilaboðaskjóða Stóra dvergs hvarf úr felustað sínum og barst eftir langt ferðalag í hans hendur. Og mikið gladdi það okk- ur þegar hann leysti frá skjóðunni og hleypti út sögunni um Putta og Möddumömmu, jafnvel þótt nátt- tröllið fylgdi með. Veruleiki Þorvaldar var ævin- týri líkur, hann lifði lífinu lifandi og ferðaðist um draumheima vak- andi, stundum með nátttröllið á hælunum; „Svo sjálfur er ég vitni þess ég vaki er hrópa ég: Æ, tími, slepptu taki!“ Og tíminn sleppti óvænt taki 23. febrúar. Síðast sat hann við eldhúsborðið hjá mér í janúar og sýndi mér handrit sem hann var með í smíðum. Lífið virtist leika við hann, það var bjart yfir honum og spennandi verkefni framund- an. Dvölin í Belgíu, með prinsess- unni Helenu, hafði gert honum gott. Við skröfuðum um erindið sem hann ætlaði að flytja á mál- þinginu í tengslum við aðalfund BÍL 9. febrúar og hann bjó mig undir að hann ætlaði að vera ómyrkur í máli. Það kom ekki á óvart, það var hann yfirleitt. Nú deila menn upptöku af erindi þessu á facebook, þar sem hann fjallar af ákefð um hugðarefni sitt; menntun. Á eftir var setið um hann, félagar og vinir sópuðust að honum til að spyrja frétta úr æv- intýraskóginum. Síðasta minning okkar margra, síðasta senan í leiknum margslungna sem líf Þorvaldar Þorsteinssonar var. Og það gustaði af honum í hlutverk- inu, þá og alla tíð. Þess er gott að minnast nú á sorgarstundu. Þessum fátæklegu kveðjuorð- um fylgja kveðjur og þakklæti frá Bandalagi íslenskra listamanna, en Þorvaldur gegndi embætti for- seta bandalagsins um skeið. Hug- urinn dvelur hjá fjölskyldu og ást- vinum, sem syrgja góðan dreng, megi óskir Möddumömmu fylgja honum í hans hinstu för: „Vaka yfir værri brá, vonir mínar allar. Móðurhjartans heitust þrá; heitir góðar vættir á, að prinsinn minn rati heim til sinnar hallar.“ Kolbrún Halldórsdóttir. Hann var einhver skemmtileg- asti maður í heimi. Málsnjall, fljót- ur að hugsa, rökvís, sagði sögur betur en flestir, lýsti umhverfi, húsum, götum, bunulækjum og blómabrekkum þannig að allt lifn- aði fyrir augum manns. Hann var líka einhver fallegasti maður í heimi þegar hann kom á bókaútgáfu Máls og menningar, tuttugu og fimm ára gamall, til að sýna okkur Árna Kr. Einarssyni morðfyndnar auglýsingar um nýja samskiptatækni sem hann hafði gert fyrir Póst og síma. Okkur fannst augljóst að það byggi ódauðlegt bókverk í þessum manni og þar höfðum við á réttu að standa. Nokkrum vikum eða mán- uðum síðar kom hann með hand- ritið að Skilaboðaskjóðunni og bar undir okkur. Ævintýrasögu með eigin myndum. Dásamlegri sögu sem þó hafði afleitan galla. Þor- valdur var svo mikið góðmenni að í sögulok hafði hann látið illþýðið í Vondakastala, úlfinn, stjúpuna og nornina, snúa frá villu síns vegar og taka þátt í því með Möddu- mömmu og öðrum íbúum Ævin- týraskógarins að æpa á hellisdyr Nátttröllsins til að opna þær og bjarga Putta litla: Harka parka inn skal arka! En það má ekki. Það eyðileggur öll ævintýrin að gera vondu persónurnar góðar. Þor- valdur sætti sig við að snúa heim og semja nýjan endi þar sem æv- intýrareglurnar yrðu í fullu gildi, og í næstu gerð var kominn dásamlegasti endir sem hægt var að hugsa sér. Skilaboðaskjóðan – sem áreiðanlega hafði frá upphafi í undirmeðvitundinni átt að gegna sínu stóra hlutverki – hafði nú tek- ið við hæðnisöskrum illþýðisins og á ögurstundu opnaði Dreitill skóg- ardvergur skjóðuna svo að hróp óvættanna blönduðust hrópum annarra skógarvera og fjallið opn- aðist. Putti bjargaðist. Lokaorðin muna allir sem hafa lesið þessa ótrúlegu bók: „Og strax þetta sama kvöld sögðu Dreitill, Madda- mamma og Putti alla söguna í skilaboðaskjóðuna, bundu vand- lega fyrir með dvergahnút og földu hana í skóginum. Löngu síð- ar urðu dularfullir atburðir til þess að skjóðan hvarf úr felustaðnum og barst eftir langt ferðalag í mín- ar hendur. Og nú er ég búinn að leysa frá skjóðunni.“ Mörgum árum síðar þvældumst við Þorvaldur milli skóla á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri, jafn- vel alla leið til Kaupmannahafnar, með dagskrá um Jónas Hallgríms- son á tvö hundruð ára afmæli hans. Þá rifjuðum við upp gömul kynni og þessi samvinna varð ekki síður ævintýraleg og gefandi en sú fyrri. Þorvaldur átti afar auðvelt með að lifa sig inn í líf og ljóð Jón- asar og miðla honum til sex til sex- tán ára barna. Þorvaldur Þorsteinsson er ógleymanlegur maður öllum sem kynntust honum. Þegar þeir eru allir horfnir veg allra vega munu verk hans halda minningu hans á lofti. Frumlegustu myndlistar- verkin, beittustu leikverkin en þó fyrst og fremst barnabækurnar og snilldarverkin Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó og Skilaboðaskjóðan. Hjartans þakk- ir, Þorvaldur. Silja Aðalsteinsdóttir. Takk minn kæri Þorvaldur fyr- ir öll fræin sem þú sáðir í lífi þínu og með lífi þínu. Þín er sárt sakn- að. Kraftur þinn og eldmóður gaf af sér marga aðra listamenn. Þú varst sannur þjónn sköpunarinn- ar og afbragðs talsmaður hennar. Samræðurnar við þig voru alltaf hugvíkkandi og hvetjandi. Ég á þér svo mikið að þakka og það voru forréttindi að fá að fara með þér til Antwerpen og búa þar með þér, Helenu og litla vitleysingn- um. Það voru mörg gullkorn sem þú skildir eftir handa mér og þú gafst mér gott veganesti inn í líf- ið. Ég man þegar þú sagðir við mig fyrir þónokkrum árum: „Snorri, ég öfunda þig af að þú getur gert allt sem þér sýnist á meðan ég þarf alltaf að vera for- maður nemendafélagsins.“ Þessi orð þín vöktu mig og hvöttu. Ég þekki persónulega nokkra virta listamenn í dag sem sögðu mér að þeir væru listamenn vegna þess að þú hvattir þá, svo við erum mörg sem höfum notið góðs af gjafmildi þinni. Við vorum líka fé- lagar í andlegum skilningi og vor- um samferða í mögnuðu andlegu ferðalagi sem enn er ekki lokið þótt þú hafir kvatt þinn jarðneska líkama. Takk og bless í bili, kæri bróðir, ég hlakka til að hitta þig og bera saman bækurnar. Snorri Ásmundsson. Í minningu Þorvalds Þorsteins- sonar, rithöfundar og myndlistar- manns. Fátækleg orð mín geta ekki lýst því hvernig Þorvaldur Þorsteins- son lét okkur sem sóttum nám- skeið hans í „skapandi skrifum“ njóta sinna jákvæðu hæfileika til að við gætum öll sett saman smá- sögur. Hann gat veitt upp úr fólki jafnvel heila sögu þó viðkomandi hefði aðeins tekist að koma nokkr- um orðum á blað. Hann var ger- semi gersemanna og það er ekki hægt að þakka honum nóg fyrir að leyfa okkur að njóta jákvæðni sinn- ar. Að gamni mínu læt ég fylgja með smá vísukorn sem komu upp í huga minn á námskeiði hans. Þú styður og styrkir svo sál okkar yrkir um septemberkvöldin löng. Þú Þorvaldur heitir og þor okkur veitir að valda penna í hönd. Ég þakka þér allt svo þúsundfalt það verður nú ekki of sagt að frá þér við förum með fögnuð á vörum og fjársjóð í ofanálag. Gæfan þig geymi í guðsvalda heimi og gæti þín alla tíð. Englarnir yljandi og allir þér kyrjandi elsku og vernd ár og síð. Guð blessi minningu hans, fari hann í friði. Sif Ingólfsdóttir. Það var sumarið 2006 sem við kynntumst Þorvaldi Þorsteins- syni. Við höfðum allir gengist und- ir hjarta- eða kransæðaaðgerðir og vorum mánaðartíma saman í endurhæfingu á Reykjalundi þar sem dagarnir liðu við þrekæfing- ar og gönguferðir með hvíldar- hléum á milli. Og það var einmitt í hvíldar- hléum sem við Hjartakallarnir, eins og við köllum okkur, urðum kjaftakallar og þá fór Þorvaldur á flug. Hann var mjög sérstakur maður sem krufði til mergjar lífið og tilveruna. Var í raun hugsuður sem hafði ævinlega eitthvað til málanna að leggja og þá oft með leikrænum tilburðum. Að lokinni endurhæfingu á Reykjalundi höf- um við Hjartakallarnir hist á eins til tveggja ára fresti, farið á kaffi- hús og spjallað, og glaðst yfir að vera lifandi. Við munum hittast 13. mars næstkomandi og þar verður Þorvaldar sárt saknað því hann var skemmtilegur félagi og hafði þægilega nærveru. Hjarta- kallarnir voru upphaflega þrett- án en nú eru tveir látnir. Um leið og við kveðjum góðan dreng sendum við eiginkonu og börnum Þorvaldar okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Hjartakalla, Sigurþór Sigurðsson og Þorgeir Guðmundsson. Þorvaldi Þorsteinssyni kynnt- ist ég fyrst þegar hann var á ung- lingsaldri. Hann var spaugsamur og kankvís piltur en jafnframt íhugull og eftirtektarsamur. Snemma var ljóst að þar var á ferð óvenju hæfileikaríkur ungur maður sem líklegur væri til af- reka, sem og síðar átti eftir að koma betur í ljós. Á skólaárum sínum var hann í framvarðarsveit í lista- og menn- ingarlífi og stundum í forsvari. Listin og samræðan var hon- um allt. Hann geislaði af ákefð og hugmyndaauðgi þegar hann út- listaði verk sín og hugmyndir þannig að áheyrendur og viðmæl- endur hrifust með honum og fóru líka á flug. Ekkert þótti honum skemmti- legra því að hann var þeirra skoð- unar að í öllu fólki byggi einhver listrænn kraftur sem þyrfti hvatningu og alúð til að leysa úr læðingi. Þessari sannfæringu sinni fylgdi hann eftir með nám- skeiðum í skapandi skrifum sem margir kannast við og ýmsir hafa sótt. Stundum gat Þorvaldi verið mikið niðri fyrir og verið fjálgur í umræðum en hann kunni samt þá samskiptalist að láta engum leið- ast að hlusta á sig enda tilbúinn að hlusta á aðra og virða skoðanir þeirra jafnframt því sem hann var hvetjandi og fræðandi. Ef til vill hefur einhvern tíma blásið eitthvað í kringum hann í listamannaheiminum en hann tal- aði fyrst og fremst um það já- kvæða og uppbyggilega þar eð hann var sjálfur heill í því sem hann tók sér fyrir hendur og trúr sannfæringu sinni. Við tveir skemmtum okkur stundum saman yfir einhverjum texta eða fyrirsögnum – ekki á kostnað höfunda – heldur yfir hver framvindan yrði eða gæti orðið ef einhverju smáatriði text- ans yrði breytt og eins ef það yrði birt allt sem hægt væri að lesa á milli línanna. Þetta skilja þeir vel sem þekktu til Þorvaldar því þeir vita hversu orðheppinn hann var og hnyttinn. Það er erfitt að skrifa um Þor- vald, því verða kveðjuorðin styttri en ella. Örlæti og lítillæti voru honum jafnt í blóð borin sem og metnaður og framsækni. Hann var greiðvikinn og hjálp- samur maður. En í mínum huga var hann umfram allt skemmti- legur og góður drengur sem mér þótti afar vænt um. Minningin lifir um snjallan hagleiks- og hugvitsmann. Eiginkonu og börnum votta ég dýpstu samúð. Guðmundur Víðir. Þorvaldur Þorsteinsson  Fleiri minningargreinar um Þorvald Þorsteinsson bíða birtingar og munu birtast á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.