Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Að endurreisa samfélag eftir fjár- málahrun er ekkert spaug og eina mögulega aðferðin sem ríkisstjórn- arherinn sá í þröngsýniskíki sínum var að hefja orrustu gegn Seðla- bankanum sem bar auðvitað ábyrgð á falli Lehman Brot- hers. Þegar Seðlabankinn var fallinn þá kom í ljós að stjórnarskráin var vitlaust skrifuð og því ótækt að fara eftir því plaggi enda víst skrif- uð á dönsku. En þar sem enginn heppilegur Dani var tiltækur þá fannst rétttrúaður Norðmaður sem skilur dönsku til að fylla stól seðla- bankastjóra. Magnararnir, eigendur bank- anna, sem af snilld mögnuðu fall Lehman Brothers hér á Íslandi, voru helstu styrktaraðilar skæru- liðahers núverandi stjórnarhers fyrir hrun, en þeir greyin sátu nú uppi með tóma vasa, svo að stjórn- arherinn gaf þeim bara skuldir Ís- lendinga. Íslendingar borga alltaf hafi þeir vinnu og eftir stríðið myndu einhverjir hafa vinnu við þjónustustörf og hinir á styrkjum frá Evrópusambandinu. Spánverj- ar myndu svo sjá um fiskinn þann- ig að hér þyrfti ekkert að eyða peningum í útgerð. Með herkænsku var sneitt hjá herjum landans en ráðist á Alþingi og þingmenn keflaðir og skipað að rétta upp loppur á réttum tíma og þar með vannst orrustan um Evr- ópusambandsumsókn. Eftir þetta vannst hver orrustan af annarri, Icesave-orrustan kostaði miklar fórnir en vannst að lokum með glæsilegum sigri, og fyrrverandi forsætisráðherra var skotinn í kaf og gögn hans tekin herskildi og notuð með góðum árangri. Hæsti- réttur var settur í barnagrind enda óþekkur og þá fékkst mikið einvalalið til að verja vinstrivæng- inn í orrustunni um stjórn- arskrána og gegndu þar stóru hlutverki háskólaprófessorar, læknar sem og annað fyrirfólk sem annt er um virðingu sína, en lét hana nú fyrir róða í þessari heljarorrustu, enda um líf eða dauða Evrópuaðildar að tefla. Árásum stjórnarhersins á Bessastaði var hrundið. Skaut þá forustan upp friðarfána og krafðist fundar, en af þeim fundi fór hún með sneypu. Höfðinginn á Bessa- stöðum slapp úr landi og veitti er- lendum leynilegar upplýsingar um stöðu mála og skaðaði það mjög andlegt þrek stjórnarhersins. Lið- hlaup hefur því verið nokkuð en stjórnarhernum hefur tekist að halda styrk sínum með aðstoð málaliða og þar með að halda her atvinnulífsins í skefjum og veru- lega hefur dregið úr sókn útgerðarhersins enda eru báðir þessir herir verulega laskaðir. Í borgarastyrjöldum verður hagur almennings fyrir mestu tjóni og þessi styrjöld er engin undantekning en stjórnarherinn gat ekkert gert við því, þar sem hann var bundinn við að halda stöðu sinni og hefur tekist það ótrúlega vel. Það verður ekki létt verk fyrir þá stjórn sem við tekur eftir kosningar, að leika það eftir og í leiðinni að lagfæra þau mál sem sköpuðust við bankahrunið, sem er reyndar bara smáræði hjá því að reisa samfélagið uppúr rústum borgarastyrjaldar Jóhönnu Sigurðardóttur. HRÓLFUR HRAUNDAL, vélvirki. Borgarastyrjöldin Frá Hrólfi Þorsteinssyni Hraundal Hrólfur Hraundal Almáttugi Guð! Þú sem ert skapari him- ins og jarðar. Þú sem ert höfundur lífsins, gjafari þess og full- komnari. Þökk sé þér fyrir að leyfa okkur mannanna börnum að taka þátt í því æv- intýri og undri sem lífið er. Þökk sé þér fyrir að velja okkur hvert og eitt persónulega til þess ljúfsára og alvöruþrungna leiks sem lífið er. Þú sem elskar þennan heim og öll þín börn jafnmikið og meira en við fáum á þessari stundu skynjað eða metið til fulls, þakka þér fyrir þína ólýsanlegu ást, sem er stærri og meiri, hærri og dýpri en við fáum skilið. Það varst þú sem elskaðir okkur að fyrra bragði og það skilyrð- islaust, jafnvel þegar við enn vor- um ómyndað efni, óskrifað blað. Ást þín er flekklaus og algjör, þú elskar okkur eins og við erum og þú hefur háleitan tilgang með til- veru okkar hér á jörð. Við erum óendanlega dýrmæt í þínum aug- um. Okkar er aðeins að þiggja elsku þína og náð og taka á móti henni af einlægni og njóta hennar í auðmýkt og af þakklæti. Því að þannig og aðeins þannig öðlast lífið það gildi sem þú hefur ætlað því. Í trausti til fyrirheita þinna og þess að þú heyrir bænir og viljir vel fyr- ir öllum sjá leyfi ég mér að biðja þig sér- staklega á þessu vori fyrir öllum þeim þús- undum ferming- arbarna sem játast vilja þér með op- inberri játningu eftir upplýsta fræðslu og þiggja vilja fylgd þína og leiðsögn, varðveislu og eilífu lífgjöf. Styrktu þau í sinni einlægu játningu. Blessaðu þau og vertu með þeim í verkefnum dag- anna. Uppörvaðu þau og fylltu þau von til að takast á við allt það sem bíður þeirra í huldri framtíð. Hjálpaðu þeim að leita þín og horfa ætíð í þín elskuríku augu og meðtaka þann kærleika og frið sem þú vilt gefa þeim dag hvern alla þeirra ævidaga. Leyf þeim að finna og meðtaka hve þau eru óendanlega dýrmæt í þínum augum og allrar virðingar og elsku verð hvað sem á kann að ganga á ævinnar oft grýttu braut. Leið þau í gegnum lífið og gef að allar þeirra ákvarðanir mættu verða þeim til heilla, samferðafólki þeirra til blessunar og þér til dýrð- ar. Lát þau finna að þú stendur með þeim og elskar þau út af líf- inu. Blessaðu einnig fjölskyldur fermingarbarnanna. Hjálpaðu þeim að reynast trúir bakhjarlar, sannar og góðar fyrirmyndir. Hjálpa þeim að hlusta og ræða málin og halda sjó þegar kreppa kann að og til- vistarspurningarnar gerast áleitnar og erfiðar. Jafnvel þegar fátt virð- ist um svör. Veit þeim þá stuðning við að vera til staðar. Minntu okkur öll á að það ert þú frelsarinn, Jesús Kristur, sem ert vegurinn, sannleikurinn og lífið sjáft, upphafið og endirinn og tak- mark alls lífs. Veit okkur náð til að þroskast, vaxa og dafna í þínu skjóli. Og ját- ast þér, sjálfu lífinu, í auðmýkt og kærleika og í sátt við umhverfi okkar, alla samferðamenn og þig sem hefur svar við gátu þjáning- arinnar og lífinu sjálfu sem aldrei tekur enda. Þú einn hefur allt sem þarf til að komast af í þessum heimi og það sem til þarf til að komast út úr honum þegar ævinni lýkur. Styrktu okkur í okkar veika mætti í að þiggja það að fá að dvelja í skugga vængja þinna, nú og um alla eilífð. Ég leyfi mér að biða þig algóði Guð, skapari himins og jarðar, sem ég treysti algjörlega á í lífi og dauða. Í þinni hendi séu stundir okkar allar. Í Jesú nafni. Amen. Bæn fyrir fermingarbörnum vorsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Uppörvaðu þau og vertu með þeim í verkefnum daganna. Fylltu þau von og gef þau missi ekki sjónar á þínum elskuríku augum sem eru ljós þeirra og líf. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur. Bréf til blaðsins GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.