Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Systir Angelica eftir Giacomo Pucc- ini er ein af fáum óperum tónbók- menntanna þar sem öll hlutverkin eru í höndum kvenna. Við ákváðum að setja upp þetta verk þar sem það hentaði okkur mjög vel þar sem kjarninn í Óp-hópnum er konur,“ segir Erla Björg Káradóttir, en hún er ein þeirra sem stofnuðu Óp-hóp- inn árið 2009. „Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá stofnun höfum við haldið tugi tónleika og erum helst þekktar fyrir það hve mikið er lagt upp úr sviðsetningunni. Systir Ange- lica er hins vegar fyrsta heildstæða óperuverkið sem við setjum upp, en okkur hefur dreymt um það lengi.“ Konum útskúfað af skömm Að sögn Erlu Bjargar vill Óp- hópurinn með uppsetningu sinni á Systur Angelicu minna á aðstæður og kjör kvenna. „Sökum þessa ákváðum við að setja verkið upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag kvenna, sem er 8. mars,“ segir Erla Björg og bendir á að verkið sé tíma- laust og ætti því að höfða vel til sam- tímans. „Aðalpersóna óperunnar, systir Angelica, er þvinguð til að ganga í klaustur eftir að hafa kallað skömm yfir fjölskylduna þegar hún eignast barn utan hjónabands,“ seg- ir Erla Björg og bendir á að þótt óperan lýsi að hluta til viðhorfi sam- félagsins til kvenna fyrr á tímum þyki „skömm“ Angelicu enn fjöl- skylduskömm víða um heim sem þýði að konum í hennar aðstöðu er mætt með útskúfun. „Þegar óperan hefst hefur systir Angelica dvalið í klaustrinu í sjö ár án þess að aðalbornir ættingjar hennar hafi vitjað hennar. Dag einn birtist frænka hennar, Zia prinsessa, og vill fá undirskrift Angelicu svo hægt sé að skipta eigum hennar og systur hennar sem er að fara að gifta sig. Þegar Angelica spyr hver biðill systurinnar sé svarar frænkan því til að það sé eini maðurinn sem hafi vilj- að kvænast systur hennar eftir þá skömm sem Angelica hafi leitt yfir fjölskylduna. Angelica spyr þá um soninn sem hún ól og hefur aðeins einu sinni fengið að sjá og fær þau svör að hann hafi látist tveimur ár- um áður. Angelica yfirbugast af sorg og ákveður í framhaldinu að drekka seyði af eitruðum jurtum. Þegar hún hefur gert það verður henni ljóst að þar með hafi hún drýgt þá dauða- synd að taka eigið líf og ákallar heil- aga guðsmóður og biður um fyr- irgefningu. Í þann mund heyrist englasöngur og í andarslitrunum sér Angelica Maríu mey birtast sér með son hennar í fanginu,“ segir Erla Björg þegar hún er spurð um sögu- þráð óperunnar. Mest krefjandi hlutverkið Ópera Puccinis er, að sögn Erlu Bjargar, sérlega falleg og harmræn en um leið mjög krefjandi, bæði raddlega og andlega. „Þetta er mest krefjandi hlutverk sem ég hef sung- ið. Það spannar mikið raddsvið og liggur hátt. En tónlistin er ofboðs- lega falleg og tjáir miklar tilfinn- ingar,“ segir Erla Björg og við- urkennir að það taki á að setja sig í spor og aðstæður söguhetjunnar. Systir Angelica verður frumsýnd í Tjarnarbíói á morgun, laugardag, kl. 17 og endurflutt sama dag kl. 20, en óperan er einþáttungur og tekur um 60 mínútur í flutningi. Aðeins verða þessar tvær sýningar. Erla Björg fer með hlutverk systur Angelicu á seinni sýningunni og á sömu sýningu fer Jóhanna Héðinsdóttir með hlut- verk Ziu prinsessu en á sýningunni kl. 17 syngur Bylgja Dís Gunnars- dóttir hlutverk Angelicu og Hörn Hrafnsdóttir hlutverk Ziu. Allar til- heyra þær Óp-hópnum. Í öðrum hlutverkum eru Björg Birgisdóttir, Edda Austmann, Hanna Þóra Guð- brandsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Svava Kristín Ingólfs- dóttir, Valgerður G. Halldórsdóttir og Þórunn Marínósdóttir, auk þess sem nemendur úr Söngskólanum Domus Vox og Flensborgarkórinn taka þátt í uppfærslunni. Að sögn Erlu Bjargar fékk hóp- urinn góða leiðsögn frá annars vegar Randveri Þorlákssyni leikstjóra og hins vegar Antoníu Hevesi tónlistar- stjóra sem útsetti óperuna og leikur jafnframt á píanó í uppfærslunni. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Lenka Mateova sem leikur á orgel/celestu og Sophie Schoonjans sem leikur á hörpu. Miðasala er á midi.is og við innganginn. Undurfalleg og harmræn kvennaópera eftir Puccini Harmræn Ingveldur Ýr Jónsdóttir (t.v.) syngur hlutverk abbadísar klaust- ursins og Bylgja Dís Gunnarsdóttir fer með hlutverk systur Angelicu.  Óp-hópurinn frumsýnir Systur Angelicu á morgun Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00 Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Lau 27/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 19:00 Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Fim 23/5 kl. 19:00 Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Lau 4/5 kl. 19:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Sun 5/5 kl. 13:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Fim 9/5 kl. 14:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Fös 10/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Lau 11/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Sun 12/5 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Mið 24/4 kl. 19:00 Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00 lokas Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp! Gullregn (Stóra sviðið) Fös 15/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 Mið 12/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Þri 19/3 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. BLAM! (Stóra sviðið) Mið 3/4 kl. 20:00 frums Fös 5/4 kl. 20:00 3.k Sun 7/4 kl. 20:00 5.k Fim 4/4 kl. 20:00 2.k Lau 6/4 kl. 20:00 4.k Háskaleikrit sem var sýning ársins í Danmörku. Aðeins þessar sýningar! Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Ormstunga (Nýja sviðið) Lau 16/3 kl. 20:00 Lau 23/3 kl. 20:00 Fös 12/4 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Fös 5/4 kl. 20:00 Lau 13/4 kl. 20:00 Fös 22/3 kl. 20:00 Fim 11/4 kl. 20:00 Sun 14/4 kl. 20:00 lokas Íslendingasagan sem er ekki eins leiðinleg og þú heldur. Aðeins þessar sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Mið 24/4 kl. 20:00 19.k Lau 27/4 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 20.k Þri 30/4 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Örfáar aukasýningar í apríl og maí. Tengdó (Litla sviðið) Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Lau 11/5 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Fim 16/5 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Fös 17/5 kl. 20:00 Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Lau 18/5 kl. 20:00 Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Fim 23/5 kl. 20:00 Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Lau 25/5 kl. 20:00 Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Sun 26/5 kl. 20:00 Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fös 31/5 kl. 20:00 Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Lau 1/6 kl. 20:00 Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Sun 5/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur! Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið) Lau 16/3 kl. 13:00 Lau 16/3 kl. 14:30 lokas Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri. Síðustu sýningar. Tengdó – HHHHH – JVJ. DV Fyrirheitna landið (Stóra sviðið) Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/3 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Kraftmikið nýtt verðlaunaverk! Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 17/3 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 21/4 kl. 13:00 Sun 17/3 kl. 16:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 16:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi! Karma fyrir fugla (Kassinn) Fös 15/3 kl. 19:30 Lau 23/3 kl. 19:30 Sun 7/4 kl. 19:30 Síð.s. Lau 16/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30 Fös 22/3 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Síðustu sýningar! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Sun 17/3 kl. 20:30 Síð.s. Allra síðasta sýning! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 20/4 kl. 19:30 Frums. Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Mið 24/4 kl. 19:30 Aukas. Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Frumsýnt 20.apríl! Kvennafræðarinn (Kassinn) Fim 18/4 kl. 19:30 Frumsýning Mið 24/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 Fös 19/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Lau 20/4 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 Fös 10/5 kl. 19:30 Eldfjörug sýning sem svara öllum spurningum um kvenlíkamann! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 16/3 kl. 13:30 Sun 17/3 kl. 16:30 Sun 24/3 kl. 15:00 Lau 16/3 kl. 15:00 Lau 23/3 kl. 13:30 Sun 24/3 kl. 16:30 Sun 17/3 kl. 13:30 Lau 23/3 kl. 15:00 Sun 17/3 kl. 15:00 Sun 24/3 kl. 13:30 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka! Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 15/3 kl. 20:00 Fös 15/3 kl. 23:00 Fim 21/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Homo Erectus - pörupiltar standa upp (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 16/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 21:00 Pörupiltar eru mættir aftur! Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.