Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 51
stofnaði sérverslunina Ámuna 1978 og starfrækti hana til 1992. Guttormur var sérstakur atvinnu- málaráðgjafi ríkisstjórnarinnar 1990-91, fulltrúi í umhverfisráðu- neytinu 1990-92, sat í nefndum Seðlabankans og fleiri stofnana, sinnti ráðgjafarstörfum í kerf- isfræði 1992-93 og var fulltrúi í launadeild og síðar skrifstofustjóri tölvudeildar Landspítalans 1992- 2008. Guttormur hefur sinnt daglega sjálfboðavinnu við umsjón með mið- lægum gagnagrunni Oddfellowregl- unnar frá því hann komst á eft- irlaun. Guttormur var einn af stofnendum Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja 1949, þá 11 ára. Hann var formaður hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Árbæjar- og Seláshverfi 1980-82, sat í stjórn full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1980-82 og landsmála- félagsins Varðar 1978-80, sat í stjórnmála- og ráðgjafarnefnd rík- isstjórnar Gunnars Thoroddsen 1980-83, var vþm. og flokks- og þingflokksritari Borgaraflokksins og sat á þingi 1987, var einn af stofnendum Félags ísl. hugvits- manna og formaður þess frá upp- hafi 1986-91, var formaður íbúa- samtaka Ártúnsholts 1994-96, hvatamaður að Baráttusamtökum stangveiðimanna gegn netaveiðum og fyrir vistvænum stangveiðum í ám og vötnum með virkri þátttöku frá 1986, er félagi í Kastklúbbi Ís- lands og keppti í lengdarköstum fluguveiðimanna og kenndi flugu- köst hjá SVFR í 12 ár. Uppfyndingar og flugukast Guttormur var heiðraður af iðn- aðarráðherra f.h. ríkisstjórnar, fyrir tilstuðlan Hugverkastofnunar Sam- einuðu þjóðanna WIPO 1986, með gullpeningi og heiðursmerki, fyrir gervibeitu á hringlagða og síveið- andi fiskilínu í sjávarútvegi sem egnd er með mauki úr annars ónýttum afskurði í fiskvinnslu. Áhugamál Guttorms snúast um sund, útiveru við stangveiði, stjórn- mál og lestur góðra bóka, ekki síst um siðfræði og aðra heimspeki og hugmyndasögu. Guttormur hefur samið kennslu- rit í veiðiskap og kasttækni við fluguveiði í vötnum og samið veiði- staðalýsingar í ýmsum veiðivötnum. Þá hefur hann skrifað greinar um þróun heimspekinnar og mannleg samskipti sem tengjast störfum hans í Oddfellowreglunni. Fjölskylda Guttormur kvæntist 3.12. 1966 Helgu Sigurðardóttur, f. 8.8. 1942, fyrrv. verslunarstjóra og húsfreyju. Foreldrar hennar voru Sigurður Egilsson, f. 30.8. 1921, d. 26.8. 2000, verslunarmaður og síðar forstjóri, og k.h., Kristín Henriksdóttir, f. 16.12. 1920, d. 9.1. 2011, húsfreyja. Börn Guttorms og Helgu eru Einar, f. 15.9. 1964, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur, en kona hans er Guðrún Svava Gunnlaugs- dóttir, f. 15.12. 1968, húsfreyja og eru börn þeirra Berglind, f. 21.12. 1995, Guttormur Freyr, f. 16.6. 1998, Kristín, f. 5.7. 2000, og Gunn- laugur, f. 12.10. 2005; Sigurður Eg- ill , f. 27.6. 1969, rafmagnsverkfræð- ingur, en kona hans var Sigrún Edwald, f. 8.6. 1962, lyfjafræðingur, en þau skildu og eru börn þeirra Egill, f. 8.7. 1992, og Arna, f. 21.10. 1994, en sambýliskona Sigurðar Eg- ils er Þórunn Kristín Sigfúsdóttir, f. 12. 7. 1966, fulltrúi. Systkin Guttorms: Páll Jóhann, f. 22.1. 1937, d. 2.8. 2008, flugstjóri; Pétur, f. 31.10. 1940, leikari; Sólveig Fríða, f. 21.8. 1945, ljósmóðir, og dr. Sigfús, f. 11.8. 1951, sjávarlíffræð- ingur. Foreldrar Guttorms voru Einar Guttormsson, f. 15.12. 1901, d. 12.2. 1985, yfirlæknir á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja, og Margrét Kristín Pétursdóttir, f. 29.12. 1914, d. 6.9. 2001, húsfreyja í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Úr frændgarði Guttorms Einarssonar Guttormur Einarsson Benedikt Ólafsson tómthúsm. á Akureyri Jóhanna Benediktsdóttir spákona Pétur Jónatansson sjóm. á Akureyri Margrét Kristín Pétursdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Margrét Kristín Símonardóttir húsfr. á Þúfum Jónatan Magnússon b. á Þúfum í Skagafirði Guðfinna Oddsdóttir húsfr. á Fljótsbakka Sigfús Oddsson b. á Fljótsbakka Oddbjörg Sigfúsdóttir húsfr. í Geitagerði Guttormur Einarsson b. í Geitagerði í Fljótsdal Einar Guttormsson yfirlæknir í Vestmannaeyjum Einar Guttormsson b. í Fjallseli, af Vefaraætt, bróðursonur Margrétar, langömmu Guttorms Pálssonar, skógarvarðar á Hallormsstað, föður Hjörleifs, fyrrv. ráðherra, en systir Guttorms var Sigrún,móðir Sigurðar Blöndal, fyrrv. skógræktarstjóra Guðlaugur Guttormsson bóndi á Lyngfelli í Eyjum Sigfús Guttormsson b. á Krossi í Fellum Pétur Einarsson leikari og fyrrv. skólastj. Leiklistarskóla Íslands Jónas Jóns- son ríki í Flatey María Jónasdóttir húsfr. í Flatey Marja Helga Guðmundsdóttir húsfr. í Flatey Sverrir Bergmann Bergsson heila- og taugasérfræðingur Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstj. Útvarps Sögu Jóhanna Rakel Jónsdóttir húsfr. á Akureyri ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Helgi Sigurðsson, verkfræð-ingur og hitaveitustjóri,fæddist í Reykjavík 15.3. 1903, fyrir 110 árum. Hann ólst upp í foreldrahúsum, frá fjögurra ára aldri í timburhúsi við Lindargötuna í Reykjavík, sem enn stendur þar og nú númer 11. Helgi er í hópi þeirra gömlu ís- lensku verkfræðinga sem með menntun sinni og ævistarfi, og með fræðigrein sína að vopni, gjörbyltu aðstæðum og lífskjörum íslensks al- mennings á fyrri helmingi síðustu aldar. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1923 og prófi í byggingaverk- fræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1929. Hitaveita Reykjavíkur var á sín- um tíma stórkostleg draumsýn um einhverja metnaðarfyllstu opinberu framkvæmd sem ráðist var í hér á landi. Það kom í hlut Helga, öðrum verkfræðingum fremur, að gera þennan draum að veruleika á farsæl- an hátt. Sem deildarverkfræðingur hjá Vatns- og hitaveitunni hafði hann umsjón með jarðborunum eftir heitu vatni í Mosfellssveit, gerði frumteikningar og áætlanir um hita- veituna frá Reykjum og hafði yfir- umsjón með framkvæmdum hita- veitunnar. Helgi var fyrsti og eini vatns- og hitaveitustjóri Reykjavíkur 1943-54 er vatns- og hitaveita voru aðskildar. Hann var hitaveitustjóri til 1962 og síðan verkfræðilegur ráðunautur um hitunarmál Reykjavíkurborgar til dauðadags. Foreldrar Helga voru Sigurður Jónsson, bókbindari í Reykjavík, og s.k.h., Gróa Jónsdóttir, systir Vil- hjálms húsasmíðameistara, afa Vil- hjálms Þórs Kjartanssonar, raf- eindaverkfræðings, föður dr. Hannesar Högna Vilhjálmssonar, tölvuverkfræðings og prófessors við HR. Gróa var af Teitsætt í Borgar- firði. Eiginkona Helga var Guðmundína Guttormsdóttir yfirhjúkrunarkona. Fóstursonur þeirra var Hafsteinn Guðmundsson rafvirki sem lést í janúar sl. Helgi lést 22.9. 1971. Merkir Íslendingar Helgi Sigurðsson 80 ára Elín Gunnarsdóttir Erna Hákonardóttir Halldór Guðjónsson Júlíus Jónsson Molly Thomsen 75 ára Dagný Ásgeirsdóttir Dagný Þorgilsdóttir Halla Guðmundsdóttir Nína Victorsdóttir Sigþór Sigurðsson Þorsteinn Jónsson 70 ára Halldór Steingrímsson Ingibjörg Bjarnardóttir Ingibjörg Salóme Gísladóttir Jan Jón Ólafsson Jens Arne Petersen Símon Ágúst Sigurðsson Svanlaug Friðþjófsdóttir Valdimar Valdimarsson Örn Ingólfsson 60 ára Fanney Zophoníasdóttir Guðný Guðjónsdóttir Halldór Jónsson Egilsson Hrafn Arnarson Ingibjörg Agnarsdóttir Jenný Kamilla Harðardóttir Kristín B. Guðmundsdóttir Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir Ragnheiður H. Þórarinsdóttir Rannveig Jónsdóttir Sigríður Rafnsdóttir Stefán Kristján Símonarson 50 ára Ásgeir Sverrisson Björg Hjelm Erna Björk Jónasdóttir Guðmundur Kjartan Jónasson Hafsteinn Eggertsson Hafsteinn Eyvindsson Halldóra Eyjólfsdóttir Helga Guðrún Hallgrímsdóttir Hilmar Árnason Jón Hermann Laufdal Ólafsson Ólafur Ástvaldsson Ólafur Gunnar Óskarsson Páll Björnsson Sveinbjörg Björnsdóttir Sævar Leifsson 40 ára Arna Björk Þórðardóttir Arndís Björk Brynjólfsdóttir Berglind Borgþórsdóttir Birna Melsted Bjarni Friðrik Bragason Guðni Lárusson Hanna Steinsdóttir Hrannar Björn Friðbjörnsson Ingi Þór Rúnarsson Ívar Þór Ágústsson Jóhanna Lilja Eiríksdóttir Jónas Grani Garðarsson Lena Margrét Kristjánsdóttir Leszek Witold Smoter Margrét Sjöfn Torp Prapha Bragason Þórkatla Norðquist Magneudóttir 30 ára Alma Sif Kristjánsdóttir Baldur Finnsson Berglind Rós Einarsdóttir Fanney Erla Hansdóttir Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir Jón Ingi Ontiveros Vigdís Bára Czzowitz Til hamingju með daginn 30 ára Rún ólst upp í Reykjavík, lauk prófum í fatahönnun í Barcelona 2009 og starfar við fata- hönnun hjá Cintamani. Maki: Guðjón Benfield, f. 1974, söluráðgjafi hjá Ný- herja. Sonur: Hannes, f. 2006. Foreldrar: Gunnar Þor- steinsson, f. 1961, þýð- andi og dagskrárritstjóri hjá RÚV Sjónvarpi, og Íris Ingvarsdóttir, f. 1962, list- meðferðarfræðingur. Rún Gunnarsdóttir 30 ára Guðmundur ólst upp í Tjarnargerði í Eyja- fjarðarsveit, lauk stúd- entsprófi frá VMA og er hópferðabílstjóri, búsett- ur á Akranesi. Maki: Guðbjörg Thelma Traustadóttir, f. 1983, tannlæknir á Akranesi. Foreldrar: Ólafur Helgi Theódórsson, f. 1947, hópferðabílstjóri, og Hrefna Hreiðarsdóttir, f. 1948, starfsm. MS á Ak- ureyri. Guðmundur Karl Ólafsson 30 ára Linda Rós lauk BA-prófi í sálfræði og kennaraprófi frá HA og kennir við Oddeyrarskóla. Maki: Lárus Heiðar Sveinsson, f. 1980, ljósa- meistari í Hofi. Börn: Örn Heiðar, f. 2009, og Kristín Kara, f. 2011. Foreldrar: Guðlaug Jörg- ína Ólafsdóttir, f. 1955, sjúkral., og Rögnvaldur Ingólfsson, f. 1953, hús- vörður og sjúkrafl.m.. Linda Rós Rögnvaldsdóttir Verslun Tunguhálsi 10 Opið mán.-fim. 8:00-17:30 fös. 8:00-17:00www.kemi.is Mikið úrval af smurolíum og smurefnum fyrir allan iðnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.