Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Talaðu við einhvern í dag sem get- ur hjálpað þér að tryggja framtíðina. Ef þú ert í þörf fyrir að ræða málin skaltu gera það á réttum stað og á réttum forsendum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert ekki gift/ur eigin skoð- anaheimi, og hefðir gott af því að kíkja inn í skoðanaheim einhvers annars. Njóttu dagsins með þínum nánustu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engin ástæða til að hleypa öllu í bál og brand þótt fólk þurfi að setjast niður og ræða viðkvæm mál. Hlutirnir ættu að fara að ganga upp. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er í lagi að freista gæfunnar ef ekki er of miklu kostað til. Reyndu að taka til hendinni heima fyrir sem best þú getur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú vilt gera öllum til geðs en þarft að muna að það er ekki alltaf mögulegt. Málamiðlanir ættu að reynast auðveldar og það er líklegt að þú náir samkomulagi um viss deilumál. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ekkert að skipta þér af því sem er þér óviðkomandi. Horfðu á hlutina úr fjarlægð og gerðu svo áætlun. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stattu upp og segðu hvers vegna fjöl- skyldan er þér mikilvæg. Þú færð góðar fréttir sem tengjast ástvini. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allir virðast vera að tala um að finna aftur upp hjólið. Forðastu þýðing- armiklar ákvarðanir og láttu vera að skuld- binda þig á einhvern hátt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu sem ekkert sé, þótt ein- hverjir vilji gagnrýna störf þín. Að vera í hópi fólks er þér auðvelt. Þú ættir að tala við þér lífsreyndari ef þig vantar álit. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú veist öðrum betur hvað þér er fyrir bestu svo vertu óhrædd/ur við að fara þínar eigin leiðir. Kannski þarftu að leggja talsvert á þig, en það finnst þér allt í lagi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú finnur til uppreisnargirni í dag. Bíddu með að kveða upp þinn dóm þangað til öll kurl eru komin til grafar. Þér hættir til að hafa of miklar áhyggjur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur byr í seglin þessa stund- ina, en verður líka að vera viðbúin/n veðrabrigðum. Talaðu máli þínu einu sinni enn við þá sem geta haft áhrif. Í klípu „ÞETTA VAR EKKI EINS GAMAN OG AF ER LÁTIÐ. ÉG HÉLT AÐ STANGVEIÐI ÆTTI AÐ VERA RÓANDI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „RÓBERT, KOMDU NIÐUR ÚR TRÉNU. MUNDU AÐ ÞÚ ERT ENDURSKOÐANDI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann fær hljómsveitina til að spila afmælislagið. HÚN Á AFMÆL I Í DAG SJÁÐU GRETTIR, TÓNLISTAR- STRIGASKÓR! ÞEGAR MAÐUR HLEYPUR ... SPILA ÞEIR „FLUG BÝFLUGUNNAR“ EFTIR RIMSKY-KORSAKOV. ÉG ÞARF STÆRRI FLUGNA- SPAÐA. ÞESSI ERU FLOTT, EN GERA HANN FEITAN. ÉG ER SAMMÁLA, FRÚ, EN ÉG Á ÖNNUR SEM ÞÉR LÍKAR KANNSKI ... LÓÐRÉTTAR RENDUR GERA MANN ALLTAF GRENNRI! Víkverji er á milli veislna. Á morg-un er ferming og árshátíð, nokk- urs konar annar í samkvæmum frá liðinni helgi, en þá upplifði Víkverji í fyrsta sinn sérstök tímamót í lífi ung- lings, sem tók út manndóm sinn í for- eldrahúsum í stað þess að fermast á hefðbundinn hátt. x x x Athöfnin tók ekki langan tíma envar skýr og beint áfram. Fyrst las pilturinn tvo kafla úr Njálssögu og síðan spurði faðir hans hann nokkurra spurninga úr efninu, sem strákur svaraði af miklu öryggi og skilningi. Þriðja þrautin fólst í því að fá sér þjóðlega rétti. Faðirinn rétti pilti sviðakjamma og glas með mysu til að drekka með. Kjötið bragðaðist vel en strákur átti í mestu erfið- leikum með að halda mysunni niðri og Víkverji láir honum það ekki. Hún getur verið ansi súr. En piltur stóðst prófið og var tekinn í tölu fullorðinna manna. Rétt eins og fermingar- börnin. x x x En ekki hafa allir staðist prófið ívikunni. Síðastliðið þriðjudags- kvöld kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fermingin og allt sem henni viðkemur kostar foreldra eða forráðamenn allt að 500 þúsund krónum – fyrir gjöf til fermingar- barnsins. Í kjölfarið fylgdi frétt þess efnis að sýning yrði í Þjóðleikhúsinu fyrir fullorðna um kvöldið og allir væru velkomnir. Þess var sér- staklega getið að borgarstjóri yrði á meðal gesta. x x x Víkverji botnar ekki í þessumfréttaflutningi. Var verið að nota borgarstjórann sem beitu til þess að fá fólk á sýninguna? Hafi svo verið var verið að gera lítið úr embættinu og þeim sem því gegnir og það er ekki hlutverk fréttastofunnar. Nema almennt sé litið svo á að borgarstjóri sé einhver fígúra, aðdráttarafl eins og Mikki mús í Disneylandi. Hins vegar er sá möguleiki fyrir hendi að fréttastofan hafi verið að vara fólk við, að segja því að mæta ekki vegna þess að borgarstjórinn yrði á meðal gesta. Það er ekki síður utan verksviðs fréttastofunnar. víkverji@mbl.is Víkverji Orðið varð hold Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. (Jóhannesarguðspjall 1:1) Enginn tekur alvarlega yfirlýs-ingu Jóns Ingvars Jónssonar um að hann sé hættur að yrkja. En margir urðu til að slá á létta strengi, eins og lesa mátti í Vísna- horninu í gær. Bjarni Stefán Kon- ráðsson slæst í hópinn: Menn yrkja svo ljómandi laglega er linnir þú yrkingum haglega. Því held ég sé ráð, ef hér er að gáð, að þú hættir að yrkja – daglega. Fía á Sandi slæst í hópinn: Ráðið frekar einfalt er eftir þennan lestur. Að fyrirgefa sjálfum sér þó sértu ekki bestur. Björn Ingólfsson stenst ekki mát- ið: Hér er eins og kristileg kirkja, menn kveina og grátstafinn styrkja. Ég syrgi ekki Jón og sé ekkert tjón þótt helvítið hætti að yrkja. Sigrún Haraldsdóttir slær á létta strengi: Áður varstu út úr kú, einstakt kjánaflón. Reglulega réttsýnn nú og raunsær ertu Jón. Þá Friðrik Steingrímsson: Að hann stöðvi yrkingar ei mun leirinn veikja. Ég hélt að staðið hefði þar, „hættur er að reykja“. Ágúst Marinósson er á öðrum nótum og sér í gegnum gaman- málin: Að missa þig er mikið tjón margar brellur vel þú kannt. Skjálfti fer um skuldugt Frón skáldunum er orða vant. Sigurður Sigurðarson rifjar upp kersknisvísu Jakobs á Varmalæk: Það mun heiðri heillar sveitar bjarga. Hryggja fáa, en gleðja æði marga og menninguna stórkostlega styrkja, ef Sturla í Fossatúni hætti að yrkja. Svo bætir Sigurður við: … en jeg vona elsku Jón að þú haldir á sem fyrr svo glettnar vísur fyrir Frón fljúgi – vertu hjá oss kyrr!! Og Sigmundur sér fyrir sér Jón Ingvar skellihlæjandi heima yfir vísnaflóðinu: Allir geta andann glatt engin þörf að trúa. Jón mun ekki segja satt sjá’ann fært að ljúga. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Enn af ótrúlegri yfirlýsingu Jóns Ingvars Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.