Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 11
Leikarar Þrátt fyrir að hafa bæði áralanga reynslu af sviðsleik segist Stefán Gunnar Sigurðsson ekki viss um að leiklistin verði hans framtíðarstarf á meðan Embla Huld Þorleifsdóttir á sér draum um að nema sviðslistina. voða fyndið að koma Icesave brönd- urum að. Í Drekanum er svo margt sem fær mann til að hugsa. Þetta er ádeila á samfélagið, bæði fyrir 60 árum þegar þetta var skrifað og nútímasamfélög eins og til dæmis Norður-Kóreu, Pussy Riot í Rúss- landi og Sýrland. Leikritin sem við höfum sett upp áður hafa oft verið skemmtileg en kannski ekki mikið búið að baki þeim. Það var þá kannski þannig að þeir sem sáu verkin rifjuðu upp fyndin atriði eft- ir á en þeir sem sjá þetta verk rifja kannski upp setningar eða hug- myndir sem snerta þá,“ segir Stef- án og Embla tekur við. „Þetta leik- rit fær mann til að hugsa meira en mörg önnur verk og pæla almennt í hlutunum.“ Styrktarsýning Síðasta sýning leikfélags- ins, þann 19. mars, er styrkt- arsýning þar sem allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Íslands. „ Þetta var hugmynd sem við fengum í fyrra en var ekki framkvæmd. Nú tók ég mig til og spurði okkar ástkæra formann leikfélagsins hvort það væri ekki ráð að gera þetta að veruleika og það varð úr,“ segir Stefán sem hvetur alla til að koma og sjá sýninguna og þá sér- staklega þann 19. mars. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Franski heimspekingurinn Jean- Paul Sartre komst vel að orði í bók sem kom út árið 1946: „Við höfum gert Guð að úreltri tilgátu sem deyja mun út, friðsamlega og af sjálfu sér.“ Til að varpa ofurlitlu ljósi á ummælin er rétt að geta þess, að hann var róttækur rök- hyggjumaður (neitaði að láta til- finningar bera sig ofurliði) – og Guð fær ekki lifað meðal skyn- samra og vel upplýstra manna. Til vitnis um það er að sárafáir af bestu vísindamönnum Bandaríkj- anna eru trúaðir. Þetta er lykilatriði sem hjálpar til við að svara annarri spurningu. Vinur minn benti mér nefnilega á frábæran mælikvarða til að skera úr um gæði náms: Hversu margir eru trúaðir eftir að hafa lokið náminu? Því færri sem trúa, því betra er námið, enda hef- ur það kennt t.d. rökhugsun. Verkfræði skorar hátt á þessu prófi. Tveimur áratugum eftir útgáfu bókar Sartres virtist heimur- inn þokast í rétta átt og bandaríska vikurit- ið Time spurði árið 1966 á forsíðu sinni: Er Guð dáinn? 3.500 Kanar skrifuðu ritstjóra blaðsins bréf, fjúkandi reiðir. Ætli sambærileg forsíða myndi vekja viðbrögð hér á landi næstum 50 árum síðar? Fyrir fá- einum misserum hefði ég haldið að flestum myndi vera sama. Guð dó friðsamlega á sama tíma og þekk- ing manna jókst, eða það hélt ég. Það kom mér í opna skjöldu hve stór hluti kjósenda kaus að hafa þjóðkirkjuna í nýrri stjórnarskrá. Nokkru síðar vildu einhverjir sjálfstæðismenn að lagasetning miðaðist við kristileg gildi. Ég geri ráð fyrir að þeir séu trúaðir. Og hvað er á næsta leiti? Fjölmargir að ferm- ast, reyndar flest- ir til að komast í álnir geri ég ráð fyrir. (Ég skil ekki hvað fær nútímaforeldra til að ferma afkvæmin). Ég hugga mig allavega við að í þessari upptalningu eru tölfræðilega litlar líkur á að um sé að ræða banda- ríska snillinga. » „Við höfum gert Guðað úreltri tilgátu sem deyja mun út, friðsamlega og af sjálfu sér“ Heimur Helga Vífils Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Skráning stendur nú yfir á dymbil- vikunámskeið í barna- og unglinga- deild Myndlistaskóla Reykjavíkur sem fara fram næsta mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 25., 26. og 27. mars. Fyrir 6-9 ára og 10-12 ára verður boðið upp á námskeiðin Dvergar, trítlar og hobbitabú, sem Guðrún Vera Hjartardóttir og Elsa Dó- róthea Gísladóttir, myndlistarmenn og kennarar við skólann, hafa umsjón með. Þar verða leitaðar uppi æv- intýraverur og þeim gefið líf með lit- um, tónum og fjölbreyttum efniviði. Fyrir aldurshópinn 13-16 ára verður boðið upp á námskeið í fatahönnun eða því sem kallast á ensku „upcycl- ing“, sem mætti þýða sem endur- hönnun á íslensku. Þar kennir Magn- ea Einarsdóttir fatahönnuður ýmsar aðferðir við að vinna ofan í og með tilbúin efni; prjóna ofan í þau, prjóna með þeim, sauma í þau o.s.frv. Þann- ig getur gömul flík orðið að einhverju alveg nýju og spennandi. Hægt er að finna nánari upplýs- ingar um námskeiðin og skrá sig á: www.myndlistaskolinn.is Námskeið fyrir krakka og unglinga Dvergar, trítlar og hobbitabú „Ég var að leita að verki síðasta sumar og þá benti vinur minn, Árni Krist- jánsson leikstjóri, mér á þetta verk en hann lék í því í uppfærslu leik- félags MH fyrir 13 eða 14 árum síðan.“ segir Benedikt Karl Gröndal sem leikstýrir Drekanum. Benedikt sá tækifæri í því að setja upp verk sem væri ekki aðeins gleðin ein heldur líka með djúpan boðskap. „Það er svo vinsælt hjá menntaskólakrökkum að setja upp sýningar sem eru bara skemmtun og það er auðvitað ekkert að því. Leikhús á að vera skemmti- legt og fá fólk til að gleyma stund og stað en ef það er hægt að lauma sér inn í meðvitundina með boðskap þá eru það tveir plúsar.“ Leikritið Drekinn var upphaflega skrifað sem barnaævintýri í Rússlandi svo að höfundurinn væri ekki tekinn af lífi fyrir áróður gegn Stalín. „Þetta var mjög hættulegt umræðuefni en er líka dæmi um hvað þetta er gott og vel skrifað leikrit þegar maður getur tengt þetta við nútímann. Það elskuðu til dæmis flestir ástandið hérna árið 2007 þar sem margt var keypt fyrir peninga sem ekki voru til. Síðan fór allt á hausinn en samt eru margir sem vilja þetta ástand aftur. Það fylgdi þessu lúxus og öllum leið vel en enginn skoðaði hvað bjó þarna á bak við. Hvaða dreki ríkti hér.“ Benedikt er gamall kvenskælingur sjálfur en hann útskrif- aðist frá skólanum fyrir sjö árum. Eftir að hafa numið leiklist í Danmörku var hann ráðinn til að leikstýra í gamla skólanum sínum fyrir ári síðan og svo aftur nú í ár. „Það er mjög gaman að leikstýra menntaskólakrökkum. Þau eru svo hugsandi. Það eru allir svo frjóir og hafa mikla löngun í að gera vel. Allir á tánum með opið hjarta. Leiklist snýst auðvit- að um að leika sér og finna barnið í sjálfum sér. Um leið og maður fær fólk til að hlæja er auðveldara að skila boðskap til áhorfand- ans.“ Áróður falinn í barnaævintýri LEIKHÚS Á AÐ VERA SKEMMTILEGT Benedikt segir menntaskólanema almennt vera hugs- andi með opið hjarta. Upplýsingar um sýningartíma má nálgast á fésbókarsíðu Fúríu Drekinn, leikrit Kvennaskólans 2013. Miðaverð er 1.500 krónur. E R T U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par frítt í þínum styrkleika. Láttu þetta ekki framhjá þér fara. ALLT AÐ 50% ÓDÝRARI EN SAMBÆRILEG VARA Á MEGINLANDI EVRÓPU Umgjörð: Lindberg Spirit Umgjörð: Chrome Hearts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.