Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Starfsmenn náttúrulífssamtaka í Kenýa eru þessa dag- ana að koma fyrir miðunartækjum á fílum í Amboseli- þjóðgarðinum. Samtök á sviði náttúrulífs og dýra- velferðar ásamt öðrum rannsóknaraðilum hyggjast fylgjast með ferðum fílanna í Amboseli en stefnt er að því að fylgjast með sex fílum í samtals 20 mánuði. Þeg- ar eru 60 fílar með miðunartæki í Kenýa en fjöldi fíla alls í landinu er um 37 þúsund. AFP Fylgjast með ferðum fíla í Kenýa Ieng Sary, fyrr- um framámaður í Rauðu khmer- unum er allur, 87 ára að aldri. Réttarhöld yfir Sary fyrir að- komu hans að þjóðarmorðum Rauðu khmer- anna frá 1975- 1979 stóðu yfir þegar Sary lést. Óánægju hefur gætt meðal al- mennings í Kambódíu vegna þess hve hægt gengur að rétta yfir framámönnum í Rauðu khmer- unum. Almenningur hefur áhyggj- ur af því að hinir ákærðu deyi án dóms og vilja hraða réttarhöldum yfir þeim. Aðeins hefur einn með- limur Rauðu khmeranna verið dæmdur fyrir aðild að þjóðarmorð- unum á áttunda áratugnum. Sary var utanríkisráðherra kam- bódísku ógnarstjórnarinnar á áð- urnefndu tímabili og oft á tíðum eina tenging stjórnarinnar við um- heiminn. Sem utanríkisráðherra er Sary sagður hafa verið ábyrgur fyrir að sannfæra marga menntaða Kambódíumenn sem snúið höfðu baki við Rauðu khmerunum til að snúa aftur. Þeir voru síðan pyntaðir og drepnir fyrir svik sín. Hraði réttarhöldum yfir ódæðismönnum Ieng Sary  Kambódíumenn með áhyggjur Franski utanríkisráðherrann Lauren Fabius segir að til greina komi að Frakkar og Bretar sendi stjórnar- andstæðingum í Sýrlandi vopn þrátt fyrir bann ESB við slíkri aðstoð. Fabius segir að Frakkar muni þrýsta á að flýta viðræðum um að af- létta banninu innan ESB. Stefnt hef- ur verið að því að taka ákvörðun um framlengingu bannsins í maí á vett- vangi ESB. David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, segir að ekki sé útilokað að Bretar taki til sinna ráða. „Bretland er enn sjálf- stætt ríki,“ sagði Cameron en bætti við að hann vonaði að hægt væri að komast að niðurstöðu á vettvangi ESB. Fabius tók í svipaðan streng, sagði Frakkland fullvalda ríki og bætti við að þarlend stjórnvöld ásamt Bretum væru tilbúin að ganga gegn banninu og útvega stjórnarandstæðingum vopn án alþjóðlegs samþykkis. Talsmaður ESB á sviði utanríkis- mála segir að ávallt sé möguleiki fyr- ir ríki innan sambandsins að taka mál sem þetta upp án tafar á vettvangi sambandsins. Deildar meiningar eru um bannið innan ESB en margar að- ildarþjóðir hafa áhyggjur af því að blóðsúthellingarnar í landinu aukist ef stjórnarandstæðingunum verða send vopn. Vilja aflétta banni AFP Utanríkismál Lauren Fabius, utanríkisráðherra Frakka, er tilbúinn að hunsa bann ESB við vopnaaðstoð við stjórnarandstæðinga í Sýrlandi.  Frakkar og Bret- ar beita þrýstingi Ríkisstjórn Indlands veitti í gær samþykki sitt fyrir nýju frumvarpi sem tekur harðar á nauðgurum en áður. Frumvarpið kemur í kjölfar hræðilegrar hópnauðgunar í Nýju- Delí sem vakti mikla athygli fyrir skömmu. Ef indverska þingið samþykkir frumvarpið verður lágmarksrefsing fyrir nauðgun 20 ára fangelsis- dómur, þá verður einnig hægt að dæma nauðgara í lífstíðarfangelsi eða til dauða samkvæmt frumvarp- inu. Samkvæmt núgildandi lögum í landinu eru nauðgarar dæmdir í 7- 10 ára fangelsi. Í síðasta mánuði veitti forseti landsins, Mukherjee, sérstakt sam- þykki fyrir tímabundnum aðgerðum til að auka öryggi kvenna í Indlandi. INDLAND Indverjar herða viðurlög við nauðgunum AFP Lög Indverjar hafa krafist harðari við- urlaga vegna nauðgana að undanförnu. Gíslatökumaður fór fram á pitsu og gosdrykk í lausnargjald í umsátri í S-Rússlandi í gær. Maðurinn sem er 25 ára tók fjóra gísla og setti fljót- lega fram kröfur sínar. Að nokkr- um klukkustundum liðnum sleppti maðurinn tveimur gíslum. Í milli- tíðinni hafði lögreglan orðið við kröfum mannsins og fært honum pitsu og gosdrykk. Í kjölfarið setti maðurinn fram frekari kröfur um lausnarfé, 200 þúsund krónur. Lögreglan hafði þá umkringt húsið og réðst hún til atlögðu við manninn og náði að yfirbuga hann. Gíslana fjóra sakaði ekki og eins komst gíslatökumaðurinn óskadd- aður frá umsátrinu. RÚSSLAND Krafðist þess að fá pitsu og gosdrykk Írönsk stjórnvöld hyggjast lögsækja framleiðendur óskarsverðlauna- myndarinnar Argo. Myndin fjallar um björgun sex bandarískra er- indreka frá Íran og er að hluta byggð á sönnum atburðum. Stjórnvöld í Íran segja að með myndinni sé verið að reka „and- íranskan“ áróður. Áður hafa Íranar sagst ætla að búa til kvikmynd sem sé einskonar svar þeirra við Argo. ÍRAN Írönsk stjórnvöld ætla í málaferli vegna Argo 18 létust og 30 slösuðust í gær í röð sprenginga í hverfi þar sem ýmis ráðuneyti eru til húsa í höfuðborg Írak, Bagdad. Jafnframt var gerð tilraun til að ráðast inn í dómsmála- ráðuneytið. Árásirnar áttu sér stað skammt frá hinu víggirta græna svæði, þar sem íraska þingið er stað- sett ásamt skrifstofu forsætisráð- herrans. Þá eru bresku og banda- rísku sendiráðin innan græna svæðisins. Að minnsta kosti þrjár spreng- ingar urðu í Allawi-hverfinu, nálægt utanríkisráðuneytinu og menningar- ráðuneytinu. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en herskáir súnnítar, stundum tengdir al Qaeda hafa oft ráðist á opinberar byggingar í Írak í tilraunum sínum til að grafa undan stöðugleika í landinu. AFP Óstöðugleiki Reykjarmökk lagði yfir Bagdad í kjölfar sprenginganna. 18 létust í sprengi- árásum í Bagdad  Beint að opinberum byggingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.