Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ef það augnablik kemur að ég næ fullum tökum á þessu ferli og skil það til fulls, þá ætti ég í raun að breyta því,“ segir skoski myndlist- armaðurinn Callum Innes brosandi. Sýning á nýjum olíumálverkum og vatnslitamyndum hans verður opnuð í i8 galleríi klukkan 17 í dag. Innes er vel kynntur í alþjóðlegu listalífi. Hann er í hópi kunnustu abstrakt- málara sinnar kynslóðar, er á mála hjá þekktum alþjóðlegum galleríum og var tilnefndur til Turner- verðlaunanna á sínum tíma. Verk Innes eru formhrein og byggð á afmörkuðum litaflötum, en olíuverkin eru byggð upp með hverju litalaginu á fætur öðru sem Innes síðan fjarlægir að hluta með terpentínu. „Afmálun“ hefur tæknin verið kölluð. Eins gerir hann í vatns- litamyndunum, nema þar dregur hann vatnið upp með svömpum og penslum og bætir lagi á lag ofan af litarefni. Áhrifin eru óvenjuleg og heillandi; gegnumskin yfirborðslit- anna gefur tilfinningu fyrir öðrum litaheimum undir. „Spurningin er alltaf hvernig listamaðurinn vinnur með tungumál síns miðils og þróar það áfram,“ seg- ir Innes þar sem við skoðum verkin sem verið er að stilla upp í gall- eríinu. „Í listsköpun skiptir mestu hvern- ig reynt er að þoka miðlinum áfram. En þettta snýst ekki bara um það hvernig er málað heldur líka hvernig verkin fanga augnablik í tímanum. Það er margt sem gerist í ferlinu, á leiðinni að augnablikinu sem áhorf- andinn upplifir. Allir bera eitthvert skynbragð á málverk og ég þekki það vel, frá þeim tíma sem ég kenndi við listahá- skóla, að ef þriðja flokks málverk er hengt upp við hlið þriðja flokks ljós- myndar, þá lítur ljósmyndin alltaf miklu betur út. Fólk skynjar betur gallana í málverkinu en hins vegar taka allir ljósmyndir sjálfir og eru einhvern veginn glámskyggnari á gallana þar. Spíralverkun á fletinum Í raun snúast verkin um ljós,“ segir Innes. „Ég er með bakgrunn í fígúratífu málverki og lít enn á verk- in sem fígúratíf, en það er svo margt sem gerist í glímunni við fomin og litina. Verkin eru gerð með hönd- unum og möguleikinn á mistökum er sínálægur.“ Lóðrétt lína skiptir myndfleti mál- verkanna. Innes dregur fingur eftir einni þeirra og segir að augnablikið þegar hann dragi þessa línu á verkin og skipti þeim upp geri þau spenn- andi fyrir sér. „Það sem virkar jafn- vel mínimalískt og útreiknað þegar við horfum hér á verkin kemur út úr óreiðu og viðkvæmu ferli. Ég fjar- lægi lag eftir lag af málningu og þeg- ar það gengur upp finnst mér ein- hvers konar spíralverkun fara af stað. Verkin öðlast dýpt og lifna,“ segir hann og höndin teiknar spíral í loftið fyrir framan fjólubláan litaflöt sem leynir rauðum, svörtum og grænum tónum. Þegar Innes málar vatnslita- verkin dregur hann hverja litablönd- una eftir aðra á pappírinn og er af- raksturinn einstakar litablöndur með sérkennilega ljóðrænu gegn- umskini. „Hvert þessara verka hefur sína sögu,“ segir hann. En hefur Innes eitthvað á móti því að verkin séu sögð falleg? „Nei,“ segir hann og hlær. „Ég hef ekkert á móti því að fólk skil- greini verkin eins og því sýnist, en ég myndi frekar nota orðið erfið!“ Morgunblaðið/Einar Falur Afmálum „Verkin eru gerð með höndunum og möguleikinn á mistökum er sínálægur,“ segir Callum Innes. Það sem virðist útreikn- að sprettur úr óreiðu  Skoski abstraktmálarinn Callum Innes sýnir í i8 galleríi „Tónræn umönn- un“ nefnist fyr- irlestur sem Val- gerður Jóns- dóttir músík- þerapisti heldur á vegum tónlist- ardeildar Lista- háskóla Íslands í Sölvhóli í dag kl. 12.30. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. Í erindinu kynnir Valgerður doktorsrannsókn sína sem nefnist „Music-caring within the fram- ework of early intervention. The lived experience of a group of mothers of young children with special needs, participating in a music therapy group“ og hún varði við Álaborgarháskóla árið 2011. „Í snemmtækri íhlutun er lögð áhersla á að greiningu sé fylgt eftir með úrræðum sem í ljósi núverandi þekkingar séu líkleg til að draga úr áhrifum fötlunar á líf barns og fjöl- skyldu þess. Lögð er áhersla á að bæta horfur barnsins, efla lífsgæði þess og sjálfstæði. En fá úrræði eru til sem hafa það að markmiði að huga beint að foreldrunum sjálf- um,“ segir m.a. í kynningu, en alls tóku sjö mæður þátt í rannsókninni. Fjallar um tónræna umönnun í Sölvhóli Valgerður Jónsdóttir Félags íslenskra teiknara (FÍT) fagn- ar 60 ára afmæli sínu á þessu ári og af því tilefni var þeim Hauki Mar Haukssyni og Guðmundi Oddi Magn- ússyni boðin heiðursaðild að félag- inu. Þeir þykja hafa unnið ötullega að því að gera grafískri hönnun á Ís- landi hærra undir höfði og að koma henni á framfæri í öllum kimum menningarsamfélagsins. Á nýafstaðinni uppskeruhátíð FÍT voru veitt verðlaun í 22 flokkum. Sér- stök heiðursverðlaun hlaut bókakápa Ármanns Agnarssonar en bókin er um verk myndlistarmannsins Hreins Friðfinnssonar Hús eða House Proj- ect. Opnuð hefur verið sýning á þeim verkum sem hlutu verðlaun og við- urkenningar í Listasafni Reykjavíkur og stendur sýningin til 17. mars. Tveir nýir heiðursmeðlimir FÍT Heiðraðir Guðmundur Oddur Magn- ússon og Haukur Mar Hauksson. Í tilefni þess að í dag eru 60 ár liðin frá stofnun Bókasafns Kópavogs verður boðið upp á afmælisdagskrá í dag og næstu tvo daga. Gestir safns- ins fá afmælisköku og kaffi í dag milli kl. 13 og 17, auk þess sem boð- ið verður upp á ljóðalestur og tón- listarflutning. Á sama tíma á morgun verður boðið upp á flaututónlist, sögustund með Leynifélaginu auk þess sem Gjábakkaskáldin og félagar í Ritlistarhópi Kópavogs lesa úr verkum sínum. Á sunnudaginn kl. 11 verður sérstök ljóðamessa í Kópavogskirkju. Þar verða flutt ljóð eftir skáld tengd Kópavogi og í stað hefðbundinnar pré- dikunar mun sr. Hjörtur Pálsson skáld fjalla um skáldið Þorstein Valdi- marsson. Fyrir altari þjónar sr. Sigurður Arnarson. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Allar nánari upplýsingar um afmæl- isdagskrána eru á vefnum bokasafnkopavogs.is. 60 ár frá stofnun Bókasafns Kópavogs Hátíð Safnahúsið í Kópavogi hýsir Bóka- safn og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Breski plötu- snúðurinn Mid- land treður upp á Volta við Tryggvagötu 22 í kvöld. Sam- kvæmt upplýs- ingum skipu- leggjenda er Midland „þekkt- ur fyrir óhefð- bundinn hljóðheim sinn þar sem saman blandast rætur techno- og house-tónlistar“. Til upphitunar verða íslensku DJ-arnir Skeng og Jon Edvald. Húsið opnað kl. 23. Bandaríski saxófónleikarinn Col- in Stetson leikur á staðnum nk. sunnudagskvöld. Meðal þeirra sem hann hefur starfað með í gegnum tíðina eru Arcade Fire, Tom Waits, TV on the Radio, Bon Iver, LCD Soundsystem, The National, David Byrne og Feist. Auk Colins Stetsons kemur íslenski raftónlistarmað- urinn Úlfur fram. Húsið opnað kl. 20. Forsala miða á báða viðburði er á midi.is en miðasala fer síðan fram við innganginn. Midland og Stetson leika á Volta Midland 4ra rétta tilboðsseði ll og A la Carte í Per lunni Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is Verð aðeins 6.850 kr. Næg bílastæði Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.