Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 þær viðræður og var gengið frá samningi í ágúst 1988. Fjögur félög komu að kaupunum og var Hvalur hf. afgerandi stærst. Það áraði ekki vel í útgerð og fiskvinnslu á þessum árum og voru þessi kaup ansi djörf að áliti margra. Árni tók þá við forystu í stjórn Granda hf. og hefur hann leitt félagið alla tíð síðan. Hann sá til þess að hlutabréf félagsins voru skráð á markaði, hlutaðist til um sameiningar við útgerð- arfélög og kaup á öðrum útgerð- arfélögum. Þannig var hann potturinn og pannan í eflingu fé- lagsins alla tíð. Jóhann Hjart- arson, stjórnarmaður í HB Granda hf., orðaði það svo í tölvupósti til mín: „Það er ein- hvern veginn erfitt að hugsa um HB Granda án Árna.“ Svipuðu gegndi um aðkomu Árna að Fiskveiðahlutafélaginu Venus, Hval, Hampiðjunni, Stofnfiski og Nýherja. Þar sat hann ekki með hend- ur í skauti. Samstarf okkar hef- ur verið náið alla tíð. Þar hef ég frekar verið þiggjandi en gef- andi enda Árni mikill visku- brunnur og auðsótt alltaf að leita í smiðju til hans. Fjöl- skylda mín sendir Ingu og dætr- um þeirra og fjölskyldum svo og systrum Árna og fjölskyldum þeirra okkar samúðarkveðjur við fráfall Árna. Kristján Loftsson. Til þess að vera áhugaverður er nauðsynlegt að vera áhuga- samur. Þetta spakmæli heyrði ég fyrir nokkrum árum og þá varð mér réttilega hugsað til Árna. Hann var einstaklega áhugasamur maður um marga hluti, spurði spurninga á upp- byggjandi hátt og skipti þá engu máli hvort rætt var um útgerð, stjórnmál, fiskeldi eða laxveið- ar. Leiðir okkar Árna lágu sam- an árið 2006 er ég tók við Stofn- fiski þar sem hann var stjórn- arformaður og það var mikil gæfa fyrir mig að kynnast hon- um, vinnubrögðum hans og stjórntækni sem var styrk og uppbyggjandi. Hann átti ein- staklega auðvelt með að hrífa aðra með sér og því smitaðist ég oft af eldmóði og hugmyndauðgi og fyrir vikið naut hann mikillar virðingar hjá mér vegna yfir- burðaþekkingar og reynslu á málefnum fyrirtækja sinna og rekstri þeirra. Árni gerði sann- gjarnar kröfur til starfsfólks síns og var styðjandi í orðum og verkum. Hann lagði mikið upp úr gerð rekstraráætlana og að þeim yrði fylgt eftir og einnig hafði hann ríka réttlætiskennd og lagði mikið upp úr því að gagnkvæmt traust væri ávallt ríkjandi í samskiptum og rekstri. Sem fyrrverandi pró- fessor var hann stanslaust í kennarahlutverkinu og voru engin mál honum óviðkomandi sem sneru að rekstri og kann ég honum miklar þakkir fyrir að miðla mér af þekkingu sinni. Árni var víðlesinn heimsmaður sem kenndi mér að lífið allt er skóli og hversu mikilvægt það er að halda áfram að læra. Hann átti það þó til að kvarta um hversu erfitt og leiðinlegt væri að nota farsíma, en alltaf svar- aði hann þó. Einnig var hann lipur á internetið og fylgdist vel með. Árni hafði mikinn áhuga á laxveiði og var hann mikill veiði- maður. Á langri ævi hafði hann veitt víða um landið og upplifað margar laxveiðiár í blóma sín- um. Hann hafði gaman af að deila veiðisögum með öðrum og sagði hann þær af mikilli inn- lifun. Hann var einstaklega góð- ur veiðifélagi, kurteis og áhuga- samur og mikill pælari. Mér fannst einnig aðdáunarvert að hann skyldi stunda badminton af miklum móð og sagði það við- halda starfsorku sinni. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég vann með Árna og veit að ég er mun ríkari eftir þessi góðu ár sem því miður voru of fá. Í veikindunum kom vel í ljós hve lífsorka Árna var mikil og uppgjöf kom aldrei til greina. Hann ræddi opinskátt um veik- indi sín af æðruleysi og styrk og þess vegna finnst mér andlát hans bera brátt að. Kæra Inga, dætur, tengda- synir og barnabörn, ég og fjöl- skylda mín votta ykkur samúð mína og megi guð blessa minn- ingu hans. Jónas Jónasson. Árni Vilhjálmsson var ein- stakur maður, vel að manni, skarpgreindur og töluglöggur með afbrigðum, flott sambland af fræðimanni og viðskipta- manni. Hann hafði sérlega góða nærveru. Ég kynntist honum fyrst þegar ég hóf nám í við- skiptafræði við Háskólann en þar var Árni einn af aðalkenn- urunum. Það var skemmtilegt að vera í tíma hjá Árna og margt rætt fyrir utan námið. Árni og Ingibjörg voru að byggja á þessum árum, Árni setti okkur inn í málið og bauð okkur meira segja í heimsókn í rúmlega fokhelt húsið. Minnis- stætt er þegar við fórum á handfæraveiðar einir 20 nem- endur ásamt þremur prófessor- um, þar var Árni í essinu sínu enda rann sjómannsblóð í æðum hans og það er minnisstætt hvernig við þurftum að enda veiðiferðina, rétt eins og pabbi hafði alltaf gert, sagði Árni. Því lýsum við ekki nánar hér. Árni hafði milligöngu um að ég hóf störf hjá Loðnunefnd með náminu og síðar meir hafði hann milligöngu um að ég hóf störf í iðnaðarráðuneytinu. Seinna þegar ég stofnaði Verð- bréfastofuna kom Árni til mín og bað mig að hafa milligöngu um umtalsverð kaup á hluta- bréfum í ákveðnum sjávarút- vegsfyrirtækjum fyrir Granda. Ég spurði hvort við ættum ekki að gera skriflega samning um þetta, Árni sagði að þess gerðist ekki þörf, munnlegir samningar giltu alveg eins og skriflegir ef traust ríkti milli manna. Þessi viðskipti okkar stóðu í mörg ár. Árni var framsýnn í viðskiptum og vildi gera Granda að einu öfl- ugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og það tókst sannar- lega. Leiðir okkar lágu oft saman í Badmintonhúsinu við Gnoðar- vog, þar spilaði Árni í fjölda ára 2-3 sinnum í viku. Badminton- tímar voru heilagir, mikilvægir stjórnarfundir urðu að víkja fyr- ir þeim, enda góð regla. Ein- staka sinnum hljóp ég skarðið á vellinum hjá Árna og félögum ef mann vantaði, keppnisskapið hjá Árna var ódrepandi og leik- gleðin skein af honum, það var farið í hvern leik til að vinna. Að leiðarlokum er þakkað fyrir ánægjulega samvinnu, uppfræðslu, stuðning og skemmtileg kynni. Árni var ein- staklega kraftmikill og heil- steyptur maður, sem áorkaði miklu á sinni lífsleið. Ingi- björgu, dætrunum og fjölskyld- um þeirra eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Jafet S. Ólafsson. Með Árna Vilhjálmssyni er fallinn frá kær vinur og sam- starfsmaður um langt árabil. Samskipti okkar Árna ná til unglingsáranna, en þá var sam- vinna feðra okkar mikil, sem báðir voru framsæknir togara- skipstjórar og miklir hugsjóna- menn. Þeir voru í fámennum hópi skipstjórnarmanna og vél- stjóra, sem stofnuðu Hampiðj- una árið 1934 undir forustu Guðmundar S. Guðmundssonar, verkstjóra í Héðni hf. Samstarf okkar Árna hófst síðan fyrir um fjörutíu árum, þegar við vorum báðir stjórn- armenn í Hampiðjunni. Að baki var mikil og oft á tíðum tvísýn barátta um tilvist fyrirtækisins. Þannig voru sjávarútvegs- fyrirtækjum oft bættar afleið- ingar hárrar gengisskráningar, en ótollverndaður veiðarfæra- iðnaður varð að takast á við vandann og þurfti að auki að sæta undirboðum erlendra framleiðenda. Þessi orrahríð mæddi mjög á föður mínum, sem var þá forstjóri Hampiðj- unnar, en þá heyrði ég hann hafa á orði, hversu Vilhjálmur Árnason, faðir Árna, hefði verið traustur og ómetanlegur bak- hjarl. „Hann var eins og klett- ur, sem ekkert haggaði,“ sagði hann um Vilhjálm. Traust og trúnaður ein- kenndi ætíð samstarf okkar Árna í stjórn Hampiðjunnar. Á síðasta áratug hefur Hampiðj- an þurft að endurskipuleggja rekstur sinn frá grunni. Því hefur fylgt uppstokkun og sam- eining á framleiðslu félagsins, fjárfesting í erlendum fyrir- tækjum og þróun nýrra sölu- vara. Samstaða eigendanna og stuðningur við forstjóra félags- ins í þeim verkefnum öllum hef- ur að mínu mati verið forsend- an fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur. Í bankastjórastarfi mínu vann ég með mörgu hæfu fólki, sem verið hafði nemendur Árna í viðskiptafræðideild HÍ. Öll mátu mikils hæfileika og kunn- áttu læriföður síns og betur varð mér ljóst þá, hversu mikið framlag viðskiptafræðideildar HÍ er við uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Árið 1988 hafði Árni for- göngu í því, að nokkur fyrir- tæki gerðu tilboð í 78% hlut Reykjavíkurborgar í Bæjarút- gerð Reykjavíkur, sem nú heit- ir HB Grandi. Hampiðjan lagði til rúman fjórðung þess fjár, sem til þurfti. Við í stjórn Hampiðjunnar studdum og treystum Árna í þessum fjár- festingum og hélt hann af- burðavel á málum þess félags með fjölþættri uppbyggingu þess, sem er nú stærsta og öfl- ugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Óvenjulegt verður að telja, að maður er á að baki mikið akademískt starf, höfundur fjölda greina, bæklinga og bóka um fræðigrein sína verði slíkur forustumaður í uppbyggingu öflugra fyrirtækja, sem eitt og sér hefði verið ærið ævistarf. Það var mikið lán, að eiga að vini og samstarfsmanni Árna Vilhjálmsson. Ég get sagt um Árna, líkt og faðir minn sagði um föður hans, að hann hefur verið mér og Hampiðjunni traustur og ómetanlegur bak- hjarl, klettur sem ekkert hagg- aði. Við Ragnheiður sendum Ingu og fjölskyldu Árna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bragi Hannesson. „Okkur leggst eitthvað gott til“ sagði Árni þar sem við sát- um nokkrir saman á stjórnar- fundi í Hampiðjunni, örfáum dögum fyrir jól. Árið var 1993. Eftir margra ára sölusamdrátt var áætlun næsta árs til kynn- ingar og í þeim kortum sást fátt annað en áframhaldandi sam- dráttur og niðurskurður. Stjórnendur, lúnir á brekkunni, kynntu eigendum stöðuna. Ástæðan var svo sem ekki lang- sótt. Íslenska kvótakerfið var farið að virka vel, fiskiskipum fór fækkandi og vel þegin hag- ræðing útgerðarinnar speglað- ist í samdrætti hjá Hampiðj- unni. En skýringar, þótt réttar væru, milduðu ekki ástandið. Mér urðu orð Árna minnis- stæð. Fyrirtæki eiga það sam- eiginlegt með börnum að það skiptir þau miklu hverjir eiga þau, án þess þó að þau fái nokkru um það ráðið. Eigendur Hampiðjunnar hafa ætíð stutt stjórnendur félagsins með ráð- um og dáð, hvort heldur sem rekstur félagsins væri á fótinn eða hallaði undan. Og spá Árna gekk eftir. Félagið fékk góða viðspyrnu með nýjum vörum og við tók árleg söluaukning í stað samdráttar. Árna var umhugað um að fyr- irtæki ræktu hlutverk sitt í samfélaginu af myndarskap. Samtakamáttur hluthafanna þyrfti að nýtast samfélaginu öllu. Starfsmenn, viðskipta- menn, sameiginlegir sjóðir og hluthafar gætu og ættu að ná árangri saman. Peningar, pen- inganna vegna, voru aldrei keppikefli Árna. Ekki hið minnsta. Fjármunir voru í hans huga hreyfiafl, verkfæri, sem þeim sem höfðu þá hverju sinni til ráðstöfunar bar að nýta til sköpunar verðmæta, samfélag- inu til gagns. Árni var kennari og fræði- maður og vinsæll af nemendum sínum. Minnisstæður er kúrsinn um stefnumótun fyrirtækja, sem hann kenndi okkur verð- andi viðskiptafræðingum á loka- ári. Þar naut hann sín við að kryfja vanda fyrirtækja og mögulega endurreisn þeirra með samtali við bekkinn. Mis- gáfulegar tillögur unga fólksins voru hentar á lofti og krufðar. Það var góður skóli. Þar sem fræðimanninum sleppti tók framkvæmdamaður- inn við. Árni vildi byggja upp, framkvæma, þróa og sækja fram. Í þau 27 ár sem ég hef setið stjórnarfundi í Hampiðj- unni man ég aldrei eftir hiki hjá Árna þegar kom að fjárfestingu. Alltaf var áhuginn í andlitinu og ef þurfti minnti hann viðstadda á kosti fjárfestingarinnar. Meiri gæði, ný vara, aukin samkeppn- ishæfni – kostirnir voru alltaf fjármununum yfirsterkari. Árni var mildur maður að eðl- isfari en átti skap ef þurfti. Lík- lega var hann sumum dulur, en vinum sínum var hann opinn, einlægur og gamansamur. Hann var hnyttinn og húmorískur og átti einstaklega auðvelt með að sameina góðan hóp á góðri stundu í kímni og hlátri. Árni var ástríkur fjölskyldumaður og átti því láni að fagna að eiga Ingibjörgu Björnsdóttur sem lífsförunaut. Það leyndi sér ekki hve náin og samhent þau hjón voru. Við Kristín sendum Ingu og fjölskyldu Árna okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Hampiðjunnar vil ég þakka Árna af heilum hug fyrir óbilandi stuðning í hálfa öld. Minning hans og hugsjón munu lifa með félaginu. Jón Guðmann Pétursson. Með Árna Vilhjálmssyni er fallinn frá góður vinur og sam- starfsmaður í áratugi. Þótt við Árni hefðum vitað deili hvor á öðrum í Menntaskólanum í Reykjavík urðu kynni okkar fyrst náin eftir að ég réðst sem kennari til viðskiptadeildar HÍ árið 1971. Árni hafði þá verið prófessor við deildina frá 1961. Á honum hvíldi mikið kennsluá- lag því fáir voru kennararnir. Hófst hann samt handa við að endurskipuleggja og auka við- skiptafræðinámið. Stefnumörk- unin var fyrst og fremst hans verk og í hans hlut kom einnig að fylgja henni eftir yfir lengri tíma. Veigamiklar breytingar voru gerðar árið 1964 er cand.oecon.-náminu var skipt í fyrri og síðari hluta, hvor með tveggja ára yfirferð. Síðari stóra breytingin á þessum tíma og í anda stefnumörkunar Árna var gerð 1970 er nemendur gátu valið á milli fyrirtækjakjarna og þjóðhagskjarna en það leiddi síðar til fullrar aðgreiningar náms í hagfræði og viðskipta- fræði. Á hvorum kjarna fyrir sig áttu nemendur einnig kost á kjörsviðum og kjörgreinum til að fylgja eftir áherslum sínum í náminu. Má segja að þessar breytingar hafi í grundvallarat- riðum haldist um áratuga skeið. Við stjórnunarstörf innan viðskiptadeildar þar sem Árni gegndi starfi deildarforseta nokkrum sinnum bættust trún- aðarstörf fyrir háskólann. Þannig var hann eftirsóttur til stjórnarsetu í fyrirtækjum há- skólans og sat m.a. bæði í stjórnum Reykjavíkurapóteks og Háskólabíós. Árni sóttist ekki eftir sviðs- ljósinu, hélt sig frekar til hlés. Skoðanir hans voru vel ígrund- aðar og málefnalegar umræður voru honum að skapi. Metnaður hans fyrir hönd viðskiptadeild- ar var mikill og smitaði út frá sér til samhents hóps kennara. Kennslugreinar hans vörðuðu fjármál og stefnumótun fyrir- tækja. Gat hann þar miðlað af yfirburða þekkingu sinni og reynslu á fyrirtækjarekstri til mikils gagns fyrir þann stóra hóp nemenda sem hann kenndi. Á kveðjustund er mér efst í huga að þakka hlýhug hans, vináttu og samneyti í gleði og starfi. Fjölskyldu hans vottum við hjónin innilegustu samúð okkar. Þórir Einarsson. Árni Vilhjálmsson, profess- or emeritus atque doctor oeco- nomae honoris causa, var einn frumherja í kennslu viðskipta- fræða og hagfræða á Íslandi. Þegar Árni Vilhjálmsson lauk prófi frá laga- og hagfræða- deild Háskóla Íslands höfðu aðeins 58 stúdentar lokið cand. oecon. prófi. Eftir framhalds- nám við hinn virta háskóla, Harvard Business School, í Bandaríkjunum hóf hann kennslu í fjármálum fyrir- tækja og tengdum greinum í sinni gömlu háskóladeild. Árni var þriðji prófessorinn, sem skipaður var til kennslu í við- skiptafræði og hagfræði. Sér- stakt viðfangsefni Árna var að mæla árangur í rekstri. Sér þess stað í þeim ritum sem eft- ir hann liggja. Jafnframt kennslu í þeim greinum, sem eru undirstöðugreinar fyrir ís- lenskt atvinnulíf, tók Árni virkan þátt í stjórnum ýmissa félaga. Því verður Árna ekki aðeins minnst sem prófessors, heldur einnig sem stjórnanda í íslensku atvinnulífi. Það má því með sanni segja að reynsl- una úr atvinnulífi tók Árni með sér í kennslu í viðskiptafræð- um, sem þannig tók mið af kröfum atvinnulífsins að mati prófessorsins. Árna verður minnst sem ágæts samstarfsmanns, sem gerði hárfínar athugasemdir þegar við átti, jafnframt því sem hann lét sér annt um fram- gang sinna fræða. Þegar Árni lét af störfum fyrir 15 árum gat hann betur einbeitt sér að stjórnarstörfum í ýmsum fyr- irtækjum, með starfsemi í lofti, láði og legi. Þar miðlaði hann af kunnáttu sinni og setti svip sinn á rekstur þeirra. Síðast en ekki síst skal það nefnt að Árni beitti sér fyrir stofnun Holl- vinafélags viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands. Það eru um 60 ár frá því Árni Vilhjálmsson kom fyrst að viðskiptafræðinni, þá sem nem- andi í laga- og hagfræðadeild. Nú kveðja viðskiptafræðideild og hagfræðadeild einn af sínum frumkvöðlum og þakka há- skóladeildirnar Árna hans framlag. Starfsfólk hagfræði- deildar og viðskiptafræðideild- ar vottar Ingibjörgu, konu Árna, dætrum þeirra og fjöl- skyldum samúð. Megi minningin um ágætan dreng heiðrast í vitund þinni. Ingjaldur Hannibalsson, forseti Viðskiptafræði- deildar Háskóla Íslands, Tor Einarsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfðingi er fallinn frá. Árni Vilhjálmsson, fv. prófessor og heiðursdoktor við Háskóla Ís- lands, lést 5. mars 2013. Hann átti glæsilegan náms-, mennta- og kennsluferil og glæstan feril í atvinnulífinu. Hann byggði upp viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Ísland og kenndi þar með miklum og góðum árangri í ára- raðir. Hann gegndi störfum for- seta viðskiptadeildar. Hann rit- aði fjölda greina um fjármál og reikningsskil og sat í fjölda nefnda og stjórna. Ég ætla ekki að rekja hans farsæla feril á því sviði heldur minnast hans sem manns. Hann var afburðavel gefinn og auk þess skemmtileg- ur. Mikill framfara-, atorku- og hugsjónamaður. Hann vildi sjá háskólanám á Íslandi aukast og eflast og sjá öflugt atvinnulíf þróast og þar var hann í for- ystu. Ég átti því láni að fagna að eiga hann sem vin, samstarfs- mann og félaga í yfir 30 ár. 15 ár í stjórn Flugleiða-Icelandair 1986-2001. 15 ár í stjórn Granda hf. þar sem hann gegndi störf- um formanns, Hann var enn for- maður HB Granda hf. á dán- ardegi og hafði tekist að gera HB Granda hf. að einu traust- asta og öflugasta sjávarútvegs- fyrirtæki á Íslandi. Yfir 30 ár í stjórn Hvals hf. og dótturfyr- irtækja þar sem hann gegndi stjórnarformennsku. Auk þess vorum við veiðifélagar árum saman og þar þróuðust ýmsar hugmyndir. Hann sat í fjöl- mörgum stjórnum, oft sem stjórnarformaður, svo sem í Hampiðjunni hf., Nýherja hf., Vogun hf. o.fl. Hann var hug- myndaríkur með afburðum og kom oftast hugmyndum sínum í framkvæmd. Sumar þeirra virt- ust óframkvæmanlegar við fyrstu sýn en hann var ávallt með báða fætur á jörðinni og flestar hugyndir hans stóðust og honum tókst að gera þær að veruleika. Hann var mikill forystumað- ur. Hann skapaði traust og trú á verkefnin. Hann var góður og traustur vinur. Hann var ávallt í okkar kynnum glaður og fullur áhuga um flest mál. Honum var sjósókn og sjávarútgerð í blóð borin enda kominn af lands- þekktu afla- og sjósóknarfólki. Faðir hans, Vilhjálmur Árnason skipstjóri, var á árum áður einn helsti aflamaður og sjósóknari Íslands. Árni fór ungur sem sjó- maður í Smuguna (Bjarnareyja- veiðin) þegar fáir stunduðu þær veiðar. Þekking hans á sjávarút- vegsmálum var óviðjafnanleg og yfirgripsmikil. Sama gilti um vin hans og félaga Kristján Loftsson, en þekking mín á sjávarútvegsmálum var tak- markaðri. Árni sat í stjórn Flugleiða- Icelandair í 15 ár. Fyrir hönd þeirra sem störfuðu með Árna að flugmálum flyt ég honum þakkir fyrir frábær störf, oft á erfiðum tímum. Árni átti sér lífsförunaut. Kona hans Ingi- björg Björnsdóttir var stoð hans og stytta um langa hríð en þau gengu í hjónaband 18. júlí 1964. Ingibjörg er framúrskar- andi dugnaðarkona og menning- arfrömuður. Þau eignuðust þrjár dætur: Ásdísi Björk, Birnu Helgu og Auði Kristínu. Ég votta þeim og öllum að- standendum samúð mína og óska þeim guðs blessunar. Ég mun sakna góðs vinar og góðs manns. Eigi Ísland marga slíka er landi og þjóð borgið. Orlando Florida í mars 2013, Gretar Br. Kristjánsson, fv. varaformaður stjórnar Flugleiða-Icelandair. Það er alltaf dapurlegt að sjá á eftir góðum dreng. Árni Vil- hjálmsson kom víða við og markaði alls staðar markverð spor. Hann kenndi í áratugi í Háskóla Íslands og vissi allt sem vert var að vita um fjármál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.