Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Tollgæslan hefur lagt hald á rúm átta kíló af amfetamíni á Keflavík- urflugvelli það sem af er þessu ári. Á öllu síðasta ári var lagt hald á um níu og hálft kíló á vellinum. Í heild- ina hefur á fimmta tug kílóa af am- fetamíni sem flytja hefur átt inn til landsins verið tekið samkvæmt upp- lýsingum tollgæslunnar. Á flugvellinum hefur einnig verið lagt hald á um hálft kíló af kókaíni. Þá hafa fjögur grömm af hassi, 57 kannabisfræ og 8,35 grömm af met- hamfetamíni verið tekin í tollpóst- inum. Langstærsta fíkniefnainnflutn- ingsmálið kom upp í janúar en þá var lagt hald á rúm tuttugu kíló af amfetamíni í tollpóstinum í Reykja- vík auk 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eftir vinnslu jafngildir það um 17 kílóum af amfetamíni. Gæti þýtt aukin neysla Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir að þar á bæ hafi menn ekki orðið varir við breytingar á markaði með örvandi vímuefni. „Þegar svona stórar sendingar koma þá þarf það ekki að þýða að ástandið hafi breyst mikið. Þegar litið er til haldlagningar þarf að gera skýran greinarmun á því sem er tekið í innflutningi og svo því sem er tekið innanlands.“ Það sem hefur einkennt fíkniefna- markaðinn eftir hrunið er að neysla á amfetamíni og kókaíni hefur dreg- ist saman að sögn Þórarins. Neyslan færðist yfir í rítalín og e-töflur. Ekki hafi verið að merkja breytingu á neyslu rítalíns frá því 2010. Mark- aðurinn er þó fljótur að breytast. „Það sem þetta bendir til er að menn í þessum heimi hafa vænt- ingar um að geta selt mikið af ólög- legu amfetamíni inni á þessum markaði og að hann geti tekið við því. Það er engin ástæða til að ætla annað en að ef þeir sækja hart inn þá muni þeim takast það. Við gæt- um átt í vændum aukningu á am- fetamínneyslu en vonandi dregst þá rítalínneyslan eitthvað saman,“ seg- ir hann. „Gera sér væntingar um að geta selt mikið af amfetamíni á þessum markaði“  Mikið magn af amfetamíni hefur verið tekið í tollinum það sem af er árinu Morgunblaðið/Júlíus Amfetamín Eftir hrunið minnkaði neysla á örvandi efnum eins og amfeta- míni og kókaíni. Þess í stað jókst neysla á rítalíni og e-töflum til dæmis. Carl Bildt, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, og Össur Skarphéð- insson utanríkis- ráðherra munu setja alþjóðlega ráðstefnu um áskoranir og tækifæri á norðurslóðum sem fram fer á mánudag. Hún er haldin í tengslum við opnun nýs rann- sóknarseturs um norðurslóðir inn- an Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Ráðstefnan hefst á Hótel Sögu 18. mars og stendur í tvo daga. Fjölmargir erlendir og íslenskir fræðimenn og sérfræðingar taka þátt í ráðstefnunni sem Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands, Frið- arrannsóknastofnunin í Stokk- hólmi (SIPRI) og utanríkisráðuneyti Íslands og Sví- þjóðar standa að. Bildt setur norður- slóðaráðstefnu Carl Bildt Bráðabirgðatölur frá Fjársýslu ríkisins um greiðsluuppgjör rík- issjóðs benda til að hallinn á rík- issjóði á síðasta ári hafi verið 40,5 milljarðar og að frumjöfnuður rík- issjóðs hafi verið jákvæður um 18 milljarða á greiðslugrunni. Þetta er verri niðurstaða en fjárlögin gerðu ráð fyrir þegar þau voru samþykkt í árslok 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Fjárlög eru bæði gerð upp á rekstrargrunni og greiðslugrunni. Á rekstrargrunni eru tekjur færð- ar í bókhald þegar þeirra er aflað án tillits til þess hvenær þær inn- heimtast og gjöld þegar þau falla til, óháð því hvenær þau koma til greiðslu. Með rekstrargrunni fæst betri mæling á afkomu en þegar miðað er við greiðslugrunn. Á sama hátt fæst einnig skýrari mynd af eignum og skuldum, séu reikningsskil miðuð við rekstr- argrunn. Í tilkynningu ráðuneytisins seg- ir að þar sem veigamestu rekstr- argrunnsuppgjörin fara ekki fram fyrr en síðar á þessu ári við lokun ríkisreiknings, s.s. lífeyr- isskuldbindingar, afskriftir skatt- krafna og aðrir óreglulegir út- gjaldaliðir, séu þær niðurstöður sem nú liggja fyrir nær því að vera bráðabirgðatölur á greiðslu- grunni. Ráðuneytið birtir því tölur í dag á greiðslugrunni. Samkvæmt fjárlögum átti hall- inn á greiðslugrunni að vera 34,7 milljarðar. Niðurstaðan er hins vegar 40,5 milljarðar. Fjárlög gerðu ráð fyrir jákvæðum afgangi á frumjöfnuði upp á 22,3 milljarða. Niðurstaðan er hins vegar afgang- ur á frumjöfnuði upp á 18 millj- arða. Frumjöfnuður í rekstri rík- isins er afkoma án vaxtatekna og vaxtagjalda. „Þetta er í fyrsta sinn eftir bankahrunið haustið 2008 sem af- gangur næst á frumjöfnuði og hef- ur þar með fyrsta markmiði rík- isfjármálaáætlunar stjórnvalda verið náð. Sá árangur að ná já- kvæðum frumjöfnuði er stór áfangi í því að stöðva skuldasöfn- un ríkissjóðs, ná niður vaxtakostn- aði og treysta forsendur velferð- arsamfélagsins til framtíðar litið,“ segir í tilkynningu fjármálaráðu- neytisins. Meiri halli en reiknað var með  18 milljarða afgangur á frumjöfnuði Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem elska hönnun Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 5.890 m2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.