Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 og reikningshald. Hann var góður kennari en ekki allra og það var betra að sýna námsefn- inu áhuga. Árna leiddist að eyða tímanum í eitthvað sem skipti litlu máli. Hann kom að rekstri fjölmargra fyrirtækja og ég hef ekki kynnst neinum sem var jafn skarpskyggn á þau mál og hann. Okkar samskipti og vin- átta hafa lengi átt samleið. Við kenndum meðal annars í ára- raðir í Háskólanum í sömu deild og í mörg ár sat ég með Árna í stjórn Granda. Alltaf var sam- starfið mjög gott á milli okkar og alltaf hlakkaði ég til funda með Árna. Nú síðast sátum við saman í stjórn Stofnfisks, öfl- ugs fyrirtækis á sviði fiskeldis, funduðum sjaldan en með þeim mun meiri árangri. Árni var góður í viðkynningu, góður húmoristi, gat verið háðskur og afgreitt menn snyrtilega ef þess þurfti. Hann var jarðfastur í ís- lensku atvinnulífi, enda fæddur á lokadaginn, og öll hans mörgu fyrirtæki gengu vel og þar var heiðarleikinn í fremsta sæti. Forstjórum hans gekk misvel að vinna með honum enda mað- urinn kröfuharður en margir hafa lært það sem þeir kunna af honum. Það var gaman að vera með Árna í laxveiðitúrum og þá skipti aflinn ekki öllu þótt áhug- ann vantaði ekki. Hann var ekki alltaf að leggja prófgráður til grundvallar. Eitt sinn þurftum við tveir að ráða starfsmann, sem var með góð próf, en þegar kom í ljós að afi umsækjandans hafði verið fyrsta flokks hvala- skytta þá var ekkert verið að velta vöngum yfir þessu. Mað- urinn var ráðinn. Við vinirnir úr Viðskipta- og hagfræðideild Árni, Brynjólfur Sigurðsson, Stefán Svavarsson, Þórir Einarsson og ég höfum haft það fyrir venju í áratugi að hittast einu sinni á ári í góðum kvöldverði og leysa málin. Eitt- hvað hafði dregist að við hitt- umst og Árni sagði að Brynj- ólfur og Þórir mættu ekki vera að neinu eftir að þeir fóru á eft- irlaun. Hvort sem það er rétt eða ekki þá sjáum við nú á eftir góðum vini en við eigum minn- ingarnar. Ingibjörg Björnsdótt- ir, eiginkona Árna, var honum alltaf við hlið og okkur Árna fannst það gaman þegar Kol- brún, eiginkona mín, og Ingi- björg fóru að læra sagnfræði á sama tíma fyrir nokkrum árum. Við Kolbrún biðjum góðan Guð að vera með Ingibjörgu og fjölskyldunni á þessari sorgar- stundu. Ágúst Einarsson. Í dag þegar Árni Vilhjálms- son er borinn til grafar má ég til með að minnast hans með nokkrum lítillátum setningum. Fyrst þegar ég kynntist Árna hafði ég starfað sem út- gerðarstjóri hjá Friosur í Suð- ur-Síle í nokkur ár en Árni kom þá í stutta heimsókn til okkar. Ég var þá að reyna með nokkrum vinnufélögum að telja starfandi stjórn félagsins á að fara í kaup á skipi til veiða á gjörólíku veiðisvæði en okkar hefðbundna og vantaði okkur nokkuð meira en herslumun á þá sannfæringu. Eftir að hafa kynnt verkefnið fyrir Árna breyttist þó viðhorf stjórnar al- gerlega þar sem að Árni tók upp málstað okkar fyllilega en þó svo Árni væri venjulega ekki stórorður var hann ávallt sann- færandi. Verkefnið skilað síðan af sér 10% varanlegum leigu- kvóta á öðrum stærsta hvítfisk- stofni Síle. Það var alveg sama hvar Árni bar niður í heimsóknum sínum til okkar, alltaf var hann með á nótunum, með góðar ráð- leggingar eða einfaldlega nógu þolinmóður til að hlusta á hug- myndir um ný verkefni. Árna verður sárt saknað af okkur í Friosur sem styrkur og ótæmandi viskubrunnur og telj- um við að Árni hafi verið lang- fremstur meðal jafningja í því alþjóðlega samstarfi sem Frios- ur hefur verið í undanfarna ára- tugi. Innilegar samúðarkveðjur til Ingibjargar og allrar fjölskyldu Árna frá okkur vinum og fé- lögum í Friosur. Grímur Ólafur Eiríksson, Pesquera Friosur. Heiðursmaðurinn Árni Vil- hjálmsson var áttræður er hann lést og sinnti fjölmörgum ábyrgðarstörfum fram til síð- asta dags. Með Árna kveðjum við framsækinn fræðimann, frumkvöðul og forystumann í ís- lensku atvinnulífi. Árni kynntist sjávarútvegi og iðnaði á sínum yngri árum vegna þátttöku fjölskyldu hans á því sviði. Stærstan hluta starfsævi sinnar helgaði hann sig fræði- störfum sem prófessor við Há- skóla Íslands og var þar skemmtilegur lærifaðir og góð- ur félagi. Okkar kynni hófust þegar ég stundaði nám við Við- skiptadeild HÍ og urðu mikil og góð þegar hann var leiðbeinandi minn við lokaritgerð, en þá átt- um við djúpar umræður um stefnumótun fyrirtækja sem voru honum alltaf sérstaklega hugleikin. Enn betri kynni tókust með okkur er við störfuðum á vegum Stjórnunarfélags Íslands fyrir um 35 árum, en þar var Árni formaður fræðsluráðs. Á þess- um tímum var lítil fræðsla um stjórnun og rekstur í boði fyrir starfandi stjórnendur en Árni þekkti manna best þann mikla ávinning sem aukin þekking stjórnenda gæti skilað. Minnis- stæðar eru leiftrandi umræður og hugmyndir um hvernig mætti auka framleiðni og arð- semi með vandaðri og faglegum vinnubrögðum í stjórnun og rekstri fyrirtækja. Ánægjulegt hefur verið fyrir Árna að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur á því sviði hjá mörgum vel reknum fyrirtækjum hérlendis frá því sem var á þeim tíma þeg- ar hann hóf kennslu. Gróskumikið atvinnulíf bygg- ist á frumlegri hugsun í starfi frumkvöðla og sem slíkur var Árni mjög virkur. Þess sáust merki með þátttöku hans í upp- byggingu Nýherja, HB Granda, Hampiðjunnar og fleiri fyrir- tækja. Árni hafði forystu um stofnun Nýherja árið 1992, var stjórn- arformaður fyrstu árin og sat í stjórn félagsins til æviloka. Á þeim vettvangi höfum við í á annan áratug átt ógleymanlega fundi og ánægjustundir. Árni hafði sérstakan hæfi- leika á að sjá aðalatriði hvers máls, skarpskyggn á áhættu, en jafnframt framsækinn í nýjung- ar í takt við breytta tíma. Hann hafði óvenju yfirgripsmikla þekkingu á öllu sem sneri að at- vinnurekstri og ríka réttlætis- kennd um starfshætti og prin- sipmál í fyrirtækjarekstri. Hann var hógvær í samskiptum, úr- ræðagóður og skarpur í ábend- ingum og skoðunum um mik- ilvæg málefni. Það var ómetanlegt að hafa Árna í forystu Nýherja og fá að njóta hans miklu þekkingar og reynslu. Fyrir hönd starfs- manna Nýherja þakka ég ánægjulegt samstarf og forystu frá upphafi. Ég votta Ingibjörgu, dætrum þeirra og fjölskyldum innilega samúð á sorgarstund. Megi Guð blessa minningu Árna Vil- hjálmssonar. Þórður Sverrisson. Ágætur maður er fallinn frá. Árni Vilhjálmsson var mikill hugsuður, lærifaðir og leið- beinandi. Hann var fremur dul- ur og hélt spilum þétt að sér. Í október 1988 fór Árni fyrir hóp fjárfesta, sem festi kaup á hlut borgarinnar í Granda hf., en félagið var stofnað 1985 við einkavæðingu BÚR með sam- einingu við Ísbjörninn. Við Árni unnum saman í 14 ár, en áður var hann kennari minn í Háskóla Íslands. Á þessum tíma voru mikil umbrot í sjávarútvegi þjóðar- innar. Árni missti aldrei sjónar á hagkvæmni fiskveiðistjórn- unar og hafði mestan áhuga á að hlutabréf í Granda væru á verðbréfamarkaði, þannig að almenningur gæti tekið þátt í atvinnurekstrinum. Mín hluttekning til Ingi- bjargar og fjölskyldu. Brynjólfur Bjarnason. Lærifaðir, örlagavaldur, samstarfsmaður, vinur. Árni Vilhjálmsson var mér allt þetta. Við hittumst fyrst haust- ið 1961. Ég, nýinnritaður í við- skiptadeild Háskóla Íslands, hann, nýskipaður prófessor. Árni var mikil lyftistöng fyrir viðskiptadeildina. Hann var nýkominn heim frá námi í ein- um virtasta háskóla heims. Fjögur meginsvið rekstrarhag- fræðinnar eru framleiðsla, markaðsfræði, fjármál og stjórnun. Kennsla á öllum svið- unum hvíldi á herðum Árna. Kennslusviðið var því mjög víð- feðmt og kennslubyrðin þar með þung. Metnaður unga pró- fessorsins var mikill. Hann lét sér ekki nægja að kenna hin klassísku fræði heldur kom á framfæri við nemendur sína ýmsum nýjungum sem birtust í fræðitímaritum t.d. Harvard Business Review. Stundum komu í heimsókn til deildarinn- ar erlendir fræðimenn og fluttu fyrirlestra. Hlutverk gestgjafans lenti þá oft á Árna. Hlutverkið var gjarnan í því fólgið að sýna gestunum mark- verða staði í borginni og ýmsa sögustaði í nánd hennar. Und- irbúningur kennslu næsta dag hefur því krafist næturstunda. Það var eftir heimsókn pró- fessors í markaðsfræðum við Verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn, sem nú ber heitið Copenhagen Business School, að Árni beindi mér til fram- haldsnáms í markaðsfræðum við þann skóla. Þar með voru örlög mín ráðin. Fastráðnir kennarar við við- skiptadeildina voru fáir þegar Árni hóf þar störf. Hann bar hag deildarinnar mjög fyrir brjósti og beitti sér ötullega fyrir þróun hennar. Kennurum fjölgaði smám saman enda margfaldaðist fjöldi nemenda. Í áratugi var Árni í fararbroddi í þróunarstarfi deildarinnar. Árna var umhugað um að fólk utan háskólans kynntist viðskiptafræðum. Þegar stjórnvöld ákváðu að Ísland skyldi gerast aðili að Efta var ákveðið að koma á umfangs- miklu námskeiðahaldi fyrir fólk í atvinnulífinu. Sameigin- legt heiti námskeiðanna var Stjórnunarfræðslan. Hann var þar í stjórn auk þess sem hann annaðist kennslu á námskeið- inu um fjármál. Árni var eftirsóttur í stjórn- ir fyrirtækja. Þar var ekki að- eins um að ræða fyrirtæki sem tengdust honum og fjölskyldu hans heldur einnig fyrirtæki honum óskyld. Háskóli Íslands naut einnig starfskrafta hans í stjórnum fyrirtækja sem tengdust háskólanum og að auki var hann oft skipaður í nefndir á vegum hins opinbera. Árni Vilhjálmsson var heil- steyptur maður og ráðhollur. Það var hægt að leita til hans með sérhvern vanda. Hann gaf sér tíma til að brjóta vanda- málin til mergjar og gaf síðan rökstudd holl ráð. Það er gæfa hvers manns að eiga slíkan starfsfélaga að vini. Hans er saknað. Við hjónin sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Ingibjargar, eiginkonu hans, og fjölskyldu. Brynjólfur Sigurðsson. Árni Vilhjálmsson bar ekki utan á sér, að hann var einn auðugasti útgerðarmaður landsins. Hann var meðalmað- ur á hæð, grannvaxinn, með hvasst nef, örlítið lotinn í herð- um, bláeygur, rauður í vöngum og útitekinn eins og erfiðis- maður, hógvær og kurteis, oft- ast með bros á vör og vildi ber- sýnilega forðast átök. En undir niðri var hann maður afar ákveðinn, jafnvel ráðríkur, ljóngáfaður og harðduglegur. Í honum sameinaðist á fágætan hátt fræðimaður og fram- kvæmdamaður. Árni var eindreginn frjáls- hyggjumaður, og kynntist ég honum fyrst, þegar hann var formaður nefndar, sem Matt- hías Á. Mathiesen, þá fjármála- ráðherra, skipaði 1977 til að skoða sölu ríkisfyrirtækja, en ungir sjálfstæðismenn höfðu þá undir forystu Friðriks Sophus- sonar markað sér stefnu undir kjörorðinu „Báknið burt“. Gerði Árni grein fyrir niður- stöðum nefndarinnar í tímarit- inu Frelsinu 1983. Ríkisstjórn- in 1983-1987 framkvæmdi margar tillögur nefndarinnar. En Árni lét sér ekki nægja að skrifa um einkarekstur. Hann vildi skapa. Árið 1988 keyptu hann og viðskiptafélagi hans og vinur, Kristján Lofts- son, mestallan hlut borgarinn- ar í útgerðarfélaginu Granda, en Davíð Oddsson, þá borgar- stjóri, hafði haft forgöngu um stofnun þess 1985 upp úr Bæj- arútgerð Reykjavíkur, sem lengi hafði verið rekin með stórtapi. Eru allir nú sammála um, að þetta hafi verið hið mesta heillaráð. Þegar ég sneri til Íslands haustið 1985 eftir nám í Ox- ford, hafði ég helst hug á því að kenna í viðskiptafræðideild. Árni var þar þá prófessor og deildarforseti og réð mig þang- að í stundakennslu, sem ég sinnti um skeið mér til ánægju. Við héldum góðri vináttu, eftir að ég fluttist yfir í félagsvís- indadeild. Árni fór vandlega yf- ir lítið rit, sem ég skrifaði vorið 1990 um skipulag fiskveiða, þar sem ég mælti eindregið með kerfi varanlegra og framselj- anlegra aflakvóta. Fórum við eitt kvöldið eftir vinnu að handritinu á veitingastaðinn Café Óperu og héldum duglega upp á verkið. Árni kunni vel að gleðjast á góðri stund, þótt hann væri hófsmaður á vín. Einnig er mér minnisstæður kvöldverður með Árna og dr. Benjamín Eiríkssyni á veit- ingahúsinu Við Tjörnina, eftir að ég hafði gefið út ævisögu Benjamíns haustið 1996. Spurði Árni Benjamín spjörun- um úr um ár hans í Harvard- háskóla, en þar hafði Árni einnig stundað nám. Rifjaði Benjamín líka upp margar skemmtilegar sögur af því, þegar hann var ráðgjafi ríkis- stjórnar Íslands og bankastjóri Framkvæmdabankans, og var hlegið dátt. Eftir að Árni sagði lausu prófessorsembætti sínu og sneri sér óskiptur að rekstri Granda, hittumst við ekki oft, en töluðum stundum saman í síma. Síðasti fundur okkar var á Hótel Borg vorið 2008, þar sem við drukkum saman kaffi með Kristjáni Loftssyni. Árni lét þá í ljós áhyggjur af hinum mikla kostnaði, sem hlaðist hafði á mig vegna málarekst- urs fyrir dómstólum í Reykja- vík og á Bretlandi, og bauð fram myndarlega aðstoð, sem ég þáði með þökkum. Sýndi Árni það þá, sem ég vissi raun- ar fyrir, að hann var sannur höfðingi. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mikill mannkostamaður er fallinn frá. Ég hef starfað hjá Granda og HB Granda allan þann tíma sem Árni Vilhjálms- son var stjórnarformaður félags- ins og átti því láni að fagna að kynnast honum vel. Það var ákaflega góð tilfinning að vita af Árna við stjórnvölinn. Traustur maður að öllu leyti, stefnufastur og fluggáfaður. Sjávarútvegur er áhættusöm atvinnugrein þar sem mikið er undir og oft nauðsynlegt að bregðast skjótt við breyttum að- stæðum. Árni var maður sem tók á málum af festu og skynsemi, nákvæmur og fylginn sér. Hann var stórhuga og smitaði mann með áhuga sínum. Var alltaf tilbúinn að hlusta á nýjar hug- myndir og ef hann hafði trú á verkefninu var ekkert hik. Hann kenndi mér margt og hafði mikil áhrif á mig. Það er sjaldgæft að eiga þess kost að vera samferða slíkum manni sem Árni Vil- hjálmsson var. Ég minnist sér- staklega stundanna þegar hann leit inn á skrifstofu minni og við fórum yfir málin. Sakna glettn- innar í andliti hans og leiftrandi augnanna. Í huga mér er mikill söknuður, en fyrst og fremst þakklæti fyrir þann tíma sem við vorum samferða. Við hjónin þökkum þann vel- vilja sem hann sýndi okkur alla tíð. Árni Vilhjálmsson var ein- stakur gæfumaður í starfi og einkalífi. Við Sólveig vottum Ingibjörgu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Torfi Þ. Þorsteinsson. Einn úr hópi stórmenna ís- lensks viðskiptalífs, Árni Vil- hjálmsson, er nú fallinn frá. Með áratuga kennslu sinni við Há- skóla Íslands, skrifum sínum og þekkingu á fyrirtækjarekstri, auk beinnar þátttöku sinnar í at- vinnulífinu, markaði hann djúp og varanleg spor í atvinnusögu landsins. Fyrstu kynni okkar Árna voru þegar hann réð mig til kennslu- starfa við Háskólann um miðjan áttunda áratuginn. Breytingar á námi endurskoðenda höfðu þá verið í undirbúningi um nokkurt skeið og ákveðið að hverfa frá námsvistarkerfi til háskólanáms. Ég var þá nýkominn frá námi í Bandaríkjunum og taldi mig engan veginn hafa nægilegan undirbúning til að taka að mér kennsluna og færðist því undan, en Árni gaf sig ekki og hét mér öllum þeim stuðningi sem hann gæti veitt mér og við þau orð stóð hann svo sannarlega, enda tók ég fáar ákvarðanir varðandi menntunarmálin án samráðs við hann. Hann bæði ráðagóður og hafði líka einstakt lag á að lag- færa og leiðrétta án þess að særa. Það var gott að leita til hans og ekki skipti máli hvort erindi mín vörðuðu námskip- anina eða innihald námsins, allt- af gat hann lagt nýja sýn á mál- ið. En það var ekki aðeins svo að Árni hafi verið aðalhvatamaður- inn að umræddum breytingum á námi endurskoðenda, hann var stéttinni stoð og stytta í vanda- sömum viðfangsefnum hennar. Á þessum árum voru að verða miklar breytingar varðandi svo- kölluð verðbólgureikningsskil. Árni var óþreytandi við að kynna stéttinni rannsóknir sínar á verðleiðréttingum. Hann skrifaði fjölmargar greinar um viðfangs- efnið og mætti á fundi og ráð- stefnur á vegum endurskoðenda til að kenna mönnum að skilja meginefni verðbólgureiknings- skila. Hann sagði frá lausnum sem komið höfðu fram erlendis bæði hjá fagfélögum og í fræði- legri umfjöllun innan veggja háskólanna. Þá er vert að minna á, að þau fagorð sem við nú teljum sjálfsögð í orðaforða okkar, eru mörg frá honum komin. Það fer ekki á milli mála að stétt endurskoðenda stendur í mikilli þakkarskuld við Árna Vilhjálmsson. Áhugasvið Árna var þó eink- um innan fjármálafræðanna og var hann frumkvöðull á því sviði, bæði innan háskólans og í atvinnulífinu. Áður en hér var nokkur fjármálamarkaður hóf Árni að kenna þau fræði innan háskólans og skrifaði auk þess nokkrar kjarnyrtar bækur og greinar um efnið. Ekki skildu allir þörfina fyrir þessar pæl- ingar og töldu þær ótímabærar í landi þar sem lokað var fyrir öll viðskipti á þessu sviði. Það rofaði þó til og tók Árni þátt í að styðja fyrirtæki sem hösluðu sér völl á þeim vettvangi. Þró- un síðustu ára og sá skortur á heilindum sem margir telja sig hafa séð hefur eflaust ekki ver- ið Árna að skapi en það mun rofa til á ný. Við Þórlaug sendum Ingi- björgu og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Stefán Svavarsson. Látinn er prófessor Árni Vil- hjálmsson áttræður að aldri. Árni varð prófessor í viðskipta- deild, síðar viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, ár- ið 1961 og gegndi þeirri stöðu í hartnær fjóra áratugi. Á þess- um langa kennsluferli upplýsti hann næstum tvær kynslóðir viðskiptafræðinga og hagfræð- inga um grundvallaratriði í fjármálum og rekstri fyrir- tækja. Þá þekkingu fluttu þess- ir nemendur síðan með sér út í atvinnulífið þar sem hún hefur átt ríkan þátt í þeim miklu um- skiptum og framförum sem orðið hafa í íslenskum fyrir- tækjarekstri undanfarna ára- tugi. Flestir þessir nemendur Árna eru enn við störf og marg- ir í fremstu röð í atvinnulífinu. Sá sem þetta ritar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nemandi Árna um fjög- urra ára skeið snemma á átt- unda áratugnum og síðan sam- kennari hans í Háskóla Íslands í meira en tvo áratugi. Fyrir þá uppbyggilegu og ánægjulegu samferð verður seint fullþakk- að. Árni var frábær kennari, frjór í hugsun og áhugasamur um nemendur sína. Það var samdóma álit okkar nemend- anna að í hópi þeirra kennara við viðskiptadeild Háskóla Ís- lands sem önnuðust kennslu í viðskiptagreinum bæri Árni af sakir traustrar fræðimennsku og djúps skilnings á atvinnulíf- inu. Auk kennslu- og rannsókn- arstarfa við Háskóla Íslands var Árni umsvifamikill þátttak- andi og frumkvöðull í íslensku atvinnulífi. Átti hann ríkan þátt í þróun og uppbyggingu margra þjóðþrifafyrirtækja, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Á meðal þeirra fyrirtækja má nefna Kassagerðina, Hampiðj- una, Granda og Hval hf. Auk starfa sinna fyrir þessi fyrir- tæki var hann eftirsóttur til stjórnar- og nefndarstarfa og sat í stjórnum fjölmargra fyr- irtækja. Óhætt er að fullyrða að fáir hafa haft meiri og heilla- vænlegri áhrif á þróun íslensks atvinnulífs undanfarna áratugi en Árni Vilhjálmsson. Árni var afburðamaður í lífi og starfi. Nemendur og sam- starfsmenn Árna kveðja þenn- an afburðamann með söknuði. Jafnframt votta ég eiginkonu hans, Ingibjörgu Björnsdóttur, dætrum þeirra hjóna og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð mína. Ragnar Árnason, prófessor. Árni Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.