Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Áning Hestamaður á símafundi meðan hrossið bíður með stóískri ró og nýtur kyrrðarinnar eftir að hafa fengið að spretta úr spori í mjallhvítri Heiðmörkinni í gærmorgun. Ómar Þann fimmta júlí 2012 tóku gildi breyt- ingar á lögum um hús- næðismál. Lagabreyt- ingarnar eiga, samkvæmt tilgangi laganna, að tryggja það m.a. að landsmenn búi við öryggi og jafn- ræði í húsnæðismálum. Lögin taka meðal ann- ars á félagslega íbúða- kerfinu þar sem Íbúða- lánasjóði er heimilað að veita sveitarfélög- unum lán svo þau geti keypt íbúðir og leigt þeim sem við kröpp- ustu kjörin búa. Átta mánuðir eru síðan lög- unum var breytt en ekkert bólar á lánveit- ingum. Ekkert lán hef- ur verið afgreitt á þessum tíma til sveit- arfélaganna. Kópavogsbær greip til þess neyðarúrræðis á síðasta ári að kaupa nokkrar fasteignir í trausti þess að skamman tíma tæki að veita þessu máli brautargengi hjá velferðarstjórninni, ríkisstjórn sem hefur haft það höfuðmarkmið að slá skjaldborg um heimilin í land- inu. Skemmst er frá því að segja að þar er allt frosið og þær skýringar gefnar að það strandi á útgáfu nýrr- ar reglugerðar. Þetta hefur orðið til þess að Kópavogsbær getur ekki fjármagnað frekari íbúðakaup eða byggingar sem nýtast eiga þeim sem höllustum fæti standa en í þeim hópi eru meðal annars aldraðir og fatlaðir. Ég vil hvetja velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, til þess að klára útgáfu þessarar reglugerð- ar hið snarasta svo sveitarfélögin geti gert sitt besta til þess að upp- fylla þær skyldur sem á þau eru lagðar gagnvart fyrrgreindum hóp- um. Það gengur ekki að Alþingi samþykki lög sem leggja skyldur á herðar sveitarfélögum en fram- kvæmdavaldið leggi svo steina í götu þeirra vegna þess að það tekur sér þann tíma sem því sýnist til að afgreiða reglugerðir. Eftir Ármann Kr. Ólafsson » Það gengur ekki að Alþingi samþykki lög sem leggja skyldur á herðar sveitarfélög- um en framkvæmda- valdið leggi svo steina í götu þeirra... Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Ríkið frystir félagslega íbúðakerfið Nóbelsverðlaunahaf- ar í hagfræði, Joseph Stiglitz og Paul Krug- man, voru sammála um að ríkisstjórn Íslands hefði gert rétt haustið 2008 þegar hún lét bankana falla. Þeir telja að með því hafi verið komist hjá því að leggja þungar skuldabyrðar á komandi kynslóðir. Það er mikið til í þessu en um leið skapaði hrun bankanna flóknari og marg- þættari atburðarás en þessi einfalda framsetning gefur til kynna. Þannig var alls ekki sjálfgefið að hagkvæm- asta leiðin yrði fyrir valinu til að bregðast við hruninu og mikil óvissa var um hvað tæki við í kjölfarið. Í fjármálakreppunni var víðast hvar lögð rík áhersla á að bjarga bönkum með það að markmiði að komast hjá því velferðartapi sem óhjákvæmilega fylgir hruni fjár- málakerfisins og birtist m.a. í stór- auknum gjaldþrotum og miklu at- vinnuleysi. Bönkum var komið til bjargar í Bandaríkjunum, Bretlandi og í ESB-löndunum, bæði þeirra með og án evru. Á Íslandi var innlendri bankastarfsemi bjargað en ekki al- þjóðlegum hluta hennar. Á móti hækkuðu skuldir hins opinbera mik- ið. Í nýrri rannsókn sem ég og Paul van den Noord höfum unnið á grund- velli þjóðhagslíkana eru ólíkar leiðir út úr því ástandi sem skapaðist haustið 2008 skoðaðar. Þjóðhagsferill fyrir meginsviðsmynd- ina er útbúinn sem end- urspeglar þá leið sem farin var. Síðan eru fjórar aðrar sviðs- myndir skilgreindar á grundvelli frávika frá grunnmyndinni og þær metnar í líkönunum til að bera saman áhrif á þróun tekjuafgangs og skuldastöðu hins op- inbera, gengi krón- unnar, hagvöxt, verð- bólgu, vaxtastig, atvinnuleysi og margt fleira. Nota- gildi þessarar tölulegu rannsóknar er að hún byggir annars vegar á víð- tækum rannsóknum á samspili op- inberra fjármála og efnahags- starfsemi og hins vegar á viðamiklum útreikningum í líkönum með flókin hegðunarsambönd sem ná yfir langt tímabil. Þótt slík líkön feli alltaf í sér ákveðna einföldun á raunveruleik- anum veita niðurstöðurnar nokkuð haldgóða innsýn í mögulega fram- vindu miðað við gefnar forsendur. Hvaða leiðir stóðu til boða Ein sviðsmyndin sýnir hvað gerst hefði ef Íslendingar hefðu fengið fjár- stuðning frá AGS og ESB til að bjarga bankakerfinu eins og Írlandi var boðið upp á. Niðurstaða okkar er að sú aðgerð hefði ekki verið þjóð- hagslega hagkvæmasti kosturinn í stöðunni. Síður en svo. Það er jafn- framt í samræmi við aðrar rann- sóknir sem benda til að þess að þegar hið opinbera verður of skuldsett að þá dregur það úr velferð með því m.a. að auka fjármagnskostnað á markaði sem íþyngir hagvexti og atvinnusköpun. Tvær aðrar sviðsmyndir eru út- búnar þar sem skuldir hins opinbera aukast beint, en ekki eins mikið og að ofan greinir. Annars vegar er skoðað hvaða áhrif það hefði haft að grípa til hagvaxtarhvetjandi aðgerða í op- inberum fjármálum, eins og með t.d. almennri niðurfærslu skulda. Í þeirri sviðsmynd hefði samdrátturinn vissulega orðið minni í byrjun krepp- unnar en atvinnuleysi hefði hins veg- ar ekki minnkað það mikið. Þegar lit- ið er til þess að hagvöxtur til lengri tíma hefði orðið minni og atvinnuleysi meira er ljóst að sú leið hefði ekki aukið velferð á heildina litið. Hins vegar er skoðað hvað hefði gerst ef ríkisstjórnin hefði frá 2009 hafið greiðslu á vaxtakostnaði fyrsta Ice- save samningsins. Í þeirri sviðsmynd hefðu hagvaxtaráhrif verið lítil til að byrja með en orðið íþyngjandi næstu árin þar til greiðslum hefði verið lok- ið og skuldirnar orðnar lægri á ný. Gengið mikill áhrifavaldur Einn mikilvægasti hluti af við- brögðum stjórnvalda við hruninu var að innleiða fjármagnshöft eftir að ís- lenska krónan hafði glatað um helm- ingi af verðmæti sínu á gjaldeyr- ismarkaði. Með því að stöðva frekari gengislækkun var komið í veg fyrir enn meiri hækkun gengisbundinna og verðtryggðra skulda í krónum tal- ið. Áhugaverðasta sviðsmyndin sem við skoðum er hvaða áhrif það hefði haft ef fjármagnshöft hefðu ekki ver- ið innleidd og gengi krónunnar hefði fengið að finna nýtt jafnvægi miðað við markaðsaðstæður. Við gefum okkur að gengið hefði fallið eins mik- ið og aflandsgengið gerði fyrst um sinn en síðan hefði það styrkst næstu ár þar til það hefði náð þeim geng- isferli sem það hefur fylgt innan hafta. Þessi sviðsmynd dregur fram mik- ilvægi þess að koma í veg fyrir frek- ari lækkun krónunnar við afnám gjaldeyrishafta. Þannig minnkar hagvöxtur mun meira en hann gerði og atvinnuleysi eykst að sama skapi. Þá aukast skuldir hins opinbera mjög mikið og hagur heimila snarversnar. Í raun felst í gengislækkun beinn tekjutilflutningur frá heimilisgeir- anum til útflutningsgeirans. Þegar fram í sækir leiðir bætt samkeppn- isstaða útflutningsgeirans til þess að hagvöxtur tekur við sér, við- skiptajöfnuðurinn og fjárfesting aukast og atvinnuleysi lækkar meira en ella hefði verið. Þau áhrif koma hins vegar fram með langri tímatöf þar sem samdrátturinn verður bæði dýpri og lengri í kjölfar aukinnar gengislækkunar. Á þeim tíma hækka hins vegar skuldirnar langt umfram tekjur heimila, fyrirtækja og hins op- inbera, sem hefði ýtt þeim nær bjarg- brúninni eða jafnvel fram af henni. Vert er að skoða reynslu evruþjóða í þessu sambandi en hún hefur verið á annan veg. Í sumum evruríkjum jókst skuldabyrði almennings ekki mikið í uppsveiflunni þar sem gengið breytist ekki en í öðrum löndum grófu eignaverðbólur um sig og skuldir jukust þá með. Í niður- sveiflunni upplifðu heimili á evru- svæðinu hins vegar ekki stóraukna skuldabyrði í eigin gjaldmiðli þar sem innlendar og erlendar skuldir eru í sömu mynt. Þau hafa hins vegar mátt þola meira atvinnuleysi, sér- staklega í Suður-Evrópu. Erfiðleik- ana þar má sumstaðar rekja til óhófs í stjórn opinberra fjármála sem nú krefst aukins aðhalds, en það dregur úr hagvexti. Um leið er verið að reyna að breyta reglum og skipulagi á vinnu- og framleiðslumörkuðum, sem lengi hafa verið talin hamla at- vinnusköpun, til þess að örva hagvöxt á ný. Niðurstaðan af rannsókn okkar er nokkuð skýr. Hún bendir til að stjórnvöld hafi borið gæfu til að velja skástu leiðina út úr hruninu haustið 2008. Með því að takmarka skuld- setninguna umfram það sem hefði orðið ef aðrar leiðir hefðu verið farn- ar var velferðartap þjóðarinnar af bankahruninu lágmarkað. Þeim sem vilja kynna sér efni rannsóknarinnar er bent á vef Seðla- banka Íslands (www.sedlabanki.is). Eftir Þorstein Þorgeirsson »Niðurstaðan af rann- sókn okkar er nokk- uð skýr. Hún bendir til að stjórnvöld hafi borið gæfu til að velja skástu leiðina út úr hruninu haustið 2008. Þorsteinn Þorgeirsson Höfundur er sérstakur ráðgjafi á skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Ís- lands. Þær skoðanir sem koma fram eru höfundar og ber ekki að túlka sem skoðanir Seðlabanka Íslands. Var besta leiðin valin út úr bankahruninu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.