Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 13

Morgunblaðið - 01.05.2013, Side 13
KAUPMÁTTUR ATVINNA VELFERÐ 1. MAÍ 2013 Í 90 ár hefur íslenskt launafólk fylkt liði í kröfugöngum í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi. Enda þótt mikið hafi áunnist og þjóðfélagið tekið stakkaskiptum er grundvallarstefið í verkalýðsbaráttu enn það sama. Við verðum að hafa atvinnu, launin okkar þurfa að skila okkur kaupmætti, við þurfum að geta skapað fjölskyldum okkar öruggt húsnæði og velferðarþjónustan verður að vera á viðráðanlegu verði. Verðbólgan er versti óvinur launafólks. Hún skerðir kaupmátt launanna okkar og orsakar háa vexti á lánunum okkar. Óstöðugt gengi íslensku krónunnar er einn af orsakavöldum mikillar verðbólgu. Því skiptir sköpum fyrir hagsmuni launafólks að meiri festa verði í þróun á gengi krónunnar. Við höfum ekkert val, við verðum að segja verðbólgunni stríð á hendur. ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.