Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. M A Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  111. tölublað  101. árgangur  ÚTHALDSKEPPNI Á FJALLAHJÓL- UM Í HEIÐMÖRK MEÐ FJANDANN Í FINGRUNUM VON Á MIKLU SJÓNARSPILI Í MALMÖ BÍLAR STYTTIST Í EUROVISION 38LÖNGU TÍMABÆRT 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óverðtryggð innlán heimila hafa lækkað úr tæpum 684,8 milljörðum króna í júlí 2009 á núvirði í 379,4 milljarða í mars á þessu ári, eða um 305 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má ætla að þar af hafi 109,4 milljarðar brunnið á verðbólgubáli en afgangurinn, um 196 milljarðar, farið í útektir og aðrar fjárfestingar. Nafnvextir á innlánum voru 1,1% í mars sl. en verðbólgan 3,9% og rýrn- uðu því óverðtryggðar innistæður. Taka út verðtryggð innlán Verðtryggð innlán stóðu í 219,3 milljörðum í júlí 2009 en voru 228,7 milljarðar í mars í ár. Það er aukning um 9,4 milljarða. Hins vegar væri upphæðin í júlí 2009 um 261 millj- arður á núvirði ef ekki hefði komið til úttekta af verðtryggðum bókum. Vísbendingar eru um að almenn- ingur hafi kosið að færa sparifé í aðr- ar fjárfestingar. Á hinn bóginn benda tölur Seðla- bankans til að eign heimila í sjóðum með skuldabréf með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga haldi ekki í við verð- bólgu frá september 2011 til mars sl. Að sögn Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings hjá Landsbankanum, er ekki auðvelt að greina hvað hefur orðið um innlánin. Gengur mjög á sparifé  Óverðtryggð innlán heimila lækkuðu um 305 milljarða frá júlí 2009 til mars 2013  Skýrist m.a. af mismun á vöxtum og verðbólgu  Úttektir eru hluti skýringar MRýrna um 305 milljarða »6 Áhrif verðbólgu » Óverðtryggð innlán heimila stóðu í 575,4 milljörðum króna í júlí 2009 og svarar það til 684,8 milljarða kr. á núvirði. » Verðbólga hefur verið mikil megnið af tímabilinu, fór hæst í 11,3% en lægst í 1,8%. Íbúar í Mývatnssveit hafa miklar áhyggjur af mögulegum áhrifum Bjarn- arflagsvirkjunar á lífríki Mývatns. Á opnum fundi Landsvirkjunar um virkjunina í gær kom fram í máli Harðar Arnarsonar forstjóra að Lands- virkjun teldi mikilvægt að gæta varúðar við allar framkvæmdir í nágrenni Mývatns þar sem náttúrufarið þar væri sérstætt. Gerð yrði úttekt á mati á umhverfisáhrifum nýrrar Bjarnarflagsvirkjunar. »2 Lýstu þungum áhyggjum af lífríki Mývatns Morgunblaðið/Birkir Fanndal Margir sóttu opinn fund Landsvirkjunar í gær um Bjarnarflagsvirkjun í Mývatnssveit  Þeir sem eru enn á nagla- dekkjum hafa nokkra daga áð- ur en lögregla byrjar að sekta þá. Samkvæmt reglugerð eiga negld dekk að fara undan bíl- um 15. apríl, nema þegar aðstæður kalla á vetr- arbúnað eins og nú. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki verði farið að sekta fyrr en eftir hvítasunnuhelgina. »16 Bíða með sektir yfir hvítasunnuhelgina  Minni snjór situr eftir á Langjökli og Hofsjökli eftir veturinn en í með- alári. Hið sama á við um vestan- verðan Vatnajökul en á austan- verðum jöklinum, þaðan sem jökulbráð rennur í Hálslón, snjóaði á hinn bóginn meira. Eftir því sem meira snjóar á jökla, þeim mun minni bráðnun á sér stað að sumarlagi. Ástæð- an er sú að hvítt nýsnævið end- urvarpar stærri hluta af geislum sólar en jökulís sem dregur í sig orku sólarinnar í meiri mæli. Þetta hefur komið fram í mælingarferðum á jöklana sem er nýlokið. Landsvirkjun mun fara yfir mæl- ingarnar þegar endanlegar nið- urstöður liggja fyrir en það gæti orðið á næstu dögum. Á Hofsjökli snjóaði sums staðar 20% minna en í með- alári, annars staðar 5-10%. Á toppi Hofsjökuls mæld- ist til dæmis 15% minni snjóþykkt en að meðaltali fyrir árin 1991 til 2012. Í mælingarferðunum eru reknar niður stikur eða vír- ar. Í haust verður kannað hversu mikið stendur upp af þeim en þannig sést hversu mikið hefur bráðnað. »14 Minni snjór á Langjökli og Hofsjökli en meiri á austanverðum Vatnajökli „Það hefur verið faraldur sortu- æxla á Íslandi og hann hefur vakið heimsathygli,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmda- stjóri Krabba- meinsskrár- innar. Á fimmtudaginn verður haldin örráðstefna Krabbameinsfélags Ís- lands undir yfirskriftinni „Aðgát skal höfð í nærveru sólar“. Þar mun Lauf- ey greina frá faraldsfræði sortumeina á Íslandi. Faraldur sortuæxla hófst hér á landi í kringum 1990 og fjórfald- aðist nýgengi sortuæxla hjá Íslend- ingum á árunum 1990-2000, segir Laufey. Svipuð aukning var hjá kon- um og körlum. Aukin notkun sólbekkja er talin tengjast aukningu sortuæxla hjá konum yngri en 50 ára. „Það hefur dregið úr þessum faraldri. Ef til vill er fólk farið að passa sig betur og eins hefur dregið úr sólbekkjanotkun. Hluta aukningarinnar má líklega rekja til flýtingar á greiningu,“ segir Laufey. »22 Dregur úr faraldri sortuæxla á Íslandi  Nokkuð hátt hlutfall ölvaðra öku- manna ekur af stað eftir átök eða deilur, segir Ágúst Mogensen, for- stöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sem vinnur að gerð doktorsrannsóknar um ölvunar- akstur og við hvaða kringumstæður fólk tekur ákvörðun um að aka ölv- að. Það sé ekki þannig að fólk ákveði almennt að aka undir áhrif- um fyrirfram heldur komi það upp í hita leiksins. »9 Ökumenn ölvaðir eftir deilur og átök „Ég hef marg- sinnis mótmælt því harðlega að það væru nokkr- ar forsendur fyrir því að Evrópu- sambandið grípi til þvingunar- aðgerða gagnvart okkur út af makr- íldeilunni, sem ganga lengra en þær sem við Íslendingar höfum sjálfir sett í lög og gripið til gagnvart Norðmönnum vegna makrílsins sem er ósamið um. Við höfum ítrekað sýnt þeim fram á að þeir hafi engar lagalegar forsendur til þess,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra um þær fregnir frá Brussel að ESB leggi til refsiaðgerðir gagn- vart Færeyingum og íhugi slíkt hið sama gegn Íslendingum vegna veiða þjóðanna á síld og makríl. „Við lítum svo á að það hafi verið sett skýrt fram, að ef þeir grípi til við- skiptaaðgerða umfram það sem heimilt er samkvæmt EES- samningnum sé það brot á reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Ég hef lýst því yfir að ef Norðmenn verði aðilar að slíku, eins og þeir hafa lýst yfir, þá munum við nota öll lagaleg úrræði innan EFTA til að hnekkja því,“ segir Össur, spurður til hvaða aðgerða Íslendingar myndu grípa ef ESB beiti sömu þvingunum. thorunn@mbl.is »2 Munum nota laga- leg úrræði Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.