Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Reykvíkingar sigruðu í kjör- dæmamótinu sem haldið var á Akureyri um helgina undir styrkri stjórn heimamanna þar sem formað- urinn, Stefán Vilhjálmsson, stýrði sínu fólki af miklum myndarskap. Reyknesingar tóku forystuna í upphafi móts en Adam var ekki lengi í Paradís. Reykvíkingar sóttu að þeim og tóku forystuna um miðbik móts og létu ekki af hendi eftir það. Helst voru það meistararnir frá í fyrra sem sóttu að þeim en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokastaðan: Reykjavík 620 Suðurland 580 Norðurland eystra 570 Norðurland vestra 566 Reykjanes 554 Mótið var hið skemmtilegasta í alla staði. Færeyingar voru með að venju og ef fer sem fram horfir verð- ur kjördæmamótið að ári í Færeyj- um um miðjan maí. Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson. Einmenningur á síðasta spilakvöldi BR Jón og Þorlákur unnu Sushi Samba-tvímenning Bridsfélags Reykjavíkur með yfirburðum. Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 1.257 Kjartan Ásmundss. – Stefán Jóhannss. 1.128 Jón Hilmarss. – Jón Páll Sigurjónss. 1.111 Bergur Reynisson – Stefán Stefánss. 1.104 Síðasta spilakvöld BR verður 13. apríl og spilaður verður einmenning- ur. Allir þeir sem hafa spilað hjá BR í vetur eru velkomnir. Ekkert keppn- isgjald og spilað er um silfurstig. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson. Kjördæmameistarar. Lið Reykjavíkur sigraði í Kjördæmamótinu í brids sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Reykvíkingar kjördæmameistarar BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Jafnt og þétt kemur í ljós hversu misráðið það var af bönkunum, sem hvattir voru áfram af Samkeppn- iseftirlitinu, að við- halda offjárfestingu og offramboði í at- vinnulífinu eftir hrun- ið. Þetta gerðu bank- arnir með því að afskrifa skuldir í dauðvona fyrirtækjum til að halda þeim gangandi fremur en gera þau gjaldþrota. Markmið bankanna virðist að- allega hafa verið að halda eignum inni í bókum sínum og nota fyrrver- andi eigendur og stjórnendur fyr- irtækjanna sem galeiðuþræla. Sam- keppniseftirlitið lagði ofuráherslu á að halda lífinu í sem flestum fyr- irtækjum, til að viðhalda meintri samkeppni. Markaðslögmálin voru tekin úr sambandi. Afleiðingin varð offjárfesting og offramboð sem standa heilu atvinnugreinunum fyrir þrifum. Neytendur borga hærra verð. Seint og um síðir hefur Sam- keppniseftirlitið nú viðurkennt að íhlutun bankanna hafi verið of mikil í fyrirtækjum sem hefðu átt að fara í þrot. „Það hefði verið betra að horf- ast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot,“ sagði for- stjóri Samkeppniseftirlitsins í viðtali á Vísi í byrjun ársins. Í nýlegri fréttaskýringu Morg- unblaðsins um offjárfestingu í versl- unarhúsnæði kemur fram að afleið- ingin af þessum líknandi aðgerðum bankanna sé minni framleiðni og hærra vöruverð. Í viðtali við blaðið segir eigandi fyrirtækjasamstæðu þetta: „Samkeppniseftirlitið virtist hafa þau sjónarmið uppi að það mætti ekki neitt fara í gjaldþrot. Því var ekkert stokkað upp miðað við þá þörf sem er í gangi á markaðnum. En það segir sig sjálft að því fylgir aukinn tilkostnaður að halda gjald- þrota fyrirtækjum gangandi. Neytendum var því bjarnargreiði gerður með því að halda þessum fyrirtækjum á floti. Með því komst markaðurinn aldrei í al- mennilegt jafnvægi.“ Höfundur starfar á byggingavörumarkaði. Þar er ástandið lýsandi fyrir þessar misráðnu „björgunaraðgerðir“ bankanna og Sam- keppniseftirlitsins. Þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í byggingaframkvæmdum var ekkert vonlausu fyrirtækjanna sett í þrot, heldur voru þau reist upp frá dauð- um með milljarða króna afskriftum. Fyrirtækjum í greininni hefur meira að segja fjölgað, ekki síst með til- komu Bauhaus. Samkvæmt ársskýrslum 18 helstu fyrirtækja á byggingavörumarkaði árið 2011 voru tæp 60% þeirra rekin með tapi. Þriðjungur fyrirtækjanna var með neikvætt eigið fé og ástand- ið ekki beysið hjá flestum hinna. Rekstrartapið í greininni á árinu 2011 er í það minnsta 1.800 miljónir króna. Neytendur gjalda að sjálfsögðu á endanum fyrir þetta offramboð og offjárfestingu með hærra vöruverði. Hverjum þóttust bankarnir og Sam- keppniseftirlitið vera að bjarga? Hverjum þóttust bankarnir vera að bjarga ? Eftir Baldur Björnsson Baldur Björnsson »Markmið bankanna virðist aðallega hafa verið að halda eignum inni í bókum sínum og nota fyrrverandi eig- endur og stjórnendur fyrirtækjanna sem ga- leiðuþræla. Höfundur er framkvæmdastjóri Múr- búðarinnar. Ég þakka stjórn LHÍ fyrir svar við er- indi mínu í Morgun- blaðinu 4. maí sl. Eftir birtingu greinarinnar fór ég fram á að fá send til mín öll þau gögn sem vísað er til í svarinu, en ég vildi sannreyna gildi þeirra og/eða leita eftir öðr- um sjónarmiðum, ef einhver væru. Nú hef ég fengið gögn- in og í þeim má m.a. finna lög um há- skóla, sem ég raunar vísaði í áður. Í 15. gr. stendur þetta: „Rektor skal uppfylla kröfur 1. mgr. 18. gr. sem háskólakennari á einu eða fleiri viðurkenndum fræðasviðum viðkom- andi háskóla.“ Í 18. gr. laganna segir um háskólakennara: „Þeir … skulu hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á þeirra fræðasviði, stað- fest með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum há- skóla.“ Í minnisblaði rektors frá sl. hausti, sem stjórn segir hafa verið mikilvægt gagn við samningu auglýs- ingar um rektorsstarfið, er vísað í reglur LHÍ og skipulagsskrá: „Rekt- or hefur ásamt með stjórn eftirlit með rekstri skólans … í samræmi við lög um háskóla …“ Síðar í minn- isblaði rektors, stendur þetta m.a: „Um menntun rektors verður það að gilda að hann hafi þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg við- mið fyrir viðkomandi starfsheiti á fræðasviðinu. Fyrir listamann þýðir þetta að hann skal hafa meistara- gráðu eða doktorsgráðu í sinni list- grein, og fræðimaður skal hafa dokt- orsgráðu.“ Síðar leggur rektor fram ágætan rökstuðning fyrir ráðningu listamanns í starfið: „… enginn vafi má leika um dómgreind hans í list- rænum efnum sem og í almennari málefnum. Því er mikilvægt að sá sem ráðinn er hafi afrekað það á sínu sviði sem stenst mat jafningja hans í faginu og gefur honum stöðu til að tala til listasamfélagsins í heild.“ Hvað er óljóst í þessum lykilgögnum stjórnarinnar? Allt það sem hér er vitnað til, og raunar mun fleira, ber að sama brunni. Rektor skal vera gjaldgengur á fræðasviðum skólans og háskólalög gilda um starfsemi hans. Þessi gögn, ásamt samhljóða lagatextum, notar stjórn LHÍ hins- vegar til að semja mjög almenna aug- lýsingu um starf rektors. Þetta er sú einfalda lögfræði sem ég lagði fram í minni fyrri grein og ég ítreka nú. Þegar engar skráðar reglur eru í gildi um ráðningu rektors við LHÍ sérstaklega, hljóta háskólalög að gilda. Þessi ákvæði bjóða ekki upp á flóknar túlkanir. Við ráðningu á fráfarandi rektor var auglýst eftir listamanni, en ekki einhverjum með aðra menntun sem á einhvern óræðan hátt tengist list- sköpun. Það var hreint og klárt markmið að listamaður leiddi stofn- unina. Það var skoðun þáverandi stjórnar að listsköpun væri ígildi annarra fræðigreina á háskólastigi og í þeim anda hefur alltaf verið unnið. Sá skilningur var löngu síðar staðfestur í lögum sem nú eru eitt aðal- málgagn þeirra sem vilja alls ekki ráða lista- mann í starfið. Nú þarf ekki aðeins að hamra á því meðal embættis- manna og pólitíkusa að listirnar séu skapaðar af listamönnum, heldur líka gagnvart stjórn skólans. Nefnt er að skort hafi for- dæmi í svona ráðningarmálum, en að mínu viti var það einmitt fyrir hendi og bara spurning um að nota það sem slíkt. Það er yfirveguð ákvörðun að gera það ekki. Í svarbréfinu til mín er miklu púðri er eytt í að hefja öll störf ný- ráðins rektors á listrænt plan alger- lega að óþörfu. Í auglýsingu um starfið var ekki krafist listræns ferils umfram annað og því ástæðulaust að reyna að þóknast mér með því að skrúfa hlutina upp. Mér er næst að halda að Fríða Björk Ingvarsdóttir hafi alls ekki sótt um sem listamaður, enda þurfti hún þess ekki. Stjórnin virðist hinsvegar telja í hjarta sínu að listamanns sé þörf í starfið og því eru þessar uppfærslur nauðsynlegar og það á líklega einnig við um fræðilegt framlag Fríðu Bjarkar. Dómnefnd um starfið hefur ekki átt sjö dagana sæla við að sauma niðurstöðuna sam- an við auglýsinguna. Hvað ráðningarferlið varðar, þá er það rétt að leitað var sjónarmiða ým- issa aðila sem málefni skólans snerta. Hinsvegar er ljóst að ekkert var farið eftir þeim ráðleggingum. Stjórn seg- ist hafa unnið auglýsinguna um starf- ið í ítarlegu samráði við deild- arforseta allra deilda. Þessu hafna þeir deildarforsetar sem ég hef rætt við. Þeir mótmæltu orðalagi hennar og lögðu áherslu á að auglýst væri eftir listamanni. Þá mótmæltu þeir einnig framgangi málsins þegar í ljós kom að ekki átti að efna loforð um upplýsingar og fundi um ráðninguna. Þau svik voru ekki aðeins við starfs- mennina, heldur líka umsækjend- urna. Það hefur alla tíð verið skjalfest markmið LHÍ að vinna að framgangi allra listgreina og um leið efla flæði milli þeirra ef listrænar kröfur nem- enda og kennara krefjast þess. Skól- anum ber að halda þeim leiðum opn- um. Þetta krefst þátttöku og skilnings. Hugtökin „fræðasviðið listir“ eru fyrst og fremst notuð í samhengi við aðra skóla og til að- greiningar, en ekki sem sérstakt fag. Sama gildir um „þverfaglega nálg- un“, sem er alls ekki fag, heldur að- ferð. Ráðning Fríðu Bjarkar er eins og skrifuð inn í þennan misskilning. Og þó svo það hafi lengi verið stefna skólans að gefa út meira af fræðilegu efni um listgreinarnar innan skólans er ekki þar með sagt að það þurfi bókmenntafræðing sem rektor yfir skólanum og án alls yfirdrepsskapar má vel óska þess að bókmenntafræð- ingar komi helst ekkert að þeirri vinnu. Og fyrst þetta atriði er svona mikilvægt, þá má vel nefna að skól- inn starfar í 5 aðgreindum deildum og Fríða Björk er ekki gjaldgeng sem háskólakennari eða deild- arforseti við neina þeirra. Það er líka frekar slappt að slá því fram að Fríða Björk hafi oft verið beðin um að kenna sem stundakennari við skól- ann, en ekki getað vegna annarra anna. Það er þá bara vitnisburður um að hún hafi ekki kennt við skól- ann. Við skólann starfa tugir ef ekki hundruð stundakennara á ári hverju. Samandregið er þetta ferli allt hið ólánlegasta. Gengið er gegn lögum, listamenn eru sniðgengnir og sér- staða LHÍ gerð að engu. Það er rök- leysa að listamaður leiði ekki skól- ann. Skólinn barðist fyrir viðurkenningu á sérstöðu sinni til þess að listsköpun væri metin sem jafngildi rannsókna og fræðistarfa á öðrum sviðum, en þá sem sambæri- legir hlutir, en ekki þeir sömu. Þessi ráðning gefur skýr skilaboð inn í skólann til starfsmanna og nemenda um að menntun þeirra og ferill skipti ekki meginmáli þegar kemur að því að vega hana og meta til sam- anburðar við aðrar greinar. Afstæðishyggja tröllríður nú allri umræðu og það var afar sérstakt fyr- ir mig að sitja undir því á fundi með stjórnarmönnum LHÍ að það væri ekki mitt að ákveða hvað væri list og hvað ekki og hver væri listamaður og hver ekki. Þetta fólk stýrir æðstu menntastofnun þjóðarinnar í listum og heldur því fram að allt sé list og að öll list sé góð list, jafnvel þó hún sé vond, því hún sé bara öðruvísi góð. Það er öllu jafnað upp á við. Staða LHÍ hefur veikst til muna með þess- ari ráðningu, en þar á Fríða Björk enga aðra sök en vera umsækjandi, sem er í sjálfu sér undrunarefni. Skólinn þarf listamenn með áhuga á listum í sínar raðir. Eftir Kristin E. Hrafnsson Kristinn E. Hrafnsson » Samandregið er þetta ferli allt hið ólánlegasta. Gengið er gegn lögum, listamenn eru sniðgengnir og sér- staða LHÍ gerð að engu. Höfundur er myndlistarmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Listaháskóla Íslands. Rektorsráðningin við LHÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.