Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Allt á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Bílaverkstæði Dekkjaverkstæði Smurstöð Varahlutir Græninginn Joschka Fischer, fv. utanríkisráðherra Þýzkalands, ritar grein í Mbl. 4. maí um að „ESB er að liðast sundur í kjarn- anum“, „Evrópumenn skortir tiltrú á Evr- ópu“, „fjármálakrepp- an er orðin of djúp- stæð til að embættismenn (þjóðlegir/GS) geti leyst hana“. Telur Fischer, að stofnun alrík- isins sé eina lausnin til að bjarga evrunni og kennir huglausum stjórnmálamönnum um, ef þeir af- nemi ekki fullveldi ríkja eins og Frakklands og Þýzkalands. Spáir hann á dularfullan og óhuggu- legan hátt, „að eitthvað óvænt og óviðfelldið gerist“ sem gæti reynst „stærsta uppspretta vonar í Evrópu“. Aðalrök þessa arki- tekts Fjórða ríkisins eru, að lýð- ræðissinnar í Evrópu þurfa að öðrum kosti að sætta sig við „end- urkomu þjóðríkisins í Evrópu og þar með brotthvarf þess frá al- þjóðasviðinu“. Að mati hins sjálf- kjörna mikilmennis og leiðtoga allra samfylkingargrænna brota heimsins, eru þeir sem eru honum ósammála „þjóðernissinnar og lýð- skrumarar“. Við höfum heyrt þetta áður af ESB-sinnum, þótt þeir íslensku tali ekki jafn skýrt um evru- og ESB-kreppuna og Fischer. Hrok- inn er svo yfirgengilegur, að eng- in fullvalda þjóð fær möguleika að taka þátt í alþjóðasamstarfi nema gegnum ESB. Hér talar nútíma þjóðernissósíalisti sem klætt hefur þekkta drottnunarstefnu nazista í þjóðernisstefnu Evrópusambands- ins: Ein Volk, ein Europa, ein Fü- hrer. Þetta er framhald þeirrar stefnu, sem áður kastaði Evrópu og heiminum í stríð með slátrun tuga miljóna mannslífa. Stöðugt er hamrað á hugtakinu „Evrópa“ og hver einstaklingur, sem mælir fyrir fjölbreytileika og sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða verður sjálfkrafa að óvini „Evrópu“. Tal- að er um „andevrópskar“ skoðanir og nota búrókratar í Brussel skattfé almennings til undirróð- ursstarfs og senda fólk inn á spjallrásir Internets til að finna „andevrópska“ einstaklinga og skoðanir. Það sem gerir lýðræð- isblinda einstaklinga eins og Fisc- her svo hættulega samfélaginu er að þeir virðast reiðubúnir að grípa til örþrifaráða til að framfylgja trú sinni. Hugmyndafræði jafn- aðarmanna og græningja fyrir al- ríkinu opnar leið nýnazisma, fas- isma og sálarlausrar grimmdar eins og þeirrar, sem birst hefur í afstöðu til Gyðinga og órétttrú- aðra. Djöflar sögunnar eru vaktir til lífs eins og Gyllt dögun Grikk- lands sýnir. Engu er líkara en að eina vonin, ef allt annað bregst, sé að særa fram alla andskota ver- aldar í gjöreyðingarstríð fyrir Fjórða ríkið. Fischer og fylgismenn hans segja þetta að sjálfsögðu ekki frekar en nazistar, þegar þeir sýndu áróðursmyndir um Gyð- inga, sem „lifðu hamingjusömu fjölskyldulífi í vinnubúðum“ á sama tíma og þeir voru myrtir miljónum saman í gasklefum. Draumur jafnaðarmanna og vinstri græningja um fyrirheitna landið stendur ofar lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti þjóða og lífi almenn- ings má fórna fyrir markmiðið. Þótt gera megi lítið úr áróð- ursmætti Fischers og annarra kratapeða t.d. á Íslandi og segja að til heyrist á svip- aðan hátt og þegar mýfluga hóstar í æp- andi fílahjörð, þá eru sumar flugur far- artæki banvænna sýkla og ber að mæta af fullri alvöru. Fischer, Lafon- taine, Barroso, Schulz, Rumpoy, Össur og J.B. Hannibalsson vinna allir baki brotnu við opnun Pan- dóruöskju einræðis og nýnasism- ans. Framundan er upplausn ESB, þar sem sum lönd munu velja og verja sjálfsákvörðunarrétt sinn og eigin gjaldmiðil til að losna undan ofríki Þýzkalands á meðan önnur munu undirkasta sig alræði Fjórða ríkisins og starfa með Þjóðverjum sem eitt ríki í einu og öllu. Það er orðið of seint að iðrast eins og jafnaðarmað- urinn Oskar Lafontaine þykist vera að gera núna með kröfu um „að stórslysagjaldmiðillinn verði leystur upp áður en evran leiði til ragnaraka“. Lafontaine var fjár- málaráðherra Þýzkalands við upp- töku evrunnar og var af The Sun talinn hættulegasti maður Evrópu 1998, þegar hann krafðist „enda- loka þjóðríkisins fyrir sameiningu Evrópu“. Í þeim válegu umbreytingar- tímum sem fram undan eru, er mjög mikilvægt fyrir litla þjóð eins og Íslendinga að taka var- færnisleg spor og gefa ekki eftir yfirráðin yfir landinu. Stjórn- arform lýðveldisins hefur staðist áfall alþjóða fjármálakreppu, gall- aðs regluverks ESB, glæpastarf- semi í eigin bönkum og stjórnmálaarms féfletta með völd- in í ríkinu. Það er gæfa lands- manna, að hafa möguleika að taka málin í eigin hendur og snúa baki við þeim niðurrifsöflum, sem dreyma Fischerdrauminn um fæð- ingu Fjórða ríkisins. Hefur hurð skollið nærri hælum og raunveru- leg hætta er enn til staðar, þótt ESB-umsóknin fræga, sem logið var að þjóðinni að væri engin að- ildarumsókn, virðist sjálfdauð eftir rothögg alþingiskosninganna. Færi vel á formlegu bréfi nýrrar ríkisstjórnar til ESB um að þetta hafi verið gert í plati og ný stjórn haldi engu slíku áfram. Þjóðin stóð ekki að baki umsókninni og því í höndum Alþingis að draga hana til baka. Stöðu lítillar þjóðar eins og Íslands er best borgið fyr- ir utan ESB og evruna, þar sem allt er að springa í loft upp. Sjálf- stæði þjóðarinnar má aldrei verða verslunarvara, hversu mikinn þrýsting sem landsmenn fá á sig frá stórþjóðum eins og Kína eða alríki ESB. Fæðingahríðir Fjórða ríkisins Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Fischer, Lafontaine, Barroso, Schulz, Rumpoy, Össur og JB Hannibalsson vinna allir baki brotnu við opnun Pandóruöskju einræðis og nýnasismans. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smá- fyrirtækjabandalags Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.