Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Lögreglan ætlar ekki að byrja að sekta ökumenn sem enn eru á nagla- dekkjum fyrr en eftir hvítasunnu- helgi. Reglur kveða á um að óheimilt sé að aka á nagladekkjum frá 15. apríl til 31. október. „Ákvæði reglugerðarinnar segir að dagsetningin falli um sjálfa sig ef akstursskilyrði krefjast vetrarbúnað- ar sem sannarlega hefur verið allt í kringum okkur og jafnvel á höfuð- borgarsvæðinu með næturfrosti,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirspurnir nær daglega Þó að það sé hálka á heiðum eða snjór á Raufarhöfn eða Vestfjörðum þýðir það þó ekki að menn megi keyra á nagladekkjum á höfuðborgarsvæð- inu að sögn Guðbrands „Hins vegar hefur verið almennt það mikill snjór og ísing á heiðum víða í byggð úti á landi og á heiðum að við höfum ekki talið rétt að beita sektum fyrr,“ segir hann. Framundan er hvítasunnuhelgi sem Guðbrandur segir að búast megi við að margir nýti til ferðalaga innan- lands. Akstursskilyrði utan höfuð- borgarsvæðisins séu þannig að lög- regla hafi komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli ekki að byrja að sekta menn á nagladekkjum fyrr en eftir helgina. „Við höfum fengið fyrirspurnir í hverri viku og jafnvel daglega frá mönnum sem ætla út á land um hvort þeir megi vera á nagladekkjum. Við segjum fólki að við gerum enga at- hugasemd við það. Allt snýst þetta um umferðaröryggi og hvernig bíllinn er búinn fyrir aðstæður,“ segir hann. Taki naglana undan bílunum Guðbrandur hvetur þó alla þá sem ekki þurfa á nagladekkjum að halda að taka þau af. Fyrir þá sem aka aðeins á höfuð- borgarsvæðinu og standi ekki í næt- urakstri sé engin þörf fyrir negldu dekkin lengur. Sekta ekki fyrr en eftir ferðahelgina  Nagladekkin fá að vera áfram vegna akstursskilyrða „Á minni reglulegu morgun- göngu í morgun varð ég soldið pirraður að heyra og sjá hve margir keyra enn um borgina á nagladekkjum. Nagladekk valda svifryki og slíta götum hundr- aðfalt meira en önnur dekk,“ skrifaði Jón Gnarr, borgarstjóri í dagbók sína á Facebook um helgina. Velti hann því fyrir sér hvort fólki sem æki á nagladekkjum væri sama um skaðann sem það ylli. Borgin þyrfti árlega að endurnýja um 10.000 tonn af mal- biki eingöngu vegna slits af völdum nagla- dekkjanna. Nagladekkin valda svifryki BORGARSTJÓRI Jón Gnarr Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipti Nagladekkin áttu að fara undan bílum 15. apríl en vegna aðstæðna er heimilt að hafa þau lengur undir. Jakob Jóhanns- son, krabba- meinslæknir og yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala- num, var kjörinn nýr formaður Krabbameins- félags Íslands á aðalfundi félagsins nýverið. Jakob hefur verið í stjórn Krabba- meinsfélags Íslands í fimm ár, þar af sem varaformaður í tvö ár. Hann hefur verið starfandi formaður fé- lagsins í rúman mánuð en þá óskaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, þáver- andi formaður, eftir lausn frá stjórn- arstörfum vegna annarra verkefna. Sigríður hafði verið formaður Krabbameinsfélags Íslands í fimm ár. Krabbameinsfélag Íslands var stofnað árið 1951, fyrir 62 árum, og er Jakob níundi formaður þess. Nýr formað- ur kjörinn Jakob Jóhannsson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sjóvá-Almennar tryggingar til að greiða 62 ára gamalli konu tæp- ar fimm milljónir króna vegna var- anlegs miska og varanlegrar örorku sem rekja má til slyss sem hún varð fyrir í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli í mars 2007. Þá þarf Sjóvá að greiða tæpar tvær milljónir í málskostnað. Óumdeilt var í málinu að konan rann til og féll fram fyrir sig í innrit- unarsal Leifsstöðvar að morgni 8. mars 2007 og hlaut af skaða. Óum- deilt var einnig að fyrirtækið hafði ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá þegar slysið varð. Hins vegar greindi aðila máls á um hvort konan skyldi bera tjón sitt sjálf eða hvort orsök slyssins mætti með vissu rekja til aðstæðna sem fellt gæti bótaábyrgð á fyrirtækið vegna afleiðinga slyssins í Leifsstöð. Konan slasaðist á hnjám við fallið og var varanlegur miski talinn vera 18 stig; vegna vinstra hnés 15 stig og vegna hægra hnés þrjú stig. Varan- leg örorka var þá metin 20% frá því að heilsufar hennar var orðið stöð- ugt, en það tímamark var ákveðið 8. mars 2008, tólf mánuðum eftir slysið. Kona fær bætur fyrir fall í Leifsstöð  Sjóvá þarf að greiða fimm milljónir Morgunblaðið/Ernir Leifsstöð Óhappið varð í innrit- unarsal flugstöðvarinnar. Dagskrá 1. Fundur settur. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Gerð grein fyrir ársreikningi. 4. Tryggingafræðileg úttekt. 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. 6. Önnur mál. Ársfundur 2013 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður haldinn þriðjudaginn 14. maí 2013 kl. 16:30, að Grand Hótel Sigtúni 38, Reykjavík. Reykjavík 23. 04. 2013 Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæða- flokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Full búð af flottum flísum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.