Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Stofnun dr. Sig- urbjörns Einars- sonar heldur í vikunni málþing með Mark C. Taylor, forseta trúarbragða- fræðideildar Col- umbia háskóla í New York. Yfirskrift á er- indi Taylors er Fjármálamarkaðir: Trúarbrögð nú- tímans. Málþingið verður í fyrir- lestrarsal Þjóðminjasafnsins á fimmtudag klukkan 13.30-16 en það er haldið í samstarfi við Guð- fræðistofnun Háskóla Íslands. Viðbrögð við fyrirlestri Taylors veita Jón Ólafsson heimspekingur og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur. Umræðustjóri verð- ur Bogi Ágústsson, formaður Stofn- unar Sigurbjörns Einarssonar. Mál- þingið er öllum opið og án þátttökugjalds. Mark C. Taylor er doktor í heim- speki frá Kaupmannahafnarhá- skóla þar sem hann skrifaði um Hegel og Kierkegaard, og doktor í trúarbragðafræðum frá Harvard í Bandaríkjunum. Hann var um tíma prófessor við Williams háskóla. Eft- ir hann eru fjöldi bóka og greina á sviði trúarbragðafræði, heimspeki, guðfræði, hagfræði, listfræði og arkitektúr. Fjallar um fjármál og trúarbrögð Mark C. Taylor Borgarstjórinn í Reykjavík óskar nú í þriðja sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrir- myndar. Ábendingarnar verða not- aðar til að velja Reykvíking ársins. Til greina koma aðeins einstakl- ingar, sem hafa með háttsemi sinni eða atferli verið til fyrirmyndar á einhvern hátt. Reykvíkingur ársins hlýtur verð- laun frá Reykjavíkurborg og fær m.a. boð frá borgarstjóra um að opna Elliðaárnar með honum. Ábendingar um einstaklinga skal senda ásamt rökstuðningi á net- fangið hugmynd@reykjavik.is eða bréflega til skrifstofu borgarstjóra fyrir 22. maí nk. Í Elliðaánum Theodóra Guðrún Rafnsdótt- ir, Reykvíkingur ársins 2012, ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra í Elliðaárdal í fyrra. Leitað að Reyk- víkingi ársins STUTT Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Alls lögðu 73 þúsund manns leið sína á skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins í vetur. Það er fjölgun um 15.000 gesti á milli ára. Skíðasvæðin voru opin 72 daga þennan veturinn, sem er tæpri viku styttra en veturinn 2011-12. Lokað var fyrir sumarið í Bláfjöllum og Skálafelli eftir uppstigningardag. „Veturinn var mjög góður og betri en í fyrra. Það voru örlítið færri opn- unardagar en mun fleiri gestir. Við viljum bæði þakka það veðri og að einhverju leyti nýju lyftunni sem við keyptum í fyrra og við köllum töfra- teppi,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höf- uðborgarsvæðisins. Nýja lyftan er þeim kostum gædd að nú þurfa foreldrar og börn ekki að halda sér í neitt á leiðinni upp brekkuna heldur standa þau á nokk- urs konar færibandi. „Það varð gríð- arleg aukning í kringum það og við sáum svakalega mikla nýliðun. Bæði yngri krakka, alveg niður í tveggja ára, með foreldrum sínum og gömlu skíðin koma út aftur,“ segir Magnús. Ekki eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á skíðasvæðunum í sumar og segir Magnús að aðallega verði hugað að viðhaldi og hugs- anlega landgræðslu. Stefnan sé þó að festa kaup á troðara á þessu ári sem kæmi þá til landsins á því næsta. Slík vél gæti kostað á bilinu 42-45 milljónir króna. Veðurfar hagstæðara í vetur Magnús er einnig formaður Sam- taka íslenskra skíðasvæða og segir verulega fjölgun gesta á skíðasvæð- um hafi átt sér stað á landinu öllu. Um 222.000 manns hafi rennt sér í skíðabrekkum landsins þennan vet- urinn borið saman við 165.000 í fyrra. Hann rekur fjölgunina fyrst og fremst til veðursins. „Það voru ríkjandi suðvestanáttir í fyrra sem eru slæmar fyrir bæði Hlíðarfjall og Reykjavík. Núna var veðrið stöðugra og hagstæðari vind- áttir,“ segir Magnús. Lítill snjór Mikill snjór hefur verið fyrir norðan og austan í vetur en hið sama var ekki upp á teningnum fyrir sunnan. „Það var lítill snjór fyrir sunnan en hann hélst allan tímann í fjöll- unum. Það kom hláka í febrúar og við héldum að við værum búin að missa svæðið út alveg. Við fluttum snjó í byrjendasvæðin þar sem við misstum allan snjóinn. Eftir að við gerðum það var frost og smám sam- an bætti í þannig að við þurftum aldrei að hafa áhyggjur af þessum plástrum sem við settum á.“ Morgunblaðið/Ómar Salíbuna Veruleg nýliðun var á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins að sögn framkvæmdastjóra þeirra. Hana þakkar hann nýrri skíðalyftu sem tekin var í notkun í fyrra. Börn niður í tveggja ára komi með foreldrum sínum. Þúsundir flugu upp skíða- brekkurnar á töfrateppi  Gestum á skíðasvæði landsins fjölgaði um 57.000 milli ára Í fremstu röð í 20 ár... Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.