Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA FORRÉTTUR Hvítlauksristaðir humarhalar með brauði og hvítlaukssmjöri AÐALRÉTTUR Lamba primesteik með ristuðu grænmeti, rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma og ferskum berjum BRUNCH Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka, ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægi- pylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie, ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi. Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Gallabuxur Háar í mittið Str. 36-56 Esja skemmtistaður Til sölu lausafjármunir, öflugt JBL og Koda hljóðkerfi, stólar, borð, innréttingar og annað sem tilheyrði veitingastaðnum Esju. Upplýsingar í síma 892 0160 og á netfanginu karl@kirkjuhvoll.is. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Perfect fit Þú minnkar um eitt númer Ný sending Nú líka í hvítu Sendi bréfið í eigin nafni Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún- aðarháskóla Íslands, tekur fram í bréfi til nýsköpunar- og atvinnuveg- aráðuneytisins að Landbúnaðar- háskólinn hafi ekki farið fram á það við ráðuneytið að yfirítölunefnd verði kvödd til vegna afréttarins Almenninga norðan við Þórsmörk. Bréfið sem Ólafur Arnalds prófessor ritaði 11. apríl hafi hann sent í eigin nafni. Í úrskurði ráðuneytisins sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. laugardag var tekið fram að þrjár opinberar stofnanir hefðu krafist yfirítölumats. Þær voru ekki taldar hafa aðild að málinu nema Skógrækt ríkisins. ÁRÉTTING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Ég lagði upp með að flestir pældu eitthvað í því áður en þeir ækju af stað undir áhrifum hvort lögreglan myndi stöðva þá eða hvort þeir myndu valda slysi. Það kom veru- lega á óvart hversu fáir hugsuðu um það. Sex af fjörutíu veltu því fyrir sér hvort lögreglan myndi stöðva þá og einn af fjörutíu velti því fyrir sér hvort hann myndi valda slysi,“ segir Ágúst Mogensen, doktorsnemi í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands. Hann vinnur nú að gerð doktors- rannsóknar þar sem fjallað er um ölvunarakstur og við hvaða kring- umstæður fólk tekur ákvörðun um að aka ölvað. Í rannsókninni kannar hann meðal annars að hverju öku- menn spyrja sig áður en þeir ákveða slíkt og hvaða félagslegu eða að- stæðubundnu þættir hafa áhrif á ákvörðunina. Ágúst segir að áfengi mælist í blóði um 20% ökumanna sem látast í umferðarslysum á Vesturlöndum og að talið sé að 0,2 til 2,0% ökumanna aki jafnan undir áhrifum áfengis. Þá sé ölvunarakstur þriðja stærsta or- sök banaslysa í umferðinni á Íslandi. Ágúst tók viðtöl við fjörutíu öku- menn sem höfðu verið teknir undir áhrifum áfengis og fóru þau viðtöl fram á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann segist hafa lagt á það áherslu að ræða við fólk meðan það væri ölv- að til að skilja hvernig það hugsar undir áhrifum. „Ef maður talar við það eftir á er hætta á að það skáldi upp annan veruleika en raunin var,“ segir hann. Ágúst segir mjög algengt að menn noti afsakanir á borð við þær að þeir hafi einungis drukkið nokkra bjóra og alls ekki verið ölvaðir, það hafi verið svo fáir á ferli og því engin áhætta, þeir hafi einungis ætlað að færa bílinn og fleiri afsakanir sem geri lítið úr brotinu. Hann segir að í ljós hafi komið að nokkuð hátt hlutfall ekur af stað eft- ir átök eða deilur. Það sé ekki þann- ig að fólk ákveði almennt að aka undir áhrifum fyrirfram heldur komi það upp í hita leiksins. Hann segir það ekki afsaka verknaðinn en auki skilning á því hversu oft fólk rýkur í burtu í fússi eftir rifrildi við maka eða vini. Það sé ófyrirséður atburður sem undirstriki hversu mikil tilfinn- ingavera mannskepnan er. Málið er Ágústi skylt enda starfar hann sem forstöðumaður Rannsókn- arnefndar umferðarslysa. Hann reiknar með að klára doktorsritgerð sína síðar á árinu og vonast til að hún nýtist bæði stjórnvöldum og há- skólasamfélaginu. Hann segir mik- ilvægt að opna augu stjórnvalda fyr- ir sértækari úrræðum og forvörnum gegn ölvunarakstri en nú tíðkist. Átök og deilur valda oft ölvunarakstri  Fáir ölvaðir ökumenn óttast lögreglu Morgunblaðið/Eggert Banaslys Ölvunarakstur er þriðja stærsta orsök banaslysa á Íslandi. mbl.is alltaf - allstaðar - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.