Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á þessum tíma árs beinast augu margra veiðimanna að Þingvallavatni og þar hafa menn verið að setja í eina og eina bleikju, og sumar rígvænar; þær eru að byrja að gefa sig þótt „gömlu mennirnir“ hafi oft sagt þær ekki leita upp á grunnið fyrr en birkið færi að bruma seint í maí. En fyrir mörgum er maí urriðatíminn í Þing- vallavatni og einn þeirra sem hafa veitt fágæta fallega urriða í vatninu er Tómas Za, starfsmaður Veiði- flugna. Hann landaði rétt tæplega tuttugu punda fiski þar á dögunum, sá tók Black Ghost, og Tómas hefur náð fleiri stórum síðan. Hann sleppir öllum urriðunum og hvetur menn til að gera það sama. „Alvörudrjólar“ „Það virðist vera nóg af urriða á ferðinni,“ segir Tómas. „Ég heyri að einhverjir urriðar séu að koma upp á hverju kvöldi, í landi þjóðgarðsins og annars staðar í vatninu.“ Hann segist hafa heyrt um „al- vörudrjóla“ sem menn hafi veitt, jafn- vel stærri en þann sem hann veiddi á dögum, en veiðimennirnir vilji ekkert vera að flagga þeim árangri. „Það virðist vera óvenjugott líf í vatninu en ég held að menn verði að passa sig, of margir eru að drepa þessa stóru fiska. Þetta er einstakur stofn og ástæða þess að hann er svona góður núna er að fyrir um tíu árum var sleppt um 130.000 seiðum í vatnið. Ef menn drepa þessa fiska verður stofninn fljótur að minnka,“ segir hann. Í Hlíðarvatni í Selvogi er veitt á fjórtán dagsstangir. Vatnið hefur ver- ið eftirlæti margra en á síðustu árum hafa sumir haft áhyggjur af minnk- andi veiði. Í nýlegri skýrslu Veiði- málastofnunar koma fram vísbend- ingar um að stofninn hafi í fyrra aðeins verið þriðjungur af því sem hann var fyrir nokkrum árum og er grunur um að hlýjum sumrum og nýrnaveiki kunni að vera um að kenna. En óhætt er að segja að marg- ir veiðimenn hafi snúið kátir heim úr Hlíðarvatni síðustu daga því stór- bleikjur hafa fest sig á flugum þeirra. Blaðamaður hefur séð og heyrt um allnokkra fiska á bilinu 52 til 58 cm langa, en sum sumur veiðast kannski tveir eða þrír slíkir. 62 cm á tveggja punda taum Vitað er um eina sex punda sem var landað við Djúpanef og þá veiddi María P. Ingólfsdóttir fágæta fínan fisk á „kúlulausan Killer“ í Botnavík. Bleikjan mældist 62 cm löng að sögn veiðifélaga Maríu, Vilborgar Reyn- isdóttur, formanns Stangaveiðifélags Hafnafjarðar. „Og María var bara með tveggja punda taum! Hún þorði ekki að segja mér frá því fyrr en við vorum á leið heim um kvöldið,“ segir Vilborg og hlær. „Við vorum búnar að horfa á bleikjuna synda fram og til baka, um þrjá metra frá bakkanum, og önnur hvor okkar varð bara að taka hana. Þetta var æðislegt, enda hafði María aldrei fengið svona stóra bleikju. Þetta var risastór fiskur og í rauninni leiðinlegt að drepa hana. En við sleppum næstu stóru í staðinn.“ Á uppstigningardag var síðan hörkufín veiði í Hlíðarvatni er veidd- ust um 100 bleikjur á ýmsar flugur. Vötnin eru víðar að taka við sér. Í Elliðavatni hafa menn verið að setja í fallega urriða og í Vífilsstaðavatni tekur ein og ein bleikja. Þá fréttist af feðgum sem héldu til veiða í Laug- arvatni og lönduðu tuttugu á flugu, allt að sex punda. „Þetta var risastór fiskur“  Vænir urriðar veiðast í Þingvallavatni  Veiðimaður sem þekkir stórfiskana varar við drápi úr stofninum  Óvenjumargar stórbleikjur taka fluguna í Hlíðarvatni  „Sleppum næstu stóru í staðinn“ Morgunblaðið/Einar Falur Væn Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Þorsteinn J. Vilhjálmsson er einn þeirra sem hafa náð óvenjustórum bleikjum í Hlíðarvatni þetta vorið. Þessi rétt komst í háfinn við Kaldóshólma og mældist 55 cm löng og vó fimm pund slétt. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 6 0 5 Nýr og enn betri Mercedes-Benz GLK ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Nýr Mercedes-Benz GLK er einstaklega öflugur og ríkulega búinn sportjeppi. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,5 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs. Verð frá 7.590.000 kr. (220 CDI með 7 þrepa sjálfskiptingu). Til afhendingar strax. www.mercedes-benz.is. - . . og hann eyðir aðeins 6,5 l/100 km í blönd ðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs. Verð frá 7.590. 00 kr. (220 CDI með 7 þrepa sjálfsk ptingu). www.mercedes-benz.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.