Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 INTERNATIONAL BUSINESS ACADEMY ERHVERVSAKADEMI KOLDING Skam l i n g v e j e n 3 2 · K o l d i n g · t e l . 7 2 2 4 1 8 0 0 · i b a@ i b a . d k · i b a . d k · f a c e b o o k . c om / I n t e r n a t i o n a l B u s i n e s sA c a d emy MARKETING MANAGEMENT FINANCIAL MANAGEMENT PROFESSIONAL BACHELOR IN INTERNATIONAL SALES & MARKETING Lánshæf nám hjá LÍN Engin skólagjöld Kennsla fer fram á ensku Staðsetning: Kolding, DK Önnin byrjar 28. ágúst 2013 KYNNINGARFUNDUR · 15. MAÍ · KL. 16:30 RADSION BLU HÓTEL SAGA MULTIMEDIA DESIGN ENTREPRENEURSHIP AND DESIGN MANAGEMENT (E-Designer) Styrmir Gunnarsson bendir á aðkirkjunnar menn í Evrópu blanda sér nú beint í umræður um banka-og efnahagsmál:    Það vakti at-hygli, þegar unnið var að lausn á vandamálum Kýpur að erkibisk- upinn þar bauð fram eignir kirkj- unnar til þess að létta á vanda- málum.    Nú hefur háttsettur kaþólskurbiskup á Spáni kvatt sér hljóðs og lýsti þeirri skoðun að án stefnubreytingar í efnahags- málum geti orðið þjóðfélagslegt hrun þar og reyndar einnig í öðr- um ríkjum Suður-Evrópu. Fyrir ekki löngu flutti erkibiskupinn af Kantaraborg erindi á vegum Bibl- íufélagsins í Bretlandi og hvatti þar til þess að a.m.k. einn stór banki í Bretlandi yrði brotinn upp og honum skipt í smærri einingar svæðisbundinna banka. Sami mað- ur hefur gagnrýnt þann „kúltúr“ sem ríki í bankaheiminum og byggist að hans mati á tilætl- unarsemi í eigin þágu.    Það er til marks um að kirkjaní þessum löndum telur að þessar þjóðir standi frammi fyrir alvarlegri samfélagslegri kreppu, þegar æðstu forystumenn hennar í nokkrum löndum tala op- inberlega á þennan veg. Og þá er ástæða til að hlusta.    Biskuparnir mundu ekki talasvona nema vegna þess að þeim ofbýður það, sem þeir sjá og fylgjast með í sínum daglegu störfum. Fjármálakreppan er ekki leng- ur bara fjármálakreppa. Hún er orðin að djúpstæðri samfélags- kreppu, eins og lengi hefur verið spáð að gæti gerzt.“ Styrmir Gunnarsson Biskupum blöskrar STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 4 súld Akureyri 5 súld Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 7 skúrir Kaupmannahöfn 11 skúrir Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 11 skúrir Lúxemborg 12 skýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 10 léttskýjað Glasgow 8 skýjað London 13 heiðskírt París 16 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 13 skýjað Vín 15 skýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 22 heiðskírt Aþena 17 skýjað Winnipeg 17 alskýjað Montreal 7 skúrir New York 10 skýjað Chicago 13 léttskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:15 22:34 ÍSAFJÖRÐUR 3:55 23:04 SIGLUFJÖRÐUR 3:37 22:47 DJÚPIVOGUR 3:39 22:10 Byltingarkenndar niðurstöður rann- sóknar íslensku vísindamannanna dr. Vals Emilssonar og dr. Vilmund- ar Guðnasonar á Alzheimer- sjúkdómnum hafa vakið mikla at- hygli erlendis. Rannsóknin birtist nýlega í hinu virta tímariti Cell og snýr að orsökum sjúkdómsins, en hún veitir innsýn í þær flóknu sam- eindabreytingar sem eiga sér stað í heila sjúklinganna. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru byltingarkenndar að því leyti að þau gen sem stýra þessum breyt- ingum [í heila sjúklinganna] hafa nú verið auðkennd,“ segir dr. Valur Emilsson, stjórnandi rannsókn- arinnar. Með birtingu greinarinnar er öll- um vísindamönnum gefinn frjáls að- gangur að því gríðarlega magni upp- lýsinga sem komið hafa úr rannsókninni. „Við vonum að með því að veita vísindamönnum aðgang að þessum nýju upplýsingum og að- ferðafræði muni líkurnar á því að þróa lækningu við Alzheimer- sjúkdómi aukast verulega,“ segir Valur. Nú þegar hafa vísindamenn hvað- anæva úr heiminum haft samband og leitað sér aðstoðar vegna gagnanna. „Þetta hefur vakið gíf- urlega athygli. Gögnin eru gefin frjáls til vísindasamfélagsins til að vinna úr,“ segir Valur. larahalla@mbl.is Íslensk rannsókn vekur mikla athygli  Tveir vísindamenn veita nýja innsýn í orsakir Alzheimer-sjúkdómsins Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Kynna niðurstöður Vilmundur Guðnason og Valur Emilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.