Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 ✝ VilhelmínaGuðrún Valdi- marsdóttir fæddist á Stokkseyri 30. júlí 1927. Hún lést á Landspítalanum 1. maí 2013. Hún var dóttir hjónanna Mar- grétar Guðnadóttur og Valdimars Sig- urðssonar bæði frá Stokkseyri. Mar- grét og Valdimar skildu þegar Vilhelmína var tveggja ára og giftust bæði aftur, Margrét gift- ist Kristni Júníussyni frá Rúts- stöðum í Gaulverjabæjarhreppi og Valdimar giftist Sveinbjörgu Árnýju Þorgilsdóttur frá Þórs- hamri í Sandgerði. Systkini Vil- helmínu: Ósk Valdimarsdóttir, Sigurveig Valdimarsdóttir sem er látin, Vilborg Fríða Krist- insdóttir, Hallberg Kristinsson sem er látinn og Júníus Haf- steinn Kristinsson sem er látinn. Eiginmaður Vilhelmínu er E. Gunnar Sigurðsson frá Selja- Leifsdóttur og eiga þau synina Ísak Loga og Dag Orra. Áður eignaðist Einar Gunnar soninn Andra með þáverandi sambýlis- konu sinni Ingu Fríðu Tryggva- dóttur. Vilhelmína ólst upp með móð- ur sinni í skjóli foreldra hennar og móðurbræðra á Stokkseyri allt þar til hún var ellefu ára að þær mæðgur fluttu í ný heim- kynni á Rútsstöðum í Gaulverja- bæjarhreppi þar sem Margrét hóf búskap með seinni manni sínum, Kristni Júníussyni. Árið 1951 hóf Vilhelmína búskap í Seljatungu með eiginmanni sín- um og stýrði þar stóru og gest- kvæmu heimili í 33 ár. Þar af stunduðu þau félagsbúskap með Sesselju systur Gunnars og Vig- fúsi manni hennar í 23 ár. Á Sel- fossi bjuggu þau hjón í 16 ár en fluttu svo í Kópavog árið 2002 þegar Vilhelmína varð bundin blóðskilunarvél í kjölfar áfalla sem eyðilögðu nýrnastarfsemi hennar. Vilhelmína sinnti mörg- um verkefnum í lífinu en stærsta verkefni hennar og það sem hún gaf alla sína krafta í var að ala upp börnin sín og annast heimili sitt. Útför Vilhelmínu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 14. maí 2013, kl. 15. tungu, f. 16. júlí 1924. Þau eign- uðust fjórar dætur: 1) Guðný Vilborg Gunnarsdóttir, gift- ist Steini Hermanni Sigurðssyni sem er látinn. Sonur Guð- nýjar er Einar Gunnar Sigurðsson. Börn Steins eru þau Sigurður Einar, Þráinn og Hanna. 2) Sigrún Sesselja Gunnarsdóttir í sambúð með Jóni Ásmundssyni. Jón á þrjú börn þau Auði, Guð- rúnu og Sverri. 3) Margrét Kristín Gunnarsdóttir í sambúð með Gunnari Þ. Andersen. Þau eiga saman Richard Vilhelm Andersen. Börn Gunnars af fyrra sambandi eru Victoria, Tiffany og Eric Andersen. 4) Laufey Sigríður Gunnarsdóttir, áður í sambúð með Dariusz Bo- sak. Uppeldissonur Vilhelmínu og Gunnars er Einar Gunnar Sigurðsson sonur Guðnýjar. Hann er giftur Ingunni Svölu Í dag er kvödd í hinsta sinn mín kæra systir. Það er erfitt að hugsa sér lífið og tilveruna án hennar. Síðustu ár hafa verið henni erfið vegna sjúkdóms en hún tók þessu mótlæti með mik- illi ró og æðruleysi. Hún sló á létta strengi og sagði að þetta væri verkefni sem hún yrði að lifa með. Mikill kærleikur og virðing var milli okkar systra. Á ég henni mikið að þakka fyrir allt sem hún gerði fyrir mig í gegnum árin. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og foreldra. Sonur minn var hjá henni í mörg sumur í sveit og var hún honum sem besta móðir, sem hér er þakkað. Svona var hún systir mín, boðin og búin að fórna sér fyrir alla. Allir elskuðu hana og dáðu, hún var falleg að utan sem innan svo eftir var tek- ið. Ég kveð hana með þakklæti og virðingu fyrir öll góðu árin og geymi þau í hjarta mínu. Ég og fjölskylda mín vottum eigin- manni hennar, dætrum, tengda- sonum og dóttursonum samúð okkar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Guð varðveiti sálu henn- ar. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín systir, Vilborg Fríða Kristinsdóttir (Bobba). „… árin, þegar mig að morgni vart óraði fyrir kvöldinu fram undan, en sat ugglaus undir vall- grónum vegg og lék mér að stráum; – þau ár eru liðin og eiga ekki afturkvæmt.“ Hinn djúpi tregi sem býr í þessum upphafsorðum Fjall- kirkju Gunnars Gunnarssonar hefur ávallt gengið mér mjög til hjarta. Við fráfall Vilhelmínu Guðrúnar Valdimarsdóttur fyll- ist brjóstið einmitt slíkum trega, söknuði eftir þeim tíma sem var, en verður aldrei meir, og þakk- læti fyrir bjarta bernskudaga. Vilhelmína, eða Villa eins og hún var ávallt kölluð af sínum nánustu, var mér nátengd, hún var eiginkona Gunnars móður- bróður míns. Fyrstu sextán ár ævi minnar var hún okkur aldrei fjarri, því hún var húsfreyjan í hinum enda hússins, austurí. Þau bjuggu félagsbúi í Selja- tungu, foreldrar mínir í vestari hluta hússins og Gunnar og Villa og dætur þeirra í þeim eystri. Það var gott að vaxa úr grasi í þessari stórfjölskyldu, sem lengst af taldi einnig móður- ömmu mína Sigríði. Amma var í fæði hjá Gunnari syni sínum og Villu en í húsnæði hjá mömmu og pabba. Svo sannarlega ólumst við upp við regluna um að um- gangast eldra fólk með virðingu. Þar gengu á undan með góðu fordæmi ekki síst tengdabörn ömmu, Villa og pabbi. Alls urðu sambýlisár systkinanna í Selja- tungu 23 talsins. Hægt er að fullyrða að á þá sambúð bar aldrei skugga, þar var ekki orði hallað, ekki stofnað til ósættis. Til þess að slíkt megi takast þarf margt að koma til – stjórnunar- hæfileikar, samvinnufærni, já- kvæðni og ekki síst, glaðværð og gæska. Alla þessa kosti hafði þetta góða fólk til að bera og Villa ekki síst. Hún var mikill dugnaðarforkur, hraðvirk og út- sjónarsöm. Hún var sérlega prúð í dagfari og í kringum hana var alltaf einstök stilling og kyrrð. Þó var hún glaðvær, fé- lagslynd og naut þess að vera innan um fólk og kunni sérdeilis vel að vera gestgjafi, sýna fólki áhuga án ágengni og láta því líða vel. Villa átti alltaf hlýjan faðm, huggunarorð ef þess þurfti og skammaðist aldrei. Hún, eins og flestar konur af hennar kynslóð, átti sinn starfsferil við stjórn heimilis og uppeldi barna. Heim- ili þeirra Gunnars var ávallt að- laðandi, smekklegt og hlýlegt. Þar réð hjartahlýjan húsum. Villa átti við vanheilsu að stríða um langa hríð. Síðustu 11 árin hefti nýrnasjúkdómur frelsi hennar og lífsgæði en hún þurfti að fara í blóðskilun í nýrnavél þrisvar í viku. Aldrei kveinkaði hún sér þó undan hlutskipti sínu og komst hvað eftir annað yfir mikil veikindi með jákvæðni og baráttuvilja. Nú er tjaldurinn farinn að spígspora í dælunum í Flóanum okkar góða og í hönd fara bjartir vordagar. Sú fallega og góða kona sem við kveðjum í dag var svolítið eins og vorið – það býr yfir gæsku og mildi en líka þeim styrk sem þarf til að bræða vetr- arsnjóinn. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég nú á kveðjustund til elskulegs frænda míns Gunnars, dætranna allra, ömmu- og lang- ömmudrengjanna og annarra vandamanna. Blessuð sé minn- ing Villu, hafi hún þökk fyrir allt. Fyrir hönd systkinanna í vest- urbænum, Ingibjörg Vigfúsdóttir. Yndisleg vinkona mín hún Villa er farin frá okkur eftir langvarandi veikindi. Í gegnum lífið kynnumst við allskonar fólki sem er samferða okkur, stund- um eru kynnin stutt, aðrir staldra lengur og sumir eru samferða okkur allt lífið. Á lífs- ins göngu hefur fólk mismikil áhrif á líf okkar samferðafólks. Eftir sitja misdjúp spor og marka líf okkar á þann hátt að í minningunni gætir áhrifa þeirra mismikið. Villa var ein af þeim sem skilja eftir sig djúp spor í lífi mínu og hún er ein af þeim sem lifa áfram í minningunni vegna þess sem hún var og stóð fyrir. Í vöggugjöf fékk Villa glæsilegt útlit. Hún var há og grönn og áberandi snyrtileg, hún var bæði kát og skemmtileg og einstaklega létt á fæti. Hún hafði sterkan persónuleika og sagði sína skoðun ef svo bar undir og kunni þá að velja réttu orðin sem áttu við hverju sinni. Þegar við bjuggum báðar í sveitinni, hún í Seljatungu og ég í Svið- ugörðum, var alltaf mikill og góður samgangur á milli bæj- anna enda Gunnar bróðir Siggu í Sviðugörðum. Málin æxluðust svo þannig að Villa lagðist á sæng eins og sagt er að eignast sína þriðju dóttur, hana Möggu. Á þessum árum var sjálfsagt að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Ég var þá fjórtán ára gömul og var þá lánuð að Seljatungu til að hugsa um heimilið í mánaðar- tíma, ég þroskaðist um mörg ár við þessa ábyrgð sem mér var falin. Þetta var mér bæði eft- irminnilegt og ekki síður lær- dómsríkt og skemmtilegt. Anný ljósmóðir hélt til á heimilinu og hugsaði um sængurkonuna og litlu nýfæddu dökkhærðu döm- una eins og vera bar á þessum tíma en ég var í heimilisverk- unum sem til féllu, heimilið var mjög snyrtilegt hjá Villu, aldrei drasl á borðum, hver hlutur á sínum stað og ég reyndi að fylgja þeirri reglu. Að loknu dagsverki var gjarnan sest í stofu og borið fram gott sterkt kaffi og rjómi út í ásamt koní- aksstaupi, þetta voru ógleyman- legar kvöldstundir, Gunnar, Anný og Villa öll svo hláturmild og skemmtilegt fólk. Upp frá þessum tíma urðum við Villa góðar vinkonur. Fimm árum síðar þegar ég var búin að eignast Bryndísi dóttur mína urðu hún og Laufey bestu vinkonur. Ég kom oft að Seljatungu eftir þetta og þá allt- af gangandi, Villa fylgdi mér þá alltaf til baka nánast alla leið og síðan fylgdi ég henni aftur til baka heim og þá var nú margt spjallað sem geymist í minni mínu, Villa mín. Elsku Gunnar, Guðný, Sigrún, Magga og Laufey, innilegar samúðarkveðjur. Villu mína kveð ég með virðingu og hneigi höfuð mitt í þökk fyrir samveruna. Megi allar góðar vættir blessa afkomendur þína. Í skógi lækur leynist og lautin geymir blóm. Í mannsins hjarta er minning með mildan enduróm. Og þó að lækur þorni og þó að deyi blóm, þá miðlar hjartans minning þeim milda enduróm. (Þýð. Þórarinn Hjartarson) Selma Katrín Albertsdóttir. Elsku Villa okkar. Við viljum með þessum orðum þakka þér allar yndislegu stund- irnar sem við höfum átt saman. Um þig er svo margt fallegt hægt að segja, þú varst ávallt svo góð og trygg frænka og barst mikinn hlýhug í okkar garð. Einnig vitum við að hugur þinn reikaði oft hingað í Sand- gerði á Stokkseyri, þar sem bernskusporin þín lágu og þú undir svo glöð við söng og leik. Svo leið tíminn og þú kynntist honum Gunnari þínum og þið hófuð búskap í Seljatungu. Að Seljatungu var gaman að koma og oft var nú glatt á hjalla. En nú er komið að kveðju- stund. Við geymum minninguna um þig í hjörtum okkar. Stokkseyrin litla fögur er, við hafið hún liggur sæl. Lítil börn í fjörunni leika sér, veiða síli og skauta á Löngudæl. Í Sandgerði lítil blómarós bjó, bláeygð sem bjartur himinninn. Í litlu gömlu húsi út við sjó, hún dansaði fyrir afa sinn. (Guðrún Ósk Stefánsdóttir) Við sendum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Vilborg Gísladóttir Sandgerði, Stokkseyri. Vilhelmína G. Valdimarsdóttir HINSTA KVEÐJA Til elsku mömmu minnar. Gangi þér vel! Hvert svo sem för þinni er heitið, megi hamingjan ríkja í hverju landi. Megi konur, börn og karlar fagna þér. Megi fegurð trjáa og blóma um- lykja þig. Megi gott og heiðvirt fólk verða á leið þinni. Megirðu finna hamingju og frið. (Helen Thomson) Þín dóttir, Laufey Sigríður. Elsku Skafti afi. Nú hefur þú kvatt þetta líf eftir langa og far- sæla ævigöngu. Ég trúi því að það hafi orðið miklir fagnaðar- fundir hinum megin þegar þú hittir okkar ástkæra fólk sem þar nú er. Þau tár sem nú renna niður kinnar mínar lít ég á sem gleði- tár, því ég minnist þín með gleði í hjarta og bros á vör. Minningar mínar um þig og ömmu í Sigtúni eru margar, þær sem standa mér hvað efst í huga eru þegar þið amma stóðuð í eldhúsinu að sjóða kjötsúpu handa mörgum fjöl- skyldumeðlimum sem til ykkar voru komnir í hlýjuna, gleðina og kærleikann í Sigtúni. Það lýsir ykkur ömmu svo vel. Þið stóðuð Skafti Þóroddsson ✝ Skafti Þór-oddsson fædd- ist í Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð 6. janúar 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Uppsölum 24. apríl 2013. Útför Skafta fór fram frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju 4. maí 2013. þétt við bakið hvort á öðru í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur og saman voruð þið ávallt til staðar fyrir fjöl- skyldu ykkar og vini. Afi, þú varst svo góður, yndislegur og skemmtilegur maður sem ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og deila stund- um með. Ég hef alltaf verið afar stolt af þér. Takk fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér. Komið er að kveðjustund til seinni tíma þá við eigum endurfund. Með gleði í hjarta ég minnist þín um framtíð bjarta. Vegurinn til ömmu er nú beinn þú munt aldrei ganga einn. Þín afastelpa, Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Ástkær sonur minn og bróðir okkar, JÓN RÚNAR RAGNARSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sóltúns.. Helga Jónsdóttir, Guðmundur Albert Jóhannsson, Jensína Sigurborg Jóhannsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 5. maí, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 13.00. Sigríður Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Valdimar Þ. Valdimarsson, Ólafur Þ. Kristjánsson, Kristrún Helga Ingólfsdóttir, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Jóhanna, Snædís, Kristján Hrafn, Sigríður Inga og Egill. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, STEFANÍA RUNÓLFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðviku- daginn 8. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 16. maí kl. 15.00. Símon Hallsson, Anna Eyjólfsdóttir, Valgarður Ómar Hallsson, Lori Hallsson, Hallur Hallsson, Ásta Hallsdóttir, Benedikt Ólafsson, Heba Hallsdóttir, Hulda Guðrún Hallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.