Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Minnst níu manns létu lífið af völdum bílsprengju nálægt Jalaa-sjúkrahúsinu í Benghazi í austanverðri Líbíu í gær, meðal hinna látnu voru tvö börn, að sögn BBC. Óttast var að tala látinna myndi hækka. Efnt hefur verið til margra tilræða í borginni síðustu daga og mikil ókyrrð hefur ver- ið í öllu landinu síðustu vikurnar en þar er vopnaeign al- menn. Herskáir íslamistar í landinu eru mjög ósáttir við stefnu ráðamanna sem eru að miklu leyti úr röðum hófsamra múslíma. Benghazi hefur lengi verið vígi íslamista og vilja sumir þeirra slíta tengslin við vesturhlutann með höfuðborginni Tripoli. Vígamenn sem setið höfðu um ráðuneyti utan- ríkis- og dómsmála í Tripoli í nokkrar vikur afléttu um- sátrinu um helgina. Umsátursmenn kröfðust þess að embættismenn sem gegndu störfum fyrir Gaddafí yrðu reknir. Líbíska þingið samþykkti nýlega lagabreytingu til að verða við kröfunni og Ali Zeidan, forsætisráðherra landsins, sagði sl. miðvikudag að búast mætti við að einhverjir ráðherrar misstu stólinn. Átök hafa einnig verið í grannríkinu Túnis, þar komst íslamistaflokkurinn Ennahda til valda í kosningum eftir fall einræðisherrans Zine El Abidine Ben Alis, sem nú er í útlegð. Ofstækisfyllsti hópurinn í sumum arabalöndum kennir sig við salafisma. Leiðtogi þeirra í Túnis, Abu Iyadh, sem er í útlegð, sendi í gær frá sér yfirlýsingu á netinu og hótaði að hefja stríð gegn þarlendum ráða- mönnum vegna stefnu þeirra sem væri andstæð íslam. Mannskæð árás í Líbíu  Leiðtogi salafista í Túnis hótar nú þarlendum ráðamönnum stríði Skipulagði ofbeldisverk » Abu Iyadh, sem réttu nafni mun heita Seif Allah Ibn Huss- ein, er sakaður um að skipu- leggja fjölda ofbeldisverka. » Hann hefur verið á flótta síðan í september sl. eftir að íslamistar réðust á bandaríska sendiráðið í Túnisborg. Fjórir þeirra féllu. Mexíkói kannar ástandið á 12 þúsund gúmmíöndum sem tóku þátt í geysi- miklu kappsundi sem hófst á Nichupte-vatninu við borgina Cancun um helgina. Ekki er alveg ljóst hvaða skilyrðum endurnar, sem vafalaust eru nú allar úr plasti en ekki gúmmí, þurfa að fullnægja. Ágóðinn af keppninni og veðmálum í tengslum við hana fer allur til góðgerðamála. Svipuð anda- sund eru vinsæl víða um heim. AFP Andakappsundið mikla 2013 er hafið í Mexíkó Líklega bannað að nota utanborðsmótor Nýtt afbrigði svonefndrar kóróna- veiru hefur orðið fimmtán manns að bana í Sádi-Arabíu og ríkir nú ótti í landinu vegna málsins í landinu, að sögn AFP. Tilfelli hafa einnig verið greind í Jórdaníu, Þýskalandi, Bret- landi og Frakklandi. Fulltrúar Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja líklegt að veiran geti smitast milli manna sem eigi náin samskipti og óttast að hún geti breiðst út. Nýja veiran nefnist NCoV, hún kom fyrst upp í fyrra og er náskyld HABL-veirunni (SARS) sem banaði um 800 manns 2002-2003. Helstu ein- kenni eru hiti, beinverkir, þurr hósti og öndunarörðugleikar, vitað er að veiran getur valdið lungnabólgu og einnig nýrnabilun. WHO segir að nýja afbrigðið sé ekki HABL, veir- urnar séu ólíkar en sú staðreynd að þær séu skyldar valdi áhyggjum. Fjölmargir hafa leitað aðstoðar á sjúkrahúsum í Al-Ahsa-héraði í Sádi- Arabíu og verið settir í einangrun. Alls hafa 34 tilfelli af veirunni komið upp síðan hún var fyrst greind í sept- ember 2012 og 18 látist úr sjúkdómn- um, samkvæmt upplýsingum WHO. Auk Sádi-Arabíu hafa tilfelli verið greind í Jórdaníu, Þýskalandi, Bret- landi og Frakklandi. Í síðastnefnda landinu veiktist maður um fimmtugt eftir að hafa deilt sjúkrastofu með 65 ára manni sem varð veikur eftir heimkomu frá Dubai við Persaflóa. Kórónaveira veldur oft- ast venjulegu kvefi en HABL olli al- varlegri bráðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu. kjon@mbl.is Hættuleg veira líkist HABL  Talið mjög lík- legt að hún smitist við snertingu Lífshætta HABL (SARS) olli skelf- ingu víða um heim fyrir um áratug. Meirihluti fjárfesta í Evrópu er vantrúaður á að kreppunni í evru- ríkjunum sé að ljúka og telur að hún eigi enn eftir að versna, ef marka má skoðanakönnun Fitch- matsfyrirtækisins, segir í Wall Street Journal. En 41% segist vera á því að stuðningur Seðlabanka ESB við evruna dugi og það versta sé afstaðið. Uppgangur hefur verið á fjár- málamörkuðum Evrópu frá sl. hausti. En Eurostat, hagtölustofn- un ESB, spáir að landsframleiðsla í 17 aðildarríkjum evrunnar minnki að meðaltali um 0,4% á þessu ári. Atvinnuleysi mældist í mars 12,1%. Fram kom í könnuninni að aðeins 9% aðspurðra óttast verðbólgu en 29% segja á hinn bóginn að veruleg hætta sé á að verðhjöðnun verði vandamál. Fjármálaráðherrar evruland- anna hittust í Brussel í gær og var búist við að þeir legðu blessun sína yfir stuðning við bæði Grikkland og Kýpur. En áhyggjur af erfiðri stöðu Slóveníu varpa skugga á fundinn. kjon@mbl.is EVRÓPUSAMBANDIÐ Fjárfestar svartsýnir og segja að kreppan sé alls ekki afstaðin Leiðtogasætið á afvopnunar- ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna færist eftir staf- rófsröð á milli 65 aðildarríkja hennar og nú er komið að Írön- um. Sumir gagn- rýna að ríki sem grunað er sterk- lega um að hafa brotið ákvæði um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna skuli fá það hlutverk að stýra umræðum um afvopnun. „Þetta er eins og að láta Jack the Ripper [frægan kvennamorðingja í London seint á 19. öld] reka athvarf fyrir konur,“ sagði Hillel Neuer, yfirmaður SÞ-vaktarinnar, sam- taka sem hafa aðsetur í Genf. kjon@mbl.is AFVOPNUNARRÁÐSTEFNA SÞ Íranar taka við stýrinu Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.