Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það hefur verið faraldursortuæxla á Íslandi oghann hefur vakið heims-athygli,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar. Hún mun segja frá faraldsfræði sortumeina á Íslandi á örráðstefnu Krabbameins- félagsins á fimmtudag. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Aðgát skal höfð í nærveru sólar“. Laufey sagði að faraldurinn hefði hafist upp úr 1990 og fjórfaldaðist nýgengi sortuæxla hjá Íslendingum á árunum 1990-2000. Svipuð aukn- ing var hjá körlum og konum. Aukning sortuæxla var mun bratt- ari hjá fólki yngra en 50 ára, eink- um hjá konum. Talið er að það megi m.a. tengja aukinni sólbekkja- notkun. Einnig því að þessi aldurs- hópur hafi verið duglegri að fara til húðlækna og láta athuga grun- samlega bletti og greinst fyrr en ella. Dánartíðni af völdum sortu- æxla hefur ekki aukist hjá fólki yngra en 50 ára á Íslandi og hefur hún farið lækkandi á hinum Norð- urlöndunum. Nýgengi sortuæxla er mun hærra hjá þeim sem eru fimmtugir og eldri. Hjá þessum aldurshópi gætir einnig aukinnar dánartíðni af völdum sjúkdómsins. Hún er meiri hjá körlum en konum. Þetta bendir til þess að eldra fólk eigi að gera meira af því að láta lækna athuga fæðingarbletti. Nýgengi sortuæxla var lengi vel lægst hér á landi miðað við tíðni sjúkdómsins á Norðurlöndunum al- mennt. Finnar voru einnig fremur lágir en Norðmenn hæstir. Slæmt að fá of mikla sól Rannsóknir hafa sýnt að sam- band er á milli sortuæxla og út- fjólublárra (UV) geisla en þeir geta bæði komið frá sólinni og eins frá ljósabekkjum. Laufey sagði að sterk áhrif UV-geisla í skamman tíma virtust vera mjög slæm fyrir húðina. Þeir sem stöðugt yrðu fyrir þessum geislum virtust ekki vera í jafnmikilli hættu að fá sortumein og hinir sem fengju mikinn skammt í skamman tíma. Í bæklingi Krabba- meinsfélagsins um sortuæxli í húð, eftir húðlæknana Bárð Sigurgeirs- son og Jón Hjaltalín Ólafsson, seg- ir að það sé sérstaklega slæmt ef húðin brennur í sólinni í bernsku eða fyrir 18 ára aldur. Laufey sagði að líklega mætti rekja ástæðu fjölgunar sortuæxla til nokkurra þátta. Sólarferðir Ís- lendinga hófust að einhverju marki á 7. áratug 20. aldar og fjölgaði síð- an ört. Börnin fóru með og fengu sterka sól á stuttum tíma. Tískan hafði einnig breyst. Áður þótti ekki fínt að vera sólbrúnn en þarna var það komið í tísku. „Maður fór hvít- ur út og kom grillaður heim, það er akkúrat uppskriftin,“ sagði Lauf- ey. Hún nefndi að bændur og aðrir sem ynnu að jafnaði úti í sólinni fengju síður sortuæxli en þeir sem sólbrynnu skarpt á stuttum tíma. Ljósabekkjum fjölgaði mikið á tímabili hér á landi. Árið 1979 voru þrjár sólbaðsstofur í Reykjavík, samkvæmt Geislavörnum ríkisins. Árið 1988 voru þær orðnar 56 með alls 207 ljósabekkjum. Krabba- meinsfélagið, Lýðheilsustöð og Geislavarnir ríkisins hófu átak árið 2004 gegn ljósabekkjanotkun og árið eftir hafði ljósabekkjum fækk- að í 144. „Það hefur dregið úr þessum faraldri. Ef til vill er fólk farið að passa sig betur og eins hefur dreg- ið úr sólbekkjanotkun. Hluta aukn- ingarinnar má líklega rekja til flýt- ingar á greiningum,“ sagði Laufey. Aðgát skal höfð í nærveru sólar Nýgengi sortuæxla í húð Tíðni af 100.000 Karlar Konur 22 21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 1957 1962 1967 1972 1977 1982 1987 1992 1997 2002 2007 Heimild: Krabbameinsskrá Íslands. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vinstri-stjórnin,sem þjóð- in hafnaði með svo ótvíræðum hætti að annað eins hefur ekki sést, tileinkaði sér óvenju- leg vinnubrögð á fjölmörg- um sviðum. Þótt sú hafi ekki verið meginástæða þess að áfellisdómur þjóð- arinnar hafi orðið svona harkalegur í kosningunum þá er augljóst að þau bættu ekki úr skák. Hver man ekki eftir reglubundnum stórfundum ríkisstjórnarinnar í Þjóð- menningarhúsinu? Þegar fólkið þreytt á sífelldum svikum lét til sín heyra var umsvifalaust efnt til slíkra funda. Þar sátu bankastjór- arnir nauðugir og nið- urlútir með nokkrum sínum næstu mönnum. Þar sátu stórir hópar úr lífeyriskerfinu sem lýstu því yfir í fundarlok að þeir myndu óhikað taka þátt í boðuðu „átaki“ ríkisstjórn- arinnar, með þeim eina fyr- irvara að þátttaka þeirra myndi ekki kosta lífeyr- issjóðina krónu. Þeir hefðu einfaldlega ekki heimildir að lögum til að taka þátt í samstarfsverkefni á annarri forsendu en þessari. En að öðru leyti myndu þeir leggja sig alla fram. Þarna voru mættir fjöl- margir fulltrúar frá hags- munafélögum heimila í margvíslegum vanda, sumir sjálfskipaðir og lögðu sam- viskusamlega fram sína út- reikninga á hverjum fund- inum á fætur öðrum. Og þarna voru umboðsmenn skuldara, íbúðalánasjóðs og Seðlabanka. Svo voru mættir svo sem eins og þrír til fjórir menn úr helmingi fleiri ráðu- neytum auk ráðherra, að- stoðarmanna þeirra og fjöl- margra upplýsingafulltrúa. Hinir síðastnefndu voru augljóslega mikilvægustu mennirnir því þeir áttu að koma því inn hjá almenn- ingi að þessir fjölmennu fundir hefðu einhver tengsl við raunveruleikann. Það var ekki spunamönnunum að kenna þótt það verkefni hafi verið óviðráðanlegt. Í lok hvers stórfundarins voru jafnan viðtöl við þau Jóhönnu og Steingrím. Þar var því lýst að fundurinn sem slíkur markaði tíma- mót (sem voru þó ekki önn- ur en þau að honum hafði lok- ið) og svo var jafnan sagt: Fólkið mun sjá árangur af þessu mikilvæga sam- ráði á næstu dögum eða vikum. Ekki var annað að sjá en að „RÚV“ tryði þess- um yfirlýsingum síst verr þegar að „fréttastofa“ þess gekk í gegnum þetta ferli í fimmta sinn en hún gerði eftir það fyrsta. Í kosningunum voru kjós- endur m.a. að segja álit sitt á þessum farsakenndu op- inberu ósannindum sem beint var að fólki sem síst mátti við blekkingum af hálfu stjórnvalda. Töluvert hefur verið látið með skýrslu alþjóðlegs ráð- gjafafyrirtækis sem rýndi að eigin frumkvæði í helstu vandamál sem það taldi helst að hrjáðu íslenska þjóðarlíkamann um þessar mundir. Framtak fyrirtæk- isins er prýðilegt og álitið ágætlega unnið, en þó auð- vitað hvorki gallalaust né hafið yfir gagnrýni. Vafalít- ið getur það orðið gagnlegt innlegg í vinnu við und- irbúning mikilvægra ákvarðana á næstunni. Skýrslan var þó ekki endi- lega sérlegt tilefni til þess að sjá enn eitt ráðgjafa- samráðið í anda sjónarspila fráfarandi stjórnar sett á laggirnar. En það gerði rík- isstjórnin ekki síst vegna þess að kosningar voru framundan og hún varð eins og allt kjörtímabilið að sýnast vera að gera eitt- hvað. Í ráðgjafaráðinu sitja kjörnir leiðtogar þjóð- arinnar óbreyttir í miklum minnihluta hóps sem er hallur undir að hægt sé að reikna sig út úr öllum vanda, ef enga vísbendingu þarf um hvert menn vilji stefna. Ef sú væri raunin hefði sennilega verið af- farasælast að hafa tölvur af mismunandi tegundum í öll- um sætum á framboðs- listum vegna kosninganna. Óneitanlegt er að vísu að sumir framboðslistanna í síðustu kosningum hefðu ekki endilega versnað við það fyrirkomulag. En er ekki óhætt að líta svo á, að þetta ráðgjafaráð í gamalkunnum stíl hafi nú þegar gert það gagn sem búast mátti við og færa því þakkir? Sjálfsagt er að ljúka merku starfi ráð- gjafaráðs á allra næstu dögum} Á allra næstu dögum S íðustu vinnuvikur hafa verið frekar sérstakar. Þrjár í röð hafa þær verið skornar sundur með frídög- um, sem stundum hefur leitt til vandræða. Á mörgum vinnustöð- um er veruleikinn einfaldlega sá að afgreiða þarf ákveðin verkefni í hverri vinnuviku, rétt eins og gerðar hafa verið áætlanir um. Halda þarf takti í starfsemi. Það liggur hins vegar í augum uppi að stakir frídagar í miðri viku raska þessu og dampurinn dettur niður. Og þá er ekki annað í stöðunni að gera en hlaupa hraðar þessa fjóra vinnudaga ellegar mæta á frídegi. Stundum verður illu heilli ekki undan slíku vikist, til dæmis ef fólk er framúrskar- andi samviskusamt eða hefur umsjón eða ábyrgð með tilteknum verkefnum. Kjartan Magnússon setti á dögunum fram skynsamlega tillögu í borgarráði, það er að borgin, sem einn stærsti vinnuveitandi landsins, hlutist til um að fimmtudagsfrí vorsins verði færð að helginni. Þarna er um að ræða sumardaginn fyrsta og uppstigningardag, rauða daga sem eiga rætur sínar í allt öðru samfélagi og menningarhefð en þeirri sem nú er við lýði. Útkoman verði gott og kærkomið frí, frá föstudegi til sunnudagskvölds, sem fjölskyldur gætu nýtt saman til leiks og starfa. Þegar komið er fram í maí langar líklega flesta til að skreppa eitthvert, fara í gönguferðir, sund, heimsóknir, skreppa í sumarbústað og svo framvegis. Þetta er spurning um að hafa svigrúm til að lifa og leika sér. Og gleymum ekki að slíkt er okkur öll- um alveg óendanlega mikilvægt. Undirtektir við tillögu borgarfulltrúans hafa verið ágætar. Fáir hafa lýst sig beinlín- is mótfallna, þó einhver blæbrigðamunur sé á viðhorfum til útfærslu. Raunar má benda á að í tímans rás hafa áhrifamenn bæði á vett- vangi launafólks og atvinnurekenda talað fyrir breytingum í þessa áttina – og segja að í þessu bæði felist lífsgæði og hagræði. Þeg- ar samstaða myndast um ágætar tillögur eins og þá sem hér er umfjöllunarefni ætti hún að raungerast mjög fljótt. Borgar- yfirvöld hafa nú lýst sig tilbúin að stíga skrefið og framhaldið er væntanlega að mál- ið komst í farveg við gerð kjarasamninga. Hins vegar er sennilegt að þetta mál verði alls ekki rætt við samningaborð, þar sem strögglað er um prósentur, eingreiðslur, launaflokka, lífeyrismál og stóru breyturnar í þjóðarbúskapnum. Frídagar og tilfærsla þeirra – sem þó ætti að vera minni háttar framkvæmdaatriði – verða sennilega af- gangsstærð. Stóra fimmtudagsmálið verður varla leyst nema stór vinnuveitandi, eins og Reykjavíkurborg, stígi fyrsta skrefið. Aðrir munu svo fylgja fljótlega á eftir og innan fárra ára þegar við fáum þrjár og jafnvel fjórar stuttar vinnuvikur á vorin – þá að hvítasunnunni með- talinni – mun almenningur segja um þessar góðu þriggja daga fríhelgar: Af hverju var ekki búið að breyta þessu fyrir löngu? sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Stóra fimmtudagsmálið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Krabbameins- félagið efnir til örráðstefnu um sortuæxli og önnur húð- krabbamein næstkomandi fimmtudag, 16. maí, kl. 16.30- 18.00. Ráð- stefnan verður haldin í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Guðlaug B. Guðjónsdóttir fram- kvæmdastjóri setur ráðstefnuna. Bárður Sigurgeirsson húð- sjúkdómalæknir mun fjalla um styrk sólskinsins hér á landi og einkenni, greiningu og forvarnir gegn sortumeinum. Gunnar Bjarni Ragnarsson segir frá meðferð sortumeina, Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri fjallar um far- aldsfræði sortumeina á Íslandi og Vala Smáradóttir aðstandandi segir sögu aðstandanda. Allir eru velkomnir á ráðstefn- una og aðgangur er ókeypis. Sortuæxli á Íslandi ÖRRÁÐSTEFNA UM SORTU- ÆXLI OG HÚÐKRABBAMEIN Laufey Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.