Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hér ríkir gríðarleg stemning og óhætt að segja að strákarnir okkar hafi gert það gott. Þeir hafa vakið mikla athygli og Eyþór Ingi er að slá í gegn. Þannig að við erum mjög bjartsýn og spáum því að lag- ið komist upp úr undankeppninni og verði með á lokakvöldinu,“ segir Felix Bergsson, en hann verður kynnir Íslands í Eurovision- söngvakeppninni árið 2013 sem haldin er í Malmö í Svíþjóð. Fyrri undankeppnin fer fram í kvöld og þar keppa 16 lög, en seinni undankeppnin fer fram á fimmtudaginn kemur og þar keppa 17 lög, þeirra á meðal „Ég á líf“ í flutningi Eyþórs Inga sem er fram- lag Íslands þetta árið. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardaginn 18. maí, en öll þrjú keppniskvöldin verða send út í beinni sjónvarpsútsend- ingu í Ríkissjónvarpinu. Líkt og síðustu ár er fyrir- komulagið á undankeppnunum þannig að opnuð verða tíu umslög undir lok hvors kvölds þar sem leynast nöfn þeirra landa sem kom- ast áfram í úrslitin. „Allir eru sam- mála um að okkar riðill, þ.e. seinna kvöldið, sé miklu mun sterkari og því má eiga von á hörkubaráttu það kvöldið. Það eru nokkur mjög flott lög fyrra kvöldið, en líka slatti af slappari lögum,“ segir Felix. Hann spáir því að Danmörk, Rússland og Úkraína komist örugglega áfram í kvöld. „Ég er sannfærður um að Hvíta-Rússland komist áfram þó menn séu ekki á eitt sáttir við gæði lagsins, því atriðið er bara svo létt og skemmtilegt. Ég held líka að framlag Írlands og Hollands komist áfram. Hollenska söngkonan, Anouk, er hrikalega flott og ég held að hún eigi eftir að negla þetta í kvöld þannig að allir sjái að þarna er alvöru fagmaður á ferðinni,“ seg- ir Felix og bætir við að að sumu leyti megi segja að keppnin í ár sé keppni kvennanna sökum þess hversu margar flottar söngkonur taki þátt í ár. Nú spá margir veðbankar því að Danir vinni aðalkeppnina. Telur þú að það gangi eftir? „Ég er ekkert endilega viss um það, þó Emmelie de Forest sé ægi- lega sæt og krúttleg,“ segir Felix og tekur fram að söngkonan hafi t.d. bliknað í samanburðinum við Eyþór Inga í norrænni tónlistarveislu sem haldin var um helgina á skemmti- staðnum Glasklart í bryggjuhverfi Malmö þar sem allir keppendur Norðurlandanna fluttu lög sín óraf- mögnuð. „En auðvitað er það flutn- ingurinn á keppniskvöldinu sjálfu sem skiptir öllu máli og því verður spennandi að sjá hvernig til tekst.“ Að sögn Felix er óhætt að segja að Eurovision-keppnin sé mikill sirkus og ljóst að áhorfendur muni eiga von á miklu sjónarspili og flott- um listamönnum. „Þannig teflir Úkraína fram risa, en þar er á ferð- inni stærsti maður Ameríku sem er 2,35 m á hæð. Hann mun bera söng- konuna bæði inn og út af sviðinu, en hún er í svo þröngum kjól að hún getur ekki gengið í honum. Eins verður fróðlegt að fylgjast með full- trúa Slóveníu en Hannah verður á 12 cm háum hælum sem fær mann til að sundla,“ segir Felix. Von á miklu sjónarspili í Malmö Ljósmynd/Dennis Stachel og Thomas Hanses Berfætt Danska söngkonan Emmelie de Forest syngur ávallt berfætt og hefur gert síðan hún hóf söngferil sinn.  16 lög keppa á fyrra undankvöldi Eurovision í Svíþjóð í kvöld Ljósmynd/Dennis Stachel og Thomas Hanses Stórvirkir Rússar hyggjast bjóða upp á mikið sjónarspil í atriði Dinu Garipova og verður ekkert til sparað. Felix Bergsson Ljósmynd/Dennis Stachel og Thomas Hanses Mögnuð Hollenska söngkonan Anouk þykir hafa mikla útgeislun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.