Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Sjónvarpsverðlaun Bresku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunn- ar, BAFTA, voru veitt í fyrradag og hlaut leikkonan Olivia Colman tvenn verðlaun, annars vegar sem besta aukaleikkona í sjónvarpsþátt- unum Accused og hins vegar sem besta leikkona í gamanþáttum, fyr- ir leik sinn í Twenty Twelve en þeir þættir hlutu verðlaun sem besta gamanþáttaröðin. „Þegar á öllu er á botninn hvolft þá skiptir þetta miklu máli. Og ég ætla ekki að gráta,“ sagði Colman þegar hún tók við fyrri verðlaununum. Um þau seinni sagði hún m.a. að hún væri ekki fyndnasta leikkona þáttanna. Þáttaröð BBC One, Last Tango in Halifax, hlaut verðlaun sem besta dramatíska þáttaröðin og sjón- varpsstöðin Channel 4 hlaut verð- laun fyrir bestu úttekt í beinni út- sendingu, fyrir umfjöllun sína um Ólympíuleika fatlaðra í Lundúnum í fyrra. Sheridan Smith hlaut verð- laun sem besta leikkona fyrir leik sinn í þáttaröð ITV, Mrs Biggs og leikarinn Ben Whishaw verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Richard II (The Hol- low Crown), dramatískri þáttaröð BBC Two. Besti karlleikari í gamanþáttum þótti Steve Coogan fyrir leik sinn í gamanþáttunum Welcome to the Places of My Life og East Enders var valin besta sápuóperan. Girls hlaut svo verðlaun sem besta al- þjóðlega þáttaröðin og Game of Thrones hlaut áhorfendaverðlaun. Colman sigursæl  Sjónvarpsverðlaun BAFTA voru afhent í fyrradag AFP Kampakát Leikkonan Olivia Colman með einn af verðlaunagripum sínum. Erla Björg Káradóttir og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran- söngkonur koma fram á síðustu há- degistónleikum Íslensku óperunnar á starfsárinu, í Norðurljósasal Hörpu í dag klukkan 12.15. Munu þær flytja óperuaríur og dúetta eft- ir Bellini, Puccini og fleiri. Antonia Hevesi leikur á píanóið. Morgunblaðið/Ómar Sópran Hanna Þóra kemur fram ásamt Erlu Björgu í hádeginu í dag. Söngkonur á há- degistónleikum Elín Arnardóttir píanóleikari heldur útskrift- artónleika sína í Listasafni Sig- urjóns Ólafs- sonar í kvöld, þriðjudag klukk- an 20. Elín út- skrifast með BMus gráðu frá Listaháskóla Íslands nú í vor. Á efnisskrá eru ensk svíta nr. 3 eftir J.S. Bach, sónata nr. 3 eftir F. Chopin, La Campanella eftir F. Liszt, þrjú píanóstykki eftir C. Niel- sen, og næturljóð eftir Chopin. Útskriftartónleikar Elínar Arnardóttur Elín Arnardóttir Kvartett trommuleikarans Kára Árnasonar kemur fram á djass- kvöldi KEX hostels í kvöld, þriðju- dag. Kvartettinn skipa auk Kára þeir Steinar Sigurðarson á saxó- fón, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Andi nokkurra fremstu saxófón- leikara djasssögunnar, manna borð við Coltrane, Redman, Gar- ret, Mobley, Farrell og Henderson, mun vera nálægur í efnisskránni, að sögn Kára. „Þetta er það sem ég hlusta á; efnisskráin er runnin undan mínum rifjum,“ segir hann og tekur fram að trommuleikarinn fái vissulega að njóta sín í flutn- ingi á ópusunum þótt hann verði ekki beint í forgrunni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og standa í tvo tíma með hléi. Trymbillinn Kári kemur fram með kvartetti sínum á KEX hosteli í kvöld. Kvartett Kára hyll- ir saxófónleikara Einn af blogghöfundum tímaritsins NME, Lucy Jones, birti föstudaginn sl. bloggfærslu þar sem hún fer yfir fáránlegustu „gigg“, þ.e. tónleika, allra tíma og eru tónleikar The Nat- ional, eða öllu heldur gjörningur, þar fyrst nefndir. Hljómsveitin lék lag sitt „Sorrow“ endurtekið í sex klukkustundir þarsíðasta sunnudag, 105 sinnum alls og var þar á ferðinni gjörningur framinn í samstarfi við myndlistarmanninn Ragnar Kjart- ansson. „Að hlusta á „Sorrow“ 105 sinnum er álíka fyndið fyrir mér og lömunarveiki,“ segir Jones m.a. um gjörninginn. Af öðrum fáránlegum uppákomum tónlistarmanna, að mati Jones, er klukkustundarlangur flutningur Bradfords Cox úr Deer- hunter á laginu „My Sharona“ og það uppátæki Neil Young að leika plötu sína Tonight́s the Night tvisv- ar sinnum í heild sinni á tónleikum árið 1973. Bloggfærslu Jones má finna á slóðinni www.nme.com/ blogs/nme-blogs/gigs-10-of-the- most-ridiculous-of-all-time. Endurtekning Gjörningar Ragnars einkennast flestir af endurtekningu. „Fáránlegur“ gjörningur Morgunblaðið/Golli TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is Komdu í bíó! Þú finnur upplýsingar um sýningartíma okkar og miðasölu á www.emiði.is og www.miði.is -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 :40 - T.K. kvikmyndir.is H.V.A -Fréttablaðið LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 12 12 16 STAR TREK 3D Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:40(P) MAMA Sýnd kl. 8 - 10:10 IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 10:40 LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 6 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi -Empire -Hollywood Reporter KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS FRÁ SEM FÆRÐU OKKUR ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.