Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Í vetur höfum við stutt fimmtán konur til náms. Þær hafa margar hverjar staðið sig mjög vel,“ sagði Anna H. Pétursdóttir, gjaldkeri menntunarsjóðs Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. „Við höfum borgað skólagjöld og tvisvar á ári veitum við bókastyrk upp á 30.000 krónur. Með þessu hjálpum við kon- um að ljúka námi. Þær geta verið á ýmsum skólastigum og víða um land. Átta eru í Háskóla Íslands, fjórar á skrifstofubraut í Menntaskólanum í Kópavogi, ein er í Borgarholtsskóla, ein í Tækniskólanum og ein hefur lokið námi í Háskólanum í Reykja- vík.“ Sú elsta sem fékk styrk í vetur er fædd 1967 og sú yngsta 1985. Þessa dagana er verið að selja mæðrablómið til styrktar fyrir menntunarsjóðinn. Anna sagði að selja megi mæðrablómið virðis- aukaskattsfrítt í tvær vikur og hófst salan í síðustu viku. Blómið er m.a. selt í verslunum Lyfju, í bókaversl- unum, í Sigurboganum og GK við Laugaveg og í SPARK við Klapparstíg. Sjálfboðaliðar Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur bjuggu öll mæðrablómin til í höndunum. Þær hittust fyrst á Hallveigarstöðum, 50- 60 konur, og unnu við blómagerðina í þrjár klukkustundir. Svo hittist hópurinn tvö kvöld í Áskirkju og bjó til mæðrablóm. „Við vinnum þetta allt í sjálfboða- vinnu og reynum að gera þetta á sem hagkvæmastan hátt til þess að þetta átak skili sem mestu í mennt- unarsjóðinn,“ sagði Anna. Blómaval hefur einnig styrkt söfnunina og seldi mæðrastyrksvendi um síðustu helgi og runnu 1.000 kr. af hverjum seldum vendi í menntunarsjóðinn. Mæðrablómið verður selt til 20. maí. Þeir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á reikning 0515-14- 407333, kt. 660612-1140. Ljósmynd/Anna H. Pétursdóttir Mæðrablóm Fjöldi kvenna kom saman til að útbúa mæðrablómin. Mæðrablóm efla menntun kvenna  Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur selur blóm fyrir menntunarsjóð sinn Kveikt var í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu við Ása- braut í Garðabæ skömmu eftir klukkan fimm í gærmorgun. Bens- ínbrúsar fundust á staðnum. Snemma í rannsókn málsins bár- ust böndin að vistmanni á Klepps- spítala, að sögn lögreglu. Við skýrslutöku játaði hann sök og dvel- ur nú á lokaðri deild á Kleppsspítala. Tilkynning um eldinn barst frá Öryggismiðstöðinni, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins. Öryggiskerfið fór í gang. Slökkvilið var sent á vettvang og gekk vel að slökkva eldinn. Eld- urinn náði sér aldrei á strik að ráði, samkvæmt upplýsingum frá slökkvi- liðinu. Var eldurinn bundinn við eitt herbergi í húsinu. Kveikti í kirkju  Greiðlega gekk að slökkva eldinn  Einn hefur játað íkveikjuna Morgunblaðið/Rósa Braga Íkveikja Vel gekk að slökkva eld í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heil- ögu. Eldurinn breiddi úr sér í einu herbergi kirkjunnar. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma er gestur MBA námsins við Háskóla Íslands, fimmtudaginn 16. maí kl. 12:15-13:00 í stofu 101 á Háskólatorgi. Fundarefnið: Hvað ræður árangri íslenskra kvenstjórnenda? Margrét hefur um árabil starfað sem stjórnandi bæði hér á landi og erlendis. Auk forstjórastarfsins er hún stjórnarformaður N1 og fékk hún nýlega FKA viðurkenninguna 2013 hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu. Skráning hjá lena@hi.is www.mba.is Margrét Guðmundsdóttir „Hún var rétt rúmur metri á hæð þegar hún ákvað að hún ætlaði aldrei að verða heimavinnandi húsmóðir. Ástæðan var einföld og rökrétt, henni hundleiddust húsverk og þar með var það afgreitt“ Úr viðtali við Margréti vegna FKA viðurkenningarinnar 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.