Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það ætlar að reynast erfiðara fyrir þrotabú Sparisjóðabankans (SPB), áður Icebank, að fá undanþágu frá fjármagnshöftum til útgreiðslu gjald- eyris til samningskröfuhafa bankans en vonir stóðu til í upphafi árs. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að við mat á beiðni SPB um undanþágu frá höftum leggi Seðlabankinn áherslu að hún verði aðeins veitt þannig að ekki sé skapað óheppilegt fordæmi við mögulega nauðasamninga Glitnis og Kaupþings. Ekki verður hægt að ljúka við fyrirhugaðan nauðasamning SPB, sem var lagður fyrir kröfuhafa um miðjan mars sl., fyrr en slík heimild hefur fengist samþykkt. Þrír mánuðir eru síðan slitastjórn SPB óskaði formlega eftir staðfestingu á því við Seðlabankann að SPB væri heimilt að klára nauðasamning með þeim hætti sem stefnt væri að. Erlendir kröfuhafar SPB gátu fengið um 13,5 milljarða í gjaldeyri að því gefnu að þeir kysu allir þá leið sem gerði ráð fyrir útgreiðslu í erlendri mynt. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins völdu hins vegar nokkrir erlendir kröfuhafar að fá greitt út í íslenskum krónum og nem- ur sú upphæð hundruðum milljóna. Líklegt þykir að þeir hafi fremur kos- ið að fá greitt í krónum en að taka á sig þá áhættu að fá til að mynda borg- að með kröfu á hendur þrotabúi Kaupþing miðað við 16% nafnvirði krafna á búið. Gríðarleg óvissa ríkir um endanlegar heimtur kröfuhafa föllnu bankanna. Tveir mánuðir eru liðnir frá því að slitastjórn SPB sendi kröfuhöfum frumvarp að nauðasamningi. Yfir 90% allra kröfuhafa hafa nú þegar greitt atkvæði sitt og samþykkt nauðasamning. Enn eiga þó fullnægj- andi gögn eftir að berast frá fjórum kröfuhöfum. Til að nauðasamningur- inn nái fram að ganga þarf samþykki allra kröfuhafa. Rétt eins og áður hefur verið greint frá á viðskiptasíðum Morgunblaðsins þá er áætlað að ESÍ, dótturfélag Seðlabanka Íslands, fái 73 milljarða í sinn hlut ef nauðasamningar SPB klárast. Samkvæmt nauðasamnings- frumvarpinu munu samningskröfu- hafar – aðrir en ESÍ – fá greidd 22,8% samþykktra krafna sinna, eða sem nemur 19 milljörðum. Nauðasamningur SPB frestast Höft Slitastjórn Sparisjóðabankans bíður samþykkis Seðlabankans.  Reynt að tryggja að ekki skapist óheppilegt fordæmi við mögulega nauðasamninga Glitnis og Kaup- þings  Nokkrir erlendir kröfuhafar Sparisjóðabankans völdu að fá greitt í íslenskum krónum Nauðasamningur SPB » Yfir 90% samnings- kröfuhafa SPB hafa greitt at- kvæði og samþykkt nauða- samning. » Nokkrir erlendir kröfuhafar höfðu valið að fá greitt í krónum. » Þrír mánuðir eru síðan SPB óskaði eftir staðfestingu Seðlabankans á að hægt yrði að klára nauðasamning með þeim hætti sem stefnt er að. Starfsmenn ríkisskattstjóra munu fara í vettvangsferðir og skoða aðila sem bjóða upp á gistiþjónustu sem ekki hafa verið greidd af skattar og önnur gjöld og telst ólögleg. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri í samtali við mbl.is, en embættið mun einnig vinna sérstak- lega að því að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi. Tveir til fjórir starfsmenn verða ráðnir til að framfylgja vettvangsathugunum. „Það var lagabreyting sem var gerð á síðasta degi þingsins sem hef- ur þann tilgang að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi. Þar er meðal annars styttur sá tími sem menn eru áætlaðir, til að hægt sé að taka þá af skrá í virðisaukaskatti. Svo var heimild fyrir ríkisskattstjóra til að loka starfsstöð þegar launa- greiðandi tilkynnir ekki um starfs- menn inn á launagreiðendaskrá,“ segir Skúli. Hann segir að þessar heimildir eigi að gagnast til að vinna gegn svartri starfsemi en dugi ekki gegn einstaklingum sem leigja út eigin íbúðir. Skúli segir að embættið sé aftur á móti einnig að undirbúa að ráðast sérstaklega gegn þeirri ferða- þjónustu í sumar sem ekki er gefin upp til skatts og sé minni í sniðum. Á hann þar sérstaklega við ólöglega gistiþjónustu sem ekki er greiddur af skattur. „Við höfum verið í átaki og förum í nýtt átak í sumar með SA og ASÍ. Þar mun reyna á aðila í ferðaþjón- ustu og öðrum greinum. Þar verða skattskil skoðuð og hvort staðið hafi verið skil á lögbundnum greiðslum til lífeyrissjóða,“ segir Skúli. Nánar á mbl.is Átak gegn ólög- legri gistingu  Starfsmenn RSK munu fara í vettvangsferðir Morgunblaðið/Golli Skatturinn Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.