Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Þetta er í fyrsta sinn semsvona keppni er haldin á Ís-landi, að við vitum, en þess-ar keppnir hafa verið mjög vinsælar erlendis og mér skilst að þær séu nánast um hverja helgi yfir sum- arið í Danmörku,“ segir Óskar Óm- arsson, einn af þeim sem standa fyrir úthaldskeppni á fjallahjólum í Heið- mörk næstkomandi sunnudag. „Hægt er að skrá sig í þessa keppni bæði sem einstaklingur og líka sem hluti af liði þar sem geta verið allt að fjórir kepp- endur. Í liðakeppninni hjólar bara einn í einu en liðin ráða því hversu marga hringi hver keppandi hjólar í einu, það þarf bara að skipta um hjól- reiðamann við rásmarkið. Hver hring- ur er um 12 kílómetra langur og tekur svona um 30 mínútur fyrir flesta að hjóla hringinn.“ Ekki tæknilega erfitt Óskar segir alla geta tekið þátt þar sem brautin sé ekki tæknilega erf- ið. „Þetta er mest á stígum í Heið- mörk sem eru flestir mjög góðir. Þetta snýst aðallega um að hafa út- haldið og þrautseigjuna til að klára alla sex tímana.Við eigum von á því að flestir klári þetta, sérstaklega liðin því ef menn mæta með fjögurra manna lið eru þetta ekki nema þrír hringir á hvern liðsfélaga sem ætti að vera á færi flestra.“ Það er ekkert aldurstakmark í keppninni og hvetur Óskar fjöl- skyldur til að mæta sem lið sem og fyrirtæki og þá kannski að tengja það við átakið Hjólað í vinnuna. Þeir sem hjóla lengst eða þeir sem hafa lokið flestum hringjum þeg- ar markinu lokar standa uppi sem sig- urvegarar. Þrátt fyrir að Óskar sé einn af skipuleggjendunum ásamt bróður sín- um ætla þeir að taka þátt saman í liða- keppninni. „Þá getur annar okkar hjólað á meðan hinn er að sjá til þess að allt sé í lagi. Við verðum bara í tveggja manna liði. Ég hef ekki tekið þátt í svona úthaldskeppni sjálfur en Reynt á úthaldið í Heiðmörk Úthaldskeppni á fjallahjólum verður haldin í Heiðmörk um næstu helgi þar sem hjólað verður í sex tíma. Bæði er hægt að taka þátt í einstaklings- og liðakeppni. Óskar Ómarsson, einn af aðstandendum keppninnar, segir löngu tímabært að slík keppni sé haldin en hann og félagar hans í hjólreiðafélaginu Tindi hafa markvisst verið að auka fjölbreytileikann í hjólreiðakeppnum hér á landi að undanförnu. Morgunblaðið/Rósa Braga Skipuleggjandinn Óskar Ómarsson er einn af aðstandendum úthalds- keppni í hjólreiðum sem haldin verður í Heiðmörk um næstu helgi. Stífar æfingar Mikill tími fer í æfingar hjá Óskari sem hjólar að meðaltali 10 tíma á viku. Að auki hleypur hann til að fá fjölbreytileika í hreyfinguna. Heimsleikar líffæraþega verða haldn- ir í Durban í Suður-Afríku í 19. sinn í ár. Mótið hefst 28. júlí og stendur til 4. ágúst. Aldursbil keppenda er breitt en líffæraþegar á aldrinum 4-80 ára geta tekið þátt í rúmlega 50 greinum. Á morgun, 15. maí, klukkan 19 gefst Íslendingum kostur á að taka þátt í styrktarhlaupi fyrir þrjá ein- staklinga sem stefna á að keppa á heimsleikunum. Boðið er upp á tvær vegalengdir á morgun, 5 og 10 kílómetra með tíma- töku. Hlaupið verður ræst við Víkina, Traðarlandi 1 í Fossvogi. Þátttöku- gjald er 2.000 kr fyrir 22 ára og eldri, en 1.000 kr fyrir 21 árs og yngri. Allur ágóði af hlaupinu rennur til ferða- langanna. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki á báðum vegalengdum. Einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna. Vefsíðan www.wtg2013.com Hetjur á hlaupum Allt lagt í boðhlaupskeppni á heimsleikum líffæraþega. Heimsleikar líffæraþega Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Skokkhópur Hauka stendur fyrir utanvegahlaupi um hvítasunnuna. Hlaupið verður um uppland Hafnarfjarðar annan í Hvítasunnu, þann 20. maí klukkan 10. Mikil vinna hefur verið lögð í hlaupið sem er haldið í fyrsta sinn nú í ár. Hlaupaleiðin liggur um náttúru- perlu Hafnarfjarðar í nágrenni Hval- eyrarvatns og getur hlauparinn notið útsýnisins allt frá því að hann leggur af stað og þar til hann kemur í mark. Hlaupið er 17,5 km á lengd og er lagt af stað frá Ásvöllum. Opnuð hefur verið heimasíða fyrir hlaupið, hvitasunnuhlauphauka.com. Endilega... ...hlaupið um hvítasunnuna Eftirfarandi auglýsing bræðranna Sæmundar Sven og Ásgríms Klaus Schepsky má finna á fésbókarsíðu BikeBrothers Góðan daginn. Bike Brothers við- gerðaþjónustan hefur opnað. Við er- um tveir bræður 12 og 15 ára og bjóð- um upp á alla almenna þjónustu fyrir hjólið þitt. Sprungið dekk, stillingar á gírum og bremsum, smurning, þvott- ur, þrif og síðast en ekki síst bón á hjólinu þínu. Almenn yfirferð og still- ingar 3.000 kr, þrif og bón 3.000 kr og allur pakkinn 5.000 kr. Við verðum með aðstöðu í Reiðhjólaverzluninni Berlin (Snorrabraut 56) og verður hægt að koma með hjólið á opnunar- tímum verslunarinnnar. Bjóðum upp á vandaða og góða þjónustu. Sjáumst, Bike Brothers. Sjálfbjarga um sumarvinnu Hjólabræður í viðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.