Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2013 Floti Landhelgisgæslunnar lá allur við bryggju í Reykjavík nýlega. Utast lá eftirlits- og sjómæl- ingaskipið Baldur en það hefur nú verið málað í sömu litum og varðskipin Ægir, Týr og Þór. Baldur var tekinn í slipp hjá Skipasmíðastöð- inni í Njarðvík um síðustu mánaðamót og var þá málaður. Hann mun sinna margvíslegum verk- efnum við sjómælingar, æfingar og eftirlit. Baldur var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar og tekinn í notkun í maí árið 1991 eða fyrir 22 árum. Hann er sérstaklega smíðaður til sjómæl- inga og um borð eru margvísleg mælitæki. Öll skip Landhelgisgæslunnar eru nú orðin grá að lit Morgunblaðið/Árni Sæberg Flotinn sem gætir fiskimiðanna og veitir aðstoð á sjó Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Þetta er bara sama og var í fyrra. Það er lengdur opnunartíminn um klukkutíma frá sex til sjö. Þetta er eitthvað sem við sættumst á í fyrra, að þetta væri gert með þessum hætti. Við óskuðum hinsvegar eftir því nú að þetta yrði opnað lengra fram á kvöldið, til klukkan tíu,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um þá ákvörðun Umhverfisstofnunar að opnunartími í Dyrhólaey á tímabilinu frá 8. maí til 25. júní verði á þann hátt að umferð gangandi almennings verður heimil á Lágey og Háey eftir merktum göngustígum frá kl. 9 til 19. Akandi umferð verður heimil á Lágey á sama tíma en óheimil á Háey. Á kvöldin og yfir nóttina verði friðland- ið lokað en frá 25. júní verði það opið allan sólarhringinn. Ásgeir segir sveitarfélagið hafa óskað eftir lengdum opnunartíma á kvöldin fyrir þær sakir að það sé mikil ferðamannaumferð á svæðinu fram á kvöld. Skelltu á nefið á fólkinu „Þeir sem voru að vinna þarna í fyrra voru nánast að skella á nefið á fólki þannig að við vildum að þetta yrði opið lengur,“ segir hann. „Eins erum við ósátt við að fólk fái ekki að fara upp á Háey. Það er ekk- ert varp þar og engin rök fyrir því en ég geri ráð fyrir því að menn sætti sig bara við þetta. Þetta er gott skref í áttina og þjónar þeim hagsmunum sem við erum fyrst og fremst að horfa á þarna að ferðamenn geti heimsótt þessa perlu,“ segir Ásgeir. Hann segir að það hafi verið gerð veruleg úttekt á stöðu fuglalífs í eyj- unni í fyrra og fuglafræðingur sé nýbúinn að fara um og telja. Nið- urstaðan úr því hafi verið sú að hann hafi ekki séð ástæðu til annars en að með stýrðri umferð og leiðbeiningu ætti varp æðafugls og mófugls að geta farið vel saman við umferð manna um svæðið og að umferð æða- fugls í fyrra hafi verið með mesta móti. „Mesta hættan er á því að refurinn eyðileggi varpið. Það voru tveir skotnir um hábjartan dag árið 2011. Þegar þetta er lokað þá getur ref- urinn athafnað sig þarna. Mann- skepnan er sú skepna sem refurinn óttast hvað mest þannig að ef fólk er á ferli þá er minni hætta á að hann eyðileggi varpið,“ segir Ásgeir. Í minnisblaði fuglafræðings frá því í vor segir raunar að ein af for- sendum fyrir því að æðavarp geti dafnað í eyjunni sé að mikil áhersla sé lögð á eyðingu refa og minka á svæðinu. Opið á daginn fyrst um sinn  Dyrhólaey verður opin allan sólarhringinn eftir 25. júní  Meiri ógn er af ref en stýrðri umferð manna, segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps  Mikil ásókn ferðamanna hefur verið í Dyrhólaey á kvöldin Morgunblaðið/Árni Sæberg Dyrhólaey Vinsæl hjá ferðamönnum allan ársins hring. Skúli Hansen skulih@mbl.is Fjöldi fólks mætti á kynningarfund í húsakynnum Bændaferða við Síðu- múla 2 í Reykjavík í gærkvöldi þar sem Ari Trausti Guðmundsson veð- urfræðingur kynnti hópferð til suð- urskautsins sem Bændaferðir munu bjóða upp á í ársbyrjun 2014. „Það er flogið til London og síðan frá London yfir til Buenos Aires. Svo er farið til Eldlands, Usuhaia, og þar er farið um borð í 4.500 tonna farþegaskip sem er styrkt til sigl- inga í ís,“ segir Ari Trausti í samtali við blaðamann og bendir á að þaðan sé ferðinni heitið að Antarktíku- skaganum. Að sögn Ara Trausta er fjölbreytilegt dýralíf á skaganum en þar sé meðal annars hægt að sjá margar tegundir mörgæsa og nokkrar tegundir af selum og hvöl- um. Óhrædd við mannfólk Þá bendir Ari Trausti á að í ferð- inni sé hægt að komast í mikla ná- lægð við dýralífið. Þannig sé farið í gúmmíbátum frá skipinu sjálfu og yfir í land. Hann segir dýrin þarna óhrædd við fólk. „Þú getur alveg verið á kafi ofan í þeim,“ segir Ari Trausti en bendir þó á að bannað sé að snerta dýrin sökum smithættu. Að sögn Ara er um ævintýraferð að ræða enda sé dagskráin spunnin dag frá degi. „Skipstjóri skipsins getur engu lofað um að hann ætli að stoppa hér eða þar. Hann verður að fara eftir sjólagi og eftir ís, þannig að þetta er náttúrlega óvissuferð eftir að komið er yfir á skagann,“ segir Ari Trausti. Samkvæmt upplýsingum frá Bændaferðum er um rúmlega tveggja vikna ferð að ræða, en ferðin mun standa yfir frá 19. janúar 2014 til 2. febrúar. Verðið á ferðinni er mismunandi og fer það einkum eftir því hvers konar klefa fólk pantar um borð í skipinu, sem ber nafnið Sea Explorer. Alþjóðlegt flug vegna ferðarinnar mun kosta um 350 þúsund krónur á mann, þá kostar ódýrasti klefinn um borð í skipinu tæpa 1,1 milljón á mann og sá dýrasti rétt tæplega 1,9 milljónir. Innifalið í ferðinni er m.a. fararstjórn af hálfu Ara Trausta, gisting í eina nótt ásamt morgunmat í Ushuaia, gisting og fullt fæði um borð í skipinu og stígvél til afnota. Ævintýraferð til suðurheimskautsins  Bændaferðir ætla að bjóða upp á ævintýralega hópferð til suðurheimskautsins í ársbyrjun 2014  Ari Trausti Guðmundsson verður fararstjóri  Siglt verður á sérstaklega styrktu skemmtiferðaskipi Morgunblaðið/Eggert Fjölmenni Talsverður fjöldi fólks mætti á kynningarfundinn í gærkvöldi. Ófært er á öllu hálendinu og á sum- um fjallvegum er umferð bönnuð. Þannig er allur akstur bannaður inn í Landamannalaugar, um báðar Fjallabaksleiðir, Arnarvatnsheiði, Kjöl, hluta af Sprengisandsleið og inn að Lakagígum. Að sögn Pálls Halldórssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi, er ekki mikill snjór á fjall- vegum á starfssvæði hans en mikill klaki og aurbleyta komin í þá, að minnsta kosti neðantil. Hann segir Vegagerðarmenn vera búna að moka þann snjó sem hægt var fyrir innan Kerlingarfjöll. Sú leið gæti opnast fyrst. Nú sé hins vegar spáð kólnandi veðri aftur og því ólíklegt að hægt verði að opna á umferð inn á hálendið í bráð. kjartan@mbl.is Lokað á alla umferð á fjallvegum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 29 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum. Maðurinn var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélags- ins J-einnátta og stóð í starfi þess, sem og persónulega, skil á efnis- lega röngum skattframtölum. Þrátt fyrir að maðurinn hafi neitað sök þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. 29 milljóna kr. sekt fyrir skattalagabrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.